Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 19
Miklaholtshreppur: Mjólkurbfl- ar komust ekki til baka vegna ófærðar Borg, \1iklaholLshreppi, 8. febrúar. UM SÍÐUSTU helgi setti hér niður mikinn snjó. Jafnfallið var um 30—40 sentímetra snjódýpt. Á mánudag hvessti seinnipart dagsins og skóf þá nokkuð. í gær var gott veður fram yfir miðjan dag, en þá tók að hvessa allverulega. Mikill skafrenning- ur varð fljótlega og miklar um- ferðartafir. Mjólkurbílar frá Borgarnesi sem vel eru útbúnir til aksturs í snjó komu hingað í gær, en komust ekki aftur til baka í gærkvöldi vegna ófærðar og skafrennings. Bílstjórarnir gistu á Vegamótum í nótt. Áætlunarrútan sem fór frá Reykjavík í gær fór um Hey- dal áleiðis til ólafsvíkur og Hellissands. Vegna ófærðar í gærkvöldi tafðist hún og kom seint í Borgarnes og gistu far- þegar þar í nótt. Verulegur kostnaður hefur verið hjá þeim bændum sem hafa þurft að láta moka afleggjara heim til sín sem flokkast undir sýsluvegi. Hlutur bænda í þeim kostnaði er 50% á móti sveitarfélagi. Nú hafa verið keyptir snjóblásarar sem knúðir eru með dráttarvélum. Hafa bændur fjármagnað þessi kaup og blásararnir reynst mikilvirkir við hreins- un snjóa af vegum. Tveir blás- arar eru þegar komnir og von er á fleirum. í gær komu hingað vinnuflokkar frá sím- anum og er nú unnið að því að tengja bæi í Staðarsveit sjálfvirka símakerfinu. Hefur þar ríkt hið mest vandræða- ástand vegna tíðra símabilana í vetur. Og enn bætist við vélakost manna hér í sveitum, því nýlega hafa tveir bændur keypt sér vélsleða til þess að geta brugðið sér bæjarleið í ófærðinni. - Páll. Kirkjur á landsbyggðinni Messur á sunnudag Matt. 6.: Er þér biðjíst fyrir. EOILSSTAÐAKIRKJA: Sunnu- dagaskóli á sunnudaginn kem- ur kl. 11 og messa kl. 14. Sókn- arprestur. SEYÐISFJARÐARKIRKJA: Á morgun, laugardag, kirkju- skóli kl. 11 og guðsþjónusta á sunnudag kl. 11. Sr. Magnús Björnsson. VIKURPRESTAKALL: Kirkju- skóli í Vík á morgun, laugar- dag, kl. 11. Fjölskylduguðs- þjónusta í Reyniskirkju kl. 14. Sóknarprestur. Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 19 Borealis — norræn myndlist 1983: Verk eftir þrjár ís- lenska listamenn Fyrsta myndlistarfarsýningin á vegum Norrænu listmidstöðvarinnar í Sveaborg stendur nú yfir. Á sýning- unni sem ber yfirskriftina „Borealis - norræn myndlist 1983“ eru verk þriggja listamanna frá hverju Norð- urlandanna, auk eins frá Færeyjum. Af íslands hálfu eru þáttakendur þau Ásgerður Búadóttir, Gunnar Örn Gunnarsson og Magnús Tóm- asson. Hafa verk íslensku lista- mannanna fengið lofsamlega dóma gagnrýnenda. Sýningunni var hleypt af stokk- unum í Helsingfors í maí sl. en þaðan fór hún til Kaupmanna- hafnar og því næst til Suður- Jótlands. Næst verður sýningin sett upp í Ósló, en til íslands kem- ur hún næsta sumar og verður þá sett upp á Kjarvalsstöðum. Á meðfylgjandi mynd eru ís- lensku listamennirnir, sem eiga verk á sýningunni. F.v. Ásgerður Búadóttir, Magnús Tómasson og Gunnar Örn Gunnarsson. (Úr frétutilkynninjoi.) Unghænumar frá ÍSFUGL eru tilvaldar í ýmsa pottrétti og við látum fylgja eina gimilega uppskrift. KRYDDUNGHÆNA FRÁ ÍSFUGL HRÁEFNI (fyrirfjóra) 1 Unghæna frá ÍSFUGL Sítrónusafi, salt, persille 1 lítill laukur 1 púrra 1 msksalt 1 tskpiparkorn 1 Ivatn Matreiöslutími ca 2 klst. Sósa: 3-4 dl síað unghænusoö 2 msk hveiti 1 dl rjómi estragon, merian, salvie salt og pipar eftir smekk 1. Nuddið unghænuna aö utan og innan meö salti og sítrónusafa. Setjiö nokkrar persille-greinar inn í unghænuna. 2. Setjið unghænuna í pott með vatni lauk og púrru. Sjóöiö og fleytið ofan af. 3. Bætið saltinru og piparkornunum út í og látið sjóöa undir loki í 1 1/2 — 2 klst., þar til unghænan er orðin meyr. 4. Síiö soöiö, sem nota á í sósuna, í pott. Hellið hveiti og rjóma út í og hræriö vel. Látiö suðuna koma upp og bætiö tómatkrafti og kryddi að smekk, einnig örlítið af salti og pipar. 5. Takið haminn af unghænunni og skeriö hana í bita. Setjið bitana í pottinn sem bera á réttinn fram í og hellið sósunni yfir. BORIÐ FRAM MEÐ: Hrísgrjónum eöa soðnum kartöflum. Fersku salati og sítrónudressing. Veröi ykkur aö góöu. ísfugl Fuglasláturhúsið að Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit Símar: 91-66103 og 66766

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.