Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 íslandssaga á Alþingi: Fyrsta frumvarp Kvennalistans: Allar konur njóti fæðingarorlofs — greiðslur miðist við laun foreldris SIGRÍÐUR Dúna Kri.stmundsdóttir hefur mælt fyrir fyrsta frumvarpi Kvennalista, frumvarpi til laga um breytiníu á lögum um fæóingarorlof (nr. 97/1980). Frumvarpið felur m.a. í sér eft- irfarandi breytingar frá gildandi lögum, ef samþykkt verður: 1) Fæðingarorlof lengist úr þrem- ur mánuðum í sex. 2) Fæðingarorlofsgreiðslur miðist við „full Iaun foreldris þannig að foreldri verði ekki fyrir fjár- hagslegu tapi vegna fæðingar- orlofs svo sem nú er“. 3) Konur fái óskert lágmarksfæð- ingarorlof án tillits til atvinnu- þátttöku. Lágmarksfæðingar- orlof miðist við 9. flokk taxta VMSÍ. 4) Faðir getur, með sam- þykki móður, tekið fæðingar- orlof í tvo mánuði og skerðist þá orlof hennar að sama skapi. 5) Fæðingarorlof lengist um tvo mánuði sé um tvíburafæðingu Sigríður Dúna Kristmundsdóttir að ræða og allt að fjórum mán- uðum eignist kona fleiri börn en tvö. 6) Kjörforeldrar, uppeldis- og fósturforeldrar eigi sama rétt á fæðingarorlofi og aðrir foreldr- ar. Svipmynd frá Alþingi: Fjármálaráðherra, Albert Guðmundsson, og menntamálaráð- herra, Ragnhildur Helgadóttir, ræða málin. Hornsteinar í þjóðarvitund okkar, sagði Eiður Guðnason — Tillagan yfirborðskennd, sagði Guðrún Helgadóttir „Alþingi ályktar að fela rfkis- stjórninni að hlutast til um að í grunnskólanámi verði kennsla í sögu íslenzku þjóðarinnar aukin og við það miðuð að nemendur öðl- ist ekki aðeins þekkingu og skiln- ing á sögu þjóðarinnar heldur og trú á landið og vilja til að varðveita það menningarsamfélag sem hér hefur þróazt í ellefu aldir.“ Eiður Guðnason (A) mælti í gær fyrir framangreindri tillögu í sameinuðu þingi, en flutn- ingsmenn ásamt honum eru Páll Pétursson (F) og Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S). Fram kom hjá Eiði að öðrum þing- flokkum hefði verið boðið að skrifa upp á þessa tillögu en það boð hefði ekki verið þegið. Eiður sagði áhyggjuefni að nemendur, sem lykju grunn- skólaprófi, væru í sumum tilfell- um næsta fáfróðir um sögu þjóð- ar sinnar, sem hljóti, ásamt móðurmálsnámi, að teljast einn af veigamestu grundvallarþátt- um menntakerfis íslendinga. Eiður vitnaði í skoðanakönnun, sem leitt hefði í ljós, að innan við helmingur aðspurðra vissi hvenær kristni var lögtekin í landinu. Hann vitnaði og til orða Arnórs Hannibalssonar, lektors, í grein í Mbl. 7. desember sl., en hann hefði sagt: „Frumgrunnur og tilverufor- senda smáríkis er ævarandi bar- átta þess fyrir fullveldi og sjálfstæði. Höfuðverkefni ríkis- ins er að skapa samstöðu allrar þjóðarinnar í þeirri baráttu. Ríkið hlýtur að beina orku sinni að því að íslendingar öðlist ekki aðeins þekkingu og skilning á þjóðarsögunni, heldur og að þeir hafi vilja til að varðveita það menningarsamfélag sem við höf- um komið okkur upp. Sjálfstæð- isbaráttunni lýkur aldrei. Smá- þjóðin á ætíð undir högg að sækja... Sé á því slakað, hvort heldur er í stjórnmálum, sögu- ritun eða skólastarfi, erum við að svíkja okkur sjálf." Guórún Helgadóttir (Abl.) taldi sig ekki geta tekið undir þennan tillögutexta. Orðalagið „að varð- veita það samfélag sem hér hef- ur þróazt" fæli í sér stöðnun. Sögukennsla ætti ekki aðeins að vera saga yfirstéttarinnar, eins og hún hafi verið áður, heldur saga alþýðu. Eiður, sem er út- varpsráðsmaður, ætti að beita RÚV betur í menningarvarð- veizlu. Hann ætti til dæmis að hlusta á málfar þeirra er fram koma á rás tvö. Guðrún sagði að „svona tillaga væri fyrst og fremst yfirborðsleg". Eiður Guðnason (A) sagði að varðveizla menningararfleifðar fæli ekki í sér neina stöðnun. Sjálfgefið væri að þróa íslenzka menningararfleið framvegis sem hingað til og vera opinn fyrir er- lendum menningarstraumum. En það, sem gerir okkur að þjóð, sem er sagan, tungan og menn- ingarhefðin og landið, eigum við að varðveita. Það er undirstaða sjálfstæðisviðleitni okkar. Eiður mótmælti því harðlega að það væri nokkuð yfirborðslegt við það að vilja standa vörð um hornsteina þjóðernis okkar. Hitt væri rétt að aulafyndni og am- bögur rásar tvö þyrftu skoðunar við, enda væri sú hneisa í um- fjðllun útvarpsráðs. Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, lýsti fyllsta stuðningi við texta og greinar- gerð tillögunnar. íslandssagan og móðurmálið ættu að vera grunnþættir í menntun lands- manna. Það væri gott stefnumið að vilja vekja trú á landið og varðveita það menningarsamfé- lag, sem við höfum verið að þróa í ellefu aldir. Það væri t.d. mik- ilvægt að fræða uppvaxandi kynslóð um hvað það kostaði að öðlast fullveldi íslenzka ríkisins og hvers vegna alhliða framfarir Eiður Guðnason Guðrún Helgadóttir hefðu fylgt í kjölfar frelsisins. Mikilvægt væri að efla þjóðar- vitund og samkennd fólks. Ólafur Þ. Þórðarson (F) sagði ánægjulegt að kennsla í Is- landssögu kæmi nú öðru sinni á þessum vetri til umfjöllunar á Alþingi. Hann kvaðst persónu- lega sammála þeim markmiðum með íslandssögukennslu sem Ragnhildur Helgadóttir Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, hefði sett fram fyrr í vetur. Hins vegar væri hann andvígur þeim sjón- armiðum, sem stundum heyrð- ust, að sögukennsla ætti fyrst og fremst að fjalla um „stéttskipt þjóðfélag". ólafur sagðist and- vígur því að skipta sögunni upp í kvennasögu, karlasögu eða barnasögu, hér væri um þjóðar- sögu að ræða. Umræðunni lauk ekki. Var frestað vegna fjarveru sumra flutningsmanna, að beiðni Eiðs Guðnasonar. IÍIWíIIIiIIIIiIMIIMmBWmnghál Skattsvik og takmörk á umsvifum sendiráða Umfang skattsvika Jóhanna Sigurðardóttir (A) mælti í gær fyrir tillögu til þingsályktunar, sem hún flytur ásamt fleiri þingmönnum Al- þýðuflokks, þess efnis, að stjórn- skipuð nefnd skuli leggja mat á eftirfarandi: 1. Umfang skattsvika hérlendis miðað við upplýsingar um þjóðartekjur í þjóðhagsreikn- ingum og öðrum opinberum gögnum annars vegar og upp- lýsingar um framtaldar tekj- ur í skattframtölum hins veg- ar. 2. í hvaða atvinnustéttum og at- vinnugreinum skattsvik eiga sér helst stað. 3. Umfang söluskattssvika hér á landi. 4. Helstu ástæður fyrir skatt- svikum og hvaða leiðir eru vænlegastar til úrbóta. Starfshópurinn skal skipaður einum fulltrúa skattyfirvalda, einum fulltrúa Þjóðhags- stofnunar og einum fulltrúa viðskiptadeildar Háskóla ís- lands. Niðurstöður skal leggja fyrir Alþingi eigi síðar en 1. janúar 1985. Ef 11% af þjóðartekjum fara fram hjá skattkerfi, eins og talið er að gerist í Noregi, hefði sú fjárhæð numið rúmum fimm milljörðum króna, miðað við framreiknaðar þjóðartekjur 1982. Umsvif erlendra sendiráða á íslandi Hjörleifur Guttormsson (Abl.) hefur flutt tillögu til þingsálykt- unar um takmörkun á umsvifum erlendra sendiráða hérlendis, svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að setja reglur um takmarkanir á umsvifum er- lendra sendiráða hérlendis, m.a. varðandi fjölgun sendiráðs- manna og byggingu og kaup fasteigna á grundvelli laga nr. 16/1971 og laga nr. 30/1980. Við mótun á þessum reglum verði m.a. höfð hliðsjón af smæð íslensks samfélags og af starf- semi og aðbúnaði að íslensku utanríkisþjónustunni í löndum sem íslendingar hafa stjórn- málasamband við og starfrækja sendiráð." r Aætlun um búrekstur Steingrímur Sigfússon (Abl.) hefur mælt fyrir tillögu sem hann og fleiri þingmenn Alþýðu- bandalags flytja um áætlun um búrekstur með tilliti til land- kosta, markaðsaðstæðna og nýrra búgreina. Tillagan felur ríkisstjórninni, ef samþykkt verður, að gera áætlun um fram- tíðarskipan búrekstrar á íslandi með sérstöku tilliti til nefndra atriða. Sagan, tungan og landið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.