Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — UMSJÓN SIGHVATUR BLÖNDAHL — Vöruflutningar Arnarflugs vaxa stöðugt: Gerum ráð fyrir allt að 130% aukningu á árinu — segir Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri „Vöruflutningar okkar hafa stöðugt verið að vaxa og eru nú allt að 40 tonn á mánuði. I*að er hreinlega ekkert lát á aukinni eft- irspurn," sagði Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri Arnarflugs, í samtali við Morgunhlaðið. „það kom okkur hreinlega á óvart, þegar við hófum milli- landaflug á miðju ári 1982, hversu eftirspurn eftir vöru- flutningum í flugi er mikil. Vöruflutningar eru akur, sem á ■ eftir að plægja verulega miklu meira,“ sagði Agnar ennfremur. Það kom fram í samtalinu við Agnar Friðriksson, að á síðasta Einar Sveinsson, stjóri Sjóvá. framkvæmda- Sigurjón Pétursson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Sjóvá Framkvæmdastjóra- skipti hjá Sjóvá Framkvæmdastjóraskipti urðu hjá Sjóvátryggingarfélagi íslands hf. og Líftryggingafélagi Sjóvá hf. þegar Sigurður Jónsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri fyrir aldurs sakir, eftir 12 ára starf. Við starfi framkvæmdastjóra Sjóvátryggingarfélag íslands hf. tók Einar Sveinsson. Einar Sveinsson er fæddur í Reykjavík, árið 1948, sonur hjónanna Sveins Benediktssonar, framkvæmda- stjóra, og Helgu Ingimundar- dóttur. Einar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 og hefur starfað í 11 ár hjá Sjóvátryggingarfélagi íslands hf., þar af sex þau síðustu sem deildarstjóri. Hann er kvæntur Birnu Hrólfsdóttur, þulu, og eiga þau þrjú börn. Við starfi aðstoðarfram- kvæmdastjóra Sjóvátryggingar- félags íslands hf. tók Sigurjón Pétursson, rekstrarhagfræðing- ur. Sigurjón tók einnig við starfi framkvæmdastjóra Líftrygg- ingafélags Sjóvá hf. Sigurjón Pétursson er fæddur í Reykjavík árið 1950, sonur hjónanna Pét- urs Guðjónssonar, fram- kvæmdastjóra, og Báru Sigur- jónsdóttur, kaupkonu. Sigurjón lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1970 og lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla íslands 1974. Stundaði framhaldsnám í rekstrarhag- fræði við Graduate School of Business Administration við New York University og lauk þaðan MBA-prófi árið 1977. Sig- urjón hóf fyrst störf hjá Sjóvá- tryggingarfélagi íslands hf. árið 1973, en hefur unnið þar samfellt sem starfsmanna- og skipulags- stjóri frá því hann kom frá námi 1977. Sigurjón er kvæntur Þóru Hrönn Njálsdóttur og eiga þau tvo syni. Fraktflutningar Flugleiða jukust um 10% 1983: Mest aukningin í ferskfiskflutningum — segir Sigurður Matthíasson, forstööumaður fraktdeildar „Vöruflutningar félagsins jukust um liðlega 10% á síðasta ári og er það fyrst og fremst vegna sívax- andi flutninga á ferskum fiski milli landa, svo og með vaxandi flutningum á varningi frá Evrópu til Bandaríkjanna vegna styrkrar stöðu Bandaríkjadollara," sagði Sigurður Matthíasson, forstöðu- maður fraktdeildar Flugleiða, í samtali við Mbl. Frá íslandi til Evrópu var flutt 1.741 tonn á síðasta ári, borið saman við 1.308 tonn á ár- inu 1982. Aukningin milli ára er liðlega 33%. Um 15% samdrátt- ur varð hins vegar í flutningum frá Evrópu til Islands á síðasta ári, þegar flutt voru 2.484 tonn, borið saman við 2.920 tonn árið 1982. Flutningar á flugleiðinni milli Bandaríkjanna og Evrópu jukust um 18% á síðasta ári, þegar flutt var samtals 461 tonn, borið sam- an við 390 tonn á árinu 1982. Hins vegar varð um 75% aukn- ing á flutningum Flugleiða á flugleiðinni milli Evrópu og Bandaríkjanna, þegar flutt voru 1.079 tonn, borið saman við 613 tonn á árinu 1982. Heildarvöruflutningar Flug- leiða voru því 5.765 tonn á síð- asta ári, borið saman við 5.231 tonn á árinu 1982. Sigurður Matthíasson sagði aðspurður að hann væri bjartsýnn á flutn- ingana á þessu ári. „Sérstaklega á ég von á aukningu í flutningum á sjávarafurðum." ári hefði Arnarflug flutt samtals um 285 tonn, en þó hefðu vöru- flutningar ekki hafizt fyrir al- vöru fyrr enn sl. vor, þegar fé- lagið tók inn í rekstur svokallaða kombívél af gerðinni Boeing 737-200, en hún getur flutt far- þega og vörur samtímis. „Við gerum fastlega ráð fyrir að vöruflutningar félagsins muni meira en tvöfaldast á þessu ári, eða verða langleiðin í 660 tonn, borið saman við 285 árið 1983. Ef það gengur fram verður aukningin milli ára lið- lega 130%,“ sagði Agnar Frið- riksson. Bílainnflutningur dróst saman um 44,1% á sl. ári — Mest selt af Mazda-bílum — Fiat Uno f 1. sæti á 4. ársfjóröungi INNFLUTNINGUR á bílum dróst saman um liðlega 44,1% á síðasta ári, þegar samtals voru fluttir inn 5.860 bílar, borið saman við 10.480 bíla á árinu 1982. Alls voru fluttir inn 5.216 bílar með bcnzínvél, bor- ið saman við 9.534 árið 1982. Sam- drátturinn milli ára er 45,3%. Alls voru fluttir inn 644 bílar með dís- ilvél, en til samanburðar 946 bflar árið 1982. Þar er samdrátturinn milli ára liðlega 32%. Ef litið er á einstakar bílateg- undir var Mazda í 1. sæti með samtals 587 bíla, sem jafngildir liðlega 10% markaðshlutdeild. Þá kom Lada með 513 bíla, sem jafngildir 8,75% markaðshlut- deild og Toyota með 490 bíla, sem jafngildir um 8,36% mark- aðshlutdeild. Annars sést röð hinna 10 söluhæstu betur á með- fylgjandi töflu. Ef dæmið er skoðað fyrir 4. ársfjórðung síðasta árs kemur í ljós, að mest var flutt inn af Lada-bílum, eða 173, sem jafn- gildir um 13,7% markaðshlut- deild. I 2. sæti var Toyota með 128 bíla, sem jafngildir liðlega 10,1% markaðshlutdeild. I 3. sæti er síðan Mazda með 99 bíla og 7,8% markaðshlutdeild, þá Subaru með 92 bíla og 7,28% markaðshlutdeild og í 5. sæti FIAT með 85 bíla og 6,72% markaðshlutdeild. Ef tölur yfir mest seldu ein- stöku fólksbílana á síðasta ári eru skoðaðar kemur í ljós að Subaru er í 1. sæti með 283 bíla, þá kemur Daihatsu Charade með með 249 bíla, Mazda 626 með 222 bíla, Mazda 323 með 178 bíla og Toyota Tercel með 160 bíla. Verulega önnur útkoma er upp á teningnum síðasta ársfjórð- unginn á árinu 1983. Þá er Fiat Uno kominn í 1. sæti með 78 bíla. í 2. sæti er Lada 21023 með 75 bíla. Þá kemur Subaru með 71 bíl, Mazda 323 með 45 bíla og í 5.-8. sæti eru Lada 2105, Dai- hatsu Charade, Mazda 626 og Toyota Tercel með 42 bíla. Nýr fjármála- stjóri Plastos DAVÍI) Björnsson, rekstrarhag- fræðingur, hefur verið ráðinn fjár- málastjóri Plastos hf. Davíð varð stúdent frá Menntaskólanum við Sund árið 1978 og viðskiptafræðingur af reikningshalds- og fjármálasviði frá Háskóla íslands árið 1982. Eftir það stundaði hann nám við Western Illinois University, einkum á sviði fjármálastjórn- unar og kostnaðareftirlits, og lauk þaðan MBA-prófi sl. haust. Hjá Plastos mun hann starfa að almennri fjármálastjórn, auk þess sem hann mun hafa umsjón með innra bókhaldi fyrirtækis- ins, með það fyrir augurr. að koma á aukinni rekstrarhagræð- ingu. Davíð er 25 ára. Mest seldu fólksbflarnir á íslandi á 4. ársfjórð- ungi 1983 Fjöldi bíla 1) Fiat Uno 78 2) Lada 21023 75 3) Subaru 71 4) Mazda323 45 5-8) Lada 2105 42 5-8) Daihatsu Charade 42 5-8) Mazda 626 42 5-8) ToyotaTercel 42 9) Lada 2121 30 10) Volvo244 24 Mest seldu bflarnir á íslandi á 4. árs- fjórðungi 1983 Fjöldi Markaðs- bfla hlutdeild 1) Lada 173 13,7% 2) Toyota 128 10,13% 3) Mazda 99 7,83% 4) Subaru 92 7,28% 5) Fiat 85 6,72% 6) Volvo 82 6,49 7) Suzuki 66 5,22% 8) Daihatsu 63 4,98% 9) Mitsubishi 59 4,67% 10) Honda 49 3,88% Davíð Björnsson Mest seldi einstaki bfllinn á íslandi 1983 fólks- Fjöldi bfla 1) Subaru 283 2) Daihatsu Charade 249 3) Mazda 626 222 4) Mazda 323 178 5) Toyota Tercel 160 6) Datsun Cherry 159 7) Volvo 244 145 8) Mazda 929 131 9) Skoda 130 10) Daihatsu Charmantl20 Mest seldu bflarnir á Islandi Fjöldi bfla Markaðs- hlutdeild 1) Mazda 587 10,02% 2) Lada 513 8,75% 3) Toyota 490 8,36% 4) Mitsubishi 471 8,04% 5) Daihatsu 416 7,10% 6) Nissan/Datsun 376 6,42% 7) Volvo 374 6,38% 8) Subaru 357 6,09% 9) Fiat 232 3,96% 10) Suzuki 219 3,74%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.