Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 Málfreyjur í Borgarnesi Fundur í Hótel Borgarnesi laugardag 11. febrúar 1984 kl. 15.00. Kynnið ykkur gagnlega og skemmtilega þjálf- un fyrir konur. Útbreiðslunefnd , V\R Á GLÓÐINA UM HELGINA 'A M/ Meiri háttar ^ dansleikur á ^ föstudagskvöld O kl. 22 - 03. IIÐLARNIR sjá um fjöriö. Opið á báðum hæðum. SNAKKBAR og SÆLA á neðri hæðinni. Miðaverð kr. 150. ^ótek kr. 150. _á LAoo^r;v> ^ kl. 22-03. • Opið á . báðum hæðum. I Miðaverð kr. 80. Hafnarjíötu 62 Keflavík ALLTAF Á LAUGARDÖGUM LESBOK TÍMINN ER VERÐMÆT- ASTA AUÐLIND OKKAR segir Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM á íslandi í samtali um tölvunotkun á heimilum og í fyrir- tækjum. VERÐUR MEISTARAVERKI LEONARDOS BJARGAÐ? Hin fraega mynd, Síöasta kvöldmáltíöin, er illa farin eftir tímans tönn og óhæfa viðgeröarmenn. HVERNIG KOMST SJÖUNDI DAGURINN í PARADÍS TIL ÍSLANDS? Leifur Sveinsson rekur hvernig þessi kunna mynd eftir Mugg komst heim aö lokum. HUGDETTUR Fyrsti þáttur af fjórum eftir Matthías Johannes- sen, þar sem hann kemur víöa viö, en sá fyrsti fjallar m.a. um hin hraöskreiöu skip víkinganna. (7> Vöndud og menningarleg helgarlesning (gk w AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MAGNÚS SIGURÐSSON Hvassir stormar í frönskum stjórnmálum FRAKKAR eru stjómmálamönnum sínum gramir um þessar mundir og skiptir þar litlu máli, hvar í flokki sem þeir standa. Stjóm jafnaöarmanna og kommúnista undir forystu Mitterands forseta hefur valdið mörgum vinstri mönnum vonbrigðum, en gömlu hægri flokkarnir og þá fyrst og fremst gaullistar hafa upp á lítinn valkost aö bjóöa. I»að er því ekki að ástæðulausu, sem öfgaflokkum til vinstri og hægri vex nú ásmegin í Frakklandi og það í miklu ríkara mæli en verið hefur um langt skeið. Allir stjórnmálamenn í Frakklandi bera ábyrgð á því ástandi, sem nú ríkir, og þeir verða að taka sig á og finna þó að það sé ekki annað en nýja von handa fólkinu í landinu," sagði Charles Millon í ræðu fyrir skemmstu, en hann þykir einn atkvæðamesti þingmaðurinn í hópi ungra hægri manna á franska þjóðþinginu. „Vinstri flokkarnir hafa gert allt til þess að verðskulda mikið fylgistap, en hægri flokkarnir hafa ekki gert neitt til þess að verðskulda fylg- isaukningu," sagði Millon enn- fremur og reyndi síður en svo að fegra hlut hægri flokkanna. Pólitísk hneykslismál, sem uppvís hafa orðið að undan- förnu, hafa átt mikinn þátt í því að kasta rýrð á stjórnmála- mennina. Má þar vart á milli sjá. Vinstri flokkarnir gerðu sér mikinn mat úr olíuhneykslinu í forsetatíð Giscard d’Estaings, er stjórnin stóð fyrir umfangsmik- illi olíuleit úr flugvélum fyrir at- beina fjárplógsmanna, sem höfðu trúgirni og óskhyggju þá- verandi stjórnar að féþúfu og hurfu síðan sporlaust. Hægri menn svöruðu með því að blása út hneykslismál í Renault- verksmiðjunum, sem ríkið rekur. í báðum tilfellum var um rangar fjárfestingar að ræða, sem námu svimandi fjárhæðum. Uppgangur þjóðernissinna Afleiðing þessa hefur orðið sú, að öfgaflokkarnir yzt til hægri og vinstri hafa eflzt. Lengst til hægri verður rödd Jean-Marie Le Pen stöðugt háværari. Sem leiðtogi franskra þjóðernissinna (Front National) nýtur hann nú miklu meira fylgis en áður og með herferð sinni gegn erlend- um verkamönnum, sem búsettir eru í Frakklandi, hefur hann hlotið undirtektir, sem ná langt út fyrir flokk hans. Þannig kom það í ljós í nýlegri skoðanakönn- un, að helmingi stuðningsmanna gaullista finnst nú ekkert at- hugavert við það, þótt flokkur þeirra stofnaði til bandalags með þjóðernissinnum. Svo öfga- kenndur þótti flokkur þjóðern- issinna fyrir aðeins örfáum ár- um, að hann var nær einangrað- ur í frönskum stjórnmálum. Á vinstri vængnum lætur trotskyistinn Alain Krivine æ meira til sín taka. Enda þótt hann sé orðinn 68 ára gamall, hafa áhrif hans á meðal franskra verkamanna sjaldan verið meiri en einmitt nú. Stafar þetta ekki hvað sízt af því, að báðir stjórnarflokkarnir, jafnað- armenn og kommúnistar, hafa færzt nær miðju og öll harka virðist farin úr CGT, verkalýðs- sambandi kommúnista, eftir að þeir fengu aðild að frönsku ríkis- stjórninni. Þar að auki eiga ráðherrar kommúnista sérstaklega undir högg að sækja vegna þeirra emb- ætta sem þeir fara með. Jack Ralite er atvinnumálaráðherra og Anciet Le Pors verður sem yfirmaður opinberrar stjórn- sýslu að stjórna erfiðum viðræð- um um kjarasamninga. Fiter- man samgöngumálaráðherra ber að nokkru ábyrgð á málefnum skipasmíðastöðvanna, þar sem atvinnuleysi fer nú stöðugt vax- andi. Hversu lengi geta þessir menn haldið fram þeirri að- haldsstefnu, sem stjórn Mitter- ands reynir nú að framfylgja? Það þykir tímanna tákn, að orðbragð franskra stjórnmála- manna hvers í annars garð hefur versnað stórlega og það svo, að mörgum ofbýður. Sjálfur d’Esta- ing sakar Mitterand eftirmann sinn um að beita lygum til þess að halda völdum og Chirac, for- ingi gaullista, lætur sig ekki muna um það að kalla kommún- ista „rauðu fasistana", þegar svo ber undir. Chaban-Delmas, fyrr- verandi forsætisráðherra, þótti nóg komið fyrir skömmu og sá sig knúinn til þess að vara við „köldu borgarastríði" í landinu. Forseti „allra Frakka“ Mitterand forseti reynir að halda sig ofar þessum deilum. í samræmi við hefð fimmta lýð- veldisins í Frakklandi telur hann sig ekki aðeins leiðtoga vissra pólitískra afla í iandinu heldur fyrst og fremst forseta „allra Frakka". Enda þótt hann beiti persónulegumn áhrifum sínum í margvíslegum málum að tjaldabaki, skiptir hann sér út á við fyrst og fremst af utanríkis- og öryggismálum og mikilvæg- ustu þáttum efnahagsmála. En forsetinn og stjórn hans eiga erfiða tíma framundan. Forsetinn veit, að hann getur vart krafizt frekari fórna af þjóð sinni, án þess að kalla yfir sig holskeflu óánægju og ókyrrðar. Markmið hans er nýsköpun fransks iðnaðar eins fljótt og tök eru á til þess aö vinna það upp, sem glatazt hefur á undanförn- um árum og hann vonast til þess, að efnahagskreppan í land- inu verði yfirstigin fyrir þing- kosningarnar 1986. En þetta er meira óskhyggja en nokkuð annað. Uggvekjandi fréttir úr frönsku atvinnu- og efnahagslífi berast nú úr öllum áttum. Það er daglegt braut, að uppreisnargjarnir bændur loki vegum og þeir hafa jafnvel geng- ið svo langt að ræna útlendar vörubifreiðar, sem leið eiga um Frakkland, og að kveikja í opin- berum byggingum, eins og gerð- ist í Bretagne nýlega. Horfurnar í iðnaðinum eru þó enn dekkri. Þar fjölgar atvinnu- leysingjum nú þúsundum saman frá einum mánuði til annars, hvort heldur er í stál- og kola- iðnaðinum í norðurhluta lands- ins eða í skipasmíðastöðvunum í Cherbourg. Svipaða sögu er að segja af prentiðnaðinum í París og í bílaiðnaðinum er ástandið hvað verst. Stórfelld fjárframlög hins opinbera hafa hér engu breytt, heldur aðeins frestað Verkamenn í skipasmfðaiðnaðin- um mótmæla vaxandi atvinnuleysi. vandanum og jafnvel leitt til nýrra vandamála. „Stormurinn er skollinn á“ Þannig gerðist það fyrir skömmu, að franskt skipafyrir- tæki vildi láta smíða fyrir sig fjögur skip i Júgóslavíu og átti kostnaðurinn að nema um tveimur milljörðum ísl. kr. Nú hefur verið ákveðið samkvæmt fyrirmælum franskra stjórn- valda að smíða þessi skip heima í Frakklandi, þar sem kostnaðar- verð þeirra verður ekki minna en 5 milljarðar ísl. kr. Hinn mikli mismunur á kostnaðarverði skipanna verður einfaldlega greiddur úr ríkissjóði Frakk- lands og er sú ráðagerð að sjálf- sögðu rökstudd með því að sjá verði skipasmíðastöðvunum fyrir verkefnum og þar með frönskum verkamönnum fyrir atvinnu. Hvernig greiða skal til baka sívaxandi halla á frönskum fjárlögum, sem á að verulegu leyti rót sína að rekja til óhóf- legra styrkja og framlaga hins opinbera, er vandamál, sem sí- fellt er skotið á frest. Allir vita samt, að það verður ekki enda- laust gert. „C’est la Tempéte," (Stormurinn er skollinn á), var haft eftir kunnum vinstri manni fyrir skömmu. „Franska stjórnin má hafa sig alla við, ef hún á að standa þennan storm af sér.“ (Heimild: Die Zeit o.fl.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.