Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 43 Brædrungaminning: Björn Jónsson og Hrafnkell Stefánsson Björn flugstjóri Fæddur 20. nóvember 1931 Dáinn 8. nóvember 1983 Hrafnkell lyfsali Fæddur 30. apríl 1930 Dáinn 23. desember 1983 Þetta eru síðbúnar kveðjur frá mér til frænda minna, þeirra bræðrunganna Björns Jónssonar flugstjóra og Hrafnkels Stefáns- sonar lyfsala. Þeir voru báðir burt kallaðir á snöggu augabragði, fyrr en nokkurn varði, svo að naumast hefi ég enn áttað mig á, að þeir séu allir. Svo mun og fleirum finn- ast. Báðir voru mér kærir, og stoltur er ég af frændsemi við þá. Hér verður lítt lýst æviferli þeirra því honum hafa verið gerð góð skií í fjölda greina, sem um þá hafa birzt, heldur verða hér rifj- aðar upp nokkrar minningar, sem þeim eru tengdar. Feður þeirra, bræðurnir séra Jón og Stefán múrarameistari Jakobssynir, voru mér kunnir frá Minning: „Sofðu rótt í svartri mold. Svefnsins njóttu góða. Glóey hljótt og Garðars fold góða nótt þér bjóða." Þetta erindi kom í huga mér þegar mér barst fregnin um and- lát Stefáns vinar míns að morgni dánardægurs hans þann 24. þ.m. Hann hafði um alllanga hríð átt við þungbær veikindi að stríða, en þau örlög bar hann með karl- mennsku og ódeigum huga. Stefán fæddist á Móskógum í Haganeshreppi í Fljótum þann 5. desember 1905 og kenndi hann sig jafnan við fæðingarstað sinn. Fljótin, sem eru fríð sveit og grösug en snjóþung mjög, eru nyrsta byggð Skagafjarðar að austan. Þessi sveit hefur fóstrað marg- an þekktan Islending fyrr og síð- ar, svo sem sagan greinir frá. Nú eru Móskógar komnir í eyði. Nokkrar þústur eru hið eina sýni- lega um það að þarna hafi áður verið byggt ból og gott mannlíf. Foreldrar Stefáns voru hjónin Stefán Jóhannsson og Steinunn Margrét Kjartansdóttir. Bjuggu þau hin fyrstu búskap- arár sín á Illugastöðum í Holta- hreppi í Fljótum en fluttu að Móskógum eftir að hafa setið 111- ugastaði i nokkur ár. Stundaði Stefán bóndi jöfnum höndum búskap og sjómennsku, svo sem algengt var í Fljótum allt fram á fyrsta þriðjung þessarar aldar. Var hann formaður á áraskip- um og þilskipum. Aflasæll og góð- ur stiórnandi þótti hann. Stefán yngri ólst upp með for- eldrum sínum að þeirrar tíðar- hætti og venjum og mun fljótt hafa komið í ljós að ekki myndu fyrir honum liggja búendastörf eða sjósókn. I næsta nágrenni við hina sumarhýru sveit var Siglufjörður. Þangað sótti margur Fljótamaður björg og bú, en Siglufjörður var þá ört vaxandi staður undir forystu séra Bjarna Þorsteinssonar. Einsog fleiri unga menn og kon- ur lokkaði Siglufjörður Stefán til sín og þangað fluttist hann árið 1919 eða 14 ára gamall. Átti hann þar lögheimili síðan. Stefán hóf verzlunarstörf hjá mági sínum, Friðbirni Níelssyni kaupmanni og síðar bæjargjald- því að ég man fyrst eftir mér, enda vorum við systrungar. Gagn- vegir lágu á milli Galtarfellsheim- ilisins og Ásaheimilisins meðan foreldrar þeirra bræðra, þau sómahjónin Guðrún Stefánsdóttir og Jakob Jónsson, bjuggu þar. Einkar kært var með þeim systr- um, móður minni og Guðrúnu, eins og var með þeim systkinum öllum, því að ættrækni var mikil og þótti eðlileg í ætt þeirra. Því kynntist ég þeim bræðrum náið á ungum aldri. I búskapartíð þeirra Guðrúnar og Jakobs kom ég tvisvar að Galtafelli. í fyrra skiptið var ég það ungur að faðir minn reiddi mig fyrir framan sig í hnakknum. Frá þeirri ferð minnist ég naum- ast annars en þess, að mig sundl- aði, er riðið var yfir Stóru-Laxá, og þegar riðið var framhjá sauða- húsinu í Hrepphólum spurði ég föður minn, hvort þetta væri Skútásinn hans Sigurðar frænda míns í Hólum. kera, en Friðbjörn var kvæntur Sigríði systur Stefáns. Bar hann jafnan hlýjan hug til þeirra hjóna enda reyndust þau honum sem bestu foreldrar. Verzlunar- og skrifstofustörf urðu síðan ævi- störf Stefáns og um tugi ára var hann forstjóri Sjúkrasamlags Siglufjarðar. Stefán tók ekki mikinn þátt í bæjarlífinu á Siglufirði, sem svo var nefnt. Hann átti þó stóran hóp kunn- ingja og vina og með þeim átti hann stundir, sumum hverjum, sem ekki gleymast þeim, sem nutu þeirra með honum. Stefán var ræðinn, margfróður og hafði aflað sér haldgóðrar menntunar með lestri góðra bóka og viðfeðmrar þekkingar, sem margur langskólagenginn gat öf- undað hann af. Enginn vandi var Stefáni að stuðla mál sitt enda snjall hagyrð- ingur og í brjósti hans rann mikil skáldæð sem hann þó virkjaði ekki nóg nema í snjöllum, fleygum fer- skeytlum, sem túlkuðu vel hið næma skyn hans fyrir öllu mann- legu og eins hina skoplegu hlið ef fyrir hendi var, án allrar græsku þó. Ferskeytlur hans unnu sér strax þegnrétt í Bragtúni og þær heyrð- ust og flugu léttvængjaðar vítt um land. Meðal vina Stefáns voru margir landskunnir hagyrðingar eins og t.d. Kristján Þ. Jakobsson, Ludvig Kemp og Stefán Vagnsson sem allir dvöldu lengur eða skem- ur á Siglufirði. Kváðust þeir stundum kankvíst á meðan Heið- rúnardropar vættu kverkar í hófi, Úr síðari ferðinni er mér þrennt minnisstætt. Þar skal fyrst telja sumarbústaðinn hans Einars Jónssonar myndhöggvara, sem þá var nýreistur. Einar leiddi okkur þar um stofur, hýr á svip og ljúfur í viðmóti, og gagntekinn var ég af hurðinni sem geymdi litlu rúðurn- ar sem Einar hafði málað á mynd- ir og eru mér æ síðan í fersku minni. Þá minnist ég þess hve mér þótti gott kaffið og rjóma- pönnukökurnar hennar Guðrúnar móðursystur, og síðast en ekki síst minnist ég hversu ungu hjónaefn- in, þau Guðrún Guðjónsdóttir og Stefán Jakobsson, voru ástfangin og glæsileg. Þau geisluðu af ham- ingju, en tilefni fararinnar var að þau voru að opinbera trúlofun sína. Þann dag hófu þau lifsgöng- una, sem varð löng og heilladrjúg. Þau unnu hörðum höndum en árangurinn varð eftir því. Mesta gæfa þeirra var samt hið mikla barnalán sem þeim hlotnaðist. Það var bræðrunum Jóni og Stef- áni sameiginlegt og Galtafells- systkinunum öllum. Raunar má með sanni segja að barnalán sé verk forsjónarinnar, en ekkert ungviði er það vel af guði gert að það þarfnist ekki hlýju og umönn- unar góðra foreldra. Þetta hvort tveggja hlutu börn þeirra bræðra, Jóns og Stefáns, í yljuðu fyrir brjósti og örvuðu kenndir þeirra við Bragamálin. Stefán var morgunglaður maður og hafði áður en hann fór til starfa sinna haft tal af mörgum árrisulum Siglfirðingi, deilt við hann geði í léttum og hýrum dúr. Stefán tók miklu ástfóstri við Siglufjörð strax ungur að árum og sú kennd óx reyndar með árunum. Hvergi undi hann sér betur en þar í skjóli seiðmagnaðra fjalla- hlíða sem lykja um fjörðinn og sem hinn tígulegi fjallahringur heldur vörð um. Hinu ber ekki að neita að römm var taugin til Skagafjarðar og átti hann þar vini í varpa, enda kenndi hann sig ætíð við fæðingarstað sinn, Móskóga. Hag og framtíð Siglufjarðar bar Stefán mjög fyrir brjósti og taldi þessu hvorutveggja best borgið í höndum Sjálfstæðisflokksins enda var hann öflugur stuðningsmaður flokksins. Var engin stund hvorki of stutt né löng fyrir hann og starf í hans þágu. Ég minnist þess t.d. ekki, að „leyndarráðið" Stefán hafi ekki verið á sínum stað þegar kosn- ingar fóru fram, hvort sem var til bæjarstjórnar eða Alþingis, með- an ég dvaldi á Siglufirði, enda var og að honum mikill styrkur og öfl- ugur á þeim örlagastundum. Stefán kvæntist Kristrúnu Jó- hannsdóttur, hinni ágætustu konu, hinn 10. júní 1934, en hún lést síðla sumars 1982. Bjó hún manni sínum og börnum vistlegt og hlýtt heimili. Þeim Stefáni varð tveggja barna auðið, Skjald- ar og Brynju. Skjöldur er útibús- stjóri Búnaðarbankans í Búðardal og er hann kvæntur Sigríði Árna- dóttur og eiga þau 4 börn, sem sum hafa stofnað eigið heimili. Brynja er gift Kjartani Einars- syni, skattaendurskoðanda á Siglufirði, og eiga þau þrjár dæt- ur. Kjartan og Brynja eru búsett á Siglufirði. Við hjónin sendum þeim og fjöl- skyldu þeirra kveðjur samúðar og hluttekningar í þakklátri minning þess, sem var. Og nú er sól hnigin vestur og hljótt í ranni og þögnin ein og ilm- ur minninganna ríkja. Höfðingsskapur, rausn og ein- lægt hressilegt viðmót var eitt að- aleinkenni þessa áningarstaðar okkar vina þeirra hjóna og mun nú margur sakna. Liðnar, horfnar stundir í timans stóra sjó ber að þakka ásamt óbrigðulli vináttu allt frá fyrstu kynnum. „Ég finn til skarðs við auðu ræðin allra, sem áttu rúm á sama aldarfari.” Akranesi á útfarardegi Stefáns 31. janúar 1984. Baldur Eiríksson ríkum mæli hjá foreldrum sínum, enda varð árangurinn mikill, sem auðgaði þjóðfélagið af mannvæn- legum, menntuðum og nýtum þegnum. Úr þessum jarðvegi spruttu Björn og Hrafnkell. Margrétar, konu séra Jóns Jak- obssonar, minnist ég fyrst á al- þingishátíðinni á Þingvöllum árið 1930. Þau Jón heimsóttu okkur í tjaldið, og enn er mér í fersku minni hve glæsileg þau voru. Lífsganga þeirra var fögur en allt of stutt. Henni lauk er séra Jón drukknaði í blóma lífsins frá ung- um börnum og konu. Þá voru dimmir dagar. — Margrét lagði samt ekki upp laupana, en bjó börnum sínum yndislegt heimili, annaðist þau af stakri kostgæfni og kom þeim öllum til mennta og manns. Björn heitinn dvaldist eitt sumar ungur að árum á bernsku- heimili mínu í Ásum. Hann var óvenjulega mannvænlegt og skemmtilegt barn, sem varð hug- ljúfi allra á heimilinu. Hann var ræðinn, spaugsamur og skyldu- rækinn. Eitt sinn datt hann af hestbaki og handleggsbrotnaði. Mér er alltaf minnisstætt hve vel hann bar sig er læknirinn gerði að brotinu. Honum sást ekki bregða, en sársaukalaus hefur sú aðgerð ekki verið. Trúlega hefir þessi skapstilling enzt honum ævina alla, enda hefir hennar verið ærin þörf í því mikla ábyrgðarstarfi, er hann gegndi. Tryggð sína og ræktarsemi við Ásaheimilið sýndi hann glöggt er hann var orðinn þyrluflugmaður. Þá lenti hann eitt sinn í þyrlunni í hlaðvarpanum í Ásum og bauð heimilisfólkinu í flugferð um nágrennið. Þar sýndi hann því nýja heima í umhverfi sem það annars gerþekkti. Oft minntist faðir minn þess síðar, hve mikið honum þótti til þess koma, að lenda á hátoppi Skarðsfjalla á Landi. Þetta var öldruðum manni ótrúleg ævintýraferð. Ég minnist líka flugferðarinnar sem Björn bauð mér í á sólbjört- um sumardegi fyrir mörgum ár- um. Flogið var yfir mestan hluta landsins, og á heimleiðinni lagði hann lykkju á leið sína og flaug yfir Hreppana, svo að ég gæti litið átthagana í nýju ljósi. Minn- ingarnar um Björn eru bjartar eins og þessi fagri síðsumardagur. Hrafnkel þekkti ég náið frá frumbernsku hans. Um hann á ég líka aðeins bjartar minningar. Það var heiðríkja í björtum svip hans og brosi. Á menntaskólaár- um hans kom hann oft í heimsókn til okkar hjóna og var mikill au- fúsugestur. Á síðari árum hefi ég kynnst mörgum bekkjarbræðra hans, og var hann þeim öllum minnisstæður sakir óvenjumikilla mannkosta og dugnaðar auk þess að vera frábær félagi. Mér er löng- um minnisstætt, hve skemmtilegt það var, að hlusta á Baldur heit- inn Tryggvason rifja upp minn- ingar frá menntaskólaárunum. Varla brást að þar væri Hrafnkell aðalpersónan. Á öndverðu síðasta hausti var drepið á dyr á skrifstofu minni í Arnarhvoli. Um leið og dyrnar opnuðust þótti mér snöggvast birta í herberginu. Hrafnkell stóð brosandi í gættinni. Þessi birta mun vera ættarfylgja ýmissa úr ætt okkar. Hún er ekki frá hinu illa komin. Við höfðum ekki hitzt um nokkurra ára skeið, og varð hann mér því mikill aufúsugestur eins og ávallt áður. Þessi fundur varð okkar síðasti og umlukinn birtunni, sem ég nefndi áðan, mun ég ávallt minnast hans. Nú hafa þessir glæsilegu frænd- ur safnazt til feðra sinna. Þeir voru burt kallaðir frá miklum störfum í miðri önn. Báðir skiluðu þeir óvenjumiklu og farsælu dags- verki á stuttri ævi. Þeir viku aldr- ei af verðinum uns yfir lauk. Orðum þessum lýk ég með þakklátum huga fyrr að hafa átt vináttu þessara frænda minna frá ungum aldri þeirra beggja. Al- mættið bið ég að styrkja öldnu heiðurskonurnar, mæður þeirra, systkini þeirra, eiginkonur og börn. Sorg þeirra allra er sár, en huggun má þeim vera harmi gegn, að hér eru gengnir miklir sóma- og mannkostamenn, sem þau geta öll verið hreykin af, í hvert skipti sem þau minnast þeirra. Þorvaldur Ágústsson Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið viö hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viðtals- tima þessa. Laugardaginn 11. febrúar veröa til viötals Hulda Valtýsdóttir og Einar Hákonarson. Stefán Stefáns- son Móskógum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.