Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 Bræðraminning: Guðvarður Vilmundarson og Árni Vilmundarson Fæddur 29. mars 1912. Dáinn 31. janúar 1984. Guðvarður frændi minn hefur nú kvatt þennan heim. Þó að fregnin um lát hans kæmi ekki al- veg á óvart kom hún engu að síður sem reiðarslag og vakti sáran söknuð í hjarta mínu. Að sjá Guðvarð aldrei aftur er erfitt að sætta sig við, en við ör- lögin fær maður ekki ráðið. Maður verður einungis að sætta sig við orðinn hlut. Við Guðvarður vorum alla tíð miklir vinir og í hjarta mínu geymi ég margar ljúfar minningar um þennan indæla mann. Okkar vinskapur hófst þegar við vorum báðir á unga aldri og þegar ég lit yfir farinn veg, þá finnst mér ég standa í mikilli þakkarskuld við hann vegna alls þess sem hann gerði fyrir mig. Hann var alltaf reiðubúinn að rétta mér hjálparhönd þegar á þurfti að halda, og hygg ég að sama eigi við um aðra þá sem urðu förunautar hans á lífsleiðinni. Guðvarður var fæddur 29. mars 1912 að Löndum í Grindavík. Hann var sonur Guðrúnar Jóns- dóttur og Vilmundar Árnasonar, sjómanns og bónda á Löndum. Hann var ekki gamall er hann fór að hjálpa til við störf heima við og aðstoða við aðgerð í fiski í Grindavík. Guðvarður fór alfarinn að heiman um 16 ára aldur og fór þá á bát sem fullgildur háseti við fiskveiðar. Guðvarður var af- bragðs sjómaður, glöggur og fylg- inn sér við öll sjóstörf, eftirsóttur í skipsrúm óg traustur maður. Fiskimannaprófi hinu meira lauk hann frá Stýrimannaskólanum f Reykjavík 1933 með ágætisein- kunn. Að prófi loknu beið hans stýrimannsstaða á E/s Bjarka, en þá var Eyþór Hallsson skipstjóri. Á þeim tíma var erfitt að komast í yfirmannsstöðu í íslenska flotan- um, því þá voru þrír og fjórir rétt- indamenn á sama skipi. Þetta sýn- ir hvað Guðvarður hefur verið eft- irsóttur í skipsrúm, strax í byrjun. Alla tíð var hann í góðu áiiti sem sjómaður, og ég heyrði oft á fyrri árum að Guðvarður væri einn dugiegasti starfsmaður íslenska fiskiflotans. í um það bil 53 ár starfaði hann á sjónum eða þar til hann missti heilsuna og varð að láta af störfum. Þó fór hann nokkrar ferðir út á sjó eftir að orðið var svona ástatt hjá honum. Hann var alla tíð með hugann á sjónum. Þegar við hittumst barst talið að skipum, sjónum og fisk- veiðum. Síðustu árin vann hann við útgerð þá, sem hann var skip- stjóri fyrir á Sauðárkróki. Hinn 9. febrúar 1939 kvæntist Guðvarður konu sinni, ólafíu Gyðu Oddsdótt- ur, hinni ágætustu konu, sem stóð við hlið hans í blíðu og stríðu þar til yfir lauk. Þau eignuðust fjögur börn: Gunnar f. 17.10. 1940, loft- skeytamaður, Hafstein f. 19.7. 1942, vélstjóri, önnu f. 26.5. 1950, húsmóðir í Englandi, og Ólaf f. 1.6. 1953, verslunarmaður, öll hið myndarlegasta fólk. Nú þegar hann hefur tekið stefnuna til austursins eilifa óskum við honum góðrar heim- komu þangað og biðjum góðan Guð að styrkja Gyðu mína, börnin og aðra ættingja þeirra með von um endurfund á ströndinni eilífu. Ég kveð vin minn. Hann lifir alltaf í huga mér, og megi góður Guð varðveita hann. Hróbjartur Lúthersson Guðvarður Vilmundarson var fæddur 29. mars 1912 að Löndum í Staðarhverfi í Grindavík, elstur þrettán barna hjónanna þar, Guð- rúnar Jónsdóttur og Vilmundar Árnasonar, en þau stofnuðu ný- býlið Lönd í landi kirkjujarðar- innar Staðar árið 1911 er þau hófu búskap. Vilmundur var fæddur að Sperðli í Landeyjum 12. mars 1884, sonur hjónanna Árna Jóns- sonar og Vilborgar Guðmunds- dóttur er þar bjuggu þá, en flutt- ust áramótaárið til Krýsuvíkur og síðar að Húsatóftum og enn síðar að Vindheimum i Staðarhverfi. Guðrún var fædd árið 1891 að Stærribæ í Grímsnesi, dóttir hjónanna Jóns Guðmundssonar og Hildar Filippusdóttur frá Laug- arvatni. Barnung var hún tekin í fóstur af móðursystur sinni, Önnu Filippusdóttur, og manni hennar, Guðvarði Sigurðssyni, og ólst upp hjá þeim í Litlagerði. Tólf börn þeirra Landahjóna náðu fullorðinsaldri. Einn sonur, Jón, lést í bernsku og nú eru þrír bræðranna er upp komust látnir, sá yngsti Hjálmar, sem búsettur var í Búðardal, Árni, sem bjó í Keflavík, og Guðvarður, sem hér er kvaddur. Guðvarður ólst upp við alla al- genga vinnu til sjós og lands, en Landaheimilið byggði afkomu sína jöfnum höndum á sjósókn og land- búnaði. Sjómennska varð hans ævistarf. Hann var farinn að stunda róðra á opnum bátum frá Grindavík um fermingu og síðar lá leiðin á stærri báta og línuveið- ara, en lengst af var hann stýri- maður og skipstjóri á togurum. Fyrsta róður sinn sem „munstrað- ur“ háseti fór hann 4. febrúar 1927 svo að sjómannsferill hans náði yfir ríflega hálfa öld. Mátti með sanni segja að hann þekkti þar tímana tvenna. Guðvarður lauk fiskimanna- prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík vorið 1933. Hinn 9. febrúar 1939 steig hann tvímæla- laust sitt mesta gæfuspor f lífinu er hann gekk að eiga unnustu sína, Gyðu Oddsdóttur úr Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Anna Ein- arsdóttir frá Bjarnastöðum og Oddur Jónsson lóðs í Reykjavík. Þau Gyða og Guðvarður voru frábærlega samhent hjón og reyndust hvort öðru þá best er mest lá við. Börn þeirra eru fjög- ur, Gunnar, loftskeytamaður, bú- settur í Reykjvík, kona hans er Jóna Þórðardóttir, Hafsteinn, vél- stjóri, búsettur á Eskifirði, kona hans er Sandra Magnúsdóttir, Anna, búsett í Englandi, gift Barrie Carswell og ólafur, versl- unarmaður í Reykjavík. Barna- börnin eru nú níu og eitt barna- barnabarn. Þau Gyða og Guðvarður bjuggu fyrst í Hafnarfirði en síðar í Vest- mannaeyjum, Stykkishólmi, Ak- ureyri og Reykjavík eftir því hvað- an þau skip voru gerð út sem Guð- varður var á. Síðasta tæpan áratug bjuggu þau á Sauðárkróki, en Guðvarður starfaði þá hjá Útgerðarfélagi Skagfirðinga ýmist á sjó eða landi og tók hann mikilli tryggð við það fyrirtæki og þau hjónin eignuðust trygga og góða vini þar nyrðra. Síðustu árin átti Guðvarður við mikil veikindi að stríða og gekk undir erfiðar aðgerðir, sem settu mark sitt á hann. En svo sem gull skírist í eidi svo reynast góðir menn í mótlæti og t Móðir mín, tengdamóöir og amma, STEINUNN SVEINBJARNARDÓTTIR, Brúarhóli, Mosfellssveit, verður jarðsungin aö Lágafellskirkju laugardaginn 11. febrúar kl. 14.00. Sigvaldi Haraldsson, Úlfhildur Geirsdóttir, Haraldur Sigvaldason, Lórus Sigvaldason, Steinunn Sigvaldadóttir. t Eiginmaður minn og faöir okkar, JÓN G. BENEDIKTSSON, fyrrverandi framkvæmdastjóri, veröur jarösunginn frá Kálfatjarnarkirkju laugardaginn 11. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á orgelsjóö Kálfa- tjarnarkirkju. Helga Þorvaldsdóttir, Sigríður S. Jónsdóttir, Ólafur Þór Jónsson, Særún Jónsdóttir. t Systir okkar, ÓLÖF SIGURDARDÓTTIR ROPER, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 11. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Sjúkrahús Keflavíkur. Sigríður Siguröardóttir, Sólveig Siguröardóttir, Guórún Siguröardóttír, Ásgeir Sigurösson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu viö andlát og útför ÁSTRÍÐAR BJARNADÓTTUR, Skipholti 12. Stefanía Lóa Valentínusdóttir, Sveinn Guömundsson, Jóhanna Snæfeld, Guöjón Jónsson, Sigurveig Jóhannsdóttir, Styrmir Þorgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, amma, dóttir og systir, GUÐMUNDA Þ. GÍSLADÓTTIR, Öldugötu 48, Hafnarfirói, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Gisli Birgir Gislason, Guörún María Gísladóttir, Árni Rafn Gíslason, löa Bré Gísladóttir, Ellý Ósk Erlingsdóttir, Bjarnfríöur Guómundsdóttir, Gísli Sigurösson og systkyni. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vináttu viö fráfall BJÖRNS JÓNSSONAR, flugstjóra, Eskihlíð 26. Sérstakar þakkir færum við starfsmönnum Landhelgisgæslu Islands svo og öllum þeim björgunarsveitarmönnum og einstakl- ingum sem þátt tóku í leitarstörfum. Elísabet Kristjánsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Guðmundur Vignir Óskarss., Þorlákur Björnsson, Ingunn Björnsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Heba Jónsdóttir, Jakob Jónsson. þá kom best í ljós hversu mikill hreysti- og kjarkmaður hann var að upplagi. Hann reis upp aftur og aftur og gekk til starfa sem heill væri. Síðustu ferð sína sem skipstjóri fór hann á siðasta ári með togar- anum Skafta um hávetur og var allra veðra von. Þannig var engan bilbug á honum að finna. Hann bar gæfu til þess að fá að starfa að áhugamálum sínum til dauöadags. Nú nýlega höfðu hann og félagar hans stofnað hlutafélag um rækjuvinnslu á Sauðárkróki og hann hafði brennandi áhuga á að koma því fyrirtæki á fót. Hann lét af því hve hann hefði þarna verið heppinn með samstarfsmenn og þegar hann ræddi framtíðar- áformin, gleymdist það fljótt, að þar fór maður á áttræðisaldri, sem þolað hafði þung sjúkdóms- áföll. Við sáum aðeins hetjuna sem stefndi full bjartsýni að nýju markmiði. Enn var hann glæsi- legur á velli, beinn í baki og bjart- ur á svip. Þannig man ég hann og þakka honum ógleymanleg kynni. Gyðu og öðrum ástvinum sendi ég samúðarkveðjur. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir. Fæddur 22. janúar 1914. Dáinn 11. október 1983. Frændi minn Árni Vilmundar- son lést í Sjúkrahúsinu í Keflavík 11. október sl. Við Árni vorum góðir vinir og jafnaldrar. Mæður okkar voru systur og feður okkar þremenn- ingar. Samgangur var mikill milli heimila okkar þó fjarlægðin væri nokkur milli staða, þvi samgöngur voru nokkuð góðar á milli Grinda- víkur og Reykjavíkur. Ég hlakkaði alltaf til að fá Árna í heimsókn til okkar því margt var brallað er hann kom, spilað á spil og skrafað og hann sagði mér fréttir af ver- tíðarmönnum er dvalið höfðu í Grindavík yfir vertíðina, sem hann setti í skemmtilegan búning og saklausa kímni, sem kitlaði hláturtaugarnar. Árni var með skemmtilegustu mönnum, ætíð glaður og hress og góður félagi. Hann stundaði sjósókn. Sem ung- ur maður tók hann vélstjórapróf frá Fiskifélagi íslands og starfaði við vélgæslu á fiskiskipum. Hann var þúsundþjalasmiður og gat gert flest sem laut að smíðum og við- gerðum og var mjög snjall við vélaviðgerðir. Einnig var hann mjög hugmyndaríkur hvað upp- finningar snerti og gerði talsvert af því að setja uppfinningar sínar í framkvæmd, en gerði ekki mikið í því að koma þeim á framfæri, nema að litlu leyti. Síðustu árin var hann húsvörður í barnaskóla Keflavíkur. Þegar árin liðu urðu samfundir okkar strjálli, báðir voru mikið uppteknir við störf og heimili. Nú þegar Árni hefur kvatt og er far- inn yfir móðuna miklu og eftir sitja kona, börn og aðrir ættingjar og vinir, saknar maður þess að hafa ekki oftar haft meira sam- band er báðir lifðu. Laufeyju Guðmundsdóttur eig- inkonu Árna, börnum og systkin- um hans sendum við innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi þau og minningu Árna Vilmundarson- ar frænda míns. Hróbjartur Lúthersson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.