Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 35 Hús Osta- og smjörsölunnar er nær á myndinni en nýbygging Mjólkur- samsölunnar fjær. Ný mjólkurstöð nauð- synleg? — Mjólkursamsalan er með í byggingu nýtt hús fyrir starfsemina, hversu mikil nauðsyn er á því að byggja þetta hús nú? MS fékk tekna frá lóð þarna að Bitruhálsi fyrir 17 árum, þá þegar sáu menn fram á að endurnýja þyrfti húsakost fyrirtækisins ein- hvern tímann. Tíu árum seinna var ástandið orðið svo alvarlegt að stjórnin lét gera úttekt á húsnæð- ismálum MS og jafnframt voru fengnir erlendir sérfræðingar til að gera tillögur um hvar hag- kvæmast væri að staðsetja starf- semina; hvar eðlilegast væri að staðsetja vinnslu og átöppun mjólkurinnar. Leiddi sú athugun í ljós að hagkvæmast væri að stað- setja átöppunina sem næst mark- aðnum, það er hér í Reykjavík, og jafnframt að húsnæðisaðstaðan hér væri með öllu óviðunandi. Það er auðvitað fyrst og fremst vegna þess að 40 ár eru liðin síðan þessi stöð var hönnuð og þá fyrir flösku- átöppun og aðeins fyrir brot af því mjólkurmagni sem nú er. Sem dæmi má nefna að þá var neyt- endafjöldinn 50—60 þúsund, og viðskiptavinafjöldinn í kring um 240. En nú er neytendafjöldinn 140 þúsund og allt að 235 þúsund fyrir sumar vörutegundir, og fjöldi viðskiptavina 800—900 talsins, þannig að þarna er um slíka breytingu að ræða að það hlýtur að skýra sig sjálft að þessi húsa- kostur dugar ekki lengur. Vöruúr- valið hefur aukist gífurlega, árið 1949 voru vörutegundirnar 9 tals- ins en eru nú rúmlega 100. — Hvaö er nýja húsið stórt? Sjálf mjólkurstöðin er 10.600 fermetrar, skrifstofu- og starfs- mannaaðstaða er 3.200 fermetrar, þannig að húsið er 13.800 fermetr- ar í allt. Ef þessi fermetrafjöldi er borinn saman við það rými sem við höfum í dag er þetta 75% aukning. Þá ber að geta þess að inni í þessu er rými þar sem verið er að byggja yfir starfsemi sem nú fer fram utan dyra, svo sem mjólkurmótttöku og þvottaað- stöðu. — Hvaða áhrif hefur tilkoma nýja hússins á rekstur hinna mjólk- ursamlaganna, flyst eitthvað af þeirra vinnslu hingað? Nei, alls ekki. Það er ekki ætlun- in að byggja yfir neina þá starf- semi sem ekki er í húsakynnum okkar í dag. — Hefði ekki verið hægt að auka framleiðsluna í verulega vannýttum en nýjum mjólkursamlögum, til dæmis samlaginu í Borgarnesi, sem uppnefnt hefur verið „grautarhús** vegna framleiðslu sem þar á að fara út í tii að nýta húsakost, til aö kom- ast hjá því að byggja yfír MS? Nei, það tel ég alls ekki, því þó mjólkurframleiðslan sé talsverð i Borgarfirði þá dugar hún skammt fyrir Reykjavíkurmarkaðinn. MBF á Selfossi tók til starfa 1958 og þótti vel við vöxt á sínum tima, en síðan hefur sffellt verið unnið við að stækka búið. Það hefur ver- ið stækkað um helming á þessum tíma og ef eitthvað er þá er ennþá um ákveðinn húsnæðisvanda að ræða þar. Þyrfti þá að byggja yfir starfsemi sem flutt væri frá Reykjavík til Selfoss. Ahrif á verð til neyt- enda og bænda — Þetta hús er mikil fjárfesting, hvaða áhrif kemur fíutningur þang- að til með að hafa á verö afurðanna til neytenda og útborgunarverð til bænda? Það er ekki hægt að segja neitt til um þau áhrif fyrr en húsið verður tekið í notkun, sem reiknað er með að verði um mitt ár 1986. Þá koma áhrif þess fram með rétt- um þunga. Þó er vitað að nokkrir kostnaðarliðir hækka, svo sem af- skriftir, en á móti er reiknað með að hægt verði að koma við langt- um meiri hagkvæmni en nú er hægt að ná fram og þar með lækka allan kostnað. Ef áhrifin verða þau að þetta hafi áhrif á einhverja liði í mjólkurverðinu til hækkunar, þá teljum við að þeir kostnaðarliðir séu þá of lágt metnir í dag. — Hvernig er nýbyggingin fjár- mögnuð? Við teljum að við höfum lokið um það bil 25% af þeirri fjárfest- ingu sem reiknað er með að farið verði út í á næstu árum. Það hefur verið fjármagnað með sölu eigna, ti| dæmis sölu mjólkurbúðanna 1976, og síðan höfum við varið til hennar byggingasjóði og hagnaði undirfyrirtækja. Þá kemur að því að fjármagna hluta framkvæmda með lántöku, sem við erum reynd- ar þegar farnir að undirbúa. Véla- kaupin verða til dæmis að veru- legu leyti fjármögnuð með er- lendri lántöku. Síðan er rétt að taka fram að MS á hér verulegar eignir sem seldar verða, en þær eru að brunabótamati rúmlega 200 milljónir. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar var áætlaður í byrjun september sl. 420 milljónir króna og eru þar allir þættir tald- ir með. — Hver er staða framkvæmd- anna í dag? Fyrsta áfanga er lokið, en hann var að koma rúmlega hálfri mjólk- urstöðinni undir þak. Nú er byrjað á öðrum áfanga og er áætlað að ljúka honum um mitt ár 1984. Hann felst í að koma allri mjólk- urstöðinni undir þak ásamt skrif- stofuálmunni. Jafnframt því hefur verið gengið frá samningi um kaup á öllum mjólkurvinnsluvél- um í húsið. Keyptar voru vélar, að undangengnu útboði, frá breska fyrirtækinu APV fyrir 1100 þús- und sterlingspund eða um 45 milljónir íslenskar krónur. — HBj. Líkan af athafnasvæði Mjólkursamsölunnar eins og það verður að loknum byggingaframkvæmdum: 1. Móttaka á mjólk; 2. kynding og verkstæði; 3. mjólkurvinnsla; 4. pökkun; 5. kælir og afgreiðsla; 6. skrifstofur; 7. ísgerð; 8. brauðgerð; 9. þjónustumiðstöð; 10. bflageymslur; 11. bifreiðaverkstæði. AÐGÆSLA — VÖRN GEGN VÁ L.H.S UMSJÓN: LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA Hendið ónýtu rafhlöðunum Á undanförnum misserum hefur notkun á alls konar litlum elektróniskum tækjum marg- faldast hér á landi. Er hér m.a. um að ræða leiktæki s.s. tölvu- spil svo og úr. Flest þessara tækja fá orku frá örsmáum rafhlöðum svipuðum þeirri sem sést á meðfylgjandi mynd. Rafhlöður þessar geta verið hættulegar börnum. Ef börn láta þær í munninn og kyngja þeim getur það haft alvarlegar afleið- ingar. Skiijið því aldrei slíkar raf- hlöður eftir á glámbekk. Best er að fara með úrið eða leiktækið til þeirra aðila sem selja slíkar rafhlöður og láta þá skipta. Þeir sjá þá um að henda ónýtu raf- hlöðunum á öruggan hátt. Ef þið neyðist til að losa ykkur við ónýta rafhlöðu af þessari gerð, pakkið henni þá inn í plastpoka og komið henni fyrir á öruggan hátt í sorpinu t.d. með því að setja hana i ónýta niðursuðudós. Ef þið verið þess vör, að ein- hver hefur gleypt slíka rafhlöðu, leitið þá strax læknishjálpar. Tuula Tarvainen Tæplega 17 ára finnsk stúlka, bláeygð og með ljósbrúnt hár, eins og segir í bréfi hennar, með áhuga á íþróttum, ferðalögum, dansi og tungumálum, vill skrifast á við pilta og stúlkur á aldrinum 17—25 ára. Skrifar á ensku, sænsku og þýzku auk finnsku ef á þarf að halda: Tuula Tarvaninen, Mutkatie 8, 72600 Keitele, Finland. Japönsk kona, 23 ára, segist hafa langað til að eignast íslenzka pennavini frá því hún las bók um Island fyrir nokkrum árum. Hefur áhuga á tónlist, kvikmyndum, ferðalögum, ljósmyndun o.fl.: Takako Miyata, 4-14 Sumiyoshicho 2-chome, Soka-shi, Saitama, 340 Japan. Maria J. Johnson Átján ára ensk stúlka, sem ferð- ast hefur víða og talar frönsku og örlitla þýzku auk móðurmálsins, hefur í hyggju að dveljast á ís- landi næsta sumar. Hún vill eign- ast pennavini og fræðast um land og þjóð áður en hingað kemur: Maria J. Johnson, 4 Wellfíelds, Writtle, Chelmsford, Essexx CMl 3LF, England. ('arna Larsson Fjórtán ára sænsk stúlka með áhuga á tónlist, dýrum, dansi og ýmsu öðru. Vill skrifast á við pilta og stúlkur á aldrinum 13—16 ára: Carna Larsson Thuresdotter, Toftbyvágen 8, 79023 Svárdsjö, Sverige.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.