Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 hans — marga menn þarf til. Svo margþættu hlutverki gegndi hann í heimabyggðum. Hans er sárt saknað og það er sem skýin sortni. Skammdegið virðist sækja á að nýju þrátt fyrir hækkandi sól á himinvegum. En kallið var komið, hið æðsta kall, sem enginn fær umflúið. Sigurður óli var Eyfirðingur að ætt og uppruna og mikill Akureyr- ingur og Eyfirðingur alla tíð. Hann fæddist að Steinholti í Glæsibæjarhreppi þann 8. sept- ember 1929 og var því aðeins 54 ára að aldri, þegar hann lést. Fað- ir hans var Brynjólfur Sigtryggs- son, sem fæddist 1895 að Hólkoti í Skriðuhreppi og dó 1962, þá bóndi í Ytra-Krossanesi við Akureyri. Móðir hans var Guðrún Rósin- karsdóttir, sem fæddist 1905 að Kjarna í Arnarneshreppi, en var ættuð frá Æðey í ísafjarðardjúpi. Guðrún dó þann 4. maí sl. og bjó til æviloka í Ytra-Krossanesi. Sig- urður óli var þannig kominn af traustum stofnum í Eyjafirði, og reyndar einnig vestan úr Djúpi, þar sem hann enn á náin ætt- menni. Hann var alla tíð mjög trúr uppruna sínum, sannur sonur eyfirskra byggða, byggðastefnu- maður og talsmaður traustrar samvinnu dreifbýlis og þéttbýlis. Hann ólst upp með foreldrum sínum, lengst af f Syðra-Krossa- nesi og svo í Ytra-Krossanesi í hópi góðra systkina, en hann var 5. í aldursröð 7 barna þeirra Brynjólfs og Guðrúnar. Elst var Ragnheiður, sem dó 1947, hin eru: Þorgerður, búsett í Álasundi og gift Knut Garnes, dr. Ari, eðlis- fræðingur, sem kvæntur er Mar- greti Rehman, en þau eru búsett í Boston í Bandaríkjunum, Sigrún, búsett í Kópavogi og gift Jóni Erl- ingi Þorlákssyni, tryggingafræð- ingi, Áslaug, fræðslustjóri í Reykjavík, og Helga, búsett á Seltjarnarnesi, gift Eyþóri Ormari Þórhallssyni tannlækni. Þeir sem kynntust Sigurði óla fundu, að mikill hlýhugur ríkti með þeim systkinum og fjölskyld- um þeirra. Þessi samhugur er sterkur þáttur í þeim bakgrunni sem Sigurður Óli studdist við í lífi sínu og tilveru alla tíð. Hann var foreldrum sínum traust stoð og stytta eftir að hann komst á legg og studdi þau mjög í búskapnum. Má segja, að móðir hans hafi stundað búskapinn í skjóli hans eftir að hún varð ekkja. Hann byggði upp bæinn og útihúsin með foreldrum sínum á árinu 1954 eft- ir bruna á árinu áður, en gaf sér þó tíma til náms og lauk BA-prófi f eðlisfræði og stærðfræði frá Há- skóla íslands á árinu 1954. Af- burða námsgáfur greiddu götu hans og gerðu honum námið auð- velt samfara mikilli vinnu. Hólmfríður Kristjánsdóttir var þá komin inn í lff hans. Hann sagði mér á góðri stundu frá ástinni djúpu, sem hann festi á henni strax við fyrstu kynni, þessari glæsilegu og gáfuðu stúlku frá Holti í Þistilfirði, sem heillaði hann og gaf honum hjartað í brjósti sér. Hólmfríður Kristjáns- dóttir er yngst 11 barna þeirra Ingiríðar og Kristjáns Þórarins- sonar, sem bjuggu í Holti, en þau systkinin eru annar traustur hóp- ur gáfufólks, sem var sterkur þáttur í lífssviði Sigurðar Óla. Þau giftu sig 1. ágúst 1953, Hólmfríður og Sigurður óli. Ham- ingjusólin skein í heiði í ást og umhyggju, sem dafnaði alla tíð síðan. Búskapurinn byrjaði í fé- lagi við foreldra hans f Ytra- Krossanesi og þar áttu þau heima til ársins 1965, er þau fluttu í Þingvallastræti 24 á Ákureyri, þar sem heimili þeirra hefur verið alla tíð sfðan. Þau deildu með sér sætu og súru, lifðu saman hamingjusöm í blíðu og stríðu og eignuðust 5 börn, sem eru góð og greind í sam- ræmi við foreldra og forvera beggja vegna frá. Börnin eru Þorsteinn, sem fæddist 1. nóvem- ber 1953, starfandi verkfræðingur á Akureyri og kvæntur Snjólaugu Pálsdóttur frá Dagverðartungu, en þeirra dóttir er Hólmfríður. Þá kemur Guðrún Brynja, kennari á Akureyri, fædd 18. nóvember 1954, síðan Ingiríður, læknisfræðinemi, sem fæddist 3. apríl 1958, en henn- Guðmunda Þ. Gísla- dóttir - Minning ar dóttir er Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir. Þá er Ragnheiður, háskólanemi, sem fæddist 14. des- ember 1961, og síðast hún Arn- björg litla, sem fæddist 10. janúar 1973. Þetta er hinn góði hópur for- eldra og barna, sem átti samhent heimili að Þingvallastræti 24 þar sem lffsgteði og bjartsýni ríkti, en þar sem einnig var mikið annrfki vegna mikilla starfa. Þarna var samt alltaf tími og húsrými fyrir ættingja og vini, sem að garði bar, auk allra þeirra sem ýmis erindi áttu við félagsmálafrömuðinn, húsbóndann á heimilinu. Sakir hæfileika hans hlóðust á hann mikil störf. Hann var hógvær og sóttist ekki eftir vegtyllum, en honum var falinn mikill trúnaður og mikil ábyrgð. Vegna hæfileika sinna valdist hann til forystu- starfa á ýmsum sviðum. Viðfangsefni hans voru aðallega þríþætt en þó samofin að ýmsu. Hann var kennari áratugum sam- an og forystumaður í fræðslumál- um. Hann var forystumaður í stjórnmálum og bæjarfulltrúi meira en tvo áratugi. Hann var samvinnumaður af lffi og sál og valdist til forystu f samvinnumál- um. Á öllum sviðunum var hann áhrifamikill framvörður og stefnusmiður. Leiftrandi gáfur, skarpskyggni, rökfimi, góðvild, sanngirni og samviskusemi. Allt þetta og mörg álíka orð og hugtök má hafa um grundvöllinn að störf- um hans og þeirrar hylli og trausts, sem hann naut, og þess árangurs, sem hann náði f störfum sínum. Hann var kennari á Akur- eyri nær óslitið frá árinu 1951 og var góður fræðari, sem átti vin- áttu nemendanna. Langa hríð var hann fulltrúi í fræðsluráði Akur- eyrar og formaður þess, auk ann- arra forystustarfa að fræðslumál- um á Ákureyri og Norðurlandi. Hann var bæjarfulltrúi á Akur- eyri allar götur frá 1962 og til dauðadags, lengst af einn allra áhrifamesti bæjarfulltrúinn. Átti stundum í snörpum málefnadeil- um, en laðaði fólk jafnharðan til sátta og samstarfs innan vébanda „Akureyrarflokksins". Hann átti lengst af sæti í bæjarráði og starf- aði mjög að þvf að skapa traust og festu í fjármálastefnu Akureyr- arbæjar. Hann starfaði reyndar að fjölmörgum þáttum f starfsemi bæjarfélagsins og yrði upptalning á þvf öllu allt of Iöng. Þó má nefna setu í Framkvæmdaáætlunar- nefnd, í stjórn Útgerðarfélags Ak- ureyringa hf. og í stjórn Náttúru- gripasafnsins. Grundvöllurinn að starfi hans í bæjarstjórn var framsóknarstefnan. Hann var fulltrúi Framsóknarflokksins i bæjarstjórn og vann margvisleg störf í félagsmálum flokksins, t.d. í stjórn Framsóknarfélagsins, f fulltrúaráði og á kjördæmisþing- um. Hann var einlægur hugsjóna- maður og hugmyndasmiður, sem varð mjög sterkur þátttakandi í mótun stefnu og starfa flokksins, m.a. með setu í blaðstjórn Dags um langt árabil. Hann var sam- vinnumaður í öllu sínu lífsviðhorfi og trúði mjög á mátt samvinnunn- ar til lausnar á margvíslegum viðfangsefnum samfélagsins. Hann var þó öfgalaus og víðsýnn sem sönnum samvinnumanni sæmir og studdi önnur félagsform og einstaklinga til góðra verka. Hann var fulltrúi á aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga um ára- tuga skeið. Var kjörinn endur- skoðandi Kaupfélags Eyfirðinga 1963 og gegndi því embætti til árs- ins 1972, er hann var kjörinn í stjórn félagsins með miklum at- kvæðafjölda á aðalfundi. Hann varð þá um leið varaformaður stjórnarinnar og gegndi því emb- ætti til dauðadags. Fyrir kaupfé- lagsins hönd átti hann sæti í stjórn Útgerðarfélags KEA hf., Malar og sands hf. og Búvélaverk- stæðisins hf., svo nokkuð sé nefnt af sérstökum störfum hans fyrir kaupfélagið, en auk þess var hann margsinnis fulltrúi kaupfélagsins á aðalfundum Sambands íslenskra samvinnufélaga. Fáir voru honum kunnugri um málefni Kaupfélags Eyfirðinga og hann varð því þar sem annars staðar áhrifamikill í mótun stefnu þess og starfa í góðri samvinnu við samhentan hóp stjórnarmanna. í samvinnu- málum sem annars staðar lagði hann hönd á plóginn til heilla og farsældar. Þar sem annars staðar var hann bjartsýnn en jafnframt raunsær uppbyggingarmaður. Sigurður Óli var heilsteyptur og trúr vinur vina sinna, einarður og hreinskiptinn. Nákvæmlega það sama gildir um Hólmfríði. Það er mikið lán hverjum manni að hafa eignast vináttu þeirra. Slík vin- átta er sjaldgæfur dýrgripur. Hér er komið að viðkvæmum og per- sónubundnum tilfinningamálum, sem ekki verða borin á torg, enda ætlun mín að skrifa minningarorð helguð vini mínum, Sigurði Ola, en ekki minningarorð um vináttu okkar og fjölskyldna okkar. Sú vinátta er enda ekki horfin yfir móðuna miklu og hefur ekki einu sinni fölnað með aðvífandi haust- dögum æviskeiðsins. Við hjónin og börn okkar getum aðeins þakkað órofa vináttu, sem aldrei bar skugga á. Margar voru samveru- stundirnar á heimilum hvors ann- ars. Margar voru gleðistundirnar og mörg var umræðan um daginn og veginn, lífið og tilveruna. Allra þessara stunda er minnst með gleði og sárum trega. Sérstaklega hlýt ég persónulega að þakka Sig- urði óla vináttu og samstarf, sem var fölskvalaust. Það er gjarnan sagt að menn eignist ekki að ský- lausum vini aðra en þá, sem þeir alast upp með í æsku. Þetta af- sannaðist i sambandi okkar Sig- urðar Óla, en hann var mér ákaf- lega kær vinur, sem mun lifa með mér alla tíð. Mörg voru hollráðin, sem ég þáði frá honum. Mikið var skjólið, sem hann veitti, þegar kaldir vindar kveinuðu við dyr viðfangsefnanna. Átta ára sam- starf í bæjarstjórn var svo náið að flestar hugsanir voru sameiginleg- ar, flest ráð borin saman og nán- ast allar ákvarðanir sameiginleg- ar. Svipað gilti í samvinnumálun- um. Alls þessa minnist ég með virðingu og þökk um leið og ég ítreka þakkir fjölskyldu minnar til þeirra hjónanna. Sigurður óli hafði átt við van- heilsu að stríða alllanga hríð. Þetta vildi hann tæpast viður- kenna í verki og hlífði sér hvergi þótt umhyggjusöm eiginkona og fjölskylda vildu gjarnan hlífa hon- um við of miklu álagi. Það var eig- inlega ekki fyrr en nú á vetrar- mánuðum að hann viðurkenndi sig lasinn, þannig að ástæða væri til að fara til meðferðar á spítala. Hann gat verið heima um jólin í faðmi fjölskyldunnar og tekið til starfa að hluta í félagsmálunum eftir áramótin. Hann átti að fara aftur til meðferðar á spítala, en þá kom skyndilega högg á hjartað, sem svipti það þrótti og Sigurð óla meðvitund. Hálfan mánuð kviknuðu vonir og slokknuðu á víxl þar til kallið kom þann 31. janúar um eftirmiðdaginn. Slíkt stríð með vaxandi og dvínandi von reynir mikið á fjölskylduna og tætir hug og hjarta meir en flest annað. Hólmfríður Kristjánsdótt- ir er ein af hetjum hversdagslífs- ins og hefur borið þrautir sínar með festu og stillingu svo sem henni er eiginlegt. Hún er sjúkra- liði að mennt og vön að starfa í návist dauðans. Enginn starfsvani léttir nærveru við dauðastríð ástkærs eiginmanns. Kjarkur og stilling hafa samt verið hennar aðalsmerki nú sem áður og fjöl- skyldan öll hefur borið þrautirnar með djarfmannlegu þolgæði. Þau eru stór í sárri sorg sinni. Drottinn gaf og Drottinn tók. Drottinn gaf Sigurði Óla mikið í vö8RUgjöf, gaf honum góða konu og góða fjölskyldu. Drottinn gaf honum dýrar gjafir, sem hann ávaxtaði vel í lífi sínu og starfi. Þegar nú Drottinn hefur tekið Sigurð Óla til sín, beygjum við höfuð okkar í lotningu fyrir höf- undi tilverunnar, þökkum fyrir að hafa fengið að vera Sigurði Óla samferða um hríð, en tregum það sárt að tapa honum úr sjónmáli um skeið. Sárastur er tregi Hólmfríðar og barnanna, og fjöl- skyldunnar allrar. Við Sigríður og börn okkar biðjum þeim Guðs blessunar og huggunar í sárum harmi. Valur Arnþórsson Fædd 24. febrúar 1944 Dáin 31. janúar 1984 Systir mín. Þessi tvö orð hafa ákveðna þýðingu í huga mínum. Falleg stúlka, dökkhærð, brún- eygð og brosmild. Alúðleg í fram- komu. Þrátt fyrir 10 ára aldurs- mun áttum við margt sameigin- legt. Hún tók alltaf vingjarnlega á móti mér og gaf sér tíma til að hlusta á litlu systur sína, þó hún væri önnum kafin ung móðir og húsmóðir. Ég passaði stundum börnin hennar sem urðu eins og systkini mín. Árin liðu. Ég fluttist til útlanda, eignaðist fjölskyldu og heimili. Samskiptin minnkuðu, það varð erfiðara að hittast. Báðar vorum við með börn, bæði lítil og stór, og það varð lítið úr bréfaskriftum. En þá sjaldan við hittumst fann ég hve vænt okkur þótti hvorri um aðra og hve skyldar við vorum. Slíkar tilfinningar eru dýrmætao og gefa manni orku og hugrekki þegar fjarlægðin frá föðurlandi og fjölskyldu er mikil. Mig hefur undanfarin ár dreymt um að fá að sýna systur minni nýja heimilið mitt. Séð okkur saman dásama náttúruna, hlæja saman, gráta saman, ræða sam- eiginlegt starf okkar. En sá draumur varð aldrei að veruleika. Ég kveð Gummu systur mína hinstu kveðju í djúpri sorg. Sökn- uðurinn er sársaukakenndur, við Kveðjuorð: Á kveðjustund hvarflar hugur- inn víða og erfitt finnst okkur börnunum að trúa því að hann afi í Borgarnesi sé dáinn. Við ætlum í þessum fáu línum að þakka honum allar gleðistund- irnar, sem við höfum átt með hon- um. Óll skemmtilegu skiptin, sem við fengum að koma á bak hestun- um hans, fyrst kornung og síðar allar skemmtilegu réttarferðirnar á haustin. Ef gleðibros er gefið mér sú gjöf er Drottinn öll frá þér. Og verði af sorgum vot mín kinn, ég veit að þú ert faðir minn. (E. Kvaran) Við munum lengi muna allar fróðlegu og skemmtilegu sögurnar sem hann afi sagði okkur. Við biðjum Guð að styrkja ömmu og börnin hennar og við kveðjum afa í hinsta sinn með hjartans þökk fyrir allt. Þú komst í hlaðið á hvítum hesti. Þú komst með vor í augum þér. Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér. áttum svo margt ógert saman. Ég þakka fyrir þá vináttu og um- hyggju sem hún alltaf sýndi mér og fjölskyldu minni. Ég bið góðan Guð að veita börn- um hennar og föður þeirra, barna- barni, foreldrum og ömmu, öllum ættingjum og vinum styrk og frið og huggun í sorg þeirra. Blessuð sé minning hennar. Margrét Gyða Gísla- dóttir Wangen Ég heyri álengdar hófadyninn. Ég horfi langt á eftir þér. Og bjart er alltaf um besta vininn, og blítt er nafn hans á vörum mér. Þó líði dagar og líði naetur, má lengi rekja gömul spor. Þó kuldinn næði um daladætur, þær dreymir allar um sól og vor. (D. St.) Lísa, Fía, Mæja og Einar Geir. Innilegar þakklr tll allra sem sýndu okkur hlýhug og samúö og veittu okkur aöstoð viö útför SVEINBJARGAR EINARSDÓTTUR frá Ferjubakka. • Ingibjörg Bjarnadóttir, Ólafur Herjólfsson, Bjarní og Þorgrímur Ólafssynir og barnabarnabörn. Geir Þorleifs- son Borgarnesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.