Morgunblaðið - 28.05.1987, Side 14

Morgunblaðið - 28.05.1987, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 Jarðskjálftaspár á Suðurlandi: „Gera verður ráð fyrir mikl- um jarðskjálfta innan 20 ára“ - segirDr. Páll Einarssonjarð- eðlisfræðingur MEIRA en 80% líkur eru til þess að á næstu 25 árum gangi meiri háttar jarðskjálftar yfir Suður- landsundirlendi. Jarðskjálftamir hefjast líklega á austurhluta skjálftasvæðisins með kipp að stærð 6,3 til 7,5, en á næstu dög- um, mánuðum eða árum færist skjálftavirknin vestur á bóginn, um Skeið, Grímsnes, Flóa eða Ölf- us. Þetta er dæmigerð lagntím- aspá, byggð á þeirri meginfor- sendu að jarðskjálftavirkni á Suðurlandi haldi áfram með likum hætti og verið hefur síðustu ald- imar.“ - Þannig komst Dr. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að orði í grein sem birt var í Náttúm- fræðingnum árið 1985, en í grein sinni fjallaði Páll um jarðskjálfta- spár hér á landi og erlendis. Greinin er um margt athyglisverð, ekki síst í Ijósi síðustu atburða á jarðskjálftasvæðinu á Suðurlandi. Páll, og raunar fleiri jarðvísinda- menn, hafa haldið þvi fram að á Suðurlandsundirlendi megi búast við miklum landskjálftum á næstu ámm eða áratugum og er sú spá byggð á sögulegum og jarðfræði- legum staðreyndum. Páll Einarsson stundaði nám i Morgu nbl aðið/Bjam i PáU Einarsson jarðeðlisfræðingur bendir á staðinn suður af Heklu, þar sem snarpir jarðskjálftakippir mældust í byrjun þessarar viku. jarðeðlisfræði við Columbiahá- skóla í Bandaríkjunum og lauk þaðan doktorsprófi árið 1975. Hann hefur síðan starfað við Raunvísindastofnun Háskólans; mest við jarðskjálftarannsóknir. I eftirfarandi viðtali gerir Páll nán- ar grein fyrir jarðslgálftaspám á Suðurlandi og þeim hugmyndum sem uppi hafa verið meðal jarðví- sindamanna i þeim efnum. „Hvað varðar skjálftavirkni á Suð- urlandi og jarðskjálftaspár á því svæði höfum við stuðst við gögn frá fyrri skjálftum og reynt að gera okk- ur grein fyrir hvemig þessir atburðir tengjast jarðskorpuhreyfíngum," sagði Páll er hann var fyrst spurður á hveiju þessar jarðskjálftaspár væm byggðar. „Við athugun á upptaka- svæðinu kemur flekakenningin svonefnda til hjálpar, en samkvæmt henni má skipta yfirborði jarðar nið- ur í nokkra misstóra fleka, sem em á hægri hreyfingu hver með tilliti til annars. Hreyfingin nemur víðast nokkmm sentimetmm á ári. ísland liggur einmitt á mótum tveggja slíkra fleka, en hér mætast Norður- Ameríkuflekinn og Evrasíuflekinn. Þeir em á hreyfingu hvor frá öðmm, og rifan sem myndast á milli liggur eftir endilöngu Atlantshafinu og þvert yfir Isiand. Það er í þessum flekahreyfingum, sem orsaka skjálfta- og eldvirkni á íslandi er að leita. Jarðskjálftar em yfirleitt bundnir við tiltölulega þröng og af- mörkuð svæði meðfram flekajöðmn- um þar sem flekamir núast saman. Vegna hreyfínga flekanna hleðst upp spenna í jarðskorpunni við flekajað- rana. Þegar spennan fer yfir þau mörk sem jarðskorpan þolir brotnar hún og hluti af spennuorkunni berst burtu sem j arðskj álftabylgjur. Ef jarðskjálftinn er mikill, getur losnað um spennu á stóm svæði og því getur tekið langan tíma, tugi eða hundmð ára, fyrir flekahreyfingam- ar að byggja spennuna svo upp, að aftur megi búast við miklum skjálfta á sömu slóðum. Eins má álykta að líkur fyrir stóram jarðskjálftum í næstu framtíð séu miklar á þeim svæðum við flekamótin, þar sem langt er liðið frá síðasta stórskjálfta. Slík svæði em kölluð skjálftaeyður, og sú nafngift á einmitt nú við Suður- landsundirlendið. Sögfulegar heimildir „Til að fá hugmynd um hversu oft jarðskorpan brestur á tilteknu svæði verður að skyggnast í sögulegar heimildir. Með því að kanna jarð- skjálftasöguna má þannig afmarka þau svæði, sem líklegust em til að bresta í náinni framtíð og beina at- hyglinni að þeim. Því stærri sem eyðan er og því lengra sem liðið er frá síðasta stóra jarðskjálfta, þeim mun stærri er yfirvofandi jarðskjálfti líklegur til að verða. Frá því að land byggðist er vitað um að skjálftar hafi að minnsta kosti Útungunarstöð ísunga á Hvanneyrí: Engin útungun um tíma vegna lítill- ar eftirspurnar Farga þurfti 4.000 ungum sem ekki seldust ENGIN útung-un hefur verið í útungunarstöðinni ísunga á Hvanneyri undanfarnar vik- ur. Stöðin er að hefja fram- leiðslu aftur og er nú búið að setja egg I útungunarvélam- ar. Síðast komu ungar út úr vélunum fyrir þremur vikur og þurfti þá að farga 4.000 þeirra vegna þess að viðkom- andi bóndi hætti við að kaupa þá. Skarphéðinn __ Ossurarson, formaður stjómar ísunga og for- stöðumaður útungunarstöðvar- innar, segir að frá áramótum hafi stöðin selt 50 þúsund hæn- ur. Hlé hefði orðið á framleiðsl- unni vegna óvissu í eggjafram- leiðslunni. Margir framleiðendur hikuðu við að endumýja varp- hænsnastofninn hjá sér vegna þess hvað lágt verð væri á eggj- unum. Skarphéðinn sagði að það kæmi fyrir hjá útungunarstöðv- unum að þær þyrftu að farga ungum, þó sjaldan svona mörgum í einu. Ekkert annað væri að gera þegar kaupendur brygðust og ekki fengjust aðrir í þeirra stað. Það væri gert með því að drekkja ungunum. í þessu tilviki væri sem betur fer ekki um stór- tjón að ræða þar sem þessar hænur hefðu annars komið inn í framleiðsluna fyrir yfirfullan eggjamarkað. Skarphéðinn sagði að rekstur ísunga gengi vel, en skilaði litlu upp í fjármagnskostnað. Hann sagði að vandræði væru með fjár- mögnun stöðvarinnar. Til dæmis hefðu enn ekki fengist lán úr Stofnlánadeild landbúnaðarins til hennar. Mynd sem tekin var á æfingu Listdansskóla Þjóðleikhússins á Ævintýrinu um kóngsdæturnar tólf. Listdansskóli Þjóð- leikhússins: Nemendasýning INGIBJÖRG Björnsdóttir, skóla- stjóri Listdansskóla Þjóðleikhúss- ins, hefur samið dans byggðan á belgíska ævintýrinu um kóngs- dæturnar tólf við tónlist eftir Edvard Grieg. Dansinn verður fmmfluttur á nem- endasýningu Listdansskóla Þjóðleik- hússins í dag, 28. maí, kl. 15.00 en seinni sýningin verður á föstudag kl. 20.00. Nemendur Þjóðleikhússins em á annað hundrað og á aldrinum níu ára til tvítugs. Þeir koma allir fram á sýningunni, sem er opin almenningi. Aðeins verða þessar tvær sýningar. Friðrik Pálsson, forstjóri SH: Samtök atvinnurekenda í sjávarútvegi nauðsynleg „ÉG fullyrði, að tæpast eru nokkur þau hagsmunamál brýnni til úrlausnar en sá vandi, sem stafar af úreltri uppskiptingu atvinnurek- enda í andstæðar fylkingar. Ég hef áður sett fram hugmynd um að stofnuð yrðu samtök atvinnurekenda í sjávarútvegi og hefð- bundinni hagsmunatogstreitu þar með hætt. Að mínu mati má það ekki dragast lengi,“ sagði Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í ræðu sinni við upphaf aðalfundar SH i síðustu viku. Friðrik sagði í ræðu sinni á fund- inum að sú spuming, að hve miklu leyti SH ætti að sinna beinni hags- munagæzlu fyrir félagsmenn og þá á hvaða sviði, væri farin að gerast áleitin, enda virtist skipulag hags- munagæzlú innan sjávarútvegsins nokkuð reikult um þessar mundir. „Nú eiga fulltrúar SH sæti í ýmsum stjómum og ráðum, sem ijalla um málefni framleiðenda," sagði Friðrik. “Nægir þar að nefna Verðlagsráð, Verðjöfnunarsjóð, Fiskveiðarsjóð svo eitthvað sé nefnt. Á flestum þessum stöðum reyna fulltrúar ykkar fiskframleið- enda að gæta hagsmuna ykkar eftir beztu getu og af mikilli samvizku- semi. Á þessum vettvangi mæta yfírleitt þessir fulltrúar ykkar físk- verkenda fulltrúuum útgerðar- manna og tekizt er á um ýmis hagsmunamál og er árangurinn að sjálfsögðu hvergi betri en efni standa til, ef litið er til þess, með hvaða hætti valið er í liðin. Stuðn- ingur liðstjóranna við klappliðin verður oft dálítið blendinn enda hagsmunirinir skyldir. Miðað við það, hvemig lög og reglur mæla fyrir um starfsemi stofnana á borð við Verðlagsráð og Verðjöfnunar- sjóð er sjálfsagt eðlilegt að tekizt sé á um málefnin, enda þótt ég sé þeirrar skoðunar að úrelt sé. Á hinn bóginn sannfærðist ég algjörlega um tilgangsleysi svona hagsmunagæzlu í sjávarútvegi, þegar ég kynntist því f Fiskveiða- sjóði, að við fulltrúar ykkar í Fiskveiðasjóði verðum líka ósam- mála um afgreiðslu mála þar, eftir því, hvort við emm fulltrúar ykkar sem fiskverkenda eða útgerðar- manna. Ágætu fundarmenn. Þið hafi flestir hveijir beinna hagsmuna að ita bæði í útgerð og fiskvinnslu. Ig fullyrði, að tæpast em nokkur þau hagsmunamál brýnni til úr- lausnar en sá vandi, sem stafar af úreltri uppskiptingu atvinnurek- enda í andstæðar fylkingar. Ég hef áður sett fram hugmynd um að stofnuð yrðu samtök atvinnurek- enda í sjávarútvegi og hefðbundinni hagsmunatogstreitu þar með hætt. Að mínu mati má það ekki dragast lengi. Það er verkefni kjörinna trún- aðarmanna ykkar, hvers á sínurn stað að leita leiða til að finna sam- starfsvettvang, sem friður getur orðið um. Það fyrirkomulag hags- munagæzlu milli útgerðar og fiskvinnslu, sem nú er við lýði, átti sjálfsagt rétt a'sér á sínum tíma, en hefur ekki staðizt tímans tönn,“ sagði Friðrik Pálsson í ræðu sinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.