Morgunblaðið - 28.05.1987, Page 27

Morgunblaðið - 28.05.1987, Page 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 ----------------------------------c--- Það efast enginn um að það þarf einbeitni í spilamennsku, þegar hann sér sellóleikarana hér skrifaður fyrir litla kammersveit, en sá rússneski fyrir stóra hljómsveit, sem er því miður ekki alveg fyrir hendi í þetta skipti. En þá eru það einsöngvaramir, þær Hrafnhildur og Kolbrún. Eins og títt er með söngvara, þá eru þær eldri en hljóðfæranemendumir, báð- ar komnar með fjölskyldu, svo það er ekki um að ræða að tónlistin taki af þeim öll ráð. Hrafnhildur hefur verið viðloðandi tónlist lengi. Hún lærði á píanó frá því hún var 9 ára og þar til hún varð 14 ára. Þá tók hún til við fiðlu, ekki sízt til að geta spilað með öðr- um, en tók svo til við píanóið aftur og útskrifaðist úr tónmenntakenn- aradeild fyrir 10 árum. Söngurinn var þó þama líka í og með og eftir bameignir tók hún þriggja ára töm, sem lýkur núna með einsöngvara- prófínu. Það em haldnar söngkeppnir um allar trissur. Eina þeirra heldur BBC-útvarpstöðin í Cardiff í Wales og þangað fer líka íslenzkur kepp- andi. Það hefur áður verið haldin undankeppni hér, en f þetta skiptið var Kristinn Sigmundsson valinn til að fara. Áður hafa þær Sigríður Gröndal og Ingibjörg Guðjónsdóttir keppt fyrir ísland. Síðast vom keppendur frá um 25 löndum. Söngvumnum er skipt í þijá eða Qóra riðla. Hver riðill heldur sína tónleika, sem em tekn- ir upp og þeim sjónvarpað. Úr hveijum riðli em svo valdir þrír eða flórir, til að syngja á úrslitatónleik- unum. Það em veitt þrenn peninga- verðlaun og þeim fylgir líka boð um að koma fram. BBC gerir líka vel við keppenduma, því stöðin greiðir bæði far þeirra og uppihald. Hrafnhildur segir að söngnámi sé vandlýst. „Raddtæknin er auðvitað hluti námsins og svo píanónám til þess að söngvarinn sé ekki upp á aðra kominn við æfingar. Svo fylgja almenn tónlistarfræði með og ekki sízt tungumálanám. Það er stór þátt- ur í söng, þó það verði að sækja annað. „Eg er ekki mjög sterkbyggð svo ég tok það upp hjá mér að fara í leikfími, ekki síst eftir bameignim- ar. Líkamsþjálfunin ætti að vera skylda í náminu.en er alvarlega van- rækt hér. í leikfiminni fékk ég betri tilfinningu fyrir líkamanum og get notað hann meira og betur í söngn- um nú en áður. Ef líkaminn er vel á sig kominn, þá skilar það sér í söngnum." Kolbrún er búin að syngja hér og þar síðan hún var 14 ára. Fyrir sex árum byijaði hún í Söngskólanum hjá Sieglinde Kahmann, fyrir hvatn- Hver söngvari hefur í farteski sínu 20 mínútna efnisskrá að eigin vali. Kristinn tekur með dagskrá, sem undirstrikar einn helzta styrk hans sem söngvara, en hann er að geta fengist við ólík verkefni. Jónas Ingjmundarson kemur fljúgandi frá Búdapest til Cardiff til að spila undir ljóðasöng Kristins. í Búdapest er Jónas með Karlakór Reykjavíkur og reyndar ætlaði Kristinn að vera með þeim, áður en Cardiff-förin varð ofan á. Á fyrra prógramminu er Allerselen og Zueignung eftir Strauss, Kampavínsarían úr Don Giovanni, dauðasenan úr Don Carl- os og aría úr Andréa Chenier eftir Giordano. Ef hann fær að syngja meira býður hann upp á Charles Ives, aríu úr jólaoratoríu Bachs, Kvöldstjömuna eftir Wagner og söng nautabanans úr Carmen. Og ingu vinkonu, sem var byijuð hjá Sieglinde. „í upphafi var námið tóm- stundagaman, en alvaran óx þegar á leið. Eg kom alveg glær inn í söng- námið, hafði enga tónlistarmenntun fyrir. Mér óx ekki mjög í augum að syngja, en hliðarfögin leizt mér ekki á, því ég hafði ekki setið á skóla- bekk lengi. Það er líka erfítt að fara í söngnám eftir að hafa sungið lengi, því það þarf þá að byija að tína vit- leysumar úr röddinni. Námið léttist þegar ég vandist við en eins og fleiri hef ég unnið með náminu og auk þess verið með heimili.“ Hrafnhildur er með létta mezzó- kólóratúr-rödd sem hentar betur í Mozart- og Rossini-óperur, en Verdi, sem er helzt fluttur hér. Kolbrún er með alt-rödd. Báðar eru sammála um að það þýði ekki að bíða eftir tækifæri, heldur verði að bera sig sjálfur eftir björginni. Þær eiga ekki heimangengt í nám erlendis en alltaf er möguleiki á að taka þátt í nám- skeiðum því náminu lýkur seint. Hrafnhildur saknar þess að hafa enga með svipaða rödd til að vinna með. „Það er ekki alltaf auðvelt að skilja hvers vegna í ósköpunum sé verið að leggja allt þetta á sig, en það er einhver sterk innri þörf sem rekur mann áfram ..." Það er sannarlega ástæða til að samfagna þessum ágætu nemendum með prófið, ekki sízt vegna þess hve þau eru sér vel meðvituð um að það er enginn endapunktur, heldur að- eins áfangi í eilífðarnámi. Bezta leiðin til að samfagna þeim er að mæta á tónleikana, en dekra um leið við sjálfan sig og njóta tónlistar- gleðinnar.. . Kristinn Sigmundsson ef Kristinn syngur jafn glaðlega og hressilega og hann gerði á tónleik- unum á sunnudaginn fær hann kannski tækifæri til að koma báðum efnisskránum að ... DÚR OG MOLL ÞÚSEM STRAU/AR GERÐU KRÖFUR! BELDRAY strauborðin eru fyrirþá sem strauja. Þau eru létt og meðfærileg og standast kröfur um góða aðstöðu fyrir þig, straujárnið og þvottinn. Þannig á gott strauborð að vera. BELDRAYstrauborðin fástíbúsahaldaverslunum ogkaupfélögum um landallt. EINKAUMBOÐ I.GUÐMUNDSSON & CO HF. ~SÍMl 24020 Auðvitað er engum sama hvar hann eyðir langþráðu sumarfríi sínu. Pað er öruggt að fríið verður eins og best verður á kosið ef þú velur hina frábæru aðstöðu okkar á Alcudia ströndinni á Mallorca. Ströndin er sú stærsta og besta á Mallorca, glæsileg íbúðahótel, stórgóð aðstaða, þaulvanir fararstjórar og sérstakur barnafararstjóri tryggja að öll fjölskyldan nýtur sumarleyfisins eins og best verður á kosið. Sökum mikillar eftirspurnar höfum við fjölgað ferðum tilMallorca og eigum þ ví laus sæti 1. júní, 13. júní, 20. júní og 6. júlí. Aðrar ferðir eru nánast uppseldar. Ef þér er ekki sama velur þú Alcudia með Polaris. FERÐASKR/FSTOFAN POLARIS Kirkjutorgi4 Sími622011

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.