Morgunblaðið - 28.05.1987, Síða 30

Morgunblaðið - 28.05.1987, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 í dag Dana Keflavík <0 jz “O CO JVC DYNAREC inc Ínan ÉF JVC JVC 1951240180120 60 30 ÍÉÍÉ r||ri HR MYNDBÖND 6 mismunandi lengdir Dreifing ll/PUMBOÐIÐ sísÆ Qgjj LAUGAVEGI 89 o 91 27840 BÍLAÚTFLUTNINGUR FRÁ ÞÝSKALANDI Porsche - Mercedes Benz - BMW - VW - Audi Viö göngum frá öllum skjölum og pappírum ásamt flutningi til (slands. Hringiö eöa skrífiö okkur og viö munum reyna aö uppfylla séróskir ykkar. D + F Handelsgesellschaft Wllstorfer Strasse 78, 2100 Hamburg 90, W.Qermany. Síml: 0049-40-76B3551 eöa 61 Telex: 216679 dfha j^uglýsinga- síminn er 2 24 80 ÐKKIIB BflNTflB EBTT STflRFSfÓLK I' GUESILEGA VERSLBH í ágúst nk. opnum viö nýjar verslanir í Kringlunni. Okkur vantar því konur og karla til aö vinna meö okkur í þessum glæsilegu verslunum. Um er að ræða þæði hluta- og heilsdagsstörf í matvöruverslun, sérverslun og á lager. Þú þarft að vera eldri en 18 ára og hafa einhverja starfsreynslu. Þú þarft helst að geta byrjað á tímabilinu 15. júlí til 1. ágúst. Við bjóðum þér mjög góða vinnuaðstöðu og góða starfsmannaaðstöðu. Komdu á skrifstofu Hagkauþs í Skeifunni 15 n.k. laugardag frá kl. 13-16 og ræddu við einhvern eftirtalinna: Kristján Sturluson starfsmannastjóra, Karl West og Valdimar Hermannsson verslunarstjóra. Athugaðu, að upplýsingar eru ekki veittar í síma. HAGKAUP AF ERLENDUM VETTVANGI eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur Zia og Juneio neita að þingið hafi lög- sögu yfir forseta PAKISTANSKIR þingmenn sem hafa reynt að halda uppi gagn- rýni á stjórn Zia ul Haq, forseta, hafa hvatt til að samþykkt verði stjórnarskrárbreyting sem hnígur að því að auka völd for- sætisráðherra og ráðuneytis hans. Svo virðist sem andstæðingar Zia reyni með þessu að leggja á hilluna fornan fjandskap. Sumir segja að fyrir þeim vaki að reka fleyg milli forseta og forsætis- ráðherrans. Hvað sem er nú til í því. Það sem kom þessu af stað nú er árlee þingræða Zia á þingi, sem hann flutti á dögunum. Eftir að'forsetinn flutti netnQa ræðu tókst stjómarandstöð- unni að sameinast um að krefjast sérstakra umræða um hana. Stað- hæft var að forsetinn hefði í ræðu sinni brotið allar reglur þingræðis- ins og móðgað þingmenn stórlega. Þetta taldist vissulega til tíðinda og var í fyrsta skipti, síðan Zia endurreisti þing landsins fyrir tveimur árum, að forseti hefur leyft umræður um ræðu forset- ans. Fram að þessu hefur ríkis- stjómin staðhæft að athafnir forseta og orð heyrðu ekki undir lögsögu þingsins. Stjómarandstöðuþingmenn lýstu einnig yfir samstöðu með þeim sem gagnrýna stjómarfarið í landinu og utan þings em, til dæmis er þeir tóku undir kröfur um aðskilnað stjómarskrifstofu yfirmanns herafla landsins og for- seta, en það er kunnara en frá þurfí að segja, að Zia gegnir báð- um þessum embættum. Fakhar Imam, leiðtogi stjómar- andstöðunnar kvaðst harma tregðu forsætisráðherra Junejo og stjómar hans, að lúta í einu og öllu vilja Zia forseta og hersins. Auðvitað kom þessi tregða Junejo hvorki Fakhar né öðmm á óvart, enda á forsætisráðherrann vissu- lega stöðu sína undir náð og miskunn forsetans.Og þar sem forsetinn styðst við herinn, er þetta í sjálfu sér allt ósköp eðli- legt, þótt ekki sé þar með sagt að það sé lýðræðislegt. , Þráteflið í pakistanskri pólitík er ákaflega flókið og ekki liggur í augum uppi, hveijir næstu leikir gætu orðið. Þótt Zia hafí ákveðið að endurreisa þingið.að nokkm leyti hefur það takmörkuð völd. En efalaust allnokkur áhrif. Það vald sem máli skiptir er í höndum Zia, og þótt hann hafí heitið kosn- ingum og endurreisn lýðræðisins í landinu, í áföngum að vísu, er flest sem bendir til þess, að þar verði oftast farið bara fetið. Zia er sennilega ekki einn um að álíta að ringulreið og blóðbað myndi verða í landinu, ef starfssemi stjómmálaflokka yrði leyfð fyrir alvöm, hvað þá ef boðað yrði til kosninga. Og það em sem sagt fleiri á því að gmnsemdir forset- ans séu ekki alveg út í bláinn. Þegar forsetinn skipaði Junejo forsætisráðherra fyrir tveimur ámm, spáðu flestir því að það samstarf og sú valdskipting sem þeir hefðu með sér, myndi fara í vaskinn fljótlega. Menn töldu að Zia yrði ósveigjanlegur og Junejo myndi verða leikssoppur í höndum hans. Þar við bættist að Junejo þykir litlaus persónuleiki og hann hefur takmarkað lag á að ná til fólks, hvað þá heilla það. Því sögðu menn að Junejo myndi lafa í embættinu með því einu að hlíta vilja Zia í öllu. Því athyglisverðara er að stjómin furðusterk tök og Junejo hefur hlotið ákveðna viður- Junejo forsætisráðherra Zia forseti kenningu fyrir stjómkænsku, heima fyrir og einnig aflað sér álits utan Pakistan. Því virðist sem milli forseta og forsætisráðherra hafi náðzt sam- komulag um verkaskiptingu og valdajafnvægið milli þeirra virðist að svo stöddu ekki í hættu. Þeir virðast einnig sýna þá eftir- breytniverðu hegðan að leysa ágreiningsmál sín á milli í stað þess að fara með þau í fjölmiðla. En þó að Zia hafi fært margt af daglegum störfum í hendur Junejo, er enginn vafi á því hver hefur töglin og hagldimar. Og Junejo hefur sætt gagnrýni fyrir að vera of mildur og ekki nægi- lega afgerandi. Sögusagnir um spillingu meðal embættismanna, misbrestur á að halda uppi lögum og reglu - allt hefur þetta verið lagt honum til lasts. En þar sem hann persónulega þykir hrein- skiptinn og heiðarlegur í hvívetna hefur þetta skaðað hann tiltölu- lega lítið. „Aðeins harðskeyttustu stjómarandstæðingar, sem eru gersamlega staurblindir, viður- kenna ekki að Junejo hefur staðið sig undra vel,“ er haft eftir ónafn- greindum pakistönskum þing- manni í samtali við tímaritið Far Eastem Economic Review. En það fer ekkert á milli mála, að forsæt- isráðherrann vill ekki ætla sér eða öðmm um of. Hann leggur ein- lægt áherzlu á að það sé öllum fyrir beztu að fara hægt í sakirn- ar. Sumir telja þessa afstöðu hans Imam, leiðtogi stjórnarandstöð- unnar til kosta. Margir dást að því hversu vel hann hefur komið sér fyrir í stjórnmálum, þar sem allir höfðu spáð honum hrakfömm og auðmýkingu. En þó að Juneijo sýni athyglis- verðan sveigjanleika. Þótt Zia forseti sýni nýjustu hliðina á sér: að leyfa umræður og gagnrýni á ræðuna sem var minnzt á í byij- un, eiga Pakistanir án efa nokkurn spöl ófarinn áður en lýð- ræði, á þeirra mælikvarða er í landinu á nýju. Orð Zia benda ekki til að þar verði flanað að neinu. Zia sagði að hann teldi að herinn myndi um ókomnar tíðir gegna bæði öryggis-, vörzlu og eftirlitshlutverki í landinu. Þeir sem skildu ekki þýðingu hersins fyrir þróun í Pakistan væm meira en lítið glámskyggnir. Zia segir að hann muni ekki „hlaupast undan skyldum sínum, þótt lýðræði verði endurreist að fullu." Hann segir að hann muni verða sá mikilvægi tengiliður milli hersins og hins óbreytta borgara. Tengiliður sem Pakistan geti ekki án verið. Junejo kveðst vera hjart- anlega sammála þessu. Stjómar- andstaðan mótmælir, annað hvort væri nú. Fakhar Imam hefur vax- ið mjög fylgi síðasta ár og að sama skapi virðist áhugi hafa dvínað nær algerlega fyrir Benaz- ir Bhutto, sem nú heyrist varla nefnd. Zia hefur sagt að hann vilji að her og stjórn starfí saman um ókomna tíð og af fyllsta trún- aði. Meðan hann verður í valda- stóli breytist það ekki. En ótvíræð merki um að hægfara breytingar séu að verða í Pakistan ættu vera gleðiefni. heimild: Far Eastem Economic Review

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.