Morgunblaðið - 28.05.1987, Side 49

Morgunblaðið - 28.05.1987, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 49 ÁRNl MATTHtASSON Mussolini Svart/hvítur draumur sem komin er á fullt eftir nokkurt hlé og betri en nokkru sinni. Sveitin spil- aði hvert topplagið af öðru með afbragðs textum og sýndu það að Ljósmynd/BS þar fer ein besta hljómsveit lands- ins um þessar mundir. Ekki verður skilið við tónleika- frásögnina án þerss að lofa hljóðstjóm sem var mjög góð. Súld í Casablanca í kvöld halda hljómsveitirnar Súld og Tríó Bobby Harrison ókeypis tónleika í skemmti- staðnum Casablanca. Hljómsveitina Súld kannast án efa margir við, þá sérstaklega eftir eftirminnilegan leik í Broad- way á nýársdansleik sjónvarpsins. Nú er Súld tríó eftir að Tryggvi Húbner hætti í hljómsveitinni. Þeir félagar í Súld sem eftir eru, Steingrímur Guðmundsson, Szymon Kuran og Stefán Ingólfs- son, halda þó uppteknum hætti og ætla sér að spila frumsaminn framsækinn jass í kvöld. Tríó Bobby Harrison, sem í eru auk hans þeir Guðmundur Ingólfs- son og Bjami Sveinbjömsson, mun líka fást við jass en einnig má búast við blús frá Bobby og félögum. Eins og áður sagði er aðgangur ókeypis að tónleikunum. Gildran: Þórhallur Árnason, Birgir Haraldsson, Karl Tómasson. GILDRAN Huldumenn í toppformi Nú á föstudaginn kemur út platan „Huldumenn" með hljóm- sveitinni Gildrunni. Blaðamanni gafst tækifæri til þess að heyra plötuna, sem er hreint afbragðs- góð rokkskífa og átti spjall við hljómsveitarmeðlimi um Urði, Verðandi og Skuld. Rokktríóið Gildran er skipað þeim Birgi Haraldssyni, söngvara og gítarleikara, Þórhalli Ámasyni, bassaleikara, og Karli Tómassyni, sem ber trumbur. Þeir félagar eru búnir að spila saman í tæpan áratug og þekkja því vel til hvers annars. Lengst af mynduðu þeir þunga- rokkssveitina Pass, en efír að hafa þrautreynt að koma þeirri tónlistar- stefnu ofan í landann, sneru þeir sér að ögn melódískari tónlist og það er hún sem við blasir nú. Engin skyldi þó halda að hér sé um sykur- húðaða lyftutónlist að ræða; þeir félagar eru enn þá harðir rokkarar, en með talsvert öðrum áherslum en áður. Það sem nú er leikið er líkast til kallað framsækið rokk. Sumt minnir ögn á U2, en fyrst og fremst er nú ljóst að hér er um íslenska fram- leiðslu að ræða, án þess að með í kaupunum fylgi þetta óhemju sveita- lega „íslenska sánd“. Hvað eruð þið að gera? „Við erum að spila heiðarlega rokkmúsík, eins og hún kemur okkur fyrir sjónir. Við erum búnir að spila saman heillengi og það var nú annað hvort eða að það færi að ganga eitt- hvað. Þessi plata sem kemur út núna i vikunni er þó ekki alveg það sem við höfum verið mest á kafí í að undanförnu." Og hvað myndi það vera? „Ja, í haust kemur út tveggja laga plata með okkur á Englandi. Forsag- an er sú að við höfðum farið utan og m.a. verið í stúdíói þar sem að Marc nokkur Esteles heyrði í okkur og hreifst af. Hann sagði síðan að hann hefði í hyggju að koma hingað norður á klaka og taka upp efni með okkur, en með því skilyrði að hann fengi algerlega að ráða ferð- inni. Við sögðumst alveg sætta okkur við það og svo kom hann. í framhaldi fórum við aftur utan að klára þessa plötu, sem nefnist „Good Balance“.Við erum mjög hrifnir af útkomunni, þó svo að við hefðum e.t.v. gert hana öðru vísi hefðum við útsett, en við erum ekki einir um hrifninguna, a.m.k. ætlar Prism Records að gefa hana út.“ En hvað með Huldumenn? „Þeir eru aftur á móti alíslensk plata; tekin upp í hinu nýja Stúdíó Stemmu og tók aðeins 23 tíma f upptöku og er svo að segja alveg „live“. Það eru níu lög á plötunni — hvert öðru betra! Það er rétt að undirstrika það að allir textar eru íslenskir, en þá semur ungur laga- nemi og vinur okkar, Þórir Kristins- son.“ Og hvað er framundan? „Það er ekki alveg á tæru ennþá, en nú þarf bara að fylgja plötunni eftir, þannig að það eru tónleikar innan seilingar. Og hvað tónleikana varðar þá getum við lofað fólki því að það fær ekki minna út úr okkur á sviði en af plötu." Undirritaður bíður spenntur eftir að heyra í „Gildrunni" á sviði, en fram að því lætur hann sér afbragðs- góða plötuna nægja, sem er tvímæla- laust fjögurrar og hálfrar stjömu stykki. A.M. rokksíðan Ljósmynd/BS Svart/hvítur draumur Ljósmynd/BS Á fimmtudagskvöld héldu tvær af betri rokksveitum höf- uðborgarsvæðisins tónleika á Borginni með niðurrrifsrokk- arana í Mussolini í samfloti. Drengimir í Mussolini riðu á vaðið og gerðu sitt til að skemmta áheyrendum. Sveitin er ekki í mikilli æfingu en textarnir eru með því besta sem heyrst hefur lengi og flutningur þeirra með miklum ágætum. X kom næst á svið og byijaði af feikna krafti. Greinilegt var að sveitin er vel æfð og einkar vel spilandi. Trommuleikarinn og bassaleikarinn náðu áberandi vel saman og báru þeir lögin uppi með miklum ágætum. Rjrthmagít- arinn gaf líka góða undirstöðu. Söngvarinn var einnig góður en gítarinn mætti vera framar í hljóð- blöndun. Ekki veit ég hvort strákamir í X eiga sér aðdáenda- klúbb, en þeir vöktu mikla hrifn- ingu meðal áheyrenda. Textarnir vom á ensku og óvenju góðir sem slíkir. Stórefnileg sveit sem gam- an verður að fylgjast með. Næst á svið var hljómsveitin og einni betur Megas á yfirreið Megas er á mikilli ferð um landið um þessar mundir og þegar þetta birtist hefur hann þegar haldið fimmtán tón- leika við góðar undirtektir, enda ekki oft sem Megas kem- ur fram einn með kassagítar- inn. í kvöld heldur Megas tónleika á Akureyri og heldur síðan norð- urfyrir og vestur til Reykjavíkur. Næstu tónleikar á eftir Akur- eyri verða á Sauðárkróki en síðan koma tónleikar á Skaga- strönd, Hvammstanga, Hólmavík, Helissandi, í Borgar- nesi, á Akranesi og í Keflavík. Ekki er enn búið að fastsetja tónleika í Reykjavík, en líklegast gefst mönnum færi að sjá meist- arann spila fyrstu helgina í júní.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.