Morgunblaðið - 28.05.1987, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 28.05.1987, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAI 1987 samlokurnar sem þú getur farið með í 5 daga ferðalag Mjólkursamsalan Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! Dömurnar og djöflaveiran Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson MEÐ TVÆR í TAKINU - OUTRAGEOUS FORTUNE ☆ ☆ ☆ Leikstjóri: Arthur Hiller. Hand- rit: Leslie Dixon. Framleiðandi: Ted Field. Myndatokustjóri: David M. Walsh. Aðalleikendur: Shelley Long, Bette Midler, Pet- er Coyote, Robert Prosky, John Schuck, Anthony Heald, Gary Morgan. Bandarísk. Tochstone Pictures 1987. Þessi bráðhressa gamanmynd hefur notið geysilegra vinsælda vestan hafs núna, seinni part vetr- ar. Astæðan er augljós; hún státar af því sem svo margar stöllur henn- ar skortir — þrátt fyrir góðan ásetning — er einfaldlega skemmti- leg. Það fer ekki milli mála að kven- réttindabaráttan hefur haldið innreið sína í kvikmyndaborgina og það svo um munar. Fyrir svo sem Fjallhressar konur ásamt eilífðarhippanum, SLÆMAR DRAUMFARIR Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Draumaprinsinn (Dream Lover). Sýnd í Bíóborginni. Stjörnugjöf: ☆ ‘/2. Bandarísk. Leikstjóri: Alan J. Pakula. Handrit: Jon Boorstin. Framleiðendur: Alan J. Pakula og Jon Boorstin. Kvikmynda- taka: Sven Nykvist. Helstu hlutverk: Kristy McNichol, Ben Masters og Paul Shenar. Það hefur ekki farið mikið fyrir þessari nýjustu mynd leikstjórans Alans J. Pakula, sem heitir Draumaprinsinn (Dream Lover) og sýnd er í sal 2 í hinni nýopnuðu Bíóborg. Þetta er fyrsta mynd Pa- kula frá því hann leikstýrði Sophie’s Choice árið 1982. Undir venjulegum kringumstæðum ætti mynd eftir hann að vekja nokkra athygli því hann er eitt af stóru nöfunum vestra (Klute, All the Presidents Men, Comes a Horseman) og hefur stýrt mörgum frægustu leikurum Holly- woods. Draumaprinsinn er öðruvísi að því leyti að hún er ódýr og í henni eru engir stórleikarar. Og hún er ein af ómerkilegri myndum Pa- kula. Draumaprinsinn er raunar furð- anlega slöpp nema í einstaka velgerðum atriðum og nær aldrei almennilegum tökum á manni eftir máttlaus vinnubrögð lengst af frá hendi leikstjórans, leikaranna og handritshöfundarins Jon Boorstin. Pakula og Boorstin eru ótrúlega lengi að koma sér að efninu, tengsl persónanna eru yfirborðskennd, leikurinn er ósannfærandi og langar þagnir og lítil sem engin tónlist til áhersluauka veldur því að maður missir fljótlega allan áhuga á því sem er að gerast á tjaldinu. Áhuginn vaknar að vísu við og við því það eru sprettir í myndinni sem eru nokkuð góðir. Hún er líkast til mest í ætt við sálfræðilega þrill- era en nokkuð annað. En ef það væri eitthvað til sem héti draum- fræðilegur þriller væri þetta einn svoleiðis. Aðalpersónan er ung stúlka sem verður fyrir árás á heim- ili sínu og upplifír hana aftur og aftur í draumum sínum þar til svo er komið að hún þorir varla að sofna. Hún leitar aðstoðar drauma- sérfræðings (sem er raunar sér- fræðingur í draumum katta) og hann kennir henni að stjóma draumunum. En hann er áhuga- samur ungur vísindamaður og gerir tilraun á stúlkunni þannig að hún hagar sér í svefni í samræmi við það sem hendir hana í draumi og það á eftir að hafa alvarlegar afleið- ingar. Þetta er svo blandað ýmsum fróðleik um drauma og draumfarir. Hvort sem það stenst allt eða ekki eru draumatriðin það besta við slappa myndina; hrollvekjandi og spennandi. Sérstaklega er lokaat- riðið skemmtilega útfært. Frásögn- in gerist mikið til í draumaheimi ungu stúlkunnar og í hana blandast áhrifavald pabbans yfir stúlkunni og eitthvað um að pabbinn hafi hrekið mömmu hennar í dauðann með sjálfselsku og frekju, sem nú beinist að dótturinni. Állt er það heldur óljóst og veikt og ómerkilegt eins og ástarsamband stúlkunnar við ungan tónlistarmann og svo samband hennar við vísindamann- inn. Það eru alls óþekktir leikarar í myndinni sem standa sig ekki með neinni prýði. Kvikmyndataka Svens Nykvist er mjög þröng, andlit fylla uppí tjaldið eins og hann vilji lýsa inní innstu hugarfylgsni persón- anna. En hann finnur ekkert nema tómið. . oQ skáPur' ÍSUMAR BUSTAÐ1NN flfSfl S SAMBANDSINS ARMULA3 SIMAR 681910 681266 Rafbúö Sambandsins tryggir örugga þjónustu o$ grillofnar iNsNo%0'° **>■•*■ .V <v é/A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.