Morgunblaðið - 28.05.1987, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 28.05.1987, Qupperneq 51
51 fjórum árum hefði Með tvær í tak- inu örugglega verið skrifuð með karlmenn í huga. Reynolds & East- wood, Pacino & Hoffman, eitthvað í þá áttina. En nú er röðin komin að dömunum, því hér er mætt ein fyrsta „buddy“-myndin þar sem konur fara með aðalhlutverkin. Og það er oft meinfyndið að hlusta á hörkukjaftinn í þeim stöllum er þær nota munnsöfnuð sem áður þótti aðeins hæfa Karlmönnum — með stóru kái. Þær Long og Midler kynnast á leiklistarskóla og leggja fæð á hvor aðra. Long tekur námið óskaplega hátíðlega, en Midler er kæruleysið uppmálað og vinnur fyrir sér í ljós- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 bláum myndum. En það er ekki allt sem sýnist; skólinn reynist vera gróðrarstía KGB og að auki falla þær báðar fyrir Coyote er leikur fyrrverandi CIA-mann sem er kom- inn í samsæri með KGB og hefur undir höndum djöflaveiru nokkra, verðlagða á 20 milljónir dala! En konurnar láta ekki plata sig þegar Coyote setur á svið dauðsfall sitt og hefst nú eltingarleikur mik- ill sem endar í eyðimörkinni í Nýju Mexíkó. Með tvær í takinu heppnast prýðilega sökum þess að bæði keyr- ir gamla brýnið hann Hiller (The Hospital, The In-Laws, Silver Streak) hana á fullri ferð, svo gall- arnir sitja hreinlega eftir og leikur þeirra Long og Midler er stór- skemmtilegur. Já, þeir Reynolds og Eastwood hefðu ekki gert betur! Þær stöllur eru skemmtilega ólík- ar manngerðir. Long sæt, snobbuð og tepruleg, Midler göslari og klám- kjaftur sem lætur ekki auðveldlega slá sig útaf laginu. Coyote er traust- ur sem fyrr og þá er gaman að náunganum sem leikur eilífðar- hippann niður í Nýju Mexíkó. Sá er nú aldeilis búinn að koma við flöskuna í óteljandi myndum í gegn- um árin. Enda má sjá að hér er vanur maður á ferð. Eins og fyrr segir stjórnar Hiller af festu og öryggi, laðar fram toppleik hjá leik- hópnum og nýtur krafta góðra tæknimanna. Fjölskyldan mætt. Hér eru þeir Lemmon og Chris sonur hans og þá fer frú Lemmon, Felicia Farr meðskondið hlutverk í Svona er lífið. Ef þú lœtur þig dreyma um f ramandi lönd ■ i ...áttu mikla möguleika á að draumarnir rœtist! MADUR! Sofandaháttur við stýrið, almennt gáleysi og kæruleysi öku- manna eru langalgengustu orsakir umferðarslysa. Flest slysin, verstu óhöppin, mestu meiöslin og flest dauðsföllin veröa þegar skilyrði til aksturs eru best, bjart, þurrt, auðir vegir o.s.frv. Þá slaka ökumenn á - og stefna sjálfum sér og öðrum vegfarend- um í stórkostlega hættu. Breytum þessu strax! (Niðurslaða úr könnun Samvinnutrygginga á orsökum og afleiðingum umferðarslysa) 5AMVINNU TRYGGINGAR -gegngáleysi undir stýri... Nei, vonandi ekki Kviknwyndir Sæbjörn Valdimarsson Svona er lífið — That’s Life ☆ ☆ ☆ Leikstjóri Blake Edwards. Hand- rit Edwards og Milton Wexler. Tónlist Henry Mancini. Klipping Lee Rhoads. Kvikmyndatöku- stóri Anthony Richmond, BSC. Aðalleikendur Jack Lemmon, Julie Andrews, Sally Kellerman, Robert Loggia, Jennifer Ed- wards, Chris Lemmon, Dana Sparks, Felicia Farr. Bandarisk. Columbia Pictures 1987. Drottinn minn, ég sem hélt að þessi bévítans miðaldursóáran væri '■ um garð gengin, níddist bara á manni svona rétt uppúr fertugsaf- mælinu. En eftir kokkabókum Edwards og Wexlers má maður sumsé eiga von á bakslagi á sjö- tugsaldrinum. En huggulegt! Nýjasta gamanmynd Edwards, leikstjórans síunga, er grátbrosleg. Aðalpersónan, Lemmon, stendur á sextugu. Er alheilbrigður líkam- lega, hamingjusamur í hjónabandi og hefur farnast vel í starfi. Á allt sem hugurinn girnist. En árin hafa gert hann af óþolandi grátkerlingu sem er sívolandi yfir öllum mögu- legum og ómögulegum vandræðum og veikindum, en í rauninni er það aldurinn sem hann getur ekki horfst í augu við. Kona hans, (Andrews), umber karlinn af stakri ástúð og umhyggjusemi, en í rauninni er það hún sem er sjúk og á allra veðra von. Þessi er þungamiðja myndarinn- ar. Hins vegar fléttast í söguþráð- inn fjölskyldan öll; tvær dætur, sonur, tengdasynir. En þessi mann- skapur skiptir litlu máli. Af þvílíkri snerpu tekur Lemmon myndina í sínar hendur að aðrir nánast hverfa í skuggann. Andrews á að vísu stöku spretti. Sjálfsagt hefur handritið verið skrifað með þennan kostulega leik- ara í huga. Hér fær hann tækifæri til að sýna allar sínar bestu hliðar: ærslaleikinn, málæðið og stressið. Reyndar er Lemmon svo innilega stressaður í upphafsatriðinu að maður tók undir og var næstum kominn fram á sætisbrún! En þá var líka stefnan mörkuð, mikil- hæfur gamanleikari kominn í ham sem hann heldur út myndina. Það er ekkert launungamál að Lemmon fær þriðju stjörnuna fyrir gamalkunnan afbragðs leik því efn- ið er ekkert sérstaklega vel útfært og elliraunirnar næsta ótrúverðug- ar. Aukapersónurnar eru illa uppbyggðar og óspennandi ef und- an er skilinn séra Loggia. Það er virkilega ánægjulegt að sjá hvað þessi roskni prýðisleikari blómstrar í ellinni, (eftir Prizzi’s Honor), eftir mörg og mögur ár í Hollywood. Og Edwards á gnótt eftir uppí erm- inni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.