Morgunblaðið - 28.05.1987, Side 59

Morgunblaðið - 28.05.1987, Side 59
1 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 59 læra eitthvað af honum litla frænda sínum. Það má kannski gera gott úr öllu og segja, að á meðan þeir halda sig við þetta mataræði þá eru þeir grannir og huggulegir og er það ekki svo heilsusamlegt? Og ef til vill er það bara ágætt að kjötið skuli vera svona dýrt. Eru þeir ekki alltaf að nöldra í manni þessir heilsufræðingar um að minnka kjöt- neysluna? Nú, ég segi það ekki, að það er miklu þægilegra að fá gesti hér, maður þarf ekki að vera í keng yfir því hvað maður eigi að gefa þeim. Heima þarf allt að vera svo fínt og frumlegt, þykir svo púkalegt að vera alltaf með það sama. Þetta með íhaldssemina getur í sjálfu sér líka verið ágætt. Maður vaknar á morgnana og veit hvar maður stendur. Brauð með brúnosti í morgunmat, sama stjórnin og var í gær, sama verð á kaffipakkanum (gæti meira að segja fengið hann á tilboðsverði), aurinn minn á vísum stað í bankanum, brauð með spægi- pylsu í hádeginu, kem úr vinnunni milli klukkan þrjú og fjögur og bý þá til kjötbollur, dútla við að smyija skíðin fram að kvöldfréttum og rabba við krakkana, horfi á fréttirn- ar í sjónvarpinu og slekk svo á því af því að það er svo leiðinlegt og fer svo snemma í rúmið með góða bók. Nú skil ég af hveiju Norðmenn eru svona rólegir og sléttir í fram- an. Þeir þurfa auðvitað ekki að eyða kröftum sínum í að fylgjast með og breyta til, enda eru þeir ekki heimsmenn eins og við. Já, þeir eru furðanlega vel útlítandi. Bara sjaldan séð jafnmikið af föngulegu fólki, jafnvel þótt það sé í gifsi. En ég skil bara ekki hvemig það má vera af öllu þessu brauðáti. Nei, uss, nú gengur þetta ekki lengur með hann Arvid. Eg verð að fara út að hjálpa þeim. Hundur- inn orðinn kolvitlaus og farinn að narta í gifsið og Arvid pikkfastur í framsætinu, ekki hægt að loka hurðinni. Ég held það væri ráð að reyna að leggja hann bara ofurvar- lega í aftursætið. Höfundur er kennari, nemi og húsmóðir í Kristiansand INoregi. Markaður til styrkt- ar einhverf- um börnum UMSJÓNARFÉLAG einhverfra barna verður með markað, kaffi- sölu og kökubasar í Hlaðvarpan- um á Vesturgötu 3 í dag, 28. maí, kl. 10.00-18.00. Ágóðinn rennur til almennrar starfsemi umsjónarfé- lagsins, sem m.a. felst í fræðslu- fundum og kynningu á málefnum einhverfra. Foreldrar nokkurra einhverfra bama og starfsfólk, sem fékkst við að leysa vandamál þeirra, stofnuðu félagið árið 1977. Núverandi stjóm félagsins er þannig skipuð: Kolbrún Hafliðadóttir formaður, Hallgerður Gísladóttir rit- ari og Sigrún Hjartardóttir gjaldkeri. VW JETTA er talandi dœmi um vönduö vinnubrögö. VW JETTA er traustur og endingargóður bíll. VW JETTA er meö íram- hjóladrií og íer meistaralega d íslenskum malarvegum. Verð frá kr. 549.000 ™ ÍX ■TfWlKTW' Jmnif***®®**i : 1 > " tVS'J r ,*• v,i,; ; i •" • m

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.