Morgunblaðið - 28.05.1987, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 28.05.1987, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 — "f! i Hvaða bækur eigum við að lesa 1 í sumarleyfinu? -J JÓHANNA KRISrTJÓNSDÓTTIR , Louisa Dawkins: Natives and Strangers Útg. Penguin 1987. Hér segir frá Mariettu Hamil- ton, sem er fædd og uppalin í því sem þá var Tanganyika, þegar landið - og reyndar löndin í kring- var brezk nýlenda. Móðir hennar Virginia Hamilton er brezkrar ættar, en hún festir ekki yndi nema í Afríku. En hún er einlægt á flakki um þetta svæði og virðist sem hún ætli að fara að skjóta rótum á einum stað er lagt upp til nýs staðar. Einhver ókyrrð í henni, eitthvað í fortíðinni gefur henni ekki frið né ró. f sjálfu sér þykir henni vænt um Mariettu, en umönnun hennar á stúlkunni er ósköp yfirborðskennd. Svarti þjónninn Justin verður sá sem elur Mariettu upp, ásamt með dóttur sinni Violet og þau feðgin eru fasti púnkturinn í til- veru stúlkunnar. Síðar giftist móðir hennar Neville Bilton, ríkum Breta sem Marietta tekur miklu ástfóstri við. En einnig þar bregst móðirin og sviptir Mariettu þar með föðumum sem hún hafði ailtaf haft svo ríka þörf fyrir. Og sem Marietta vex úr grasi skilst henni svona smátt og smátt að hún á eiginlega hvorki samleið með hvíta fólkinu lengur, né held- ur eru svertingjamir tilbúnir að viðurkenna hana. Hún velkist í vafa um, hvar staðurinn hennar er í tiiverunni. Hún giftist Jonathan Sudbury, hvítum manni, sem er leiðsögu- maður ríks fólks í safari um Afríku. Hún hafði ætlað sér að verða listmálari, en það er úr sög- unni. Kannski hún kenni Jonathan um það, þótt hún viti, að það er ekki rétt. Þau flytja aftur „heim.“ En margt er breytt. Löndin hafa fengið sjálfstæði. Staða hvíta mannsins er ekki sú sem hún var. Og almennt verða samskipti þeirra erfið, bæði vegna þeirra breytinga, sem eru orðnar á um- hverfínu og þó einkum vegna þess að Marietta gekk ekki of fús í hjónabandið. Seinna verður hún ástfangin af svörtum manni, Mic- hael Kagia, ein skærasta pólitíska stjaman á nýjum afrískum himni. Samband þeirra hlýtur að vera jafn vonlaust og annað, og þó er aldrei að vita. Kannski þau eigi einhvem tíma framtíð. Bókin segir frá afar fróðlegum tíma í sögu Afríku, þegar ný- lendufjötrarnir eru að falla og Bretar og aðrar nýlenduþjóðir á undanhaldi. Þessum breytingum, einkum hvað fólkið varðar, hið hvíta og svarta eru gerð eftirtekt- arverð skil og glögg. Þetta er í hvívetna góð sumarleyfíslesning, áhrifamikil og vel sögð saga. Robert Parker: Looking for Rachel Wallace: Útg. Penguin 1987. Áður hefur verið skrifað um nokkrar bóka Roberts Parkers í þessum dálkum. Hér er Spenser spæjari aðalhetjan eins og fyrri daginn. Málavextir em þeir að umdeild lesbísk skáidkona Rachel Wallace er að senda frá sér bók, býsna opinskáa. Og hótunum rignir yfír hana og útgáfuforlagið og skáldkonan sjálf eru orðin smeyk. Það virðist vera ástæða til að taka þessar hótanir alvar- lega. Því er leitað til Spcnsers spæj- ara, sem kemur á vettvang, svalur og íróniskur eins og fyrri daginn. Hann lætur ekki slá sig út af lag- inu, pilturinn sá og erfítt að ímynda sér, að hann komist nokk- um tíma úr jafnvægi. Rachel er ekki mjög hrifín af Spenser. Henni fínnst hann yfír- lætisfullur og með óþarfa stæla. Spenser sem er með greinilega fordóma gagnvart fóllci sem hefur jafnannarlegar kynhvatir og Rachel, líkar greinilega ekki við skáldkonuna heldur. Þrátt fyrir þessa gagnkvæmu andúð milli þeirra er hægt að telja bæði á að Spenser taki að sér að verða lffvörður skáldkonunnar. Það líður ekki á löngu unz það fer að koma í ijós, að það er full' ástæða til að hún fari gætilega. Það er setið fyrir þeim á götum úti, í bókabúð á að grýta í hana ijómatertu...og Spenser stendur sig eins og hetja og slær alla kalda, sem hann grunar, að ætli að gera Rachel mein. Samt fer nú svo, að það kast- ast alvarlega í kekki milli þeirra. Rachel rekur hann úr líftarða- starfínu. Og nokkm síðar fer ekki betur en svo, að henni er rænt. Hún hefði líklega betur átt að reyna að afbera Spenser. En þótt Spenser sé með alls konar óþarfa stæla, er hann afar góð sál inn við beinið. Hann verður ómögu- legur maður, þegar það spyrzt út, að Rachel sé horfín. Kennir sér um og strengir þess heit að fínna hana og bjarga henni. í svona sögu er nauðsynlegt að dæmið gangi upp. Efnið og þráðurinn stfla upp á það. Spenser bregst ekki aðdáendum sínum frekar en fyrri daginn. Og af því að maður er búinn að átta sig á því, að það er Rachel sem er ekki nægilegur mannþekkjari, heldur lesandi - sem sé að sjá hvað Spenser er orðheppinn og góður - þá getur maður auðvitað verið hinn kátasti í sögulok. Malee: Tiger Claw and Velvet Paw Skrásetjari: Julia Berlinghausen Ensk þýðing: Yehuda Shapiro Útg. Headline 1987. Thailenzk gleðikona, Malee segir sögu sína. Hún er dóttir fátæks hrísgtjónabónda og fer ung að heiman að vinna fyrir sér. Ekki tekst betur til en svo að húsbóndinn á heimilinu nauðgar henni og Malee flýr í burtu. Og flýr á hómhús í grenndinni. Dálít- ið kyndug viðbrögð það. Þar fær hún „þjálfun" og tekur síðan til starfa. Hún segir frá af mikilli kurteisi og reynir að skýra út fyr- ir lesanda, hvaða hugmyndir hún hefur um þetta þjónustustarf sem í hennar huga getur verið hið merkasta ef því er sinnt af hæfí- iegri alúð. Hún nær enda vemlegum „árangri" í starfínu. Græðir á tá og fíngri og getur aðstoðað fjöl- skyldu sína peningalega. Kynnist svo Benjamín Þjóðveija sem er á árssamningi í Thailandi. Með þeim takast ástir og þau ætla að eiga saman þetta ár. Þó að hún viti að um annað verður ekki að ræða en leiðir þeirra skilji. Síðar kemst hún í kynni við annan Þjóðveija og leggur leið sína til Þýzkalands. Þar hittir hún skrásetjara bókarinnar, Juliu Bergenhausen, sem gerir grein fyrir verkinu í formála. I bókinni segir Malee hispurs- laust frá atvinnu sinni. Samt er hér ekki um neina klámbók að ræða, nema síður væri. Hún velt- ir sér á engan hátt upp úr kynlíf- slýsingum. Segir vel og hugnanlega frá, og afstaða og viðhorf hennar birtast skýr og viðfelldin. Þessi bók fræðir mann að vísu heilmikið um gleðikvennastarfið í Austurlöndum og hvemig gleði- konur líta á viðskiptavini sína. Fróðlegar lýsingar á ferðamönn- um, sem leita til þeirra. Hvort sem er í Bangkok eða í paradísinni sjálfri á Pattaya. En saga Malee er líka lærdómsrík þar sem við kynnumst framandi hugsunar- hætti, ábyrgðartilfinningu gagn- vart Qölskyldunni og vinunum. Og þrátt fyrir ákveðna blygðunar- og skömmustutilfínningu sem Malee virðist haldin, kemur hún tiltölulega heilsteypt út úr sög- unni. Og manneskjuleg. ^*5í5S* íds&’ ^ -cíY)as^®- íSsSS*- f'/// jgenOBJ // 4 V/itf Vöruhús Vesturiands Borgarnesi sími 93-7200 - er birgðamiðstöðin ykkar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.