Morgunblaðið - 28.05.1987, Side 78

Morgunblaðið - 28.05.1987, Side 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 Noregur: - Gunnar og félagar sigruðu Frá Bjami Jóhannssyni f Noregi. GUNNAR Gíslason og félagar í Moss unnu Tromsö í norsku 1. deildarkeppninni í knattspyrnu á | heimavelli sínum um síðustu helgi 4:2. Moss komst í 4:0 en gaf örKið eftir í lokin, þó sigur . '.‘íðsins hafi aldrei verið f hættu. Það gekk ekki eins vel hjá Bjarna Sigurðssyni og félögum í Brann, þeir léku við Rosenborg á heima- velli og töpuðu 5:6 eftir vítaspyrnu- keppni. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1:1. Bjarni lék vel og fékk góða dóma í norsku blöðun- um. Önnur úrslit um síðustu helgi urðu þessi: Molde og Kongsvinger gerðu jafntefli 1:1 eftir eftir víta- keppni vann Kongsvinger 3:1, Ham Kam tapaði heima fyrir Vaal- erengen 1:3, Lilleström vann Mjöndalen 1:0 og Start tapaði heima fyrir Bryne 0:1. Bryne er nú efst með 12 stig eftir 5 leiki, Ro- - í&mberg hefur 10 stig eftir jafn marga leiki, Brann er með 9 stig og Moss 8. Bæði „íslendingaliðin" hafa einnig lokið fimm leikjum. Þess má geta að 5 lið eru í neðsta sæti með 6 stig, þannig að keppnin er mjög og spennandi í deildinni. Myndabrengl ÞAU mistök urðu við vinnslu - blaðsins i gær að myndir á bls. 62 víxluðust. Myndin af Árna Þór Árnason átti auðvitað að vera með frásögn af leik íslands og Belgíu í Evrópukeppni U-18 ára landsliða og myndin af þvf er hollenski markvörðurinn settist á bak Ágústi Má Jónssyni efst á síðunni með frásögn af þeim leik. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. • Robert Parrish, sem hór treður f körfuna, verður illa fjarri góðu gamni aðfararnótt föstudagsins. Hann verður þá ekki með Boston vegna meiðsla. í 5. leiknum var hann heppinn að vera ekki rekinn af velli eftlr að hafa slegið einn mótherjanna f gólflð. Boston vann Detroit í 5. leiknum: Hroðaleg mistök kostuðu sigur Frá Gunnari Valgeirssyni í Bandaríkjunum LIÐ Boston Celtics heldur áfram að vinna leiki þrátt fyrir ýmsa mótbyri. í fyrrinótt var fimmti ieik- urinn í serfu Boston og Detroit um það hvort liðið leikur til úr- slita við LA Lakers um NBA-titil- inn og sigraði Boston 108:107 f hnffjöfnum og spennandi leik. Leikurinn var lengst af jafn, Boston hafði yfirhöndina í fyrri hálfleik og var staðan 58:56 í leik- hléi fyrir Boston. Einni mínútu fyrir hálfleik sló miðherji Boston, Ro- bert Parrish, miðherja Detroit, Bill Laimbeer, í gólfið. Tvö högg beint í andlitið. Þó ótrúlegt sé sáu dóm- ararnir ekki atvikið og var Parrish því mjög heppinn að vera ekki rek- inn fram í búningsklefa. Leikurinn hélst hnífjafn og stóð 87:86 fyrir Boston eftir þriðja leik- hluta. Þegar fjórar mín. voru eftir varð áðurnefndur Robert Parrish að yfirgefa leikvöllin þar sem han sneri sig enn einu sinni illa á ökkla en hann hefur átt við meiðsla að stríða að undanförnu og er Ijóst að hann leikur ekki með í sjötta leiknum í Detroit aðfararnótt föstu- dagsins. Er 17 sekúndur voru eftir af leiknum kom Isiah Thomas, aðal- leikmaður Detroit, liði sínu yfir 107:106. Boston tók þá leikhlé og í næstu sókn reyndi Larry Bird sniðskot (lay-up) en þrír leikmenn Detroit blokkuðu skot hans og boltinn fór út af eftir að hafa snert einn leikmanna Boston-liðsins. Detroit hafði því boltinn og foryst- una þegar fimm sekúndur voru eftir. En þá gerði Isiah Thomas stóra skyssu. I stað þess að taka leikhlé tók hann boltann strax af dómaranum og ætlaðl að varpa honum inn til samherja - Larry Bird var með á nótunum og sá við hon- um. Bird komst inn í sendinguna og sendi knöttinn umsvifalaust á samherja sem skoraði þegar ein sekúnda var eftir. Leiknum lauk því með sigri Boston 108:107. Detroit klúðraði því leiknum og Boston heldur áfram að vinna þrátt fyrir ýmis vandræði. Larry Bird var bestur á vellinum, skoraði 36 stig, tók 12 fráköst og átti 9 stoðsendingar - og enga mikilvægari en þá síðustu sem hann gaf á Dennis Johnson sem skoraði sigurkörfuna. Isiah Thom- as var heldur slakur hjá Detroit í þessum leik. Þjálfari liðsins gerði einnig mikil mistök, skipti furðu- lega inn á. Detroit hefur ekki unnið í Boston síðan 1982, liðið hefur tapað 17 leikjum í röð þar. Þetta var fyrsti leikurinn í þess- ari seríu sem er jafn. Boston vann tvo fyrstu auðveldlega og síðan vann Detroit tvo. Að öllu óbreyttu má búast við að Detroit vinni næsta leik á heimavelli og því þurfi sjöunda leikinn til; hreinan úrslitaleik í Boston á laugardag. Knattspyrna: Þrír leikir ÞRÍR leikir fara fram fyrstu um- ferð Mjólkurbikarkeppninnar í knattspyrnu f dag. Á morgun, föstudag, verða þrír leikir í 1. deild karla. í Mjólkurbikarnum í dag leika Ármann og Víkverji á gervigrasinu kl. 17.00. Víkingur og Haukar spila á Hæðagarðsvelli kl. 14.00 og ÍR og ÍK á gervigrasinu kl. 20.00. Á morgun, Uppstigningardag, eru þrír leikir á dagskrá í 1. deild, Víðir og KA leika á Garðsvelli, KR og FH á KR-velli og Þór og Völs- ungur Þórsvelli á Akureyri. Allir leikirnir hefjast kl. 20.00. Iþróttafélagið Fylkir 20 ára í dag: Fylkir merkir konungur; við verðum það vonandi einhvern tíma á íþróttasviðinu" -segir formaðurinn, Jóhannes Óli Garðarsson Morgunblaöiö/KGA • Jóhannes Óli Garðarsson, formaður Fylkis, Við félagsheimilið á Fylklssvæðinu í Árbænum. ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Fylkir á 20 ára afmæli í dag og af þvf til- efni er Fylkisdagurinn 1987 haldinn há-tfðlegur á svæði fé- > lagsins. Hátfðahöldin hefjast kl. 11.00 með Árbæjarhlaupi og hefst skráning f hlaupið kl. 10.00. Fyrstu tvö árin hét félag- Ið Knattspyrnufélag Selás- og Árbæjarhverfis, KSA, en þvf var breytt. „Mönnum þótti það ekki heppilegt þegar verið var að hvetja liðið. Nafnið var heldur langt,“ sagði Jóhannes Óli Garðarsson, formaður Fylkis, f samtali við Morgunblaðið f til- efni afmælisins. Jóhannes Óli hefur verið for- maður Fylkis í rúmlega fimm ár. Þar á undan var hann gjaldkeri félagsins í fimm ár og hefur því veriö í stjórn á ellefta ár. Jóhann- es sagöi að félagið stæði vel að sínu mati, og væri í sókn á öllum sviðum. „Við erum með stóran og góðan hóp í fótboltanum, höfum góðan þjálfara í meistara- flokki þar sem Marteinn Geirsson er, og við væntum mikils af flokknum. Vonandi kveðjum við 3. deildina í sumar. Handboltalið okkar er t 2. deild, þar eru aö koma upp ungir strákar sem ald- ir eru upp hjá félaginu; þar eru að verða viss kynslóðaskipti. Þá er félagið einnig með fimleika- deild." í upphafi æfðu Fylkismenn á sparkvelli í Árbæjarhverfi, en fyrst var leikið á núverandi malar- velli félagsins árið 1973. Félags- heimilið var svo tekið í notkun 1976 og búningsklefahús 1978. „Svo gerðum við grasvöll á síðasta ári. Við höfum lagt um 5,5 milljónir króna í hann og skuldum ekki krónu í þessum áfanga. Þetta var ódýrara en við höfðum reiknað með, við fengum gífurlega mikið af fólki f sjálf- boðavinnu og einnig miklar gjafir vegna framkvæmdanna. Völlur- inn verður tilbúinn í sumar og meiningin er að leika vígsluleik á honum einhvern tíma í sumar." Jóhannes sagði vallargeröina hafa verið mjög skemmtilegt verkefni. „Völlurinn varð til á tveimur dögum. Við byrjuðum á laugardagsmorgni að þekja og völlurinn varð orðinn grænn á sunnudagskvöldi," sagði hann. Gagngerar endurbætur hafa nýlega verið gerðar á félags- heimilinu og vallarhúsinu. „Það er ekki nóg að eignast þessi hús - það verður að sýna þeim þá virðinga að halda þeim við." Næsta stórverkefni félagsins er svo bygging íþróttahúss. Jóhann- es tekur fram „skófluna góðu" sem hann notaði við upphaf gerð vallarins og mun taka fyrstu skóflustunguna í dag kl. 14.30. Húsið verður 38 metra breitt og 50 metra langt. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir síðar á þessu ári. Teikningar af húsinu verða einmitt til sýnis í dag í fé- lagsheimilinu, en Ingimar Haukur Ingimarsson arkitekt gefur alla arkitektavinnu. Félagar í Fylki eru á milli 1700 og 1800 talsins að sögn Jóhann- esar Óla og sagði hann Fylkis- menn líta svo á að allt væri þeim viðkomandi austan Elliðaáa. „Ártúnsholt, Árbær og Selás er okkar svæði," sagði hann „og einnig sækja til okkar börn og unglinar úr Grafarvogi." Jóhannes var í lokin spurður hvernig honum litist á framtíð félagsins. „Ég get ekki annað en litið björtum augum á framtíðina. Öll þessi uppbygging aðstöðu fyrir félagið hlýtur að skila sér. Sérstaklega húsið; það verður ómetanlegt að fá hús í hverfið í stað þess að senda börnin í burtu á æfingar. Og frá náttúrunnar hendi er svæðið okkar óumdeil- anlega skemmtilegasta íþrótta- svæðið í borginni að okkar mati, hér er til dæmis mikill gróður sem var á þessu gamla sumarbú- staðalandi áður en við komum hingað." Aöur er þess getið að skipt hafi verið um nafn á félaginu þegar það var tveggja ára gam- alt. „Fylkir merkir konungur; við verðum það vonandi einhvern tíma á íþróttasviðinul" sagði Jó- hannes að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.