Morgunblaðið - 04.02.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 04.02.1988, Síða 1
88 SIÐUR B 11 STOFNAÐ 1913 28. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsíns Danmörk í áratug: Kaupmáttur skrapp saman um 15-20% Erlendu lánin fóru í einkaneysluna Kaupmannahöfn. Frá NJ. Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. ÞEIM fækkar stöðugt krónun- um, sem danskir launþegar eiga eftir þegar greidd hafa verið föst útgjöid eins og húsaleiga og skattar. Kemur það fram i nýjum upplýsingum frá danska efna- hagsráðuneytinu, að kaupmáttur almennra launa hefur rýrnað um 15-20% á tíu árum. Verst hafa orðið úti í þessari kaupmáttarrýmun hjón, sem búa í einbýlis- eða raðhúsi, eiga eitt bam og hafa venjuleg laun verka- eða Bandaríkin: Demókratar sigurvissir Washington. Reuter. s Fulltrúadeild Bandaríkja- þings fjallaði í gær um tillögu Ronalds Reagans Banda- ríkjaforseta um 36 milljón dollara fjárstuðning við skæruliða í Nicaragua en búist var við, að umræður stæðu lengi og atkvæða- greiðslan ekki fyrr en eftir miðnætti að isl. tima. Reagan forseti kom fnam í sjónvarpi í fyrrakvöld þar sem hann sagði, að þingmanna biði nú að segja já eða nei við örygg- ishagsmunum bandarísku þjóðarinnar en bauðst jafn- framt til að láta þingið um að ákveða hvenær eða hvort 3,6 milljónir dollara, sem eiga að fara til hemaðaraðstoðar, verði veittar. Leiðtogar demókrata kváð- ust ekki mundu taka neitt tillit til þessarar málamiðlunar Re- agans og voru vissir um, að tillagan yrði felld. iðnaðarmanna. Þegar slík fjölskylda hefur borgað skatta og húsnæðis- kostnað hefur hún 21,4% minna til ráðstöfunar en fyrir tíu ámm. Eft- ir- og ellilaunaþegum hefur famast best því að þeirra tekjur hafa að- eins rýmað um 3% á þessum tíma. Almenningur veitir sér nú minna en fyrir áratug en það kemur þó fram í yfírliti ráðuneytisins, að Danir hafí aldrei tekið jafn mikil erlend lán og í þennan tíma og hafí þau að stórum hluta farið í einkaneysluna. Það er ekki síst húsnæðiskostnaðurinn, sem hefur hækkað. Árið 1955 fóm aðeins 8% launanna til að greiða leigu, hita og rafmagn en 1981 vom það 24% og hefur hækkað síðan. Þrátt fyrir kaupmáttarrýmunina hefur aldrei fyrr selst jafn mikið af einkabflum í Danmörku og nú síðustu árin en nauðungarappboð á húseignum em einnig fleiri en nokkm sinni. Bandaríkin: Reuter Hviksaga um kjarnorku- slys ORÐRÓMUR um að kjamorku- slys hefði orðið í Sovétríkjun- um fór í gær eins og eldur í sinu um alla Evrópu og var strax mikill viðbúnaður hjá geislamælingarmönnum i Svíþjóð og Finnlandi. Sovét- menn báru fréttimar strax til baka og norsk stjóravöld sögðu, að um væri að ræða misskiln- ing, sem rekja mætti til til- raunaskeytasendinga milli Alþjóðakjaraorkumálastofnun- arinnar og Alþjóðaveðurfræði- stofnunarinnar i Genf. Talsmaður þeirrar fyrrnefndu segir þó, að hvorki „Sovétríkin“ né „kjaraorkuslys" hafi komið fyrir i textanum. Kennir hann óvönduðum fréttamönnum um uppákomuna. Á myndinni er 1 starfsmaður finnsku geisla- varaanna að kanna málið. Nýjar tillögur um sjálf- stjórn Palestínumanna Bandaríkjastjórn hefur lagt fram nýjar tiUögur um takmark- aða sjálfsstjóra Palestínumanna fram í desember á þessu ári og hefjist þá formlegar samninga- viðræður um framtíðarstöðu hernumdu svæðanna. Var þetta haft eftir ísraelskum embættis- mönnum í gær og BBC, breska ríkisútvarpið, sagði, að Jórdaníu- stjórn hefði tekið vel í tillögurn- ar. Bandaríkjastjóm tilkynnti í gær, að Richard Murphy, aðstoðamt- anríkisráðherra og helsti sérfræð- ingur hennar í málefnum Mið-Austurlanda, væri á fömm til Sýrlands og Saudi-Arabíu og var það strax sett í samband við fréttir um að Philip Habib, erindreki Bandaríkjastjómar, hefði kynnt Jórdaníustjóm nýjar tillögur um frið í Mið-Austurlöndum. í BBC sagði, að Jórdaníumenn hefðu fallist á að skoða tillögumar nánar en embættismenn í ísrael segja, að í þeim sé lagt til, að 1,5 milljónir Palestínumanna á Vestur- bakkanum og Gaza-svæðinu kjósi sér sína eigin stjóm og njóti tak- markaðrar sjálfsstjómar þar til í desember þegar sest verði að samn- ingum um framtíðarskipan mála á hemumdu svæðunum. Charles Red- man, talsmaður bandaríska ut- anríkisráðuneytisins, vildi ekkert segja um.einstök atriði þessara til- lagna en tók þannig til orða, að Bandaríkjastjórn væri nú að leita leiða, sem ætlað væri að bera „góð- an árangur". A hættuslóðum Reuter íranskur byssubátur réðst í gær á norska olíuflutningaskipið Petrob- ulk Ruler en vann þó á því litlar skemmdir. í áhöfninni eru að mestu Filippseyingar og eru hér nokkrir þeirra í björgunarvestum, tilbúnir til að fara frá borði ef þörf krefur. Að baki þeim má sjá ummerkin eftir iranska sprengikúlu. Kúbusljórn úthúðar baráttu- mönnum fyrir mannréttindum — kallar þá svikara og handbendi Bandaríkjastjórnar Havanna. Reuter. STJÓRNVÖLD á Kúbu höfðu í gær hörð orð um þá menn, sem berjast fyrir auknum mannrétt- indum í landinu, og sögðu þá ganga erinda Bandaríkja- stjórnar. Á mánudag hófst í Genf mannréttindaráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna en fulltrúi Bandaríkjamanna hjá mannréttindanefndinni er skáldið Armando Valladares, sem sat í fangelsum Kastrós í 22 ár. Sjaldgæft er að Kúbustjóm við- urkenni að þar í landi séu ekki allir ánægðir með ástand mann- réttindamálanna, en í stjórnar- málgagninu Prensa Latina vom andófsmenn úthrópaðir og kallað- ir meðreiðarsveinar Bandaríkja- manna. Valladares einum var hins vegar helgaður klukkutímalangur sjónvarpsþáttur þar sem hann var kallaður svikari og strengbrúða Ronalds Reagans, ekkert skáld, heldur gagnbyltingarmaður, sem átt hefði fangavistina skilda. Á _________________í_______________ mannréttindaráðstefnunni í Genf verður m.a. rætt um ástandið á Kúbu og er augljóst, að Kúbu- stjóm kvíðir þeirri umræðu. Valladares tókst að skrifa bók í fangelsinu, „Úr hjólastólnum mínum", og var henni smyglað úr landi og hún gefín út á Vestur- löndum. Vakti hún mikla athygli og varð til þess, að Francois Mitt- errand Frakklandsforseti fékk Valladares leystan úr haldi árið 1982.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.