Morgunblaðið - 04.02.1988, Side 13

Morgunblaðið - 04.02.1988, Side 13
13 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 Danshátíð á Hótel Íslandí í TILEFNI 25 ára afmælis Danskennarasambands íslands verður haldin danshátíð á Hótel íslandi við Ármúla n.k. sunnudag 7. febrúar og hefst hún klukkan 15. Þama koma fram nemendur á öllum aldri frá fjórum dansskólum, þ.e. Balletskóla Sigríðar Armann, Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar, Dansskóla Hermanns Ragnars og Dansskóla Sóleyjar. Þá mun trúður koma í heimsókn og dansar hann við bömin á hjólaskautum. Kynnir verður Hermann Ragnar Stefáns- son. Aðgöngumiðar verða seldir á Hótel Islandi klukkan 13-15 á laug- ardag og frá klukkan 14 á sunnu- dag. Nordjobb 1988 tekur til starfa: Yfír 100 íslensk ungmenm til starfa á Norðurlöndum NORDJOBB 1988 hefur tékið til starfa. Nordjobb er miðlun sum- aratvinnu milli Norðurlanda fyrir fólk á aldrinum 18—26 ára og eru störfin, sem boðið er upp á, í löndunum öllum svo og á sjálfstjórnarsvæðunum á Norð- urlöndum. Störfin, sem bjóðast, eru margvísleg. Þau eru á sviði iðnaðar, þjónustu, landbúnaðar, verzlunar o.fl. og bæði miðuð við faglært og ófaglægrt fólk. Launakjör eru þau hin sömu og goldin eru fyrir viðkomandi störf í þvi landi þar sem starfað er og skattar eru greiddir samkvæmt lögum hvers lands. Starfstíminn er allt frá fjórum vikum og upp í 3 mánuði lengst. Reiknað er með, að um eða yfír 100 norræn ungmenni komi til starfa hér á landi á vegum Nordjobb 1988 og að 120—140 íslensk ung- menni fari til starfa á hinum Norðurlöndunum á vegum Nord- jobb. Það eru norrænu félögin á Norð- urlöndum, sem sjá um atvinnumiðl- unina hvert í sínu landi samkvæmt samningum við Nordjobb-stofnun- ina í Danmörku, en sú stofnun hefur yfírumsjón með starfseminni. Á ís- landi sér Norræna félagið um Nordjobb-atvinnumiðlunina en í því felst, að félagið veitir allar upplýs- ingar, tekur við umsóknum frá íslenzkum umsækjendum og kemur þeim áleiðis og sér um atvinnuút- vegun fyrir norræn ungmenni á íslandi. Allar upplýsingar um Nordjobb 1988, þar á meðal umsóknareyðu- blöð, fást hjá Norræna félaginu, Norræna húsinu, 101 Reykjavík. (Fréttatilkynning) Barnaspítali Hringsins: Vökudeild færð gjöf Kiwanisklúbburinn Hekla í Reylgavík færði nýverið vöku- deild Barnaspítala Hringsins að gjöf fullkominn hitakassa sem ætlaður er til meðferðar og hjúkrunar á fyrirburum og öðr- um nýburum sem þurfa á gjör- gæslu og annarri sérmeðferð að halda. Á myndinni eru talin frá vinstri: Guðmundur Guðjónsson, Atli Dagbjartsson, Þórarinn Guð- mundsson, Erlendur Eyjólfsson, Jón Pálsson, Svana Pálsdóttir, Bent Jörgensen, Bragi Eggerts- son og Hildur Arnadóttir. ER HÆGT AÐ SOFA Styrkir úr Verðlauna- sjóði Alfreds Benzons SJÓÐSTJÓRN Verðlaunasjóðs Al- freds Benzons veitti í janúar styrki til: 1. Magnúsar Jóhannessonar, pró- fessors, vegna rannsókna á áhrifum skyndilegra tíðnibreytinga á hjarta- vöðva (tækjakaup). 2. Þórdísar Kristmundsdóttur, pró- fessors, vegna rannsókna á geymsluþoli lyfja (tækjakaup). 3. Elínar Soffíu Ólafsdóttur, cand. pharm., vegna framhaldsnáms til licentiatprófs og í því sambandi rannsókna á plöntuefnafræði. (Fréttatilkynning) plin^piintpIiibU^ Metsölublad á hverjum degi! ODYRAR? Þrennskonar dýnur í boði húsgagnfrhöllin MOBLER REYKJAVlK I i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.