Morgunblaðið - 04.02.1988, Side 26

Morgunblaðið - 04.02.1988, Side 26
MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 25 notist meira eða minna í stað tékka- reikninga vegna hærri innláns- vaxta. Slík innlán, sem eru án uppsagnarfrests, eru að drjúgum hluta ekki spamaður í venjulegri merkingu þess orðs, enda eru inn- og útborganir tíðar. Almenn spari- innlán bera 22% vexti og önnur óbundin spariinnlán 32—36% vexti. Eigendur taka því lítinn eða engan þátt í kostnaðinum við að þjónusta þessa reikninga. Kostnaðurinn kemur sem skattur á lántakendur. Aukning, sem orðið hefír á nefndum innlánum, speglar þá lánaþenslu, sem verið hefír í landinu. Hluti veittra lána hafnar ævinlega á skammtíma innlánsreikningum, hvort sem menn nota tékka eða ekki. Samanlögð innlegg af þessum toga geta numið miklum íjárhæð- um. Loks er að geta þess, að heildar- sparnaður í landinu, þ.e. hluti þjóðartekna sem telst eignaauki, hefír verið fallandi nánast allar götur frá 1977, þegar hávextir héldu innreið sína á íslandi, til árs- ins 1986. Þessar athuganir styðja allar þá frumreglu, sem sett var fram í byij- un greinar, að ekki séu bein tengsl milli innlánsvaxta og spamaðar. Bankar og sparisjóðir mættu gjaman draga úr kapphlaupinu sín á milli og við „gráa" peningamark- aðinn um hæstu vaxtaprósentuna. Þeir ættu þess í stað að laða að sér viðskipti sparifjáreigenda með því að bjóða fleiri valkosti í þjónustu. Gagnlegt gæti verið að fara nokkmm orðum um lánskjaravísi- töluna í annarri grein. Höfundur hefir doktorapróf í hag- fræði ogáratuga reynslu við sérfræðistörf fyrir stjómardeildir heima ogerlendis. Háskóli íslands: Doktors- vörn við læknadeild DOKTORSVÖRN fer fram við læknadeild Háskóla íslands laugardaginn 6. febrúar nk. Kári Stefánsson læknir ver doktorsritgerð sína, sem lækna- deUd hafði áður metið hæfa til doktorsprófs. Doktorsritgerð Kára fjallar um rannsóknir á próteinum í tauga- kerfí sem em talin hafa mikilvægu hlutverki að gegna í sérhæfíngu og myndun taugavefs. Heiti rit- gerðarinnar er. „A Few Members of the Family of Nervous System Glycoproteins that Contain the HNK-1 Epitope: A study in Dise- ase and Development". Andmælendur af hálfu lækna- deildar verða prófessor Martin Raff, Institute of Zoology, Univer- isity College, London, og Helga Ögmundsdóttir dósent við Iækna- deild Háskóla íslands. Deildarfor- seti læknadeildar, prófessor Ásmundur Brekkan, stjómar at- höfninni. Doktorsvömin fer fram í Odda, stofu 101, og hefst kl. 14.00. Öll- um er heimill aðgangur. IMY HAGSTÆÐ KJOR... á nokkrum notuðum úrvals bflum!!! Við getum nú boðið nokkra notaða úrvals bíla á betra verði og greiðslukjörum en áður hefur þekkst. Dæmi: MAZDA 626,4ra dyra, 2 OL GLX, árg. ’85 Verð...................................kr. 490.000 Útborgun 25%...................kr. 122.500 Eftirstöðvar...........................kr. 367.500 Afsláttur.......................kr. 49.000 Eftirstöðvar sem greiðast með skuldabréfi á allt að 30 mánuðum með jöfnum afborgunum..kr. 318.500 Við eigum nú nokkra notaða, nýlega úrvalsbíla, sem seljast á sambærilegum kjörum. Opið laugardaga f rá kl. 1 -5 BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1,S. 68-1299. Hér er góður jarðvegur fyrir fjölbreytta starfsemi! Sjóefnavinnslan óskar eftir samstarfi við hugmyndaríka athafnamenn. Q U jóefnavinnslan hf. á Reykjanesi er nú í meirihluta eigu Hitaveitu Suðurnesja sem nýverið keypti öll hlutabréf ríkissjóðs í félaginu. Þetta umráðasvæði Sjóefnavinnslunn- ar á Reykjanesi er afar gjöfult frá náttúrunnar hendi og býður því upp á ótal tækifæri. Því hefur verið ákveðið að bjóða ein- staklingum, félögum og félagasamtökum að nýta sér aðstöðuna til þess að hrinda fram- leiðsluhugmyndum sínum í framkvæmd. Opnir fyrir öllum hugmvndum Möguleikarnir eru hinir fjölbreyti- legustu og er Sjóefnavinnslan til viðræðu um hvers konar hugmyndir og samvinnu við áhuga- aðila. Sjóefnavinnslan getur útvegað nú þegar: Raforku, gufu, jarðsjó, vatn og húsnæði. Til sölu eða leigu Einnig býður Sjóefnavinnslan til leigu eða kaups núveradi framleiðslubúnað félagsins á svæðinu: Kolsýruverksmiðja og flutningstæki; afköst 160 t/mán. Þurrísframleiðsla; afköst 125 t/mán. Saltverksmiðja; afköst 430-525 t/mán. Kíslarframleiðsla (SiO,). Leitið upplýsinga Þeir sem vilja leita frekari upplýsinga, um rekstur á svæði félagsins á Reykjanesi, vinsamlegast hafi samband við: Magnús Magnússon framkvæmdastjóra í síma 92-16955 e.h. Jón Gunnar Stefánsson stjórnarform. í síma 92-68111 e.h. 1 ÖÖ56 SJÓEFNAVINNSLAN HF Pósthólf 194 230 Keflavík sími 92-16955

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.