Morgunblaðið - 04.02.1988, Síða 30

Morgunblaðið - 04.02.1988, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 29 UNDUR VIÐ- SKIPTALIFSIN S eftir Geir G. Gunnlaugsson Þær eru orðnar risháar öldumar á neytendamörkuðunum og þær brotna nú mest á þeim, sem minnst hafa fengið í sinn hlut við fram- leiðslustörfin og þó framleitt neysluvöru, sem er sú langódýrasta á neytendamarkaðnum. Hún er einnig sú hollasta og úrgangs- minnsta, ekkert roð og engin bein. Eggin eru kjörin heilsufæða fyr- ir böm og gamalmenni og ódýrasta áleggið sem er á boðstólum. Engu að síður hafa eggin verið mest í brennidepli Neytendasamtakanna. Þau höfðu verið lengi á tilboðs- verði vegna offramleiðslu. Svo lágt var verðið að það svaraði ekki dreif- ingarkostnaði ef um smásendingar var að ræða. En þegar margir eg- gjaframleiðendur voru að þrotum komnir flárhagslega og urðu að hækka verðið í þá veru sem fram- leiðslukostnaður er, með öllum skyldum og sköttum, verkalaunum og afföllum, blésu forsvarsmenn Neytendasamtakanna sig út með hótunum um að flytja inn egg (kannski hafa þeir einnig haft í huga innflutning á kjöti og mjólk). Þrátt fyrir þessa hækkun úr til- boðsverði í framleiðsluverð eru eggin ódýrustu matarkaupin í dag. T.d. kostar ýsan með rpði og hrygg 300 kr. pr. kg, harðfiskurinn 2.227 kr. pr. kg (dýr þurrkur það), lifrar- pylsan 467 kr. pr. kg (ódýrt hráefni en dýr keppur það), súrhvalur 495 kr. pr. kg svo nokkur dæmi séu tekin. Ef markmiðið er að flytja allar vörur inn sem hægt er að fá ódýr- ari annars staðar og leggja at- hafnalíf landbúnaðarins í rúst, láta bændabýlin þekku grotna niður og fallegu ræktuðu túnin, óshólma íslenskrar náttúru, verða að órækt- ar snarrótar þúfum, þá væri framin hin mesta synd íslenskrar byggða- sögu. Hvernig á að afla gjaldeyris til að standa straum af ótakmörk- uðum innflutningi? Það er hættu- legt að vera of stórtækur og ör og ausa út gjaldeyri þjóðarinnar að þarflausu fyrir vöru, sem hægt er að framleiða hér og sérstaklega ef það þarf að taka lán til þess út á ófædda þjóðfélagsþegna, þeir geta átt nóg með sig. Einn af færustu forsætisráðherrum Breta á stríðstímum sagði við þingheim að það yrði að viðhalda bændastéttinni þvi það væri ómögulegt að skapa hana. Kannski eru menn búnir að gleyma stríðsárunum og því ástandi sem þá skapaðist við inn- flutning á nauðsynjavörum. Þá reyndist hollur heimafenginn baggi. Það er hæpið að treysta ein- göngu á sjávarútveg og setulið- svinnu, vegna þess að flskimið heimsins eru alltaf að verða meira og meira sameign heimsbyggðar- innar og tæknileg, stór flskvinnslu- skip geta orðið skæðir keppinautar. A Islandi er í dag til þekking á alifuglaeldi, húsakostur og annar búnaður, sem stenst snúning því sem finnst í nágrannalöndum. Þessi þekking og tækni hefur byggst upp á síðustu áratugum og margir hafa nú atvinnu af alifugl- um og afurðum þeirra. Hvemig má þá vera mögulegt að fá egg keypt í Hollandi fyrir 32 krónur kílóið? Ef til vill segir það nokkra sögu að íslenski bóndinn þarf að greiða 20 krónur fyrir hvert kíló af fóðri samkvæmt verðlagi í dag með kjamfóðurgjaldi. Er þá eftir að breyta fóðrinu í egg með öllu sem til þarf að kosta svo sem út- ungun, ungaeldi, daglegri vinnu og loks kemur til sortering, pökkun og dreifing. Komi til innflutnings þessara afurða er vfsast að réttsýn stjóm- völd muni styðja íslenska alifugla- bændur til jafns við 'það sem gert er erlendis. Gætu íslendingar þá væntanlega bætt eggjum og kjúkl- ingum á lista niðurgreiddra land- búnaðarafurða til útflutnings. Nú heyrum við þau tíðindi að menn í Vestur-Þýskalandi hafl sýkst af innfluttum eggjum frá Hollandi. Kemur þá kannski skýr- ingin á því hvers vegna Hollending- ar vilja losna við eggin sín á lágu verði. Til þess að flrra okkur við útlendum skitupestum verður þá vænlegasta ráðið að flytja íslensk egg niðurgreidd til Hollands og kaupa síðan sömu eggin heim á góðu verði. Mikil eru undur viðskiptalífsins. Ég skora á alla viti boma menn að láta ekki ruglast í ríminu af þeirri heimsku að gerast háðir inn- flutningi á (annars flokks) niður- greiðsluvörum erlendis frá og vanrækja íslenskt atvinnulíf og átt- haga. Þann stundargróða þarf að borga síðar dýru verði. Kveð ég forsvarsmenn Neytendasamtak- anna með þeirri ósk að þeir vinni Geir G. Gunnlaugsson „Hvernig má þá vera mögulegt að fá egg keypt í Hollandi fyrir 32 krónur kílóið? Ef til vill segir það nokkra sögu að íslenski bóndinn þarf að greiða 20 krónur fyrir hvert kíló af fóðri samkvæmt verð- lagi í dag með kjarn- fóðurgjaldi. Er þá eftir að breyta fóðrinu í egg með öllu sem til þarf að kosta svo sem útungun, ungaeldi, daglegri vinnu og loks kemur til sortering, pökkun og dreifing.“ að sátt og samlyndi f því þjóðfé- lagi, sem þeir eru fæddir í, þá mun þeim vel famast. Allir verða að lifa. Höfundur er bóndi i Lundi í Kópavogi. Heimdallur mótmælir framleiðslu- stjórnun EFTIRFARANDI ályktun v'ar samþykkt á fundi stjórnar Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna i Reyiyavík, 1. febrúar siðastliðinn: Stjóm Heimdallar átelur harð- lega reglugerð landbúnaðarráð- herra um framleiðslustjómun á egg og kjúklinga. Reglugerðin jafngildir samsæri gegn neytendum og nýjum framleiðendum í greininni og undir- strikar enn hina brýnu þörf á lagasetningu gegn einokun og hringamyndun. Það er kaldhæðnislegt að nú, er 200 ár em liðin frá því að verslun var gefln ftjáls á íslandi eftir alda- langa baráttu, skuli enn sett ný höft á frjálsa markaðsstarfsemi. Stjóm Heimdallar lýsir yfír full- um stuðningi við aðgerðir neytenda- samtakanna í þessu máli og styður einnig viðleitni Hagkaupa að fá að flytja inn egg og kjúklinga erlendis frá á eðlilegu verði, margfalt lægra en því sem nú er í gildi. Ef íslensk- ur landbúnaður þrífst ekki án einokunar, haftabúskapar og mið- stýringar, em útlendingar án efa hæfari til þess að sjá þjóðinni fyrir hinu daglega brauði. Stjómin hvetur til þess að ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins beiti sér fyrir því að reglugerðin verði af- numin og lög sett sem hindra að slíkar reglur verði settar á ný. Neyt- endur em jafnframt hvattir til þess að standa að baki neytendasamtök- unum og kaupa ekki einokunarvöru á okurverði. UNA GÆDI NOTAGILDIOG FALLEGT ÚTLIT „nR EINKENNA ÍTALSKA HÖNNUN F I A T í FRAMTÍÐ VIÐ SKEIFUNA SIMAR: 688850 & 685100 GP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.