Morgunblaðið - 04.02.1988, Síða 36

Morgunblaðið - 04.02.1988, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 35 Bretland: Hjúkrunarfólk mótmælir stefnu stjórnarinnar í heilbrigðismálum Lundúnum, Reuter. MIKILL fjöldi Iij úkrunarfólks í Bretalndi lét áskorun stjórnvalda sem vind um eyru þjóta og lagði niður vinnu í sólarhring til að Hugsanleg tengsl Waldheims við nasista: Plenca áréttar að skjalið sé á skjala- söfnunum Belgrad, Reuter. JÚGOSLAVNESKI sagnfrœð- ingurinn, Dusan Plenca, ítrekaði á þriðjudag staðhœfingar sínar um að skjalið, sem sagt er að sanni tengsl Waldheims, forseta Austurríkiks, við strfðsglæpi nas- ista, væri í skjalasöfnum í Júgóslaviu, þrátt fyrir að leit vestur-þýska sagnfræðingsins Manfreds Messerschmidts hefði ekki borið árangur. Manfred Messerschmidt, sem á sæti í alþjóðlegu nefndinni sem rannsakar feril Waldheims í síðari heimsstyijöldinni, fór frá Júgó- slavíu á þriðjudag án þess að hafa fundið skjalið í skjalasöfnum í Belgrad og Zagreb. „Skjalið er að finna í skjalasöfnunum i Belgrad og Zagreb," sagði Plenca hins veg- ar í júgóslavneska sjónvarpinu á þriðjudag, og hann gagnrýndi Messerschmid fyrir að hafa ekki gefið sér nægan tíma í leitina. Hann sagði að enginn gæti rannsakað skjalasöfnin á einum eða tveimur dögum. knýja á um kauphækkanir og auknar fjárveitingar til heilsu- gæslu. Margaret Thatcher forsætisráð- herra varaði hjúkrunarfólkið við því að fara í verkfall. Sagði Thatcher að aðgerðimar jafngiltu því að skilja sjúklinga eftir hjálparlausa og með hegðun sinni stofnaði hjúk- runarfólkið lífi fólks á sjúkrastofn- unum í hættu. Þrátt fyrir viðvaranir Thatcher mætti hjúkrunarfólk snemma í gærmorgun til að standa verkfallsvörð við sjúkrahús um allt land. Starfsfólk á sjúkrahúsum í Bretlandi segist uggandi um heil- brigðiskerfið. Telur það að ef fleiri deildum og aðgerðarstofum verði lokað vegna fjárskorts geti svo far- ið að loka verði einstökum sjúkra- húsum. Gert var ráð fyrir að um 4.000 manns tækju þátt í verkfallinu. Þrátt fyrir að það sé innan við 1% af starfandi hjúkrunarfólki í Bret- landi var gert ráð fyrir að verkfallið hefði áhrif á starfsemi sjúkrahúsa um allt Bretland. \ U P t HURSES c m N V F E NURSES P* CARE Hj úkrunarfólk í stéttarfélaginu NUPE safnaðist saman fyrir Saint Mary-sjúkrahúsið í Lundúnum i gær. Reuter framan Indókína: Sihanouk hættir frið- arviðræðum Peking, Reuter. NORODOM Sihanouk fursti, sem sagði af sér sem leiðtogi skæru- liðasamsteypunnar i Kambódiu á laugardag, sagði leiðtoga kínverska kommúnistaflokksins, Zhao Ziyang, að hann ætli ekki að halda áfram friðarviðræðum við Hun Sen, forsætisráðherra Kambódiu. Hann sagðist þó vilja ræða við vietnamska stuðnings- menn þeirra. Fyrirhugað var að þriðja umferð friðarviðræðna Sihanouks og Hun Sens hæfist í apríl í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Sihan- ouk sagði hins vegar kínverska leiðtoganum að Hun Sen væri „al- gjörlega stjómað af yfírmönnum sínum í Hanoi,“ og því væri til- gangslaust að ræða við hann. í opinberri yfírlýsingu sem gefin var út eftir fund furstans og Zhao Ziyang var ekki minnst á uppsögn Sihanouks sem leiðtoga þriggja hreyfinga sem beijast gegn stjóm Kambódíu og Víetnömum. Sihan- ouk sagðist á laugardag hafa sagt af sér vegna þess að hann hefði verið sakaður um að hafa svikið samsteypu skæruliðanna í friðarvið- ræðunum við Hun Sen. ÞETTA ER DAGURINN ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ BÍÐA KOMDU Á GAMLA BÍLNUM OG FARÐU HEIM Á NÝJUM VOLVO Glœnýr Volvo fyrir gamla bílinn þinn. Þú borgar 25% út, með dndvirði bílsins og/eða peningum. Við lánum afganginn í 18-30 mánuði. ÞETTA ER DAGURINN vb~aifTi71 SKEIFUNNI 15 SÍMI 691610 ÞETTA ER STAÐURINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.