Morgunblaðið - 04.02.1988, Síða 42

Morgunblaðið - 04.02.1988, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 41 Eggert Haukdal, alþingismaður: Stj ómmálaflokkarnir bera sameig- inlega ábyrgð á vaxtaþróuninni Vaxtamunur hvergi hærri en hér á landi, sagði Steingrímur J. Sigfússon geri hina þungu vexti enn þung- bærari. Þingmaðurinn taldi mikil- vægt að halda vöxtum á hliðstæðu róli og í markaðs- og samkeppn- isríkjum okkar. Þeir eigi hinsvegar ekki að vera það lágir að þeir hvetji til vafasamra íjárfestinga eða dragi úr innlendum spamaði. Okkur hafi hinsvegar reynzt með- alvegurinn vandrataður. Tímabært sé að staldra við og endurskoða vaxtastefnuna — með hagsmuni almennings og framleiðslunnar í huga. Vaxtamál tóku lungann úr starfsdegi neðri deildar Alþing- is í gær. Eggert Haukdal (S/Sl) mælti fyrir frumvarpi sem hann flytur um lánskjör og ávöxtun sparifjár. Gangrýndi hann harð- lega vaxtaþróunina í landinu, en friimvarp hans gerir m.a. ráð fyrir að leggja niður verðtrygg- ingu samkvæmt lánskjaravisi- tölu, enda verði felld niður ákvæði VH. kafla, 34.-47. grein- ar, laga nr. 13/1979 um stjórn efnahagsmála. Ennfremur ákvæði annarrar málsgreinar 9. greinar laga um Seðlabanka íslands, nr. 36/1986. Stjórnmálaflokkarnir allir sekir Eggert Haukdal sagði lögin um verðtryggingu fjárskuldbindinga sett af vinstri stjóm Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags 1979. Síðan hafí nær allir flokkar setið í ríkisstjómum, — án þess að hreyfa við því kerfí, sem enn ræður ferð. Stjómmálaflokkarnir beri því sameiginlega ábyrgð á stöðu mála, að vísu mismikla. Það gengur ekki lengur að AIMnCI benda á vondu mennina í Seðla- bankanum, sagði þingmaðurinn. Þeir sækja vald sitt til ríkisstjórnar og Alþingis á hveijum tíma. Síðan rakti þingmaðurinn lög, er varða peninga-, banka- og vaxtamál, og hélt því fram, „að þegar full verð- trygging fjárskuldbindinga hófst árið 1982, vegna þrýstings frá Seðlabankanum — samfara al- mennum vaxtahækkunum, hafi efnahagsmálin farið úr böndum". Hann sagði: „Frá því í september 1982 til sama tíma 1983 hækkaði lánskjaravísitalan um 96%, þannig að skuldir þegnanna tvöfölduðust á einu ári.“ Ráðuneyti Steingríms Her- mannssonar tók síðan kaupgjalds- vísitöluna úr sambandi en ekki lánskjaravísitölu. „Þetta leiddi til greiðsluerfiðleika hjá íbúðareig- endum og byggjendum, síðan til verkfalla og grunnkaupshækk- ana.“ Síðan vóru vextir gefnir fíjálsir. Á síðustu 12 mánuðum hafa vextir hækkað um liðlega 113%, sagði Eggert, „gengislækk- un blasir við á ný, svo og miklar kaupkröfur". Hávaxtabremsan * haldlaus Eggert Haukdal sagði og að helzta forsenda hávaxtastefnunn- ar, að draga úr lánsfjáreftirspum, hafí brugðizt. Hávaxtabremsan hafi reynzt haldlaus. Engin sönnun hafí heldur verið færð á það að hún hafi aukið heildarspamað í landinu. Eggert sagði fmmvarp sitt miða að því að sníða helztu gallana af peningakerfínu. Lagt er til að gengistrygging sé tekin upp í stað mánaðarlegrar vísitölutengingar, og aðeins á langtíma skuldbinding- ar. Aðeins opinberar gengisbreyt- ingar verði teknar til greina, ekki smávegis gengissig. Gengisteng- ing fjárskuldbindinga dregur mjög úr viljanum til að lækka gengið. Þingmaðurinn fann og sitt hvað að bankakerfinu, sagði banka- kostnað 4-6 sinnum meiri hérlendis en erlendis. Lánskjaravísitölu verður að af- nema nú þegar, en samræma vaxtastefnu okkar þeirri, er gildir í viðskipta- og samkeppnisríkjum. „Því aðeins að vextir séu hóflegir og stöðugir er nokkur von til þess að við vinnum bug á verðbólgunni til frambúðar. Ársvextir 50-100% Árni Gunnarsson (A/Ne) sagði m.a. að hann hefði hina mestu andúð á þeirri hávaxtastefnu sem fylgt hafí verið. Háir vextir hafí átt að takmarka lánsfjáreftirspum. Það hafí hinsvegar bmgðizt. Þeir væm verðbólguhvetjandi, enda fari þeir út í verð vöm og þjónustu. Þegar það vaxtakerfí, sem nú ráði ferð, var upp tekið, var talað um verðtryggingu og 2,5-4% raun- vexti. Bankar, Qánnagnsleigur og ríkissjóður hafí hinsvegar boðið upp raunvexti. Ríkissjóður býður t.d. bréf með 8,5% raunvöxtum. Verðbréfamarkaðir starfi nánast stjómlaust, óháðir bindiskyldu, skráningarskyldu eða upplýsinga- skyldu, sem hliðstæð fyrirtæki erlendis lúti, enda vanti löggjöf um starfsemi þeirra. Ef til vill mætti lækka vaxtastigið með því að veita erlendum bönkum einhvem starfs- rétt hér á landi. Ámi sagði Seðlabankann hafa rétt til að setja þak á vexti, ákveða hæstu vexti, en nýti ekki þann Svipmynd frá Alþingi: Hvað erá dagskrá? Þessi skemmtilega svip- mynd frá Alþingi var tekin í fyrradag. Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir málin við Geir Haarde, alþingsmann, og Friðrik Sophusson, varaformann flokksins, sem snýr hnakka í ljós- myndarann. Auðséð er að alvörumál er á dag- skrá. Að baki þeirra er Þorv&ldur Garðar Kristj- ánsson, forseti samein- aðs þings. Eggert Haukdal rétt. Þingmaðurinn taldi hinsvegar að það kynni að vera í athugun, að hvetja bankann til slíks. Dráttarvextir eru 4,30% sagði þingmaðurinn. Það þýðir 50% vext- ir á ári á skattskuldir oggjaldfallna víxla og verðbréf. Ársvextir hins gráa markaðar væru helmingi hærri eða um 100%. Vaxtastigið er of hátt sagði þingmaðurinn. Það horfír þegar í óefni fyrir fólk og fyrirtæki, ekki sízt í framleiðslu- og útflutnings- greinum. Vandrataður meðalvegurinn Matthías Bjarnason (S/Vf) þakkaði Eggert Haukdal frnrn- kvæði hans að flytja sjálfstætt þingmannafrumvarp en bíða ekki eftir ríkisstjóm og sérfræðingaliði hennar. Matthías sagði vandrataðan meðalveginn, svo í vaxtamálum sem öðmm. Sú hafí verið tíðin að gjafvextir hafí ráðið ferð. Þeir hafi í senn aukið stórlega á eftir- spum eftir lánsfjármagni, jafnvel til vafasamra fjárfestinga, og brot- ið niður spamað í landinu, sam- hliða verðbólgu. Þá hafí verið gengið gróflega á rétt sparenda. Frá þessari stefnu var horfið. Þá var talað um raunvexti á bilinu 2-3,5%, sagði þingmaðurinn, en síðan hafí staðan skekkzt. Matthías sagði að háir vextir, samhliða samdráttarstefnu í físk- veiðum, bitni harðast á útflutings- greinunum. Útflutningsgreinar geti ekki velt kostnaðarauka út í verðlag á sjávarvöramörkuðum erlendis. Samdrátturinn í veiðum Allar frumvarpsgrein ar óþarfar - utan ein Steingrímur J. Sigfússon (Abl/Ne) sagði allar framvarps- greinar í framvarpi Eggerts Haukdals óþarfar — utan eina, það er greinin um að leggja niður láns- kjaravísitölu. Hinar greinamar hafí þegar lagagildi — í lögum um Seðlabanka Islands. Þannig væra efnisatriði tveggja fyrstu frum- varpsgreinanna í 9. grein laga um Seðlabankann. Þakkarvert væri hinsvegar og meira en tímabært að taka vaxtamálin til umræðu á Alþingi. Rangt væri og að draga alla stjórnmálaflokka til ábyrgðar fyrir vaxtaöngþveitið. Það eigi fyrst og fremst rætur í pólitískum ákvörð- unum síðsumars 1984 þegar Steingrímur Hermannsson,' form- aður Framsóknarflokksins, hafí leitt ríkisstjóm. Það komi því úr hörðustu átt þegar þessi fyrrver- andi forsætisráðherra og núver- andi utanríkisráðherra tali um peningamarkaðinn sem ófreskju, sem hann botni ekkert í, hafandi setið í báðum þeim ríkisstjómum, er beri pólitíska ábyrgð á efna- hagsþróuninni frá 1984. Eymingjalegt sé líka þegar þessi sami fyrrverandi forsætisráðherra hengi alla sök á Seðlabanka. Ríkis- stjóm og þingmeirihluti hennar hafa húsbóndavald yfír Seðlabank- anum. Flutningsmaður þessa framvarps var og stuðningsmaður beggja þei. -a ríkisstjóma, sem mesta ábyrgð bera á vaxtaþóun- inni frá 1984. Það er með ólíkinum að Steingrímur Hermannsson tali eins og hann gerir um ófreskju pen- ingamarkaðarins, eftir að hafa setið í tveimur síðustu ríkisstjóm- um og leitt raunar aðra. Og í ríkisstjóminni situr hann enn og getur ekki annað. SÍS segir honum að sitja þar. Vaxtamunur, munur inn- og útlánsvaxta, er hér mun hærri en ég þekki til erlendis, sagði þing- maðurinn. Þrátt fyrir háa útláns- vexti, sem er tiiefni þessarar umræðu, rýmaði sá spamaður al- mennings, sem geymdur var í bankakerfínu á bankabókum og bankareikningum um einn til tvo milljarð á síðasta liðnu ári, vegna þess að vextir vóra neikvæðir. Ef einhversstaðar er óarðbær rekstur í þjóðfélaginu, sagði þingmaðurinn einnig, þá er hann í bankakerfinu. Kynferðisafbrot gagnvart börnum; 40 kynferðisafbrot kærð til RLR1987 Fjörutíu kynferðisafbrot vóru kærð til Rannsóknarlögreglu ríkisins árið 1987, að því er kom fram í svari Jóns Sigurðssonar, dómsmálaráðherra, við fyrir- spurn Salome Þorkelsdóttur (S/Rn) um kynferðisafbrot gagn- vart börnum. í svari ráðherra kom fram að á tímabilinu 1. desember 1984 til jafnlengdar 1987 kom engin kæra um kynferðisafbrot gagnvart böm- um fram í eftirtöldum umdæmum: A-Skaftafellssýslu, Norður-Múla- sýslu, Keflavíkurflugvelli, Neskaup- stað, Þingeyjarsýslu, Borgarfjarð- arsýslu, Ámessýslu, Dalasýslu, Snæfellssýslu, Bolungarvík. Eitt mál kom til meðferðar í ísa- fjarðarsýslu, eitt í Húnavatnssýslu, eitt í Rangárvallasýslu, eitt í Strandasýslu, fimm í Kópavogi, tvö í Siglufírði (á sama mann), eitt í V-Skaftafellssýslu og eitt í Keflavík. Á árinu 1987 vóra 40 kynferðis- afbrotamál kærð til Rannsóknar- lögreglu ríkisins, flest skírlífisbrot, en einnig flokkuð sem nauðgun, áreitni, ósiðlegt athæfí, afbrigðileg hegðun o.fl. Sumar þessara kæra era úr umdæmum utan höfuðborg- arsvæðisins og jafnframt skráðar þar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.