Morgunblaðið - 04.02.1988, Side 49

Morgunblaðið - 04.02.1988, Side 49
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki: Islenska steinullin á vaxandi sölumögnleika í Færeyjum Sauðárkróki. FYRIR skömmu kom hingað til lands fjörutíu og tveggja manna hópur færeyskra verkfræðinga, arkitekta og byggingavörusala til þess að kynna sér íslenskan bygg- ingariðnað og byggingaraðferðir. Hópurinn heimsótti Bygginga- vöruverslun Kópavogs, BYKO, þann dag og þáði einnig boð Landssam- bands iðnaðarmanna, þar sem aðilar frá Rannsóknarstofnun iðnaðarins og fleiri fræddu þá um íslenskan byggingariðnað og íslenskar bygg- ingaraðferðir. Síðan var haldið til Sauðárkróks og Steinullarverksmiðj- an skoðuð. Gengu gestimir um verksmiðjuna og skoðuðu hana undir leiðsögn Þórðar Hilmarssonar fram- kvæmdastjóra, sem skýrði fram- leiðsluferlið, frá fyrsta stigi til hins síðasta. Þá gafst komumönnum tækifæri til þess að kynnast hinum ýmsu eiginleikum steinullarinnar sem einangrunar, og vakti tvímæla- laust mesta athygli þeirra hversu hita og eldþolin steinullin er. Eftir þessa kynnisferð flugu gestimir til Akureyrar. Að sögn Þórðar Hilmarssonar tókst þessi heimsókn, sem var að hluta til á vegum Steinullarverk- smiðjunnar og að hluta á vegum hinna færeysku byggingaraðila sjálfra, hið besta, og lýstu gestimir mikilli ánægju með hana. Umboðs- maður Steinullarverksmiðjunnar í Færeyjum er Peter Nolsö og var hann með í förinni. Lýsti hann því að íslenska steinullin hefði nú um 50% af markaðinum í Færeyjum og eftirspum væri mjög vaxandi. Þess má geta að Peter Nolsö er einnig umboðsmaður Sæplasts hf. á Dalvík og fleiri íslenskra fyrirtækja. - BB Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Þórður Hilmarsson skýrir eldþol steinullar fyrir færeyskum bygging- armönnum. Burt Reynolds fer með hlutverk Malone leyniþjónustumanns. Laugarásbíó: Sýnir mynd með Burt Reynolds í aðalhlutverki LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á mynd um leyniþjónustu- manninn Malone. Með helstu hlutverk fara Burt Reynolds, Kenneth McMillan og Cliff Ro- bertsson. Leikstjóri myndarinnar er Harley Cokliss. Myndin Qallar um leyniþjónustu- manninn Malone (Burt Reynolds) sem hefur misst áhugann á að gegna þeim störfum sem honum hafa verið falin og ákveður að stinga af. En honum er sagt af samstarfsmönnum sínum að enginn fái nokkru sinni að hætta og hverfa í burtu með þá vitneskju sem hann hafi. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Baader flökunarvél Til sölu Baaderflökunarvél 188, Baader haus- ari 421 og Baader roðflettivél 47. Upplýsingar í símum 92-14462 og 92-13883. Toyota Liteace ’88 bensín til sölu. Ljósbrún sendibifreið með gluggum. Ný og ónotuð. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. febrúar merkt: „T - 6615". Fatalager Til sölu mjög góður fatalager. Húsnæði og leigusamningur við Laugaveg getur fylgt með. Góðir greiðsluskilmálar ef samið er strax. Upplýsingar í síma 673404 eftir kl. 19.00. Byggingameistari -fyrirtæki Til sölu er lóð með sökklum undir þriggja hæða verslunar- og skrifstofuhúsnæði, grunnfl. er ca 550-600 fm. Teikn. fylgja. Þeir, sem hafa áhuga, leggi nafn og síma- númer inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir hádegi á laugardag, merkt: „B - 6617". Ath. Haft verður samband við viðkomandi aðila. Sjúkraliðar Almennur félagsfundur SLFI verður haldinn í kvöld, fimmtudaginn 4. febrúar, á Grettis- götu 89, 4. hæð kl. 20.30. Stjórnin. Arnfirðingar Sólarkaffi Arnfirðinga verður haldið föstu- daginn 5. febrúar nk. í Domus Medica og hefst kl. 20.00. Miðasala og borðapantanir frá kl. 16-19 sama dag og við innganginn. Nefndin. Útivistarfólk - skotveiðimenn Hver á fljúgandi fugl, berin eða heiðarvatnið? Skotreyn boðar til fundar í menningarmið- stöðinni Gerðubergi laugardaginn 6. febrúar nk. kl. 14.00. Yfirskrift fundarins er veiðiréttur, staða og skyldur skotveiðimanna. Fulltrúar allra þing- flokka verða með framsögu. Pallborðsum- ræður. Allir velkomnir. Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis. | húsnæöi l boöi \ Til leigu verslunarhúsnæði í Breiðholti 100 fm verslunarhúsnæði í Breiðholti til leigu nú þegar. Möguleikar eru á að skipta hús- næðinu í tvær einingar. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. febr. merkt: „V - 2600“ með upplýsingum um fyrirhugaða starfsemi. Skrifstofuhúsnæði Höfum til leigu 275 fm. skrifstofuhúsnæði með sérinngangi. Góð bílastæði. Laust strax. Upplýsingar gefur Guðni Jónsson í síma 46600 á daginn og síma 689221 á kvöldin. Til leigu nýtt 550 fm verslunar- (og iðnaðar-) hús- næði á jarðhæð við Bíldshöfða. Laust strax. Góð malbikuð bílastæði. Upplýsingar í símum 686699 og 686810. Útboð Óskum eftir tilboðum í frárennslis-, vatns- og hitalagnir í Frostafold 18-20. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hagvirkis hf., Skútu- hrauni 2, Hafnarfirði frá og með fimmtudeg- inum 4. febrúar 1988 gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 12. febrúar kl. 11.00 f.h. I I HAGVBKI HF SÍMI 53999 Tilboð Óskað er eftir tilboði í að mála fjölbýlishús að utan. Eignin er á Einigrund, Akranesi. Tilboð sendist í pósthólf 170, 300 Akranesi, merkt: „Málning" fyrir 20. febrúar 1988 í lokuðu umslagi. Frekari upplýsingar fást í síma 93-13220 á kvöldin og um helgar. Hússtjórn. Styrkurtil háskólanáms á Italíu ítölsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa ís lendingum til náms á Itálíu á háskólaárinu 1988-89. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eða rannsókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða náms við listahá- skóla. Styrkfjárhæðin nemur 600.000 lírum á mánuði. Umsóknum, ásamt tilskildum fylgiskjölum, skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 25. febrúar nk. á sérstökum eyðublöðum, sem þar fást. Menntamálaráðuneytið, 1. febrúar 1988.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.