Morgunblaðið - 04.02.1988, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 04.02.1988, Qupperneq 57
57 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 stiku og alltaf voru línumar í tvéimur litum. Nákvæmnin var ótrúleg og get ég ekki ímyndað mér að nokkur píanókennari í dag myndi nenna að leggja svona mikla rækt við stílabækumar. Sá bunki sem ég á af stílabókum frá Ragn- ari kallar fram ótrúlegustu minn- ingar og er á við besta skemmtiat- riði. í lok hvers spilatíma kvaddi Ragnar alltaf með handabandi, klæddi okkur í yfirhöfnina (nema í anorakk) og bað fyrir góða kveðju heim. Mér þótti hann alltaf eins og ekta séntilmenni, en þeir eru víst fáir nú á dögum. Alltaf var hann fínn í tauinu, ég man aldrei eftir að hafa séð hann öðruvísi en I jakka- fötum þau 20 ár sem leiðir okkar lágu saman — utan þau skipti er hann snaraði sér úr jakkanum og stóð við uppþvottinn. Úti á götu mátti þekkja Ragnar á iöngu færi. Hann gekk hægum skrefum, tein- réttur, í íslandsúlpu, jakkafötum og skóhlífum, og með þessa líka eldgömlu skólatösku sér við hlið. Tangagata 29 hafði alltaf sitt aðdráttarafl. Utan spilatíma mátt- um við æfa þar eins mikið og við vildum og aldrei minnist ég þess að hafa heyrt Björgu, sem býr þar í húsinu, kvarta einu orði. Tónlistar- skólinn leigði þetta herbergi, þama inni í íbúðinni hjá konunni, og þótt veggimir væru þunnir — gáfu meira að segja eftir þegar potað var í þá — var hvergi betra að æfa sig. Enn hefur mér ekki tekist að fínna þann stað í heiminum þar sem meira næði fæst til píanóæfínga, það er eins og Jón gamla Sigurðs vanti á veggina eða einfaldlega þann kraft sem alltaf lá í loftinu á þeim stöðum sem Ragnar fór um. Það var ekki nóg með að spila- tímamir hjá Ragnari væru langir heldur var hann alltaf reiðubúinn að kenna utan venjulegs skólatíma. Á sumrin bauð hann okkur spila- tíma, eins oft á viku og við vildum, og tók hann aldrei krónu fyrir. Hann vildi helst að nemendur sínir, sem á annað borð ætluðu að leggja tónlist fyrir sig, æfðu sig í ellefu mánuði á ári og slepptu sumarvinnu af öllu tagi. Honum leist ekkert á blikuna er hann mætti mér eitt sinn úti á götu, akandi hjólbörum fullum af gijóti. Hann andvarpaði og sagði alvarlegur í bragði: „Nú gætirðu verið búin að æfa þig í sex tíma í dag, værirðu ekki í vinnu.“ Ragnar lagði mikið upp úr því að nemendur skólans kæmu sem oftast fram og léku fyrir aðra. Yngri nemendumir mættu á hveij- um sunnudegi á samæfíngu, en þeir eldri hálfsmánaðarlega. Und- antekningarlaust áttu píanónem- endur Ragnars að mæta jafnfram í Smiðjugötuna á laugardögum og æfa fyrir samæfíngu daginn eftir. Auk samæfínganna voru jóla-, miðsvetrar- og vorhljómleikar (sök- um fjölmennis þrennir í hvert sinn) auk annarra nemendahljómleika. Þá hafa jafnan ótal tónlistarmenn sótt ísafjörð heim og sveikst maður ekki undan að mæta á tónleika af öllu tagi. Á ísafírði fékk maður betri þverskurðarmynd af tónleika- haldi en víðast hvar annars staðar þar sem úrvalið af t.d. píanótónleik- um er svo mikið að tími vinnst varla til að sækja annars konar tónleika. Vorhljómleikamir í Alþýðuhúsinu þótti okkur krökkunum merkileg- astir og voru þá stelpumar gjaman í nýsaumuðum kjólum, með slöngu- lokka í hári (þær sem á annað borð höfðu hár). Eg sé Ragnar fyrir mér að tjaldabaki í Alþýðuhúsinu þar sem hann sat og merkti með rauðu bleki við hvem nemanda — í efnis- skrá prentaða í prentsmiðju. Alltaf var hann á sínum stað og alltaf jafn ómissandi. Á menntaskólaár- unum, þegar sviðsskrekkurinn fór að segja verulega til sín, stappaði Ragnar í okkur stálinu — þar sem við stóðum og skulfum á beinunum — og söng brosandi byijun lagsins svo við gleymdum síður upphafstón- unum. Að eldskíminni lokinni vorum við föðmuð og kysst — öllu heldur kramin og kreist — og ef klapp áheyrendanna reyndist í skárra lagi þá bókstaflega henti hann okkur, nauðugum viljugum, aftur inn á sviðið. Fannst mér alltaf vanta mikinn stuðning, að hafa engan Ragnar baksviðs, þegar ég spilaði einhvers staðar utan tónlist- arskólans. En þótt ég hafí verið sannfærð um að Ragnar væri sá besti kenn- ari sem völ væri á, þá kom nú samt að því að okkur þótti mál til komið að ég leitaði eitthvert annað. Þá hafði ég verið í skólanum hans í 15 ár og það er nú einu sinni svo, að hversu góðir sem kennarar em, þá hafa þeir allir sínar takmarkanir — það má alltaf læra eitthvað nýtt hjá nýjum kennara. Ragnar lagði á það ríka áherslu að nemendur sínir færu í framhaldsnám í Reykjavík og sérstaklega erlendis, því við það myndi sjóndeildarhringurinn víkka til muna. Sjálfur bjó hann í 24 ár í Kanada og Bandaríkjunum (jafn- mörg ár og skilja hjónin að ) og var sú lífsreynsla honum mikils virði. En erlendis fínnast ekki skól- ar eins og sá sem Ragnar stjómaði og eru mestu viðbrigðin að vera naumt skammtaður tími. Hugsjóna- menn eins og Ragnar, sem hafa endalausa ást á viðfangsefninu, gefa endalausan tíma og slíkt er auðvitað ómetanlegt. Ragnar hafði ekki eingöngu áhrif á námsval mitt og þar með líf mitt, hann hafði mannbætandi áhrif á alla þá sem voru svo lánsamir að kynnast per- sónu hans. Ég er þakklát Ragnari fyrir að hafa gert mig að vini sínum og fyrir að leiða mig inn í heim tónlistarinnar — fyrir að benda mér á þann vin sem hljóðfærið er. Sé ég í leiðu skapi nægir að setjast við píanóið, hlýða á góða tónleika eða hljómplötu, og upp stend ég sem ný og betri manneskja. Hvemig á að vera hægt að láta sér leiðast yfír tónlist sem hefur það hlutverk að vera uppspretta gleðinnar, mönnum til lífsfyllingar og sálu- hjálpar? Eins og áður sagði hefur það alltaf verið hluti af daglegu lífí Ragnars og Siggu að taka á móti gestum. Ég geng um hús þeirra rétt eins og ég eigi þar heima og er ég ekki sú eina sem er þar heima- gangur. Þótt ég flytti frá ísafírði slitnuðu ekki tengslin við Ragnar, við héldum bréfasambandi og auk þess notaði ég hvert tækifæri til að koma í heimsókn í Smiðjugöt- una. Alltaf var manni tekið með kostum og kynjum og ævinlega var eitt það fyrsta sem Ragnar gerði, að þreifa á köldum fíngmm mínum og senda mig upp til að „fylla vask- inn af heitu vatni og bleyta hendumar vel upp fyrir olnboga“. Því næst spurði hann: „Viltu byija á því að leika fyrir okkur eða viltu fyrst fá kökubita?" Þótt heilsu Ragnars hafí hrakað nú síðustu árin var hann andlega hress, elsk- aði tónlistina sem fyrr, spjallaði við gesti, kenndi og las bækur. (Sjón- varp horfði hann næstum aldrei á, enda var elckert slíkt tæki til a heimilinu.) í síðasta sinn sem við Ragnar hittumst tók hann um hend- ur mínar, horfði alvarlegur í augu mín og sagði: „Björk mín, lestu Pablo Casals, Neuhaus og Njálu.“ Það má með sanni segja að margt líkt hafí veri með þessum tveimur höfðingjum, Ragnari og Casals — þeim mikla sellósnillingi og húman- ista, en hannlést fyrir allmörgum árum 96 ára að aldri. Þótt Tónlistarskóli ísaQarðar hafi breyst —' náttborðið hans Ragnars er ekki lengur skrifborð skólastjóra — þá starfar skólinn enn í anda Ragnars H. Ragnar. Sigga yngri er tekin við og Sigga eldri er aldrei langt undan. Rejmdar sagði Ragnar oft í ræðum sínum: „Ég er bara skólastjórí upp á punt, hún Sigga konan mín sér um þetta allt sarnan." í einni ræðunni skor- aði Ragnar á kvenfólk að sjá til þess að Tónlistarskóli ísafjarðar eignaðist þak yfír höfuðið. Hann bar mikla virðingu fyrir konum og treysti þeim best til að stjóma heim- inum. Ekki lifði Ragnar það að sjá tónlistarskólabygginguna rísa, en í virðingarskyni við hans störf mætti sú bygging alveg fara að láta á sér kræla. Við það að missa Ragnar, fínnst mér ég hafa misst góðan uppal- anda. Meira er þó missir þinn, elsku Sigga og ykkar allra í fjölskyld- unni. Ég sendi ykkur kæra kveðju Að minnsta kosti 300 böm voru handtekin af öryggissveitum ríkisins í Norður-írak síðla árs 1985. Þau voru að því er virðist tekin í hefndarskyni við pólitíska starfserhi foreldra þeirra eða ætt- menna. Á árinu 1986 bárust fréttir af misþyrmingum þessara 300 bama, og í janúar 1987 var líkum 29 ungmenna á aldrinum 17 til 23 ára skilað til fjölskyldna sinna. Fjölskyldunum var gert að greiða tiltekna §árhæð fyrir hvert lík. Handtökumar áttu sér stað í Sulaimanija í Norður-írak frá því seint í september og fram til miðs októbers 1985. Sumum bamanna var greinilega haldið í gíslingu vegna ættingja sem gerst höfðu liðhlaupar úr hemum eða gengið í lið með kúrdísku andspymu- hreyfíngunni Pesj Merga. Onnur voru handtekin í því skyni að toga út úr þeim upplýsingar um athafn- ir Pesj Merga og samheija hreyfingarinnar í borginni, sem sumir kunna að hafa verið ætt- ingjar bamanna. I fyrstu voru bömin í haldi í borginni, og hugsanlegt er að ein- hveijum þeirra hafí verið sleppt síðar, en flest vom þau sennilega flutt í fangelsi í Kirkuk. Ung- mennin sem líflátin vom höfðu greinilega verið flutt til höfuð- stöðva öryggislögreglunnar í Bagdad fyrir aftökuna, og sam- kvæmt upplýsingum fanga, sem losnaði úr haldi hjá öryggislög- reglunni, vom hin líflátnu ungmenni pynduð meðan þau vom þar í haldi, ofurseld barsmíð- um, svipuhöggum, kynferðislegu ofbeldi og raflostum. Þijú þeirra vom flutt á spítala eftir pynding- amar og síðan lokuð inni í klefum sínum. Eitt þeirra dó í klefanum. Líkin sem send vom til fjölskyldna þeirra bám merki um pyndingar, og nokkur vom augnalaus. Amnesty Intemational hefur skrá yfír nöfn þeirra 29 ung- menna sem líflátin vom án dóms og laga, en sumar fregnir herma að mörg fleiri hafí verið tekin af lífí með leynd. í september 1987 staðfestu stjómvöld í írak líflát 7 þeirra 29 ungmenna sem um ræð- ir og sökuðu þau um „glæpsam- lega niðurrifsstarfsemi með skotvopnum og sprengjum". Þessi sjö ungmenni vom eldri en 18 ára og talin fullveðja samkvæmt landslögum. Stjómvöld í írak neita vitneskju um hin ungmenn- in, en meðal þeirra em tveir 17 ára piltar, Dara Hussain Hassan og Dlir Mahmud. Amnesty Intemational heldur áfram að skora á stjómvöld í írak að vemda þau ungmenni sem eft- ir em í haldi og láta laus böm og unglinga sem handtekin hafa verið fyrir pólitískar athafnir for- eldranna: Áskorunum skal beint til: President Saddam Hussain, Bagh- dad, IRAQ. (Fréttatilkynninfj) héðan frá Freiburg og vona að sá skuggi sem hvíldi yfír aðfangadegi hverfí með hækkandi sól. Það er skrýtið að eiga aldrei eftir að sjá Ragnar H. Ragnar aftur, en í minn- ingunni verður mynd hans ávallt skýr. Björk Sig. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Öll heimilistækin í glæsilegu mjúku línunni Einar Farestveit&Co.hf. ■OWURfUN M, SÍMAR: (S1) IStSft OO «22*00 - NSO ftlUSTSM KARAKTER v/Bankastræti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.