Morgunblaðið - 02.10.1988, Side 63

Morgunblaðið - 02.10.1988, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÓLYMPÍULEIKARNIR <$#§& í SEOUL ’88 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988 63 BOÐHLAUP Sovétríkin og Bandaríkin skiptu með sér verðlaunum Florence Griffith Joyner vann þriðju gullverðlaun sín á leikunum SOVÉTRÍKIN og Bandaríkin skiptu með sér verðlaunum í boðhlaupunum á Ólympíuleik- unum í gær. Sovéska kvenna- sveitin setti nýtt heimsmet í 4x400 metra boðhlaupi og bandaríska karlasveitin jafnaði heimsmetið í 4x400 metra boð- hlaupi. Evelyn Ashford átti frá- bæran endasprett í 4x100 metra boðhlaupi kvenna og tryggði bandarískan sigur. Sov- étmenn sigruðu í 4x100 metra boðhlaupi karla. Sovéska kvennasveitin bætti heimsmetið í 4x400 metra boð- hlaupi, sem austur-þýska sveitin setti 1984, um 0,64 sekúndur. Bandaríska sveitin, sem hafnaði í öðru sæti, hljóp einnig undir gamla heimsmetinu. í sovésku sveitinni voru þæn Tatyana Ledovskaia, Olga Nazarova, Maria Pinigina og Olga Bryzgina. Bandaríkjamenn jöfnuðu heims- metið í 4x400 er þeir komu í mark á 2:56.16 mínútum, eða sama tíma og í Mexíkó 1968. Bandarísku stúlkumar reyndust strkastar í 4x100 metra boðhlaupi. Evelyn Ashford átti frábæran enda- sprett. Hún tók við keflinu af Flor- ence Griffíth í þriðja sæti og vann það upp og skaust framúr austur- þýsku stúlkunni Marlies Göhr á síðustu metrunum. Bandaríska sveitin kom í mark á 41,98 sek eða 0,12 sek á undan þeirri austur- þýsku. Sovétmenn unnu nokkuð örugg- lega í 4x100 metra boðhlaupi karla. Bretar urðu í örðu sæti og Frakkar í þriðja. Bandaríkjamenn sem hafa verið nær ósigrandi í þessari grein TENNIS Enn sigrar Steffi Graf STEFFI Graf hefur nú tekist nokkuð sem engri annari tenn- iskonu hefurtekist áður. Hún hefur sigrað „slemmuna," þ.e. fjögur stærstu mót ársins og einnig á Ólympíuleikunum. Hún sigraði Gabrielu Sabatini í gær 6:3 og 6:3. Eg efast um að margir nái að leika þetta eftir," sagði Steffi Graf eftir sigurinn. „Það kemur mér bara á óvart að mér skuli hafa tekist þetta," sagði Graf og brosti gegnum tárin. Bandaríkjamennimir Ken Flach og Robert Seguso sigraðu Spán- veijana Emilo Sanches og Sergio Casal í tvíliðaleik karla, 6:3, 6:4, 6:7, 6:7 og 9:7. í tvfliðaleik kvenna sigraðu Pam Shriver og Zina Garrison. Reuter Evelyn Ashford tryggði Bandaríkjunum sigur með frábærum endaspretti í 4x100 metra boðhlaupi kvenna. voru dæmdir úr leik í undanrásum vegna ólöglegrar skiptingar. Bandaríska hlaupadrottningin, Florence Griffith Joyner, vann sín þriðju gullverðlaun í gær. Hún var ekki langt frá því að vinna fjórða gullið í 4x400 þar sem bandaríska sveitin hafnaði í öðra sæti, 0,33 sek., á eftir sovésku stúlkunum. HERRAKVÖLD FÁKS verður í félagsheimilinu föstudagskvöld- ið 7. október næstkomandi og hefst kl. 20.00 með borðhaldi. Dagskrá: Kvöldverður, hlaðborð með villibráðarívafi. Ræðumaður kvöldsins verður Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Gamanmál, söngur, happdrætti, góðir vinningar, málverkauppboð og fleira. Fáksfélagar, pússið nú rykið af félags- andanum og mætið allir og takið með ykkur gesti og svo konurnar um miðnættið. Fjáröflunarnefnd karla. Baðhúsið við Bláa lónið auglýsir Frá og með 1 /10 er opið mánudaga til föstudaga frá kl. 14.00 til 21.00, laugardaga og sunnudaga frá kl. 10.00 til 21.00. Verið velkomin. BaðhúsiðviðBláaW. OTRULEGT - SKÓLAFÓLK - FYRIRTÆKI - STOFNANIR - EINSTAKLINGAR - HEIMILI_^ ^888* I I i • rn'iHVíJtfi 12 gerðir og verðflokkar af AMSTRAD OG PC-tölvum á tilboði sem ekki er hægt að hafna. DÆMI 1: AMSTRAD PC 1512/20MB harður diskur 14“ sv.hv.^ skjár. Fjöldi fylgihluta og forrita t.d. MLIS, GEM, RITV.ÁÆTLG., LEIKIR O.FL. O.FL. Stór ísl. handbók og 30% afsl. á 12 tíma PC-nám- skeiði hjá Tölvufræðslunni. 0KTÓBERTILB0Ð 104.900,- 79.800,- DÆMI 2: AMSTRAD PC 1640/20 MB harður diskur 14“ sv.hv. hágæða skjár. Innbyggt EGA, HERCULES OG CGA kort, fjöldi fylgi- hluta og forrita. Stór fsl. handbók og 30% afsláttur á 12 tíma nám- skeiði hjá Tölvufræðslunni. OKTÓBERTILBOÐ )2f.800,- 99.800,- ÓDÝRASTA AMSTRAD PC: 1 drif 14" skjár aðeins 49.8ðOr DÆMI 3: AMSTRAD PPC 512 ferðatölva/1 drif, 10“ skjár, AT- iyklaborð, 5,4 kg. 0KTÓBERTILB0Ð: 59.900,- 49.900,- Kynntu þér AMSTRAD - Þaö er ekki að ástæðu- lausu að AMSTRAD PC-tölvur eru mest seldu tölvur í Evrópu í ár. Ástæðurnar eru meðal annars: Fullkomlega IBM samhæfðar + ríkulega útbúnar af fylgihlutum og for- ritum + ótrúlega lágt verð= Lang bestu tölvukaupin. GREIÐSLUKJÖR VIÐ ALLRA HÆFI/ BSLÍJ RAÐGREIÐSLUR Allt verð miðuð við gengi 30. september og staögreiöslu. TÖLVULHND - B BRnCA1 LAUGAVEG1116-118 V/HLEMM S. 621122 4 Ford Bronco - 30 Fiat Uno Dregiö 7. októker. Heildarverömœti vinninga ló,5 milljón. fr/tt/r/mark

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.