Morgunblaðið - 15.11.1988, Page 26

Morgunblaðið - 15.11.1988, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 Giæsileg herraföt Vörumerkidtryggir gæði og bestu snið Macondeverksmiðjurnar eru meðal stærstu karlmannafataverksmiðja í Evrópu og stærstar í Portúgal. Við bjóðum lægsta Evrópu-markaðsverð. Karlmannaföt kr. 3.995,- til kr. 9.900,- Jakkar kr. 4.995,- Terelynefrakkar kuldafóðraðir kr. 4.760,- Úlpur kr. 2.240,- og 3.400,- Terelynebuxur kr. 1.195,- 1.595,- 1.695,- 1.795,- og 1.995,- Skyrtur nýkomnar, mikið úrval. AndréSy Skólavörðustíg 22, sími 18250. maconde formen HAOE M RpRTUGAL Pantið jólagjaf irnar núna Þú þarft ekki aðfara til London. Verslið fyrir farseðilinn (sambærilegtverð). Full búð af vörum Opið frá kl. 9-6, laugardag kl. 10-12. pöntunarlistinn, Hólshrauni 2, Hafnarfirði. Sími52866. naust Kosningar í Pakistan: Bhutto kveðst viss um sigur Lahore. Reuter. BENAZIR Bhutto, leiðtogi Þjóð- arflokksins í Pakistan, kvaðst í gær vera viss um að sigra í þing- kosningunum á morgun, mið- vikudag, en taldi þó ólíklegt, að hún ynni stórsigur. Svo væri hæstarétti landsins um að kenna. . A fréttamannafundi í gær sagði Bhutto, að sú ákvörðun hæstarétt- ar að skylda kjósendur aftur til að sýna persónuskilríki á kjörstað gæti að vísu „komið í veg fyrir yfirburðasigur en ekki sigur“. Talsmenn Þjóðarflokksins segja, að margir stuðningsmenn hans, einkum konur, eigi engin persónu- skilríki og því sé í raun verið að svipta suma kosningarétti. Ríkis- stjómin heldur því aftur fram, að nauðsynlegt sé að kjósendur sýni persónuskilríki til að koma megi í veg fyrir kosningasvindl. Bhutto, sem vonast til að verða fyrsta konan, sem stýrir múham- eðskri þjóð, hélt útifund í Lahore í fyrradag og sóttu hann 30.000 manns, miklu færri en aðra fundi hennar hingað til. Helsti andstæð- ingur Þjóðarflokksins í kosningun- um á morgun er íslamska lýðræð- isbandalagið. Reuter Hæstiréttur Pakistans hefur ákvéðið, að allir verði að sýna persónu- skilríki á kjörstað og hefur sú ákvörðun valdið miklum önnum hjá hinu opinbera. Myndin var tekin sl. sunnudag þegar fólk og aðal- lega konur beið þúsundum saman eftir skilríki. Óháð samtök í Ungveijalandi: Stefiit að úrsögn úr Varsj árban dalaginu Búdapest, Reuter. ÓHÁÐ stjómmálasamtök vom stofiiuð í Ungverjalandi á sunnu- dag og vom stofiiendurnir rúm- lega 900 talsins. Meðal helstu baráttumála þeirra verður að berjast fyrir vestrænu Iýðræði og úrsögn Ungveija úr Varsjár- Bandaríkin: Thatcher kveður Reagan London. Reuter. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, kemur tíl Washington (dag í opinbera heim- sókn. I kvöldverðarboði á mið- vikudagskvöld kveður hún fráfar- andi forseta Bandaríkjanna, Ron- ald Reagan. Forsætisráðherrann, sem dvelur í Washington í tvo sólarhringa, ræðir einnig við ný- kjörinn forseta Bandarikjanna, George Bush. Forseta- og stjórn- arskiptí verða f Bandaríkjunum 20. janúar nk. Talið er víst að í heimsókn sinni reyni Thatcher enn frekar að styrkja stjómmálatengsl þjóðanna sem hafa reyndar verið með miklum ágætum frá því Reagan tók við forsetaemb- ættinu í janúar 1980. í síðustu viku sagðist Thatcher styðja George Bush heils hugar. „Framtíðin gefur fyrirheit um náin tengsl þjóðanna eins og þau hafa verið fram að þessu,“ sagði Thatcher við sama tækifæri. Á fimmtudag ræðir Thatcher við George Bush. „Þau þekkja til sjónar- miða hvort annars en hún hefur áhuga á að sjá hvemig forsetaemb- ættið og framtíðin horfír við Bush,“ sagði fylgdarmaður Margaretar Thatcher. „Samskipti stórveldanna verða ofarlega á blaði í viðræðum þeirra," sagði fylgdarmaðurinn og bætti við: „Hún mun reyna að sjá til þess að ástandið í Miðausturlönd- um skipi mikilvægan sess í viðræðum þeirra um alþjóðamál." bandalaginu. Talsmenn nýju samtakanna, sem eru runnin upp úr lauslegu banda- lagi ýmissa óháðra hópa, sögðu, að þeir vildu sjá róttækar breytingar og hlutlaust Ungveijaland, ekki bara „umræður um umbætur". „Við ætlum að halda áfram bar- áttunni fyrir borgaralegum og pólitískum réttindum, sem við eig- um raunar að hafa samkvæmt stjómarskránni," sagði í yfirlýsingu frá samtökunum. Þar sagði einnig, að félagar samtakanna vildu fara að dæmi Imre Nagy, forsætisráð- herra, sem hefði tilkynnt úrsögn Ungveija úr Varsjárbandalaginu á dögum uppreisnarinnar árið 1956. Nagy var líflátinn 1958. I næsta mánuði tekur ungverska þingið fyrir tillögu um að leyfa fólki að stofna stjómmálaflokka og er í henni gert ráð fyrir, að þeim verði leyft að bjóða fram árið 1990. Hergagnaútflutningur Svía: Ný tegund dísilkaf- báta markar tímamót Málmey. Reuter. SÆNSKAR hergagnaverksmiðjur hafa mátt þola ýmsar kárínur að undanfornu; mútuhneyksli vegna risasamnings Bofors-verk- smiðjanna við Indveija og niðurskurð á framlögum tíl sænskra landvarna. Ekki virðist þó öll von útí hjá vopnaframleiðendunum. Kockums-skipasmíðastöðin sænska, sem er í ríkiseigu, gerði m.a. á síðasta ári samning um sölu kafbáta tíl Ástralíu að andvirði 200 milljóna Bandaríkjadala (9.200 milljóna ísl.kr.). í kafbátunum eru svonefiidar Stirling-dísUvélar af nýrri gerð sem gerir það ónauðsynlegt að fara upp á yfirborðið tíl að hlaða rafgeyma bátsins. Er talið að þar með verði jafii erfitt fyrir óvinaríki að fylgjast með ferðum bátanna og nýtísku kjamorkukafbáta. „Stirling-vélin er stærsta skref sem stigið hefur verið fram á við í kafbátatækni síðan kjamorkuk- afbátar komu fram á sjónarsviðið snemma á sjötta áratugnum," segir Paul Paulsson, stjómar- formaður Kockums. Hann telur að vélamar verði einkum keyptar af ríkjum sem ekki hafi efni á kjamorkukafbátum. Paul Beaver, ritstjóri hjá Jane’s Defence Data, breskri stofnun er gefur út rit um hernaðartækni, segir að heppnist smíði Stirling-vélarinnar muni Kockums-stöðin komast nokkur ár fram úr keppinautum sínum. Tilraunir með vélina hefjast næsta vor um borð í endurbyggðum sænskum kafbát. Sænskar skipasmíðar stóðu með miklum blóma á miðjum átt- unda áratugnum en síðan tók að halla undan fæti vegna samkeppni frá láglaunalöndum. Árið 1986 var Kockums nær gjaldþrota og var þá 4000 af 5000 starfsmönn- um sagt upp. Ákveðið var að beina kröftunum að kafbátasmíði. „Kaf- bátar eru mjög eftirsóttir sem stendur. Það er orðið varasamt að sigla á yfirborðinu einS og Exocet- og Silkworm-flaugamar hafa sýnt,“ sagði Paulsson og vísaði þar til stríðsins á Persaflóa en þar voru slíkar flaugar notaðar gegn herskipum jafnt sem olíu- skipum. Paulsson sagði enn frem- ur að margir hinna 650 kjarn- orkukafbáta, sem til væru í heim- inum, yrðu brátt úreltir og án efa yrði samið um smíði nýrra kaf- báta á næsta áratug.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.