Morgunblaðið - 15.11.1988, Side 56

Morgunblaðið - 15.11.1988, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 Kirkjurými tvöfeld- ast á Skagaströnd Skagaströnd. UNNIÐ hefur verið í sumar af fullum krafti við byggingu nýrrar kirkju á Skagaströnd. Nú er búið að steypa upp kirkjuna að öðru leyti en því að eftir er að ljúka við turninn en stefht er að því að gera kirkjuna fokhelda nú í vetur. Það var í september 1979 sem þáverandi sóknarprestur, séra Pét- ur Þ. Ingjaldsson, tók fyrstu skóflu- stunguna að nýju kirkjunni. Hefur verið unnið við bygginguna með hléum þar til nú í vor þegar aukinn kraftur var settur í framkvæmdirn- ar. Nýja kirkjan var teiknuð af þeim Ömólfi Hall og Ormari Þór Guð- mundssyni og stendur hún rétt hjá gömlu kirkjunni sem var 60 ára í sumar en hana teiknaði Guðjón Samúelsson húsameistari. Nýja kirkjan verður 439 fermetr- ar sem skiptast í kjallara sem er 73 fm, hæð þar sem hið eiginlega kirkjuskip og kór verða á 266 fm og einnig verður 100 fm loft yfir fremsta hluta kirkjuskipsins þar sem aðstaða verður til safnaðar- Nýja kirkjan í byggingu og gamla kirkjan í baksýn. Morgunblaðið/Olafur Bemódusson Frá vinstri eru séra Ægir, Helgi kirkjusmiður og Lárus formaður byggingamefndar fyrir utan nýbygginguna. starfs. Áætlað er að kirkjan muni taka um 200 manns í sæti en til samanburðar má geta þess að gamla kirkjan tekur um 100 manns í sæti. Framkvæmdir við bygginguna fram að þessu hafa verið fjármagn- aðar með gjafafé að stórum hluta ásamt fé úr sjóðum kirkjunnar. Einnig fæst fé úr jöfnunarsjóði sókna á þessu ári. Er það framlag til komið vegna breytinga á lögum um sóknargjöld, sem tóku gildi um síðustu áramót. Þá varð sú breyting að sóknargjöld hættu að vera ákveðin prósenta af útsvörum og urðu ákveðin upphæð á hvern íbúa sóknarinnar. Við þessa breytingu minnkuðu sóknargjöld Hólanes- kirkju nokkuð og því fékk hún fram- lag úr jöfnunarsjóðnum. Að sögn kirkjusmiðsins, Helga Gunnarssonar byggingarmeistara, þá er uppsláttur kirkjunnar flókinn og vandasamur en jafnframt skemmtilegur og þroskandi. Til dæmis er mikið af hallandi veggjum og gluggamir eru yfirleitt ekki með Viðbygging sjúkrahússins verður senn öll tekin i notkun ef Qármagn fæst. Stykkishólmur: Ákveðið að ráða framkvæmdastj óra að sjúkrahúsinu Stykkishólmi. seven seas VÍTAMÍN DAGLEGA GERIÐ GÆÐA SAMANBURÐ VÍTAMÍN -C PLÚS (Q)torenco HEILDSÖLUDREIFING Laugavegi 16, simi 24057. St. Fransiskusspítali í Stykkis- hólmi hefir nú auglýst eftir framkvæmdastjóra. Er hug- myndin að ráða mann frá 1. jan- úar nk. eða eftir samkomulagi. Með stækkun og meiri umsvifum sjúkrahússins, bæði í lækningum og heilsugæslu, er nauðsynlegt að fá mann tii að stjórna rekstri og hafa umsjón með bókhaldi, starfs- mannahaldi og fjármálastjórn. Á döfinni ei að tölvuvæða fyrirtækið, enda er tölvan að verða ómissandi hverjum rekscri. Það er ekki langt í að allar hæð- ir viðbyggingar sjúkrahússins verði fullbúnar og teknar í notkun ef til þess fæst fjármagn. Systurnar hafa sjálfar annast rekstur sjúkrahússins með aðstoð góðs starfsmanns, en þetta starf vex með hvetju ári sem líður. Systir Petra, sem hefir séð um fjármál og rekstur prentsmiðju hef- ir nú verið skipuð príorinna reglunn- ar, en systir Lena, sem hefir haft það með höndum sl. ár, hefir nú tekið a.m.k. árs frí og dvelur nú í Belgíu. Er þess vænst að hún komi aftur til starfa, enda er hennar saknað bæði af starfsfólki og íbúum Stykkishólms. Listaverk Sjafnar Haraldsdóttur var afhjúpað við fjölmenna og hátíð- lega athöfn 9. október sl. Það prýð- ir nú vegg þann þar sem aðalinn- gangur heilsugæslustöðvarinnar er. - Árni nema eitt rétt horn. Útveggjum er slegið upp með hefluðu timbri því ekki á að múra kirkjuna og verður því að vanda uppsláttinn svo sem kostur er. Næstu skref við bygginguna verða að ljúka henni að utan, mála hana og ganga frá lóð, tröppum og hjólastólabrautum því byggingar- nefndarmenn gera sér grein fyrir að framkvæmdir inni í kirkjunni munu að líkindum taka nokkur ár. Heildarkostnaður við bygging- una er nú orðinn milli 6 og 7 milljón- ir króna. - ÓB. Borgarnes: 7% feekkun sláturfjár Stafholti. SAUÐFJÁRSLÁTRUN lauk hjá Kaupfélagi Borgfirðinga í Borg- arnesi hinn 26. okt. sl. og hafði þá staðið frá 12. sept. Alls var slátr- að 58.700 fjár og er það nokkur fækkun frá fyrra ári þegar slátrað var 63.150 kindum. Er fækkunin um 7% og fer sláturfé á félags- svæði KB fækkandi ár frá ári. Þá var 677 kindum slátrað vegna fækkunarsamninga við Framleiðnisjóð en það kjöt fer í refafóður. Meðalþungi dilka var nú 14,4 kg og er það nokkru minna en sl. ár. Alls störfuðu um 150 manns í slát- urtíðinni. Nýtt færiband var nú tek- ið í notkun í sláturhúsinu. Er það nýsjálensk uppfinning og hingað komið í gegnum norskt fyrirtæki. Hefur bandið þær breytingar í för með sér að færra fólk þarf á það en áður á það gamla og því fækk- aði fólki sem hlýtur að þýða lægri sláturkostnað. Þá er skrokkurinn sáralítið snertur með höndum og þar af leiðandi mun hreinni en áður og þarf því minni þvott. Allt stuðlar þetta að betri meðhöndlun kjötsins og meiri vöruvöndun. Þá má geta þess að nú var á annað hundrað tonn af kjöti brytjað niður, stór- stykkjað sem kallað er. Því var síðan pakkað niður í pappakassa, sem taka um hálft tonn hver. Með þessari aðferð tekur kjötið mun minna pláss en áður. Ef til vill er hér komin aðferð til að draga úr geymslukostnaði og umbúða-, þótt auðvitað hljóti það að kosta nokkuð að vinna það. — Br.G. Nýr leikskóli á Egilsstöðum Egilsstöðum. NÝ leikskólabygging hefúr verið tekin í notkun á Egilsstöðum. Húsið er 320 fm og tengist eldra leikskólahúsi með tengibygg- ingu. Með tilkomu þessa nýja húss, sem er á tveimur hæðum, er þörf fyrir leikskólapláss á Egilsstöðum fullnægt í bili. í þessu nýja húsi verður rými fyrir um 80 börn á tvískiptum vökt- um þannig að um 40 böm komast að í einu. í vetur verður unnið að því að breyta eldra leikskólahúsinu þannig að það henti sem dagheim- ili en brýn þörf hefur verið fyrir slíka stofnun á Egilsstöðum að und- anförnu. Nýja húsið er teiknað af Birni Kristleifssyni arkitekt á Egilsstöð- um en Austurverk og Húsiðjan hf. sáu um byggingarframkvæmdir. Fyrirkomulag og húsbúnaður þykir allt hið haganlegasta. Starfsfólk og nemendur leikskól- ans sáu um að gera gluggatjöld fyrir húsið. Em þau úr hvítu lérefti líflega myndskreytt svo sem hæfir þeim sem þarna dvelja í starfi og leik. - Björn Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Ný leikskólabygging hefúr verið tekin í notkun á Egilsstöðum og hægt er að vista þar 80 börn. 'I'WWTI i'MfVftt s ( í iriri l

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.