Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B 43. tbl. 78. árg._________________________________MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Vaclav Havei í Bandaríkjunum: Ekki lengur þörf fyrir bandarísk- an her í Evrópu Washington. Reuter. VACLAV Havel, forseti Tékkóslóvakíu, lagði til í viðtali við banda- rísku sjónvarpsstöðina CNN í gærkvöldi, að samið yrði um nýja skipan öryggismála i Evrópu og sagði, að ekki væri lengur þörf fyrir bandariskar hersveitir í Evrópu. Brottflutningur þeirra færi þó eftir því hvernig gengi að semja um nýja skipan öryggismála. Sagðist hann sannfærður um að Sovétmenn tækju senn upp markaðs- búskap og óskert lýðræði og mundi það breyta stöðu mála i Evr- ópu. Havel ræddi í gær við George Bush Bandaríkjaforseta og eíitir fund þeirra tilkynnti Bush að Tékkar myndu njóta bestu kjara í við- skiptum við Bandaríkjamenn auk þess sem hann hét þeim efnatiags- stuðningi. Bush andmælti því í gærkvöldi að ekki væri lengur þörf fyrir bandarískar hersveitir í Evrópu. Júgóslavía: Hernum beittí Kosovo Belgrað. Reuter. RÍKISSTJÓRN Júgóslavíu fyrirskipaði her landsins í gær að brjóta á bak aftur þjóðernisólgu í héraðinu Kosovo þar sem a.m.k. 27 menn hafa beðið bana í óeirð- um í febrúar. I tilkynningu, sem ríkis- stjórnin gaf út eftir neyðarfund um ástandið í Kosovo, var sagt að herinn hefði fengið fyrir- mæli um að halda uppi röð og reglu í héraðinu og koma í veg fyrir uppþot og óeirðir. Meirihluti íbúa Kosovo er af albönsku bergi brotinn. Hafa þeir krafist afsagnar leiðtoga héraðins, frjálsra kosninga og aukins sjálfsforræðis en hérað- ið er hluti af Serbíu. Óeirðir hafa átt sér stað í Kosovo undanfarna daga og var engin breyting þar á í gær. í tveimur borgum dreifði lög- regla mannfjölda með táragasi. Albanir hafa lagt áherslu á kröfur sínar með verkföllum og með því að senda börn sín ekki í skóla. Hermenn og skriðdrek- ar hafa haldið uppi gæslu í Kosovo að undanförnu en her- inn hefur hefur þó ekki lagt lögreglu lið við að bijóta óeirð- ir á bak aftur. Hernum Var sig- að á aðskilnaðarsinna í Kosovo í mars í fyrra. í gær skýrði Tanjug-frétta- stofan frá því að óeirðir hefðu nú breiðst út til Makedóníu. Hefði þar komið til átaka milli albanskra íbúa annars vegar og Makedóníumanna og Serba hins vegar. Munu Makedóníu- menn hafa átt upptökin, að sögn lögreglu. Atlantshafsbandalagið (NATO) hefði áfram mikilvægu hlutverki að gegna við að tryggja frið og stöðug- leika á þeim sögulegu tímamótum, sem Evrópa stæði á. Bandaríkja- menn og bandarískur her hefði miklu hlutverki að gegna í því sam- bandi. Raymond Seitz, aðstoðarut- anríkisráðherra, sagði að Havel hefði tekið undir þessa afstöðu Bush er hann skýrði blaðamönnum frá viðræðum forsetanna. Tilgangur heimsóknar Havels til Bandaríkjanna er einkum sá að leita eftir auknum viðskiptum við Banda- ríkin og treysta samskipti ríkjanna tveggja. Hann sagðist hafa gert Bush grein fyrir lýðræðisþróuninni í Tékkóslóvakíu og stefnu ríkis- stjórnarinnar á vettvangi utanríkis- mála. Þetta er í fyrsta skipti sem for- seti Tékkóslóvakíu kemur {opinbera heimsókn til Bandaríkjanna auk þess sem Havel er fyrsti þjóðhöfð- inginn í Austur-Evrópu sem sækir George Bush forseta heim frá því að valdakerfi kommúnismans hrundi til grunna í álfunni austan- verðri. í dag, miðvikudag, er áformað að Havel ávarpi þingmenn beggja deilda Bandaríkjaþings. Múrinn fjarlægður Morgunblaðið/Vigfús Birgisson Nú er byijað að fjarlægja Berlínarmúrinn á þriggja km löngum spotta milli Brandenborgarhliðsins og Potsdamertorgs. í stað múrsins hefur verið komið fyrir eins og hálfs metra hárri vírgirðingu. Á mynd- inni, sem tekin var á þessu svæði, sést gat, eitt af mörgum sem Berlínarbúar og ferðamenn hafa gert með hömrum og meitlum í sókn eftir minjagrip úr mannvirkinu. Sjón af þessu tagi hefur blasað við í Berlín allt frá því 9. nóvember en kann brátt að heyra sögunni til þegar fleinninn hefur verið tekinn úr hjarta borgarinnar. Austur-þýsk yfirvöld sögðu í fyrrakvöld, þegar byijað var að rífa múrinn, áð hann hefði víða verið orðinn svo gisinn að hætt hefði verið við að hann hryndi. Sameininff þýsku ríkjanna: Kohl lofar að vernda eftirlaun og spamað Austur-Þjóðveija Hamborg. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, ávarpaði I gærkvöldi kosningafúnd bandalags þriggja hægriflokka í Erfúrt í Austur- Þýskalandi og hét því að Vestur-Þjóðveijar myndu gera allt til þess að Austur-Þjóðverjar biðu ekki fjárhagslegan skaða af sameiningu þýsku ríkjanna. Yrðu eftirlaun þeirra og sparnaður verndaður og þeir sem misstu atvinnu við nýsköpun efiiahagslífsins yrðu tryggðar bætur. „Við erum ein þjóð og viljum búa í einu landi. Við skulum ná þessu takmarki saman,“ sagði Kohl við mikinn fognuð við- staddra, sem hrópuðu nafn hans í sífellu. Að austur-þýska kosninga- bandalaginu standa Kristilegi demókrataflokkurinn (CDU), Þýska sósíalsambandið (DSU) og Lýðræðisvakningin. Einn af þekktustu hagfræðingum Vestur-Þýskalands, Hans Júrgen Schmal, varaforseti HWWA- hagrannsóknarstofnunarinnar í Hamborg, segist telja að ekki sé ofáætlað að það muni kosta Vest- ur-Þjóðveija biljón marka (36.000 milljarða ísl. króna) að reisa Aust- ur-Þýskaland úr rústum. Hann seg- ir líklegast að fyrirtæki taki á sig þyngstu byrðarnar og vestur-þýsk- um skattborgurum eigi eftir að reynast hvað þungbærast að fjár- magna atvinnuleysisbætur handa Austur-Þjóðveijum sem fyrirsjáan- lega eigi eftir að missa vinnuna í stórum stíl þegar markaðshagkerfi verði komið á í landinu. Schmal segir óljóst hvort hækka þurfi skatta í Vestur-Þýskalandi af þess- um sökum en ríkisstjórnin neyðist til að hætta við allar fyrirhugaðar skattalækkanir. Kohl sagði að loknum'viðræðum við frammámenn í vestur-þýsku atvinnulífi í gær að a.m.k. 100.000 fyrirtæki væru nú þegar búin að gera áætlanir um stórfelldar fjár- festingar í Austur-Þýskalandi og biðu þess eins að þeim yrði gefið „grænt ljós“. Kanslarinn sagði að samkomulag hefði verið um að fara ekki af stað með fjárfestingar fyrr en markaðshagkerfi hefði verið komið á laggirnar í Austur-Þýska- landi. Viðræður um slíkt og svokallað myntbandalag hófust í gær. Litið er svo á að sameiginlegur gjaldmið- ill verði mikilvægt skref í átt til stjórnmálalegrar einingar Þýska- lands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.