Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRUAR 1990 31 var hann fylgdarmaður er sjúkling- ar leituðu sér lækninga erlendis. Síðari ár hefur verið á heimilinu, bæði á Tjöm og einnig í Kópavogin- um, eldra fólk. Má vera að hér | gæti áhrifa frá móður hans er var lyfjafræðingur og hefur haft glögg skil á heilsu fólks. Sr. Róbert var kosinn prófastur í Húnavatnsprófastsdæmi, sem nær yfir Húnavatnssýslur og Stranda- sýslu. Menn sögðu að hann væri fyrsti prófasturinn er sæti á Tjörn. Sr. Róbert fórst þetta starf vel úr hendi. Þá halla tók um ævi hans þráði hann að sjá föðurland sitt í síðasta sinn. Hans ágæta kona fór með honum í lok nóvember og byijun desember. Þau fóru á þá staði er hann þekkti svo vel. Þessi ferð var farin meira af vilja en mætti. — Sr. Róbert andaðist sunnudags- morgun 11. febrúar, Ég kveð minn gamla starfsbróð- ur, sem er í huga mínum írskur og skoskur landnámsmaður. Pétur Þ. Ingjaldsson Nú er nýlátinn afi minn séra Robert Jack. I minningu hans tek ég upp penna og skrifa nokkrar h'nur á blað. Afi lifði mikla umbrotatíma í Evrópu og hann ferðaðist mikið. Hann fylgdist alla tíð vel með mál- um líðandi stundar og var vel að sér, hvort sem um var að ræða inn- ansveitarmál á Vatnsnesi eða at- burði frá öðrum heimshornum. Hann hafði gaman af því að segja sögur og riija upp ýmislegt sem hann hafði séð og heyrt. Það var gaman að heyra hann segja frá, því hann var laginn sögumaður og hafði frá nógu að segja. Hann sagði mér frá ferðalagi til Þýskalands rétt. fýrir seinni heimsstytjöldina, ævintýri í einu helsta skuggahverfi New York-borgar og mörgu fleiru. Allra manna best fylgdist hann með knattspyrnu og var hafsjór af fróðleik um þau efni. Hann svaraði öllu sem fróðleiksþyrstur ungur maður þurfti að vita um fótbolta- hetjur fyrr og síðar og rakti feril hvers kappans á fætur annars, þeg- ar við sátum fyrir framan sjón- varpið og horfðum á spark frá út- löndum. Afi var sjálfur mjög lið- tækur markvörður á yngri árum en hann kom upphaflega til íslands sem knattspymuþjálfari. Þegar við missum ættingja eða vin förum að hugsa um hinn látna og minningar honum tengdar hlað- ast upp. Minningar geta verið slæmar eða góðar. Slæmar minn- ingar geta dregið mann niður, jafn- vel á góðri stundu. En góðar minn- ingar geta styrkt mann þegar illa stendur á og gefið manni nýja sýn. Þannig styrkur eru minningarnar sem koma upp í huga minn nú eft- kveðjum til Sigríðar, systkinanna þriggja, maka þeirra og barna sem og annarra vandamanna. Megi bjartar og fagrar minningar um skáldið Guðmund Daníelsson veita þeim styrk á sorgarstund. Jón R. Hjálinarsson 1910-1990 — nákvæmlega þús- und árum á eftir Agli Skallagríms- syni á ferð, skáldbróður sínum. Ég geri mér enga grein fyrir því hvaða stærð Guðmundur Daníels- son er eða mun verða í íslenskri bókmenntasögu 20. aldarinnar. Ég held að það skýrist ekki fyrr en síðar. Stundum þótti mér hann fullfljót- virkur, fullmikilvirkur og ekki nógu vandvirkur. En allt er í heiminum afstætt. Hann var auðvitað ham- hleypa, margra manna maki. Mér er það minnisstætt að haust nokkurt þegar ég kenndi norður í Húnaþingi, og fetaði þar, þótt í litlu væri, í fótspor Guðmundar sem ein- mitt kenndi í Húnaþingi um skeið fyrr á öldinni - þá lagðist yfir mig haustslen nokkurt. Ég bókstaflega nennti engu, sinnti mínum skyldu- störfum að vísu en drakk þess utan kaffi ósleitilega og lá fyrir og horfði upp undir augnalok mín sjálfs. Þá barst mér í hendur Dagbók Guð- mundar úr Húsinu, sem flestir ir lát afa míns. Hann var jákvæður í garð lífsins og minningin um hann hvetur okkur áfram. Guð blessi minningu afa míns og verði hún ljós þeim sem lifa. Róbert Jack Séra Róbert fæddist í Glasgow á Skotlandi, elst þar upp og stundar nám til ársins 1936, að þáttaskil verða í lífi hans. Þá er hann ráðinn til íslands, til að þjálfa knattspyrnu- lið Vals. Var hann við slík störf til ársins 1939 hér á landi, virtur og vel látinn. Hann hafði lokið BA- prófi frá háskólanum í Glasgow, áður en hann kom hingað og nú settist hann í guðfræði við Háskóla íslands. Þaðan útskrifast hann svo sem guðfræðingur 1944, á þjóðhá- tíðarárinu. Daginn eftir að ísland varð lýðveldi, vígðist hann svo til þjónustu í íslensku þjóðkirkjunni, nánar til tekið til Heydala í Breið- dal. Hér heima þjónaði hann síðan Miðgörðum í Grímsey, en lengst af Tjörn á Vatnsnesi, eða frá 1. sept- ember 1955, þar til á síðasta ári. Þau voru því orðin 34 árin hans hjá Vestur-Húnvetningum. Auk þessa þjónaði hann í Árborg og Riverton í Manitoba og sinnti ná- grannaprestaköllum hér heima ef með þurfti. Hver var hann svo, þessi skoski knattspymumaður, ssem varð sókn- arprestur í útkjálkabrauðum á ís- landi og vestur í Ameríku? Sá er þetta skrifar kynntist honum fyrst eftir að hann var kominn á Tjörn á Vatnsnesi. Þurfti ég að leita til hans fýrir hönd írskra vina minna sem óskuðu eftir aðstoð hans við starf sitt hér á landi. Brást hann skjótt við og leysti vel úr málum. Kynni okkar héldu áfram og urðum við nágrannar nokkru seinna, er ég tók við skólastjórn á Hvamms- tanga. Þá áttum við eftir að starfa saman sem bræður innan Lions- hreyfingarinnar og fleiri samtaka. Urðu öll mín kynni af honum, konu hans og fjölskyldu á einn veg, það er góð. Sem dæmi um það langar mig að rifja upp, að meðan við hjón dvöldum við nám í Noregi, skrifuð- umst við á, eins og góðra vina er siður. Kom þá upp að hann fór að heimsækja dóttur sína til ísrael. Þá flaug hann um Kaupmannahöfn. Hringdi hann til okkar og spurði hvort hann mætti ekki heimsækja okkur. Tókum við heimsókn hans fagnandi. Þegar við vorum á leið heim af Fornebu, sagði hann við mig, að sig hefði langað til þess að sjá með eigin augum og reyna af samvistum við okkur, hvemig við í raun hefðum það, verandi við nám í öðru landi á okkar aldri. Hann var einn örfárra vina utan fjölskyldunnar, sem gerði sér sér- staklega ferð til að heimsækja okk- ur, meðan við bjuggum þarna. Ef ég man rétt vom þeir aðeins þrír. Þegar við svo kvöddumst sagðist hann hafa fullvissað sig um að við hefðum það gott og óskaði okkur allra heilla. Svona vinarhóta varð maður oft var frá séra Róbert. Hann kom alltaf beint fram og var heill vinur og bróðir. Þegar ég svo sjálfur vildi vita raunvemlega um líðan hans í síðustu veikindum hans, vildi hann ekki beint orða líðanina en sagði: „Ég veit að þú biður fýr- ir mér og haltu því áfram. Ég leita líka máttar í bæninni.“ Það fór ekki á milli mála, að séra Róbert var orðinn þjóðsagna- persóna hjá okkur íslendingum, þegar í lifanda lífi. Það var ef til vill ekki að ástæðulausu. Skoski heimsmaðurinn og knattspymu- maðurinn, sem tók upp á því að gerast prestur uppi á íslandi. Sögur mynduðust um hann -og hann átti sinn þátt í því. En í bókunum þrem sem eftir hann liggja um ævi hans og störf er þjóðsagnahulunni svipt af og við sjáum manninn að baki þjóðsagnapersónunni. Hvernig og af hveiju hann brást við eins og hann gerði, allt frá Heydölum til Kópavogs. Állt frá vígslu til grafar. Þeim sem hrista höfuðið yfir því að Skotinn skyldi gerast útkjálka- prestur á íslandi væri hollt að lesa þessar bækur og læra betur um manninn sem að baki þeim býr. Mér dettúr oft í hug séra Snorri á Húsafelli, þegar ég les bækur séra Róberts, og þá sérstaklega eftir að hafa lesið hina mannlega skrifuðu ævisögu séra Snorra, eftir Þórunni Valdimarsdóttur. Viðbrögð séra Róberts við mannlegum vandamál- um á prestsferli -hans hér á landi getum við lesið frá hans eigin hendi. Þau eru oftast svo lík því sem íslenskir prestar, þeir sem kom- ist hafa í tölu úrvalspresta, hafa sýnt, að manni verður hugsað til þess hvort í raun er mikill munur á íslendingi og Skota, eftir allt. Séra Róbert sýndi með lífí sínu og starfí, að góður Skoti gefur í engu eftir góðum íslendingi. Hvorki sem prestur eða sem ritari sjálfsævi- sögu, auk fjölda annarra trúnaðar- starfa er hann gegndi meðal safn- aða sinna og sveitarfélaga þeirra er hann bjó í. Hver sem nálægt hefír komið þekkir ekki hið al- menna, mannlega við lýsingu hans á niðurjöfnunarfundinum hjá skattanefndinni í Grímsey og svo margt annað er hann segir frá í bókum sínum. Það sem aldrei verð- ur rætt né opinbert fyrir almenn- ingi, er svo hvemig hann sinnti sálgæslustarfinu, sem íslenskur sveitaprestur. Þessa hlið mála þekki ég þó aðeins, bæði frá sóknarböm- um, sem til hans þurftu að leita, sem og okkar eigin samtölum í herbergi hans á Tjörn og nú síðast í banalegu hans í Kópavogi. Þar fór heill vinur sem afdráttarlaust sýndi munu nú sammála um að er ekki ein af merkilegustu bókum skálds- ins þótt heimildagildi hafí. Nema hvað — ég gleypi í mig bókina og hún hefur þau áhrif á mig að ég tek í hnakkadrambið á sjálfum mér þarna norður á Húnavöllum og segi: Fram úr með þig, mannfjandi, farðu að koma einhveiju í verk, þó ekki væri nema skrifa skikkanlega dag- bók upp úr sinnuleysinu — og lesa góðar bækur. Það sem hvatti mig svo ákaflega til dáða var stutt lýs- ing Guðmundar á einum degi í Húsinu. Mig minnir að þetta hafi verið mánudagur. Guðmundur, sem var skólastjóri, kenndi kvefs um morguninn og ákvað að fara ekki í skólann heldur halda kyrru fyrir heima. En þrátt fyrir krankleikann kom hann því í verk fyrir hádegi að lesa Réttarhöld Kafkas, ef ég man rétt, og gott ef ekki ritdæma þau líka, fýrir Vísi þá, og svo sneri hann sér að öðrum verkefnum eftir hádegi. Svona á að haga lífí sínu, hugsaði ég. Svona haga hamhleyp- ur og margra manna makar sér. Þeir liggja ekki í sleni. Þeim fellur aldrei verk úr hendi. Og ég fór aft- ur að halda ítarlega dagbók og lesa góðar bækúr. Guðmundur var auðvitað ekki einhamur og sennilega ekki tvíham- ur heldur, hann var marghamur, og þess vegna tókst honum að skrifa 50 bækur, stýra skóla, kenna mörgum kynslóðum barna aðskilj- anleg fræði, ritstýra landsmálablaði í yfír 20 ár, stjórna kórum og sam- komum eftir þörfum samfélagsins — fyrir utan það að koma upp þrem- ur eigin börnum. Skapandi maður var hann í bestu og fjölbreytilegustu merkingu þeirra tveggja orða. Mér, sem þessar línur rita, var hann, að vissu marki, leiðarljós í lífinu, þótt í fjarska væri löngum. Það var — og er — gott að vita af honum, sískrifandi, skapandi for- dæmi. Veri frændi minn kært kvaddur. Trausti Steinsson u. k. A JjT" gjgg 77 O Lofta- plötur og lím Nýkominsending Þ.ÞORGRfMSSON&CO Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640 hver hugur hans til einstaklingsins var. Ekki aðeins í viðtalinu, heldur og í daglegu lífi og framkomu. Þar var hann dyggur, trúar og tryggur, eins og í öllu sínu kirkjustarfi. Því er stór sjónarsviptir að slíkum manni, ekki aðeins fyrir aðstand- endur og nánustu vini. Það minnkar ósjálfrátt aðeins mynd þeirrar þjóð- ar er missir slíkan þegn. Skoski presturinn á íslandi er horfínn til austursins eilífa. Honum fylgja saknaðarkveðjur þeirra sem eftir lifa. Við höfum misst vin og bróðir. En við erum þess líka full- viss að hann á góða heimkomu hjá hinum hæsta himnasmið, eins og segir í Fóstbræðrasögu. Ég votta konu hans, börnum og afkomendum samúð okkar hjóna. Sigurður H. Þorsteinsson Einstakur maður og ógleyman- legur er fallinn frá. Séra Róbert Jack, prófastur að Tjöm á Vatns- nesi, er látinn. Vatnsnesið er þó enn á sínum stað en við brottflutning og síðan fráfall prestsins á Tjörn er það ekki hið sama og áður. Hið fjölmenna og gestrisna menningarheimili á Tjörn er ekki lengur opið erlendum ferðamönnum og þar eru ekki leng- ur haldin spilakvöld né jóladansleik- ir sveitarinnar. Vinir og velunnarar á Hvammstanga eiga heldur ekki Iengur von i að glettinn og hressi- legur presturinn á Tjörn birtist óvænt á vinnustað eða heimili, kasti frá sér hattinum með kímnisögur á vörum og hreki þannig á brott gráma hversdagsleikans. Hin glað- lega kveðja Tjarnarprestsins er hljóðnuð. Vatnsnesingar eiga ekki Iengur heiðursfélaga í heimsfrægum er- lendum knattspyrnufélögum né heiðursgest í stúkum útvalinna á kappleikjum. Bein tengsl Vatnsnes- inga við umheiminn, með ferðalög- um prestsins til heimsálfanna fímm, eru ekki lengur fyrir hendi. Ferða- sögurnar verða ekki framar sagðar með þeim sérstæða og skemmtilega hætti er prestinum einum var lagið. En eftirlifendur eiga í huga sér góðar og skemmtilegar minningar um séra Róbert Jack. Hann fæddist í Glasgow 1913, einkabarn efnaðra hjóna á þeirrar tíðar mælikvarða. Til íslands kom hann sem knattspyrnuþjálfari fyrir seinni heimsstyrjöldina. Af knatt- spyrnuvellinum lá leiðin í guðfræði- deild Háskóla íslands og þaðan til starfa í fámennum afskekktum sveitaprestaköllum að Heydölum og í Grímsey. Þaðan var haldið til þjón- ustu við Vestur-íslendinga í Kanada uns leiðin lá á Vatnsnesið fyrir 35 árum. Ekki er auðvelt að leiða líkur að því hvað það er, sem dregur efnilegan einkason efnaheimilis í Skotlandi til þjónustu við fámenna sveitasöfnuði á íslandi. Séra Róbert Jack naut virðingar sóknarbarna sinna og innan kirkj- unnar. Hann var stuttorður og kjarnyrtur í prédikunum sínum og • átti létt með að hrífa með sér áheyr- endur, enda auðvelt að greina út á hvað ræðan gekk. Hann var kjörinn prófastur í Húnavatnsprófastsdæmi og gegndi því virðingar og sæmdar- emþætti kirkjunnar með sóma. Ég þekkti til prestsins skoska allt frá því hann kom í héraðið fyrst. Hann var oft gestur á heim- ili foreldra minna, enda faðir minn og hann góðir vinir. Þá kastaði hann að sjálfsögðu sinni vingjarn- legu kveðju á mig eins og alla aðra. Seinna kynntumst við betur. _ Það var í stjórn Sjúkrahúss Hvammstanga, þar sem presturinn var fyrir ásamt Karli Sigurgeirssyni á Hvammstanga, en þar störfuðum við þrír saman í mörg ár, ásamt fulltrúum starfsfólks sjúkrahússins. Samstarfið var gott og ýmsar úr- bætur náðust fram í heilbrigðismál- um héraðsins. Þá kom sér vel að séra Róbert var vel þekktur og átti víða hauka í horni. I viðræðum við embættis- og ráðamenn gat hann í krafti frægðar og kunningsskapar beitt gaman- og spaugsyrðum, sem oftar en ekki reyndust öllum rökum betri til framdráttar málefninu hveiju sinni. Samstarfíð í sjúkrahússtjórninni leiddi til góðrar vináttu og félags- skapar okkar í milli, sem aldrei bar skugga á. Þá var stundum tekið upp léttara hjal og notið frásagnar- snilldar þessa óvenjulega heims- borgara. Séra Róbert var einstaklega að- laðandi, glaðlyndur og fljótur að kynnast fólki og sjá það út. Hann var líka alltaf tilbúinn að reyna eitt- hvað nýtt. Því rataði hann oft í hin ótrúlegustu ævintýri. Þó frásögn hans væri glettin og stundum að-? eins færð i stílinn var grunnt í alvar- legri þanka. Vegna stöðu sinnar sem prestur fékkst hann ekki við gamanmál ein. Hann var hjálpsam- ur og hlýr og trú hans á Guð var einlæg og sterk. Síðustu ár hans hér fyrir norðan var hann tíður gestur á skrifstofu minni og heimili. Honum fýlgdi hressileiki og glettni, sem reif mann upp úr hversdagslegum þönkum. Hugsun hans og viðfangsefni voru hafin yfir smámunasemi. Við frá- fall hans sakna ég vinar, sem lær- dómsríkt og gott var að kynnast. Ég þakka honum samvistina og vináttuna og kveð hann með þökk og virðingu. Vigdísi og bömunum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Þórður Skúlason Ferðatöskur - handtöskur URVALIÐ ER HJA OKKUR PÓSTSENDUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.