Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRUAR 1990 43 KORFUBOLTI Grindvík- ingar reka Ron Davis Reyna að fá annan erlendan leikmann Ron Davis, bandaríska leik- manninum í liði Grindvík- inga, var sagt upp í gær. og lék hann siðsta leik sinn með liðinu í gær. Davis hef- FráFrímanni ur reyndar ekki Ólafssyni leikið nema tíu iGrindavík leiki með Grindvíkingum í deildinni en hann tók við af Jeff Null sem var rekinn eftir ellefu umferðir. „Davis stóð ekki undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans og því var ákveðið _að láta hann fara,“ sagði Ægir Ágústs- son, stjómarmaður í kðrfuknatt- leiksdeild UMFG. Hann sagði að þeir myndu róa að því öllum árum að fá annan bandarískán leikmann fyrir leikinn gegn Keflvíkingum á sunnudaginn en Grindvikingar þurfa að sigra í þeim leik til að eiga möguleika á efsta sæti A-riðils. Hjálmar Hallgrímsson, bakvörður Grindvíkinga, leikur ekki með liðinu gegn ÍBK en hann er í leikbanni. Grindvíkingar höfðu grennsl- ast fyrir um leikmann frá Pú- ertó Ríkó en sá var að leika með landsliðinu og komst því ekki. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ URSUT UMFIM-Haukar 95:76 íþróttahúsið í Njarðvík, úrvalsdeildin í körfuknattleik, þriðjudaginn 20. febrúar 1990. Gangur leiksins: 0:2, 6:2, 12:8, 16:17, 27:17, 35:33, 43:36, 46:40, 53:40, 58:45, 69:49, 75:55, 82:63, 90:70, 95:72, 95:76. Stig UMFN: Patrick Releford 30, Jóhannes Kristbjömsson 17, Teitur Örlygsson 14, Friðrik Rúnarsson 11, Friðrik Ragnarsson 8, Ástþór Ingason 7, Helgi Rafnsson 4, Agnar Olsen 2 og Rúnar Jónsson 2. Stig Hauka: Jonathan Bow 31, Henning Henningsson 17, Pétur Ingarsson 8, Eyþór Ámason 6, Ingimar Jónsson 4, Jón Amar Ingvarsson 3, Pálmar Sigurðsson 3, Tryggvi Jónsson 2 og ívar Ásgrimsson 2. Áhorfendur: Um 150. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Kristinn Albertsson. UMFG-Valur 95:92 Iþróttahúsið ( Grindavík, úrvalsdeildin í körfuknattleik, þriðjudaginn 20. febrúar 1990. Gangur leiksins: 0:2,10:4, 19:13, 29:19, 39:33, 51:42. 60:48, 71:60, 87:73, 92:77, 92:88, 95:92. Stig ÚMFG: Ron Davis 30, Steinþór Helga- son 26, Guðmundur Bragson 20, Hjálmar Hallgrímsson 11, Bergur Hinriksson 4, Marel Guðlaugsson 2 og Rúnar Ámason 2. Stig Vals: Chris Behrends 30, Matthías Matthfasson 12, Ari Gunnarsson 10, Einar Ólafsson 8, Svali Björgvinsson 8, Ragnar Jónsson 7, Guðni Hafsteinsson 7, Svein- björn Sigurðsson 6 og Björn Zoega 4. Áhorfendur: Um 250. Dómarar: Kristján Möller og Sigurður Valgeirsson. Dæmdu þokkalega. Steinþór Helgason, UMFG. Chris Behrends, Val. Patrick Releford og Teitur Örlygsson, UMFN. Jonathan Bow, Haukum. Guðmundur Bragason, Hjálmar Hallgríms- son og Ron Davis, UMFG. Matthías Matt- hfasson og Ari Gunnarsson, Val. Helgi Rafnsson og Jóhannes Kristbjörnsson, UMFN. Henning Henningsson, Haukum. 1. deild karla: ÍS-UMFL.........................79:92 1. deild kvenna: UMFN-ÍBK........................44:69 NBA-deildin Mánudagur: Chicago Bulls — Houston Rockets... 107:102 Dallas — Cleveland Cavaliers... 96: 87 Sacramento — LA Clippers....... 99: 97 Detroit Pistons — MiamiHeat.... 94: 85 Denver — Golden State Warriors.114:109 Utah Jazz — Philadelphia........115:102 Tvær breytingar frá því í Frakklandi Leifur Dagfinnsson og ÖskarÁrmannsson bætast í hópinn BOGDAN Kowalczyk, þjálfari íslenska landsliðsins íhand- knattleik, tilkynnti í gær hvaða 16 leikmenn hann hefur valið í íslenska landsliðið fyrir heims- meistarakeppnina íTékkósló- vakíu sem hefst eftir rétta viku. Litlar breytingar eru á hópnum síðan í B-keppninni í Frakklandi en Óskar Ármannsson og Leif- ur Dagfinnsson koma í stað Birgis Sigurðssonar og Hrafns Margeirssonar. Hópurinn sem Bogdan valdi kom ekki á óvart enda er hann skipaður þeim leikmöniium sem mesta hafa leikið síðustu vikurnar. Gunnar Beinteinsson, Konráð Olav- sson, Sigurður Bjamason og Berg- sveinn Bergsveinsson verða eftir heima en þeir hafa lítið fengið að spreyta sig í síðustu landsleikjum íslendinga. Landslið íslands fyrir heims- meistarakeppnina í Tékkóslóvakíu HANDBOLTI Sigurður ekkimeðgegn Hollendingum Sigurður Sveinsson leikur ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik gegn Hollendingum í Laugardalshöllinni um helgina. Sigurður er að leika með liði sínu, Dortmund, gegn Hameln í 2. deild- inni í vestur-þýsku deildinni á föstu- daginn og kemst því ekki í leikina. Sigurður hefur fengið leyfi til að sleppa leik með Dortmund 3. mars en verður að leika með liðinu þann 8. og því getur hann ekki verið með í síðasta leik íslenska landsliðsins í keppninni. Sigurður hefur lítinn þátt tekið í undirbúningi landsliðsins og aðeins verið með í tveimur leikjum liðsins, gegn Norðmönnum um áramótin, en þá lék hann samtals í rúmar fimm mínútur. „Ég hef ekki verið mikið með í kerfunum og veit nú satt að segja ekki hvort nokkur ástæða er til þess, enda ekki mikið spilað,“ sagði Sigurður. „En þetta var ljóst allan tímann að ég yrði ekki með í þessum leikjum og Bogd- an vissi það þegar hann valdi mig í liðið," sagði Sigurður. Sigurður kemur til móts við fé- laga sína í London eða Prag og heldur áfram með þeim til Zlien, þar sem forriðlarnir eru. er skipað eftirtöldum leikmönnum. Markverðir: Einar Þorvarðarson..........Val Guðmundur Hrafnkelsson.......FH Leifur Dagfinnsson............KR Hornamenn: Guðmundur Guðmundsson ..Víkingi Bjarki Sigurðsson........Víkingi V aldimar Grímsson...........Val Jakob Sigurðsson.............Val Línumenn: Þorgils Óttar Mathiesen.......FH Geir Sveinsson........Granollers Útileikmenn: Alfreð Gíslason..........Bidasoa Héðinn Gilsson................FH Júlíus Jónasson.........Asnieres Sigurður Gunnarsson..........IBV Óskar Ármannsson..............FH Kristján Arason.............Teka Sigurður Sveinsson....Dortmund Landsliðið heldur utan á sunnu- daginn og gistir eina nótt í London en áætlað er að liðið komi til Zlien síðdegis á mánudegi, tveimur dög- um fyrir fyrsta leikinn, gegn Kúbu. Leifur Dagfinnsson. KNATTSPYRNA Páll tekur fram knatt- spymuskóna PÁLL Ólafsson, landsliðs- maður í handknattleik, hefur ákveðið að taka aftur fram knattspyrnuskóna og leika með KR-ingum í 1. deildinni í sumar. Páil lék síðast knatt- spyrnu með Þrótti í 2. deild 1986. Páll sagði að knattspymuá- huginn hafi alltaf blundað í sér. „Mig hefur lengi langað til að prófa knattspymuna aftur og sjá hvar ég stend. Það fer hver að verða síðastur. Ég hef því ákveðið að reyna mig með KR í surnar," sagði Páll. Páll lék alls 83 leiki með meist- araflokki Þróttar og skoraði í þeim 29 mörk. Hann á að baki tvo A-landsleiki, þrjár U-18 ára og ijóra U-16 ára leiki. Hann er því enginn nýgræðingur í knatt- spymunni, þó svo hann hafi ekki leikið í fjögur ár. Páll Ólafsson ætlar að snúa sér að knattspymunni í sumar. KÖRFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN Njarðvíkingar aftur í gang Njarðvíkingar sýndu á köflum skínandi leik þegar þeir sigr- uðu Hauka frá Hafnarfirði 95:76 í Njarðvík í gærkvöldi. Haukar, sem hafa sýnt ágæta FráBimi leiki að undanförnu, Blöndal stóðu í heimamönn- i Njarðvík um fram undir miðj- an fyrri hálfleik, en síðan ekki söguna meir. Njarðvíkingar náðu ágætum kafla um miðjan fyrri hálfleik og náðu þá 10 stiga forskoti, en í hálf- leik var staðan 46:40. í síðari hálf- leik náðu heimamenn fljótlega 20 stiga forskoti sem þeir héldu allt til ieiksloka enda mótspyrnan ákaf- lega lítil af hálfu Hafnfirðinga. Sem fyrr voru þeir Patrick Rele- ford og Teitur Örlygsson aðalmenn Njarðvíkinga, sem virða,st vera að ná sér á strik aftur eftir misjafnt gengi. Lítið fór fyrir baráttunni hjá Haukunum að þessu sinni og Pálm- ar Sigurðsson sem verið hefur einn besti maður liðsins á undanförnum árum kom lítið við sögu að þessu sinni og lét sér nægja að skora aðeins þijú stig í öllum leiknum. Grindvíkingar á bigurbraut G rindvíkingar unnu Valsmenn í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik í gærkvöldi með 95:92. Sigur- inn var öruggari en lokatölur gefa til kynna en Frá Frimanni Grindvíkingar slök- Ólafssynii uðu á í lokin eftir Grindavík að kafa nað f 5 stiga forskoti rétt fyrir leikslok. Grindvíkingar léku ágætlega og hittu vel í fyrri hálfleik og gerðu m.a. sjö þriggja stiga körfur og staðan í leikhléi var 51:42, Grindvíkingum í vil. Svipaður mun ur var á liðunum í seinni hálfleik fram undir lokin þegar Valsmenn náðu að klóra í bakkann. Steinþór Helgason átti mjög góð- an leik í liði UMFG og gerði sex þriggja stiga körfur. Ron Davis var dijúgur í stigaskori í síðasta leik sínum að sinni. Chris Behrends var sem fyrr að almaðurinn hjá Valsmönnum en Matthías Matthíassoh og Ari Gunn- arsson áttu góða spretti. Óskar Ármannsson. ÍÞRÓmR FOLK- ■ ENDURNÝJUN í landsliðinu í handknattleik er nokkuð markviss, eða um tveir leikmenn á ári. Átta af sextán leikmönnum íslenska landsliðsins frá heimsmeistara- keppninni í Sviss 1986 eru enn í liðinu, 11 af 15 sem voru í liðinu á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 og fjórtán af sextán úr liðinu sem sigr- aði í B-keppninni í Frakklandi í fyrra. ■ ÞRÍR landsliðsmenn hafa eign- ast böm síðusta vikumar, Guð- mundur Guðmundsson og Einar Þorvarðarson í janúar og loks Bjarki Sigurðsson í fyrradag. Allir __ hafa þeir eignast stóra og stæðilega' stráka. ■ UM eitt hundrað íslendingar hafa sótt um vegabréfsáritun til Tékkóslóvakíu fyrir heimsmeist- arakeppnina. Þá er einnig búist við að íslendingar sem búsettir em á meginlandi Evrópu fylgist með íslenska landsliðinu í heimsmeist- arakeppninni. ■ GUNNAR Gunnarsson, stjórn- armaður í HSÍ, verður blaðafulltrúi íslands í keppninni. Hlutverk hans einskorðast ekki við íslensku blöðin, heldur mun hann einnig kynna er- lendum_ fjölmiðlum ýmislegt er varðar ísland og helstu stuðnings- aðila landsliðsins. ■ ÞRJÚ sæti em laus í ferð frá Kaupmannahöfh á heimsmeistara- keppnina í handknattleik í Tékkó- slóvakíu. Tveir íslendingar, bú- settir í Danmörku, standa fyrir ferðinni. Lagt verður af stað frá Kaupmannahöfn 3. mars og komið aftur þann 12. Ferðin kostar um 28.000 ísl. kr. og innifalið í verðinu er hótel með hálfu fæði, miðar á fimm leiki og rútuferðir. Hægt er að boða þátttöku í síma 42-652096 og 33-321244 í Danmörku. ■ KOSTNAÐUR HSÍ vegna und-^ irbúnings landsliðsins fyrir heims- meistarakeppnina er um 20 milljón- ir króna. Á móti hefur HSÍ fengið tekjur af landsleikjum og auglýs- ingasamningum. Þá hefur Reykjavikurborg ákveðið að fella niður um 800 þúsund króna kostnað vegna húsaleigu. Gert er ráð fyrir því að kostnaður vegna ferðarinnar r til Tékkóslóvakíu verði tæplega fjórar milljónjr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.