Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990 Arnarflug; Fimm hluthafar o g stjórnarmenn kaupa Arnarflug innanlands FIMM hluthafar og stjórnar- menn í Arnarflugi hf. hafa keypt Arnarflug innanlands hf. Stefht er að því að auka hlutafé félags- ins og að starfsfólk, einstakling- ar og fyrirtæki komi inn sem viðbótarhluthafar. Þeir Hörður Einarsson, stjómar- formaður Amarflugs og fram- kvæmdastjóri Fijálsrar fjölmiðlun- ar hf., Sveinn R. Eyjólfsson, stjóm- arformaður Fijálsrar fjölmiðiunar, Jóhann G. Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis hf., Gísli Friðjónsson hjá Hagvirki hf. og Óttar Yngvason hjá íslensku útflutningsmiðstöðinni hf. keyptu Amarflug innanlands hf. í síðustu viku. Jóhann Bergþórsson sagði við Morgunblaðið, að þessi kaup væru liður í að styrkja Amarflug hf. Jóhann vildi ekki gefa upp kaup- verðið, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var það rúmar 20 milljónir. Nafnverð hlutafjár Arn- arflugs innanlands er 9,9 milljónir króna. Ekki hefur enn fengist niður- staða í tilraunum' forráðamanna Arnarflugs hf. til að finna lausn á fjárhagsvanda félagsins. Magnús Bjamason, aðstoðarframkvæmda- stjóri Amarflugs, sagði við Morg- unblaðið að ýmsir möguleikar væru skoðaðir í því sambandi, þar á meðal að erlendir aðilar kæmu inn með hlutafé. Morgunblaðinu er kunnugt um að Svavar Egilsson, aðaleigandi Ferðamiðstöðvarinnar Veraldar, hefur undanfarið átt í viðræðum um kaup á Amarflugi. Aðalfundur Arnarflugs innan- lands hf. fyrir árið 1988 verður næstkomandi laugardag og fyrir þann tíma er stefnt að því að fá inn fieiri hluthafa. Starfsfólk fé- BSRB-samningar: Allir sam- þykktu nema Seifyssingar ÖLL aðildarfélög BSRB hafo nú greitt atkvæði um kjarasamninga. Samningarnir voru samþykktir alls staðar nema á Selfossi. Félög ríkisstarfsmanna, níu að tölu, samþykktu samningana í alls- heijaratkvæðagreiðslum. Samning- arnir nutu mestrar hylli hjá flug- málastarfsmönnum, tæp 80% þeirra samþykktu þá. Minnsta fylgið við kjarasamningana, þegar miðað er við starfsmannafélög ríkisins, var meðal lögreglumanna, eða 59%. Starfsmenn 24 bæja, allra nema Selfoss, samþykktu samningana. Þar féllu atkvæði þannig að 89,5% voru á móti en tæp 8% með. Fund- inn sóttu 42,2% félagsmanna. Sex blönduð félög, þar sem m.a. eru ljós- mæður og fóstrur, hafa einnig sam- þykkt samningana. Borgarráð: Dekk verða þvegin á ný BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að taka upp á ný tjöru- þvott á dekkjum. Á fundi borgarráðs í gær kom fram tillaga frá Siguijóni Péturssyni, Alþýðubandalagi, um að embætti gatnamála- stjóra yrði falið að taka upp á ný dekkjaþvott á bílum með sama hætti og gert var í fyrra- vetur og var tillagan samþykkt.- lagsins hefur verið í viðræðum um að koma inn með viðbótarhlutafé og einnig fyrirtæki og einstakling- ar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins íhugar OLÍS hf. m.a. að koma inn með hlutafé. í stjórn Amarflugs innanlands hf. eru Jóhann Bergþórsson, Krist- inn Sigtryggsson, framkvæmda- stjóri Arnarflugs, og Magnús Odds- son, svæðisstjóri Arnarflugs. Norðurlandaráðsþing undirbúið: Prentsmiðju komið fyrir í Háskólabíói Einni nýbyggingunni breytt í 10 skrifstofur fyrir 140 starfsmenn ÞING Norðurlandaráðs verður sett í Reykjavík næstkomandi þriðju- dag 27. febrúar. Um 700 erlendir gestir eru væntanlegir hingað vegna þingsins. Að auki munu um 150 íslendingar sækja það, þaiin- ig að alls verða um 850 manns á einn eða annan hátt starfandi við þinghaldið. Þingmenn og ráðherrar Norðurlandanna, hinir eiginlegu þingfulltrúar, verða 160 talsins. Mikil undirbúningsvinna hefur farið fram vegna þingsins, að sögn Snjólaugar Ólafsdóttur á skrifstofu Norðurlandaráðs, og mun til dæmis Háskólabíó, sem verður þingstað- urinn, taka miklum stakkaskiptum á meðan. Þar verður meðai ann- ars komið upp 10 skrifstofum fyrir 140 manna starfslið og prent- smiðju til að prenta um 300 þúsund síður af þingskjölum og gögn- um. Undirbúningsfiindir þingsins verða á mánudag og þinginu lýkur föstudaginn 2. mars. Aðalsal Háskólabíós verður breytt þannig að á aðra hveija sætaröð í hluta salarins verða sett borð og hafa þau þegar verið smíðuð. 160 sæti verða með borðum fyrir framan. Að auki er þriðja hvert sæti tekið upp til þess að hægt sé að ganga á milli raða. Nokkur samskiptakerfi verða sett upp. Atkvæðagreiðslukerfi verður tekið á leigu frá útlöndum, einnig tveggja rása talkerfi fyrir túlka. Sérstakt símakerfi verður sett upp, 25 beinar línur verða þar, skiptiborð með 40 línum og telefax. Fjórir sjónvarpsskjáir verða settir upp til að hægt verði utan aðalsalar að fylgjast með umræðum. Þeim hluta nýbygingar Háskóla- bíós, sem Landsbankinn á að fá, er verið að breyta í skrifstofusvæði og verður því rými skipt með laus- um veggjum, sem verða teknir nið- ur að þinginu loknu. Þama þarf að koma fyrir borðum, stólum, lömp- erlendu gestirnir gista á hótelum í Reykjavík. Snjólaug Ólafsdóttir sagði áætl- aðan kostnað við þinghaldið vera um 20 milljónir króna, þar af greiddi Norðurlandaráð um það bil fimmtung. L Reykjavíkur- borg kaupir hluta Skála- fellsafKR BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að kaupa austurhluta skíðasvæðis KR í Skálafeili, fyrir rúmlega 44,8 milljónir króna. - Að sögn Hjörleifs Kvaran, framkvæmdastjóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar Reykjavíkurborgar, dragast styrkir borgarinnar, rúmlega 11,3 milljónir, til skíðadeildar KR á árunum 1983 til 1988, frá kaupverðinu. Af þeim 33,5 milljónum króna sem eftir standa greiðast 3,5 milljónir út við undirskrift kaupsamn- ings. Þá tekur borgin yfir 13 milljóna króna lán deildarinn- ar til fimm ára hjá Lands- banka íslands en skuldabréf til 10 ára verða gefín út fyrir 17 milljónum. Á skíðasvæðinu er þjón- ustumiðstöð, þijár skíðalyftur, stólalyfta og tvær diskalyftur, snjótroðarar og vélsleðar en skíðaskáli KR á vestursvæðinu fylgir ekki með í kaupunum. Áð sögn Hjörleifs verða á næstunni teknar upp viðræður við Bláfjallanefnd um enn frekara samstarf milli svæð- anna en þegar er fyrir hendi. um, tölvum og öðru því sem þarf til skrifstofuhalds. Alls verða um 140 manns starfandi á þéssum skrifstofum, en þær eru tíu talsins. Auk þingfulltrúanna og starfs- mannanna eru skráðir 170 frétta- menn erlendir og innlendir sem segja fréttir af þinginu, 30 til 40 heiðursgestir og loks um 350 starfs- menn ráðuneyta. Sett verður upp prentvél í Há- skólabíói til þess að prenta gögn þingsins. Búist er við að þar verði prentaðar um 300 þúsund síður á meðan þingið stendur yfir. Að auki verður eitthvað um ljósritun og loks verða margvíslegar skýrslur fyrir- liggjandi við upphaf þingsins. Nokkrar rútur verða í förum á milli gististaða þingfulltrúa og -starfsmanna og þingstaðar, auk þess sem boðið verður upp á akstur frá þingstað í Borgarleikhús þegar bókmennta- og tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent. Allir Atvinnutryggingarsj óður: Lán afgreidd til 5 fiskeldisfyrirtækja 10 til viðbótar bíða afgreiðslu Atvinnutryggingarsjóður af- greiddi á mánudaginn lán til Qórtán fyrirtækja, þar af fimm flskeldisfyrirtæþj a. Samtals nam lánsupphæðin um 440 milljónum króna. Lánin voru að mestu skuldbreyt- ingarlán. Gunnar Hilmarsson, stjórnarformaður sjóðsins, sagði við Morgunblaðið að um 270 milljónir hefðu runnið til fiskeldisfyrirtækj- anna. Önnur tíu fiskeldisfyrirtæki biðu afgreiðslu en um helmingur þeirra væri líklega of illa staddur til að sjóðurinn gæti bætt þar úr. Sjóðurinn afgreiddi einnig lán til tveggja iðnfyrirtækja og sjö fisk- vinnslufyrirtækj a. Gunnar sagði að Atvinnutrygg- ingarsjóður hefði nú úthlutað um 7.600 milljónum frá því að hann tók til starfa fyrir rúmu ári. Þar af hefur sjóðurinn veitt um 5.000 millj- ónum í skuldbreytingarlán, en um 2.700 milljónum í lán til hlutafjár- kaupa. Þar með væri að mestu búið það fé, sem sjóðurinn hefði yfir að ráða til hlutaijárkaupalána, en um 40 fyrirtæki væru óafgreidd hjá sjóðnum, mörg þeirra á loka- stigi afgreiðslu hjá hlutafjársjóði Byggðastofnunar. Apótekarafélagið gagn- rýnir Laugavegsaþótek „Persónuleg óvild,“ segir Oddur Thorarensen apótekari ODDUR Thorarensen, apótekari í Laugavegsapóteki, sagðist í gær íhuga að höfða skaðabótamál á hendur þeim sem létu birta í blöð- um yfírlýsingu vegna auglýsinga apóteksins á heimsendingu Iyfja. í yfirlýsingunni segir m.a. að þessi afgreiðslumáti lyfja skapi hættu á mistökum og sé brot á reglum um lyfjameðferð. Undir yfirlýsinguna skrifar stjórn Apótekarafélags Islands. Jón Björnsson, formaður Apó- tekarafélagsins, segir að yfirlýsing- in hafi verið samþykkt á félags- fundi 26. janúar. Betur hafi þótt fara á að apótekarar hefðu sam- starf um auglýsingar á heim- sendarþjónustu lyfja en að einn aðili tæki sig út úr. Þjónustan sé ekki sérstök fyrir Laugavegsapó- tek, í nokkur ár hafi lyfjaverslanir á höfuðborgarsvæðinu sent heim til þeirra sem um það biðja og ekki eiga heimangengt. Þessu hafi nokkrir apótekarar viljað koma á framfæri. Að sögn Jóns Ejörnssonar er það álitamál hvort auglýsingar á heim- sendingarþjónustu brjóti í bága við lyfjalög, en því er haldið fram í umræddri yfirlýsingu. Aðspurður um hvað átt sé við með því í yfirlýs- ingunni að hætta skapist á mistök- um í heimsendingarþjónustu, segir Jón að öruggara megi telja að fag- fólk afgreiði lyfin í hendur sjúkling- anna, ekki aðeins upp í sendibíl. Oddur Thorarensen í Lauga- vegsapóteki segir að heimsending- arþjónustan sé veitt með fullri heimild heilbrigðisráðuneytis og Lyfjaeftirlits ríkisins. Samkvæmt upplýsingum hans sé yfirlýsingin ekki frá stjórn Apótekarafélagsins komin, persónuleg óvild nokkurra kollega virðist búa að baki birting- arinnar. Lyfjafræðingar apóteksins hafi beðið sig að taka strangt á málinu og hann íhugi málshöfðun. Aðspurður um hvort rétt sé að stjórn Apótekarafélagsins hafi ekki komið yfirlýsingunni á framfæri við fjölmiðla, segir Jón Bjömsson að ætlunin hafi verið að birta yfir- lýsinguna. Hún hafi einungis birst degi fyrr en fyfirhugað var. Óskar Jónsson Lést af slysförum MAÐURINN, sem lést í vinnuslysi á Eiðismýri á mánudag, hét Óskar Jónsson, fæddur 4. júní 1960, til heim- ilis að Austurströnd 12, Sel- tjarnarnesi. Óskar, sem var starfsmaður Hagvirkis, lætur eftir sig eigin- konu, sem er þunguð, og þriggja ára son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.