Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990 I TOMAS Gustafson, þrefaldur ólympíumeistari í skautahlaupi frá Svíþjóð, náði aðeins 12. sæti í 5.000 metra skautahlaupi á heims- meistaramótinu sem nú stendur yfir í Innsbruck í Austurríki. Gustafson, sem er þrítugur, hafði lýst því yfír fyrir mótið að hann ætlaði að enda 13 ára keppnisferil sinn með sigri á mótinu um helg- ina. Þjálfari hans, Per Arne Nils- ■^son, sagði að svellið hefði verið of blautt og því hefði Gustafson ekki náð sínu besta. Tími hans var 34 sekúndum lakari en besti hans tími og 22 sekúndum lakari en tími hans á Evrópumótinu í síðasta mánuði. Eftir hlaupið sagðist Gustafson ekki ætla að hætta. „Ég hef ákveð- ið að vera með áfram, ekki aðeins til að vinna titilinn næsta ár, heldur til að reyna að vinna fjórðu gull- verðlaun mín á ólympíuleikunum 1992.“ ■ DMITRI Volkov frá Sovétríkj- unum náði ekki að bæta met sitt í 100 metra bringusundi á heims- bikarmótinu í Desenzano á Ítalíu um helgina eins og hann hafði ælt- ~ að sér. Volkov, sem setti heimsmet í sömu grein í 50 metra brautinni í Bonn í síðustu viku, hafði forystu allan tímann í Desenzano, en þar var keppt í 25 metra laug. Hann synti á 59,77 sek. en tími hans í Bonn var 59,30 sek. Jianhong Chen frá Kína varð annar á 1.01,26 Sek. ■ ISTVAN Bagyula frá Ung- verjalandi, sem stundar nám í George Mason háskólanum í Virg- iníu, sigraði í stangarstökki á frjáls- '^íþróttamóti innnhúss í Clevland í Bandaríkjunum á sunnudag. Bagyula, sem er aðeins 21 árs, stökk 5,50 metra. Lee McRae, heimsmethafi í 55 og 60 metra hlaupi innanhúss, náði aðeins þriðja sæti í 50 metra hlaupinu á sama móti er hann hljóp á 5,86 sek. Brian Cooper, Bandaríkjunum, sigraði á 5,73 sek. og landi hans, Greg Moses, varð annar á 5,74 sek. Steve Scott sigraði í míluhlaup á 4.01,69 mínútum og var tveimur sekúndum á undan Terry Brahm. Hollis Conway, bandaríski methaf- inn í hástökki innanhúss, stökk 2,26 metra og sigraði. SKÍÐAMENN í frönsku ölpun- um hafa fengið að kenna á því síðustu daga. Mikil snjókoma var í austurhluta Frakklands í síðustu viku og síðan fór að rigna og snjó- flóð féllu víða með þeim afleiðingum að loka varð fjölmörgum skíða- svæðum. Að sögn lögreglunnar létu 15 manns lífið í snjóflóðum í Val d’Isere og Tignes í síðustu viku. ■ ÁTTA hollenskir ólátabelgir hafa verið dæmdir til að greiða um 110 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa vaðið inná völlinn í leik Fey- enoord og Ajax í hollensku deild- inni í knattspyrnu í fyrra. Hætta varð leiknum og Feyenoord þurfti _að borga 300 þúsund króna sekt og var dæmt til að leika næsta heimaleik án áhorfenda, en það hafði í för með sér þriggja milljóna króna tekjumissi. Þetta var prófmál í hollenska réttarkerfinu og mjög mikilvægt fyrir félögin, sem geta nú lögsótt knattspyrnubullur vegna óláta. BADMINTON Broddi Kristjánsson og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu unnu Frakka 5:0 í 2. umferð á heimsmeistaramóti landsliða í Austurríki í gær. Karlaliðið nær öruggt í úrslit ÍSLENSKA karlaliðið í badmin- ton tryggði sér nær öruggt sæti í 16-liða úrslitum HM landsliða er liðið vann Frakka 5:0 í Villach í Austurríki í gær. Kvennaliðið vann Ítalíu, 5:0. Íslenska karlalandsliðið, sem vann Belgíu í fyrstu umferð á mánu- dagskvöld 4:1, átti ekki í erfiðleik- um með franska landsliðið. ísland sigraði í öllum leikjunum fimm án þess að til þyrfti að koma oddaleik- ur. ísland þarf því aðeins að vinna Norður-Kóreu í dag til að tryggja sig í 16-liða úrslit keppninnar, en Belgía sigraði Norður-Kóreu í gær, 4:1. „Það ætti að vera nokkuð öruggt að við leikum í úrslitakeppninni. Norður-Kórea virðist ekki vera með eins gott lið og við miðað við úrslit- in gegn Belgum. í úrslitunum verð- um við væntanlega í riðli með Dön- um, Sovétmönnum og Finnum. Það er því ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Við eigum enga möguleika gegn Dönum og Sovét- mönnum, en ættum að geta staðið í Finnum," sagði Friðrik Þór Hall- dórsson, fararstjóri íslenska hóps- ins. íslenska kvennaliðið, sem tapaði fyrir Búlgaríu 1:4 í fyrstu umferð, stóð sig vel í gær og lék sama leik- inn og karlaliðið, sigraði Ítalíu 5:0. íslensku stúlkurnar eiga ekki leng- ur möguleika á að komast í úrslita- keppnina því Búlgaría hefur unnið báða leiki sína. Stúlkurnar leika í dag við Belgíu. HANDKNATTLEIKUR „Erfitl að eiga við mál sem gefa fordæmi" - segirValgarðurSigurðsson, formaður Dómstóls HSI um Valsmálið „ÞAÐ er alltaf erfitt að eiga við mál sem gefa fordæmi og við munum gefa okkur góðan tíma til að líta á allar hliðar málsins áður en við fellum dóm,“ sagði Valgarður Sigurðsson, formað- ur Dómstóls HSÍ, um Valsmál- ið. Valsmenn voru kærðirfyrir að ganga af velli í leik gegn Gróttu á alþjóðlegu handknatt- leiksmóti Stjörnunnar og gætu átt á hættu að vera dæmdir í sex mánaða keppnisbann. órður Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, sagði að boðaður hefði verið fundur með Þorbirni Jenssyni, þjálfara liðs- ins, og þar ætti að ræða málið. „Þetta er í fyrsta sinn sem svona gerist hér á landi og ég held að menn hafi hreinlega ekki áttað sig á hvað þetta gæti haft í för með sér,“ sagði Þórður. Valsmenn eru efstir í 1. deildinni í handknattleik en mega illa við því að tapa stigum vegna leikbanns. Næsti leikur liðsins er 18. mars, gegn B-liði Vals í bikarkeppninni, en viku síðar er fyrsti Ieikur liðsins í deildinni, eftir heimsmeistara- keppnina.. HANDKNATTLEIKUR KA sigraði Bandaríkin Fyrstu deildarlið KA sigraði bandaríska landsliðið í handknattleik, 22:21, í vin- áttuleik sem fram fór á Akureyri í gær. Leikurinn var jafn allt frá fyrstu minútu og í leikhléi var staðan jöfn FráReyni 10:10. KA hafði frumkvæðið Eiríkssyniá í síðari hálfleik en Banda- Akureyri ríkjamenn náðu að jafna 21:21, þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Bragi Sigurðsson gerði sigurmark KA þegar rúm mínúta var til leiksloka. Mörk KA: Erlingur Kristjánsson 8/2, Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson 5/1, Karl Karlsson 3, Bragi Sig- urðsson 3, Friðjón Jónsson 1 og Pétur Bjarnason 1. Mörk Bandaríkjamanna: Teije Vants 6, Craig Fitsc- hen 6/3, Chris Cappelman 4, Matt Ryan 2, John Keller 2 og Kevin Withraw 1. Eriingur Kristjánsson skoraði átta mörk gegn bandaríska landsliðinu. LYFJAMÁL Austur-Þjóðverjar viður- kenna ólöglega lyfjanotkun LYFJANOTKUN hefur verið almenn meðal austur-þýskra íþróttamanna undanfarin fimmtán ár. Þetta er haft eft- ir tveimur austur-þýskum vísindamönnum í íþrótta- fræðum. að er staðreynd að margt besta íþróttafólk okkar hefur notað ólögleg lyf til að bæta ár- angur sinn síðustu ár,“ segir Her- mann Buhl, einn fremsti vísinda- maður Austur-Þjóðvejra í iþrótta- fræðum, sem starfað hefur í læknamiðstöðinni Leipzig. „íþróttamönnum voru gefm lyf, svo sem hormónalyf og fleira meðan á æfíngum stóð. Þessi lyfjagjöf var undir ströngu eftir- liti þjálfara og lækna. Sþrótta- menn voru jafnvel þvingaðir til að taka þessi lyf,“ sagði Buhl. Nokkrir Austur-Þjóðverjar sem hafa flúið land, hafa áður sagt að lyfjanotkun væri útbreidd með- al austur-þýskra íþróttamanna. Sjómvöld í Austur-Þýskalandi hafa hins vegar harðneitað slíkum ásökunum. Pófessor Lothar Pickengain, sem var einn af stofnendum lækn- isfræðimiðstöðvarinnar í Leipzig, staðfestir fullyrðingar Buhl. Pick- engain er fyrsti háttsetti austur- þýski vísindamaðurinn, sem býr í landinu, og viðurkennir ólöglega lyfjanotkun íþróttamanna. Hann segist vera viss um að meirihluti austur-þýskra verðlaunahafa hafi tekið ólögleg lyf. „Ég er sann- færður um að meirhluti afreks- manna í frjálsíþróttum og sundi neyttu ólöglegra lyfja,“ segir Pic- kengain. Ennfremur segir hann að lyfjaneyslan hafí aðallega farið fram á undirbúningstímabilinu, en ekki rétt fyrir stórmót. Austur-þýskir íþróttamenn hafa verið í allra fremstu röð í mörgum íþróttagreinum síðustu tuttugu árin. Á síðustu Ólympíu- leikum í Seoul 1988 unnu Aust- ur-Þjóðveijar næstflest gullverð- laun á eftir Sovétmönnum. stigs námskeið Dagana 2.-4. mars nk. efnir fræðslunefnd íþróttasam- bands fatlaðra til A-stigs fræðslunámskeiðs í íþróttum fyrir fatlaða. Fer námskeiðið fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst kl. 09.00 föstudaginn 2. mars. Tilkynna þarf þátttöku á námskeiðið til skrifstofu íþróttasamöands fatlaðra, íþróttamiðstöðinni í Laug- ardal, fyrir 23. febrúar. Síminn á skrifstofunni er (91)-83377. Þar er einnig unnt að fá allar nánari upp- lýsingar um námskeiðið. KORFUKNATTLEIK / LANDSLIÐ írar koma til íslands Islenska landsliðið í körfuknattleik leikur tvo leiki gegn írska landsliðinu 14.-15. apríl. Leikirn- ir fara fram hér á landi en írar höfðu samband við skrifstofu KKÍ og lýstu yfir áhuga á að fá leiki hér á landi. „Þeir höfðu samband við okkur og vildi endilega koma og við ákváðum að þiggja boð þeirra. Þetta kostar okkur sáralítið og það er alltaf gott að fá landsleiki,“ sagði Pétur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri KKÍ. íslendingar léku síðast gegn írum móti í Möltu í fyrra, töpuðu fyrir þeim í milliriðli en sigruðu í úrslitaleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.