Morgunblaðið - 21.02.1990, Síða 44

Morgunblaðið - 21.02.1990, Síða 44
Kringlan 5 Sími 692500 SJÓVÁtÍf jALMENNAR MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRUAR 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Frumvarp til laga um stjómun fískveiða: Mögulegt framsal afla- kvóta eykst um þriðjung Sölu fískiskipa skal tilkynna í Lögbirtingablaðinu AFNAM sóknarmarks við fiskveiðastjórnun er einn af veigameiri þáttum í frumvarpi til laga um stjórnun fiskveiða, sem í gær var lagt fram á Alþingi. Með því að stjórna veiðum eingöngu eftir aflamarki verða allar aflaheimildir framseijanlegar, sóknarmarks- skip mega ekki framselja heimildir sínar og því aukast möguleik- ar á framsali aflakvóta til frambúðar eða skemmri tíma um ná- lægt þriðjung frá því, sem er á þessu ári, sé miðað við þorsk. Hlutfall í öðrum físktegundum er svipað. Framsal aflaheimilda og úthlutun þeirra til einstakra skipa er það, sem mest er deilt um. Sjávarútvegsráðherra telur að markmið stjórnunarinnar, aukin hagræðing, náist ekki nema með víðtækum framsalsheimildum, en fúlltrúar yfirmanna á fiskiskipaflotanum vi(ja takmarka þær verulega. í fyrstu grein frumvarpsins segir að nytjastofhar á ís- landsmiðum séu sameign íslenzku þjóðarinnar. Á þessu ári er úthlutað afla- mark í þorski til fiskiskipa, 10 brúttólestir og stærri, samkvæmt reglugerð sjávarútvegsráðuneytis- ins 250.000 tonn, samkvæmt upp- lýsingum þaðan. Þar af er afla- mark sóknarmarksskipa, sem búa að auki við takmarkaða sókn, um 90.000 tonn eða 36%. Áætlaður heildarafli af þorski á árinu er hins vegar 300.000 tonn. í frum- varpinu er engin breyting á fram- sali aflakvóta hveiju sinni frá því, sem er í gildandi lögum. Til fram- sals þarf umsögn helztu hags- munaaðila, sjómannafélaga og sveitarstjóma auk staðfestingar ráðuneytisins. Hvað varðar sölu fiskiskipa og varanlegt framsal aflakvóta (aflahlutdeildar) þarf hins vegar að tilkynna í Lögbirt- ingablaðinu með mánaðar fyrir- vara, svo og hagsmunaaðilum á viðkomandi stað og fá staðfest- ingu ráðuneytisins. Til að hamla gegn ítrekuðú framsali aflakvóta er ákvæði þess efnis, að sé minna en fjórðungur af aflakvóta skips ekki nýttur með veiðum skipsins sjálfs, tvö fiskveiðiár í röð, falli aflahlutdeild þess niður. Aflahlut- deild er ákveðinn hundraðshluti hvers skips úr úthlutuðum heildar- afla og breytist sá hluti ekki, þó heildarúthlutun breytist. Leyfíleg- ur afli hvert fískveiðiár kallast hins vegar aflamark eða aflakvóti og er hann breytilegur milli ára. Aðrar meginbreytingnar frá gildandi lögum eru breytt físk- veiðiár, sem hefst fyrsta septem- ber hvert ár og stendur til loka ágústmánaðar hið næsta. Með því fellur sá tími fiskveiðiársins, sem minnst gæti verið um kvóta, á þann tíma, sem fólk er mest í sumarleyfum, en ekki á haustmán- uðina eins og nú er. Þá er gert ráð fyrir því, að lögin verði ótíma- bundin eins og flest önnur lög, veiðaeftirlitsgjald í samræmi við gildandi lög samþykkt frá Alþingi í lok síðasta árs, og kvótaálag vegna útflutnings á ísuðum þorski og ýsu hækkar úr 15% í 20%. Þá er gert ráð fyrir því að engar fisk- veiðar megi stunda á sjó án leyfls, en svo hefur aldrei verið til þessa. í ráðgjafamefnd um fiskveiði- stjórnun voru mjög skiptar skoð- anir um þau drög að frumvarpi, sem nefndin sendi frá sér. Nefnd- armenn, fulltrúar hagsmunaðila og stjórnmálaflokka þeirra, sem eiga fulltrúa á Alþingi, skrifuðu þó undir drögin, en með miklum fjölda sérálita, sem Morgunblaðið hefur áður kynnt. Miklar umræður urðu um frumvarpið á Alþingi í gær og eru þeim gerð skil á þing- síðu í dag. Sjá nánar á bls. 27. Afstað ískíðalyftu Utanríkisráðherra vill odda- mann í stjóm aflamiðlunar Treystum ekki utanríkisráðuneytinu, segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍU YFIRNEFND verðlagsráðs sjávar- útvegsins telur að bréf forsætis- ráðherra til nefndarinnar, þess efhis að utanríkisráðherra sé reiðubúinn að setja reglugerð nú þegar um stofnun aflamiðlunar, sé ófúllnægjandi. Kristján Ragn- arsson formaður LÍÚ segir að málið sé komið í sjálfheldu og all- ir málsaðilar séu sammála um að ekki verði unnt að ná samkomu- lagi um fískverð, nema niðurstaða fáist um aflamiðlunina. Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráð- herra telur á hinn bóginn að í til- boði hans felist lausn á þessu deilu- máli, en hann vill að hver hags- munaaðilanna fái einn fulltrúa í stjórn aflamiðlunar og oddamaður verði síðan valinn sem allir aðilar geti samþykkt. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ sagði að þetta mál hefði verið rætt í heilt ár án þess að nokkuð hefði gerst. Hann undraði mest að Guðmundur J. Guðmundsson virtist enga hugmynd hafa um hvað hafi falist í umræðum innan verðlags- ráðsins um aflamiðlun. Þar væri um það að ræða að upplýsingum yrði miðlað til fiskvinnslunnar um það hveijir sæktu um útflutning svo hún gæti boðið í þann afla. Slíkar upplýs- ingar hefðu aldrei fengist úr utanrík- isráðuneytinu. „Það væri fráleitt að þessi aflamiðlun heyrði undir utan- ríkisráðuneytið, utanríkisráðherra hefur talað um það í heilt ár að þetta skuli út úr sínu ráðuneyti." Fjölgun eininga í ákvæðisvinnu hækkar byggingavísitölu um 0,8% Aukningin 15,8% hjá múrurum og 8,4% hjá trésmiðum frá miðju ári 1987 HÆKKUN byggingavísitölunnar í febrúar var talsvert meiri en ráð var fyrir gert er nýgerðir kjarasamningar á vinnumarkaði voru gerðir, en vísitalan hækkaði um 2% frá janúar til febrúar. 0,8% þeirrar hækkunar eru vegna fjölgunar mælieininga í ákvæð- isvinnu undanfarna mánuði, eða frá september síðastliðnum, en hún er mjög mismunandi eftir iðngreinum. Þannig íjölgar mæli- ein- ingum í inúrverki um 5,73%, i húsasmíði um 2,17%, í dúkalögn um 4,85% og í pípulögnum um 0,67%. Mælieiningum í raflögnum fjölgaði um 3,83%. en þá fjölgun má rekja til síðastliðins vors. Verðlagsstofnun hefúr ástæður þessarar fjölgunar til athugunar að beiðni aðila vinnumarkaðarins. 8,4%, í pípulögnum 8,8%, í dúk- lögnum og veggfóðrun um 4,8%, í raflögnum um 3,8% og í máln- ingu um 0,9%. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins þýðir þetta í raun að 15,8% dýrara er að múra vísitöluhúsið í dag en var Sé þróunin skoðuð frá því í júní 1987 er nýr grunnur bygginga- vísitölu tók gildi, hefur samkvæmt upplýsingum Hagstofu íslands, sem sér um útreikning bygginga- vísitölunnar, einingum í múrverki fjölgað um 15,8%, í húsasmíði um á miðju ári 1987 og að trésmíðin sem er mæld er 8,4% dýrari, að öllu öðru óbreyttu. Taxtanefndir skipaðar þremur aðilum frá meisturum í viðkom- andi iðngrein og þremur frá svein- um sjá um að endurskoða þessi mál. í sumum tilvikum starfar hlutlaus aðili með þessum nefnd- um, en það er ekki í öllum tilvik- um. Gunnar S. Björnsson, formaður Meistara- og verktakasambands byggingarmanna, sagði aðspurð- ur að þetta þýddi í raun að greitt væri eitthvað meira fyrir verkið en var gert áður þegar mæliein- ingarnar voru færri. Það væru greiddar fleiri einingar fyrir sama verkhlutann. Að sumu leyti staf- aði það af tæknibreytingum, en sumt stafaði af því að verkið hefði þótt koma of lágt út í mælingu. Hann kvað framangreindar tölur vera nálægt lagi hvað varðaði múrara, trésmiði og málara, en rafvirkjar hefðu hins vegar hækk- að um 30-40% á þessu tímabili þegar talin væri fjölgun eininga hjá þeim og sérstakt mæligjald sem legðist ofan á einingarnar. Grétar Þorsteinsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur, og Helgi Steinar Karisson, formaður Múrarafélags Reykjavíkur, sögð- ust um kvöldmatarleytið í gær ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Kristján sagði að samstarf og eft- irlit með útflutningi ætti náttúrulega heima í fagráðuneytinu, sjávarút- vegsráðuneytinu. „Þetta verður bæði erfitt verk og mun sæta gagnrýni, við þurfum þess vegna að hafa bak- hjarl sem við höfum traust á e'n það höfum við ekki í utanríkisráðuneyt- inu,“ sagði Kristján. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sagði í gærkvöldi að það væri enginn ágreiningur út af fyrir sig um að setja á stofn aflamiðlun né um hvort fulltrúar hagsmunaaðila ættu að eiga aðild að stjórnun henn- ar. Hann sagði að þetta hefði síðast verið samþykkt fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar við gerð kjarasamning- anna. „Skýringin á því að henni hef- ur ekki enn verið komið á laggirnar er ágreiningur á milli hagsmunaað- ila. Þar til nýlega þvemeitaði stjórn LÍÚ að stjórn á siglingu fiskiskipa heyrði undir afiamiðlun. LÍÚ féllst heldur ekki á þá kröfu fiskvinnslu- fólks að fulltrúi þess ætti sæti við það borð. Það hefur þess vegna hvorki strandað á mér né ríkisstjóm- inni að koma á aflamiðlun," sagði ráðherra. Hann sagði að eftir að forsætisráð- herra hefði lagt fram bréf verðlags- ráðs á ríkisstjórnarfundi í gærmorg- un, hefði hann haft samband við fulltrúa í ráðinu og tilkynnt þeim að hann væri reiðubúinn til þess að útkljá þetta mál þegar í stað og ganga frá stofnun aflamiðlunar með einum fulltrúa frá hveijum hags- munaaðila. Hann sagði að samkomu- lag væri milli stjórnarflokkanna um að því fyrirkomulagi að yfirstjórn aflamiðlunar heyrði undir utanríkis- ráðuneytið yrði í engu breytt fyrr en ný lög um stjórnarráð íslands hefðu verið samþykkt. Sjá frétt á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.