Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990 17 Píanótónleikar _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Islandsdeild Evrópusambands píanókennara (EPTA) stóð fyrir tónleikum að Kjarvalsstöðum og að þessu sinni var það Öm Magn- ússon, sem flutti tónlist eftir Bela Bartók, Hróðmar Sigurbjömsson og Claude Debussy. Fyrsta verkið var 14 Bagatellur op. 6 eftir Bart- ók. Bagatellurnar eni eins konar tónsmíðaæfingar. Ópus 1 er Rapsódía í stíl sem kenna má við Franz Liszt og um svipað leyti gerði Bartok nokkrar þjóðlaga- raddsetningar og einnig píanó- verk fyrir börn, svo að hér má merkja hvernig tónmál hans er að losna undan áhrifum af Franz Liszt og þjóðlagatónlistin er að renna saman við nútímalegra tón- mál, sem hann nær fullum tökum á í Allegro Barbaro. Það sem einkenndi leik Arnars var feiknalega vönduð en nokkuð varfærin útfærsla á þessum elsku- legu lögum, þar sem lögð var áhersla á nákvæmni og mú- síkalska útfærslu, m.ö.o. lagt meira upp úr því að leita inn í verkin sjálf, en minna gert af því að sýna sjálfan sig í gegnum verk- in. Annað verkið á efnisskránni var Tilbrigði eftir Hróðmar Sigur- björnsson, en þetta ágæta verk hefur Örn leikið nokkrum sinnum og nú enn betur en fyrr. Síðast á efnisskránni voru 12 prelúdíur (2. hefti) eftir Debussy. Þessi meist- Örn Magnússon arastykki hafa stórpíanistamir leikið af þvílíkri tæknisnilli að telja verður það nokkuð djarft að velja þær sem viðfangsefni. Þrátt fyrir nokkra varfærni í hraðavali tekst Erni að laða fram innviðu ver- kanna með mikilli nákvæmni. Oftar en ekki má heyra píanista stefna sér fram á ystu brún leikni- getunnar en hér velur Örn að hugleiða efni verkanna og það tekst honum á einstaklega sann- ferðugan máta, svo að tónleikarn- ir í heild verða eftirminniiegir fyr- ir fallega og músíkalska túlkun og, eins og einn hljómleikagesta orðaði það, „algerlega nýjan tón“. ■ SAMTÖKUM um byggingu tónlistarhúss barst nýlega gjöf að upphæð kr. 100.000 frá Hjördísi S. Kvaran. Gjöf þessa gefur Hjördís til minningar um dóttur sina, Þuríði Kvaran, sem lést 8. mars 1984, en hefði orðið fimmtug 23. mars næstkomandi. Þuríður var mikill tónlistarunnandi og tíður gestur á tónleikum. Samtök um byggingu tónlistarhúss meta mikils þann hlýhug sem fylgir slíkri gjöf og þakka hana af heilum hug, seg- ir í frétt frá samtökunum. Cp \ i \/ f nMflrUllfflwFfan w-"' á r Hjördís S. Þuríður Kvaran Kvaran 1 9 9 Bíllinn sem geislar af 0 HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.