Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990 Fiskverkendur Til sölu sprautusöltunarvél og salt- dreifarar frá Traust hf. Upplýsingar gefur Guðmundur í síma 97-81885. hádegisverðartilboð LJÚFFENGT O G Ó D Ý R T SUPA & SALAT val i'ir 5 salalréttimi 695 kr. SUPA & PASTA val úr 10 pastaréttum 695 kr. SÚPA & BRAUÐLOKA val.úr 4 brauðlokutn 695 kr. PASTA & SALAT val itr 10 pastaréttum 650 kr. Hugsum okkur nær Til Velvakanda. Nú þegar ljóst er að við íslend- ingar ætlum að gefa kindakjöt til Rúmeníu, þá get ég ekki lengur á mér setið og mér blöskrar vægast sagt gæði okkar. Mín skoðun er sú að við ættum að hugsa okkur nær. Þá á ég við að gefa þeim íslending- um kjötið sem eiga vart ofan í sig eða á. Það er failegt og göfugt að gefa þeim sem bágt eiga og eiga um sárt að binda einhverra hluta vegna. En að þurfa að sýna mátt okkar og megin á erlendri grund þegar margir eru þurfandi hér heima finnst mér keyra um þverbak. Hjálpum þeim sem þurfa hér heima áður en við förum að dreifa mann- gæskunni út um allan heim. Ég efast ekki um að einhveijir væru til í að þiggja obbulítið brot af þessu kjöti. Það væri þó allavega ein máltíð, jafnvel tvær handa þeim sem þurfa. Svona fyrst ég er byijuð að skrifa þá er ég á þeirri skoðun að fækka beri alþingismönnum og ráðherrum. Og án efa mætti stokka upp víða í ríkisbákninu. Það er þó alltaf leið til sparnaðar, en ekki á ég von á því að svo verði; enginn vill missa sneið af sinni köku. Ef endurskipu- lagning ætti sér stað í ríkisgeiran- um og einhver afgangur yrði, þá gætum við með glöðu geði sent út um allan heim afgangsaurana. Og þá værum við vonandi búin að leysa vanda þeirra fátæku hér heima fyrst. Og svona til tilbreytingar væri í lagi að byija efst í valdapír- amídanum en ekki neðst eins og virðist vera lögmái þegar kemur að niðurskurði eða endurskipulagn- ingu. Hafdís L. Pétursdóttir Skýjakljúfur í Reykjavík Kæri Velvakandi Viltu vinsamlega birta þetta opna bréf til borgarstjóra: Sæll kæri Davíð! Ég hef fengið hugmynd, þar sem þú stendur nú alltaf í stórræðum. Hún er þessi: Byggjum 110 hæða skýjakljúf (láttu Lottóið borga) fyrir aldraða í heimin- um á stað sem ég nú nefni: á gamla Framvellinum fyrir neðan Sjómanna- skólann við Skipholt. Þakka allar þínar gjafir, en gjöf er gæfa. Svo er annað mál sem snertir borgina og ríkið. Geðlæknir sagði mér, að það kostaði 16.000 kr. á sólarhring að dvelja á sjúkrahúsi. Betra væri að auka heimahjúkrun, fækka deildum á sjúkrahúsum og hækka örorku- og ellilaun. Um leið og ég kem með þessa tillögu vil ég vekja athygli á húsnæði Geðhjálpar. Mætti líkja því við Kaliforníu (Cali- fomia is cold and damp), sem sagt húsið er kalt og hriplekt. Húsaleigan er alltaf að hækka svo við þessir „fjallaindíánar" eigum senn hvergi höfði að halla, hvorki hér né nokkurs staðar innan Banda- ríkjanna. Vinur minn og_ ég höfum þaul- hjugsað tvennt: í fyrsta lagi að byggja hitaelement yfir Reykjavík svo að fólk krókni ekki úr kulda í vetrarsnjó eins og skáldið kvað: Það eru örlög íslendings, að ösla vetrarsnjó, margur karlinn krapsins beið króknaði og dó (Leifur Jóelsson) og í öðru lagi: Byggja brýr yfir gat- namót þar senm nú loga götuvitar þannig að umferð skerist ekki á gat- namótum, sem þýðir (non stop traffic) viðstöðulausa umferð. Pálmi Orn Guðmundsson. HJÁOKKUR \ FERVELUMFÓLK \ ÍVIÐSKIPTAERINDUM! Gistiaöstaöa er glsesileg á Hótel Sögu. í herbergjunum er góö vinnuaðstaöa og öll þægindi þar fyrir hendi. A veitingastöðum okkar bjóðum við mat og þjónustu í sérflokki og fundaraðstaða á hótelinu er eins og best veröur á kosið. Hafðu samband í síma 29900. Leítið til okkar SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.