Morgunblaðið - 21.02.1990, Side 26

Morgunblaðið - 21.02.1990, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990 Getur orðið býsna spennandi verkefini - segir Erling Aðalsteinsson klæðskeri sem hlaut fyrstu verðlaun í hugmynda- samkeppni atvinnumálanefiidar „ÉG HEF gengið raeð þessa hug- mynd í kollinum alla tíð frá því ég byxjaði í þessu starfi, þetta er eini raunverulegi möguleikinn í fataframleiðslu hér,“ sagði Erl- ing Aðalsteinsson klæðskeri, en hugmynd hans um sérhæfða buxnaverksmiðju hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni atvinnumálanefiidar. Erling Aðalsteinsson hefur rekið Herrabúðina á Akureyri í tæp fimm ár auk þess sem hann rekur tísku- verslunina Amor, en áður var Erling með verslunarrekstur í Reykjavík. Hugmyndin gerir ráð fyrir að framleiðslugeta verksmiðjunnar yrði um 25 þúsund buxur á ári og við verksmiðjuna gætu starfað 16-18 manns. Erling hélt utan til Þýskalands í morgun, en þar ætlaði hann m.a. að skoða sérhæfðar vélar til framleiðslunnar og ræða við for- svarsmenn fataverksmiðju þar í landi um framleiðsluna og hvort hugsanlega geti orðið um samstarf þessara aðila að ræða. Þá yrði að kanna vélakost þann sem fyrir hendi er hér á landi og á hvaða verði hægt yrði að fá þær á. „Þetta getur orðið býsna spennandi verk- efni og er framleiðslan er góð ætti slíkt fyrirtæki að geta gengið,“ sagði Erling. Morgunblaðið/Rúnar Þór Erling Aðalsteinsson klæðskeri hlaut fyrstu verðlaun í hug- myndasamkeppni atvinnumála- nefndar fyrir hugmynd sína um að setja upp verksmiðju sem sér- hæfði sig í framleiðslu á buxum. Buxnaverksmiðja, minjagripamiðstöð, málmsteypa sem framleiddi listmuni og smyrsl úr vallhumli voru þær hugmyndir sem hlutu verðlaun í hugmyndasamkeppni atvinnumálanefndar Akureyrar. Á myndinni eru verðlaunahafar ásamt Hólmsteini Hólmsteinssyni formanni nefndarinnar og starfsmönnum hennar. Verðlaun veitt í hugmyndasamkeppni atvinnumálanefiidar: Buxnaverksmiðja og smyrsl úr vallhumli Opnir dagar í VMA: Um 400 sóttu fyr- irlestur um kynlíf OPNIR dagar standa nú yfir í Verkmenntaskólanum á Akureyri og eru fjölmörg atriði á dagskránni. Fyrirlestur Jónu Ingibjargar Jóns- dóttur kynfræðings sem haldinn var í gær vakti mikla athygli og sátu hann hátt í 400 nemendur skólans. Á dagskrá í dag er fyrirlestur Sigrúnar Stefánsdóttur um fjöl- miðla. Þá verður gengið á Súlur, haldin matvælakynning, handíða- sýning, fræðsla um brunavarnir, fallhlífarstökksnámskeið, og ljóða- kvöld. Þá verður borðhaldsnámskeið, útreiðartúr á vegum félagsskaparins „Fram úr hófi“ og atvinnumálafund- ur. Keppt verður í hárgreiðslu og boðið upp á líkamsrækt. Málefni Palestínumanna verða kynnt og sýnd verður ný íslensk stuttmynd. Félags- skapurinn Ljós í myrkri, heldur mið- nætursamkomu. Fyrirhugaðri ferð í Mývatnssveit á vegum Opinna daga var frestað vegna ófærðar. Þá er óvíst hvort tekst að komast að Hólum í Hjaltad- al, en þangað stóð til að fara í dag. ERLING Aðalsteinsson klæðskeri á Akureyri hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni atvinnumálanefiidar Akureyrar fyrir hug- mynd sína um að setja á fót Verksmiðju er sérhæfði sig í framleiðslu á buxum. Úrslit í samkeppninni voru kynnt í fyrradag, en alls bár- ust 35 hugmyndir í keppnina. Tilgangur keppninnar var að fá fram hugmyndir sem orðið gætu grundvöllur að stofiiun nýrra fyrirtækja eða þáttur í starfsemi núverandi fyrirtækja á Akureyri og markmið- ið var að auka fjölbreytni starfa í bænum. Veitt voru þrenn verðlaun auk sérstakra aukaverðlauna. Erling Aðalsteinsson klæðskeri hlaut fyrstu verðlaun, 300 þúsund krónur, fyrir hugmynd sína um sér- hæfða buxnaverksmiðju. Gert er ráð fyrir í hugmyndinni að sett yrði á fót verksmiðja sem sérhæfði sig í framleiðslu á buxum og yrði fram- leiðslan á þeirrrlínu sem ekki er mjög háð tískusveiflum. Þá kemur fram að mikilvægt sé að vera í samstarf við erlenda aðila í sams- konar framleiðslu, m.a. varðandi snið og innkaup á efni. Að mati dómnefndar eru forsendur til að koma slíkri framleiðslu á fót á Akureyri, m.a. er fyrir hendi sér- Skákþingi Akureyrar lokið: Rúnar Sigurpálsson varð skákmeistari Akureyrar RÚNAR Sigurpálsson varð skákmeistari Akureyrar, en Skákþingi Akureyrar lauk á mánudagskvöld, þegar tefldar voru biðskákir úr siðustu umferð. Eftir jafiia og tvísýna keppni í A-flokki urðu þeir jafiiir og efstir Rúnar Sigurpálsson og Magnús Pálmi Örnólfs- son með 6 'A vinning af 9 mögulegum. Magnús Pálmi er frá Bolung- arvík og keppti sem gestur á mótinu og varð Rúnar því Skák- meistari Akureyrar, en hann er nýlega orðinn 17 ára og sá yngsti sem hlotið hefiir þennan titil síðan keppnin hófst, eða frá 1920. í öðru sæti í A-flokki varð Bogi Pálsson með 6 vinninga, Gylfi Þórhallsson varð í þriðja sæti með 5'/a vinning og í 5-6 sæti urðu Jakob Kristinsson og Reimar Pét- ursson með 4 ‘A vinning. í B-flokki sigraði Stefán Andr- ésson frá Bolungarvík með 7 vinn- inga af 9 mögulegum. Örvar Amgrímsson varð í öðru sæti með 6 ‘A vinning og í 3.-4. sæti urðu Smári Teitsson og Þorleifur Karls- son með 6 vinninga. Júlíus Björns- son fékk 5 vinninga og varð í fímmta sæti. Af 90 skákum í A og B-flokki lyktaði aðeins 20 skákum með jafntefli. Akureyrarmeistari í unglinga- flokki varð Þorleifur Karlsson með 6'/z vinning af 7 mögulegum. Smári Teitsson o£ Örvar Arngr- ímsson urðu í 2.-3. sæti með 5 'A vinning og í 4.-5. sæti urðu Pétur Grétarsson og Bjarki Albertsson með 3 ‘A vinning. Keppni í dren- gjaflokki var mjög tvísýn og fór fram aukakeppni um efsta sætið. í 1.-3. sæti urðu efstir og jafnir Páll Þórsson, Magnús Ásbjörns- son og Einar Jón Gunnarsson með 10'A vinning af 13 mögulegum. í fjórða sæti varð Gestur Einars- Rúnar Sigurpálsson son með 10 vinninga og Hafþór Einarsson og Halldór Ingi Kára- son urðu í 5.-6. sæti með 9 ‘A vinn- ing. í aukakeppni sigraði Páll ör- ugglega og Magnús varð annar. Keppendur á mótinu voru alls 42. þekking frumkvöðuls, gott og stöð- ugt vinnuafl, hefð í fataiðnaði og húsnæði og myndi framleiðslan falla vel að atvinnulífi bæjarins. Einnig kemur fram að stofnkostn- aður ætti ekki að vera mikill og athygli er vakin á því að með notk- un tölvutækni við hönnun, gerð sniða og niðurefnun opnast nýir möguleikar. Tvær svipaðar hugmyndir komu fram um að setja upp nokkurs kon- ar minjagripamiðstöð, sem þrjá konur sendu inn, en þær skiptu á milli sín öðrum verðlaunum, 200 þúsund krónum. Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Guðrún H. Bjamadóttir frá Akureyri sendu sameiginlega inn slíka tillögu og Halla Björk Reynisdóttir sendi einn- ig inn svipaða tillögu. Hugmyndirn- ar miða að því að koma skipulagi á framleiðslu og markaðssetningu minjagripa og er gert ráð fyrir því að nýta fyrst og fremst íslenskt hráefni og íslenska kunnáttu og áhersla lögð á varðveislu íslenskra þjóðhátta. Að mati dómnefndar gæti slík starfsemi skapað þó nokk- ur störf, hún myndi virkja vinnuafl heimavinnandi fólks, m.a. eldra fólks og fólks með skerta starfsorku og einnig fólks til sveita. Tveir karlar, þeir Jóhann Þórsson Seltjarnamesi og Gunnar St. Gísla- son hlutu þriðju verðlaun, krónur 100 þúsund fyrir hugmynd sína um að setja á fót málmsteypu sem framleiddi listmuni, minja- og verð- launagripi, mestmegnis úr áli. Jon- athan Roy Byron frá Akureyri hlaut aukaviðurkenningu fyrir hugmynd sína um framleiðslu á smyrsli úr vallhumli, sem er þekktur sem góð lækningajurt og af honum vex gnótt í Eyjafirði. Honum er hægt að safna, þurrka og búa til smyrsl, en eftirspurn eftir náttúrulegum vör- um hefur aukist mjög. Smyrsl úr vallhumli er hvergi framleitt eins og er. Bæjarstjórn Akureyrar: Tóbakströð skal heita Steinatröð TILLAGA byggingarnefiidar um heiti á nýrri götu vestan Spítalaveg- ar varð tilefiii skriflegrar atkvæðagreiðslu í bæjarstjórn Akureyrar, en bæjarráð hafði ekki fellt sig við þá tillögu neíhdarinnar að önnur gatan af tveimur skyldi heita Tóbakströð. Baijarstjórn var hins vegar sammála um ágæti nafiigiftar efri götunnar, en sú heitir Tónatröð. Bygginganefnd lagði til á fundi lagði til að fram færi skrifleg at- sínum nýlega að tvær nýjar götur vestan Spitalavegar, neðan FSA skyldu heita Tóbakströð og Tóna- tröð. Sú síðamefnda í höfuðið á þekktum söngvurum sem þar hafa búið, en vísað er í heimsfrægt nafn á þeirri fyrrnefndu. Bæjarráð lagði til að í stað Tób- akstraðar skyldi gatan heita Stekkjatröð. í umræðum um heiti götunnar kom fram tillaga um að vísa liðnum aftur til bæjarráðs, en hún var felld með sex atkvæðum gegn fjórum. Sigríður Stefánsdóttir kvæðagreiðsla um málið og minnti á tillögu sem hún hafði flutt í bæjar- ráði um að gatan hlyti nafnið Steina- tröð. Gísli Bragi Hjartarson kom fram með tillögu um að gatna fengi nafn- ið Tóbaks-Steinatröð og vísaði til þekkts borgara á Akureyri. Skrifleg atkvæðagreiðsla um götuheitið fór þannig að fimm sögðu Steinatröð, þrír Stekkjatröð, tveir Tóbakströð og einn Tóbaks-Steinatröð. Gatan mun því hljóta heitið Steinatröð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.