Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRUAR 1990 15 mikla og sterka fjölmiðli sem sjón- varpið er. Könnun eins og hér er lögð til krefst þess að ofbeldið sé skilgreint. Það getur vafist fyrir- mönnum en það er nauðsynlegt til þessa ð vekja umhugsun um og útiloka ofbeldi. Hlutverk Kvik- myndaeftirlits ríkisins er m.a. fólg- ið í því að skilgreina og útiloka ofbeldi en starfsmenn þess hafa um margra ára skeið unnið afar mikilvægt starf þrátt fyrir mjög þröngan fjárhag og bágborinn tækjakost. Brýna nauðsyn ber til að veita raunhæfar fjárupphæðir til rekstrar þessarar starfsemi og stjórnvöld bera bæði ábyrgð og skyldur í þessum efnum. Þeim ber að framfylgja lögum um bann við ofbeldiskvikmyndum nr. 33/1983 og þeim ber í víðtækum skilningi að standa vörð um þau réttindi barna að vera vernduð gegn of- beldi. Eftir að lögin um bann við ofbeldiskvikmyndum gengu í gildi, hefur Kvikmyndaeftirlitið bannað um það bil 100 kvikmyndir sem samkvæmt skilgreiningu laganna teljast ofbeldismyndir. Helsti ávinningur af setningu þessara laga var sá að innflutning- ur grófra ofbeldismynda snar- minnkaði og jafnt framleiðendur ytra sem innflytjendur hér heima vita af þessum lögum og reyna að halda sig innan löglegra marka. Efni þessarar tillögu hlaut góðar undirtektir í umræðum á Alþingi þó ekki væru margir þingmenn viðstaddir. Einnig tók mennta- málaráðherra vel undir efni tillög- unnar. Það er von okkar Kvenna- listakvenna að hún nái fram að ganga og megi stuðla að því að vernda börn gegn óhóflegu ofbeldi í umhverfi sínu. Ilöfundur er þingkona Kvennalistans. Þ.Þ0RGRÍMSS0N&C0 ARMA PLAST ÁRMÚLA 1 6 OG 29, S. 38640 SKIPA PLÖTUR - INNRÉTTINGAR SKIPAPLÖTUR í LESTAR BORO-SERVANT PLÖTUR IWCHÓLF ME0 HURÐ BAÐHERBERGISÞIUUR LAMETT Á GÓLF - BORÐPLÖTUR NORSK VIÐURKENND HÁGÆÐA VARA Þ.ÞORGBlHSSON&CO Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640 KYOLIC Eini alveg lyktarlausi hvítlaukurinn. 2ja ára kælltæknivinnsla (20 mán. + 4 mán.) sem á engan sinn líka í veröldinni. Hefur meiri áhrif en hrár hvítlaukur. Er gæðaprófaöur 250 sinnum á framleiðslutímanum. Á að baki 35 ára stööugar rann- sóknir japanskra vísindamanna. Lífrænt ræktaður í ómenguðum jarðvegi án tilbúins áburðar eöa skordýraeiturs. Öll önnur hvítlauksframleiösla notar hitameðferð. Hiti eyðileggur hvata og virk efna- sambönd (hvítlauk og ónýtir heilsubætandi áhrif hans. - KYOLIC DAGLEGA - Þaö gerir gæfumuninn KYOLIC fæst í heilsuvöru- og lyfja- verslunum og víðar. Heildsölubirgðir LOGALAND heildverslun, Símar 1 -28-04. Heilahimnubólgufar- aldur í Uganda: Ferðamenn þurfa bólusetningn ALVARLEGUR heilahimnu- bólgufaraldur hefur brotizt út í Mið-Afríkuríkinu Uganda, og er ferðamönnum ráðlagt að verða sér úti um bólusetningu, sé ferð- inni heitið þangað. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði í samtali við Morgunblaðið að það væru einkum börn, sem þyrftu bólu- setningar við, en fullorðnir ættu varla á hættu að smitast af heila- himnubólgunni. Fólk getur snúið sér til Heilsuvemdarstöðvarinnar í Reykjavík eða til heilsugæzlulækna til að fá vörn við sjúkdómnum. T I M Rl E M A N A Vomátnskeið verður haldið á vegum Stjórn- tmarfélags íslands mánudag og þriðjudag, 26. og 27.febrúar n.k. kl. 9-18 á Hótel Loft- leiðum. Leiðbeinandi er hitt vinsœla Attne Bögelund-Jensen, yftrleiðbeinandi hjá Tittte Manager International. G E R Skráning stendur yfir i síma 621066 Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 Hefurþig aldrei langað tilað reyna eitthvað nýtt, kynnastöðrum heimsálfum og öðruvísi fólki? Um páskana liggurleiðin til Thailands, í sextán daga ógleymanlega ævintýraferð. Töfrar Thailands 5. apríl verður flogið til Kaupmanna- hafnar, stigið upp í þægilega breiðþotu SAS og ekki lent fyrr en í Bangkok. Þar verður gist í 2 nætur á fyrsta flokks hóteli, HótelMenam. Boðið verðurupp á skoðunarferðir til markverðustu hluta Bangkokborgarog nágrennis, t.d. á fljótandi markað, í konungshöllina og í hof Gullbuddans. Við fljúgum í skoðunarferð tilChiangMai 8. apríl fljúgum við til hinnarfornu höfuðborgar Thailands, Chiang Mai, við rætur Himalayafjalla. Þarerdvalið í 5 daga og gistáglæsihótelinu Mae-Ping, um leið og færigefstáað kynnast landi og þjóð frá gjörólíkri hlið. Síðan liggur leiðin til Pattaya strandarinnar - perlu austursins -þar sem dvalið verður í 7 næturá hinu vinatega fyrsta flokks hóteli Siam Bayview. Enn erboðið upp á skoðunarferðir, enda afnógu að taka. Auðvitað geturðu tekið það rólega á gullinni ströndinni og notið veðursins eða nýtt hin endalausu tækifæri til vatnasports, verslunar og skemmtunar sem þérbjóðast í Pattaya. Reglan er: Þú hefurþað alveg eins og þú vilt. Veður- og verðlag: Frábært! Veðurerákjósanlegtáþessum tíma, hitastigið 23-30gráðurog hægir Monsúnvindar úr norð-austri. Verðlag er með ólíkindum lágt og Thailendingar viðræðugóðir kaupmenn, þannigað hægt erað gera reyfarakaup á handverki í skartgripa-, list- og fataiðnaði. Þú geturmeira að segja prúttað um leigubílinn! Nú er tækifærið til að láta drauminn rætast: Að heimsækja Asíu. í þessari ævintýraferð hjálpar allt til við að gera þér hana ógleymanlega - þú lofar þér örugglega að fara einhverntíma aftur! Verðí tvíbýlikr. Verð í einbýlikr. 119.795,- 141.300,- Verð miðast við staðgreiðslu og gengi 10. janúar 1990. Innifalið í verði erflug, gisting með morgunverði, íslensk fararstjórn og allur akstur í Thailandi. Brottför: 5. apríl. Heimkoma: 20. apríl. Fararstjóri: Svavar Lárusson. Ath. Hægt er aö framlengja dvöl í Singapore. Láttu drauminn um ævintýraferdina rætast um páskana m/s/is Samvinnuferóir-Landsýn Reykjavík: Austurstræti 12, s. 91 -691010, Innanlandsferðir, s. 91 -691070, póstfax 91 -27796, telex 2241, Hótel Sögu við Hagatorg, S. 91 -622277, póstfax 91 -623980. Akureyri: Skipagötu 14, s. 96-27200, póstfax 96-27588, telex 2195.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.