Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 35
35 MORGUNBtAÐIÐ MIÐVIKUDAQUR 21. FEBRÚAR 1990 Kveðjuorð: Benedikt Guðmunds- son, Staðarbakka Benedikt Guðmundsson bóndi á Staðarbakka lést í sjúkrahúsinu á Hvammstanga að morgni 17. jan- úar sl. á 85. aldursári. Hann hafði kennt sér lasleika um nokkurn tíma. Eigi að síður kom fráfall hans á óvart eins og oft vill verða þegar fólk er kvatt burt af þessum heimi. Tveim dögum fyrir andlát Benedikts heimsótti ég hann að Staðarbakka, hann hafði þá dag- inn áður komið heim af sjúkrahús- inu á Hvammstanga eftir nokkurra daga veru þar. Hann var þá hress og eins og ætíð áður fróðlegt og gaman við hann að ræða. Þegar góður vinur hverfur héðan á braut þyrpast fram minningar lið- inna daga sambland af trega og eftirsjá eftir ónotuðum tækifærum til samvista. Við fráfall þessa mæta manns hverfur af sjónarsviðinu litríkur sveitahöfðingi og drengur góður sem ætíð reyndi að leysa hvers manns vanda ef til hans var leitað og vann ómetanleg störf fyr- ir sveit sína og hérað. Benedikt fæddist 30. nóvember 1905 í Hnausakoti í V-Hún. Hann var sonur hjónanna Guðmundar Gíslasonar bónda þar og síðar bónda og hreppstjóra á Staðar- bakka og konu hans Margrétar Elísabetar Benediktsdóttur. Bene- dikt fluttist með foreldrum sínum að Staðarbakka 1907 og hefur átt þar heimili æ síðan. Hann stundaði nám við Bænda- skólann á Hvanneyri og varð bú- fræðingur þaðan 1931. Eftir lát föður síns 1930 stóð hann ásamt Gísla bróður sínum fyrir búi móður sinnar til ársins 1945 er hann ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Magnúsdótt- ur frá Torfastöðum í Núpsdal hóf búskap á hálfri jörðinni Staðar- bakka og ráku þar myndarbú þar til fyrir nokkrum árum að sonur þeirra Rafn tók við jörðinni. Benedikt gegndi fjölda trúnaðar- starfa fyrir sveit sína og hérað og verður hér aðeins fátt eitt nefnt: Hann átti sæti í hreppsnefnd Ytri- Torfustaðahrepps í 25 ár og var oddviti hennar í mörg ár. I sýslu- nefnd V-Hún. frá 1961-1978, hreppstjóri Ytri-Torfustaðahrepps í 12 ár. Fulltrúi á fundum Stéttar- sambands bænda og Búnaðarsam- bands V-Hún. um ijölda ára. For- maður fasteignamatsnefndar V-Hún. í stjóm Sparisjóðs Vestur- Hún. og í stjórn Veiðifélags Mið- firðinga frá 1938-1973 þar af í ijórðung aldar formaður. Öllum þessum störfum ásamt ijölda annarra starfa sem honum voru falin gegndi Benedikt af trú- mennsku og alúð. Honum var sér- staklega lagið að setja niður deilur og ganga þannig frá málum að all- ir mættu vel við una. Hann var rökfastur og hélt vel á sínu máli og óragur að láta sínar skoðanir í ljósi. Hann var víðlesinn og marg- fróður og miðlaði þar mörgum af, því andlegu lífsþreki og skýrri hugs- un hélt hann til hinstu stundar. Þegar Ungmennafélagið Grettir var stofnað 1928 þótti Benedikt sjálfsagður formaður þess og þar vann hann mikið og óeigingjarnt brautryðjendastarf og undir hans stjórn starfaði félagið að ýmsum framfara- og menningarmálum. Hann var þátttakandi í flestum þeim leiksýningum sem ungmenna- félagið stóð fyrir allt frá þeirri fyrstu til hinnar síðustu. Benedikt hafði mikla ánægju af söng og var í Karlakór Miðfirðinga og kirkjukór um margra ára skeið. Á Staðarbakka hefur verið kirkja um langa tíð. Sú kirkja sem þar stendur nú verður 100 ára á þessu ári. Benedikt var safnaðarfulltrúi og í sóknarnefnd Staðarbakkasókn- ar í fjölda ára og lengst af formað- ur. Hann annaðist málefni kirkjunn- ar eins og allt annað af sérstakri alúð og umhyggju. Þau hjón Bene- dikt og Ásdís beittu sér fyrir því að kirkjan var að verulegu Ieyti endurbyggð fyrir nokkrum árum og dreg ég í efa að það verk hefði verið unnið ef áhugi og framtak þeirra hjóna fyrir því verki hefði ekki komið til. Ætíð stóð heimili þeirra hjóna opið öllum kirkjugest- um. Þar var tekið á móti gestum af hlýhug og einlægni og þeim boð- ið að veisluborði. Benedikt var maður hógvær og hið mesta prúðmenni í allri fram- komu, greindur vel, góðlátlega glettinn, vinsæll og vinmargur enda var hjálpfýsi hans og drenglund viðbrugðið. Þau Benedikt og Ásdís eignuðust ögur börn. Þau eru: Margrét, gift lafi H. Jóhannssyni, búsett í Reykjavík. Ingimundur, kvæntur Matthildi Sverrisdóttur, búsett í Reykjavík, Jón Magnús, kvæntur Þorbjörgu Ólafsdóttur, búsett í Mosfellsbæ og Rafn, kvæntur Ingi- björgu Þórarinsdóttur, bóndi á Staðarbakka. Benedikt gaf börnum sínum gott veganesti út í lífíð, það hafa þau sýnt því öll eru þau hinir mætustu þjóðfélagsþegnar. Lokið er löngum og gifturíkum ferli og eftir standa merkin um ómetanleg störf og margir munu minnast með hlýjum hug hins mæta manns og sveitahöfðingja sem nú er horfinn okkur á vit almættisins. Þeim Staðarbakkahjónum færi ég og fjölskylda mín innilegar þakk- ir fyrir hlýhug og velvilja í okkar garð. Einnig þakka ég þeim fyrir þá ræktarsemi sem þau ætíð sýndu foreldrum mínum. Ég kveð Benedikt með virðingu og þakka honum samstarfið á liðn- um árum. Blessuð sé minning hans. Ásdísi og börnum þeirra og vandamönnum sendum við hjónin einlægar samúðarkveðjur. Jóh. Björnsson Þegar mér barst þau tíðindi, að Benedikt Guðmundsson á Staðar- bakka væri allur, setti mig hljóðan. Ég hafði ekki þekkt hann lengi, aðeins síðustu 14 ár ævi hans. Samt fann ég til verulegs tómleika við fregnina og fann einnig að nú var genginn maður, sem hafði haft veruleg áhrif á umhverfi sitt. Um hugann þutu ýmis samskipti í gegn- um árin, við þennan góða og greinda mann. Kynni okkar hófust veturinn 1976-77 þegar við lékum saman í leikritinu „Landabrugg og ást“ sem sett var upp á vegum UMF Grettis. Þá var Benedikt kominn á áttræðisaldur. Samt var hann hrók- ur alls fagnaðar, með sinni hæ- verska „húmor“ og kitlandi hlátur sem kom öllum í gott skap. Á sama tíma vann ég við nýbyggingu Rafns, sonar hans og var í fæði hjá þeim hjónum Ásdísi og Benedikt. Um margt var þá spjallað og þá helst um sögu liðinna tíma í Miðfjarðar- sveitum. Benedikt var víðlesinn maður og haugsjór af fróðleik. Þeg- ar komið var inn á málefni sveitar- innar og þjóðfélagsmál, fann maður að þar fór traustur maður með fast- mótaðar skoðanir. Með sinni ein- stöku hógværð og rökfestu bar maður ósjálfrátt mikla virðingu fyr- ir þessum mæta manni. Eru mér þessar stundir í eldhúsinu á Staðar- bakka ákaflega hugljúfar. Eftir að við hjónin fluttum úr Miðfirði, vest- ur til Súgandafjarðar, höfum við alltaf reynt að koma við á Staðar- bakka, þiggja kaffi og meðlæti og ræða málin. Það hafa ævinlega verið ánægjulegar stundir og til- hlökkunarefni. Með þessum fátæk- legu orðum vil ég kveðja öðlings- manninn og sveitarhöfðingjann Benedikt Guðmundsson. Ég og fjöl- skylda mín vottum Ásdísi, börnum og fjölskyldum þeirra innilegustu samúð og biðjum þeim Guðs bless- unar. Ragnar Jörundsson ATHYGLISVERÐASTA AUGLÝSING ÁRSINS 1989 Auglýsingasamkeppni ÍMARK, íslenska markaðsklúbbsins, verður haldin föstudaginn 23. febrúar kl. 16:00 í Borgarleikhúsinu. ímarkfélagar, fólk sem starfar á sviði auglýsinga- og markaðsmála og annað áhugafólk—fjölmennið! Gefendur verðlauna í ár eru: Fróði hf., íslenska útvarpsfélagið, Morgunblaðið, Póstur og sími, Prentsmiðjan Oddi, Stöð 2, Útflutningsráð íslands, Verslunarráð íslands. • Kynnir: Gísli Blöndal. • Flosi Ólafsson flytur ávarp. • Heiðursgestur: Gylfi Þ. Gíslason. Að lokinni verðlaunaafhendingu verður boðið uppáléttarveitingar. IMARK* (SLENSKI MARKAÐSKLÚBBURINN SÍÐASTA VIKA ÚTSÖLUNNAR — Meiri há.tta.r verðlækkun — 40% afsláttur af öllum HSlRIRíRl IRÍÍKII GaAJNiT vörum. SNORRABRAUT 56 SÍM11 35 05

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.