Morgunblaðið - 21.02.1990, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 21.02.1990, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990 27 Stjórnarfrumvarp um stjórnun fiskveiða; Byggir að meginstoftii á núverandi fískveiðistefhu - segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra FRUMVARP ríkissljórnarinnar að lögum um stjómun fiskveiða var tekið til umræðu í efri deild Alþingis í gær. Meginatriði frumvarpsins em þau að halda kvótakerfínu áfram, gildistími er ótakmarkaður, sett eru mörk við tómstundaveiðum, byrjun fiskveiðiárs er færð til 1. september, framsal aflaheimilda verður áfram heimilt, sóknarmark er afnumið og kvótaálag vegna ferskfiskútflutnings er hækkað úr 15% í 20%. Mjög skiptar skoðanir eru í efri deild vegna frumvarpsins. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra mælti í gær í efri deild fyrir stjórnarfrumvarpi til laga um stjóm fiskveiða. Halldór gerði nokkra grein fyrir aðdraganda frumvarpsins; litið hefði út fyrir það á síðustu stigum starfs þeirrar nefndar sem að frumvarpinu vann, að samstaða myndi nást um texta frumvarþsins. Þegar á átti að herða reyndust sjónarmið nokkuð ólík og margir nefndarmanna í hinni 24 manna nefnd hefðu skilað sérá- liti og ylli það vonbrigðum. „Um ýmis veigamikil atriði frumvarpsins var hins vegar samstaða." Frumvarpið byggir á þeim grunni sem lagður hefur með fiskveiðistjórn undanfarinna ára. „Það byggir á þeirri meginhugsun að fiskveiðum skuli stjórnað með úthlutun afla- heimilda á sérhvert skip sem liggi fyrir í upphafi hvers veiðitímabils." Ráðherra sagði hins vegar vera lagð- ar til viðamiklar breytingar á ein- stökum þáttum fiskveiðistjórnunar- innar. Vék ráðherra að þeim. Lagt er til að lögin um stjórnun fiskveiða séu ótímabundin í stað þess að gilda til ákveðins tíma eins og áður var. Augljóst væri þvílíkt óhagræði stafaði af stuttum gild- istíma, þar eð þeir sem störfuðu að sjávarútvegi þyrftu að gera áætlanir til langs tíma. „Er það hafið yfir allan vafa að langur gildistími er forsenda þess að það hagræði náist sem stefnt er að með frumvarpinu, til dæmis varðandi flotastærð." Hall- dór tók fram að með þessu væri Alþingi ekki að binda hendur sínar til frambúðar. Reglur þær sem gilt hafa um end- urnýjun fiskiskipaflotans munu gilda áfram en auk þess munu þær sam- kvæmt frumvarpinu einnig ná til báta undir 6 brúttólestum, að því er snerti veiðar í atvinnuskyni. Ástæðan er mikil fjölgun smábáta. í frumvarpinu er lagt til að allar veiðar smábáta í atvinnuskyni verði framvegis bundnar sérstökum veiði- leyfum. Einnig eru settar sérstakar reglur um tómstundaveiðar, til að takmarka fjölda atvinnumanna. „Er þar lagt til að frístundaveiðimönnum verði einungis heimilað að veiða físk til eigin neyslu þannig að þeim verði bannað að selja hann eða fénýta á annan hátt.“ Halldór greindi og frá því að lagt væri til að komið yrði á fót nokkurs konar skráningarskyldu þessara aðila með því að gera kröfur til þess að þeir fái tómstundaveiði- leyfi. í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að sóknarmarkið verði afnumið og sérreglum um veiðar smábáta fækkað verulega. Sagði Halldór að sóknarmarkið hefði valdið því að aflaheimildir færðust til frambúðar á milli skipa. „Fullvíst má telja að reglur um sóknarmark hafi átt mest- an þátt í því áð sú hagkvæmni sem hægt er að ná með kvótakerfinu hefur ekki náðst að fullu. Auk þess að hvetja til óþarfa íjárfestinga í fiskiskipum þá hefur sóknarmarkið valdið mikilli óvissu um heildarafla og verið helsti skekkjuvaldurinn í spám um heildaraflamagn. Gerð er tillaga um það að físk- veiðiárið fyrir botnfisk hefjist 1. september ár hvert og ljúki 31. ágúst ári seinna. Taldi ráðherra vera hér á ferðinni róttæka breytingu sem hefði í för með sér ótvíræða kosti í allri áætlanagerð. Um framsal aflamarks gilda áfram svipaðar reglur. „Þó er gerð ein breyting þess efnis að sé minna en 25% af aflamarki skips ekki nýtt með veiðum skipsins sjálfs tvö fisk- veiðiár í röð fellur aflahlutdeild nið- ur.“ Ráðherra taldi það augljóst að hagkvæmni í fiskiskipaflotanum næðist ekki nema með því að veita víðtækar heimildir til að færa afla- heimildir varanlega á milli skipa. „Framseljanlegar veiðiheimildir eru því grundvallaratriði í þessum tillög- um um fiskveiðistjórn." Ráðherra gat þess loks að sam- komulag væri um það í ráðgjafar- nefndinni að álag vegna útflutnings á þorski og ýsu hækkaði úr 15% í 20%. Slæm reynsla af kvótakerfinu Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S/Vf) kvaðst vera sammála sjávar- útvegsráðherra um það að hér væri um að ræða mikilvægt mál fyrir framtíð íslands. Vandinn sem við væri að etja; sóknargeta fiskiskipa- flotans væri meiri en veiðiþol fiski- stofnanna; annaðhvort yrði að tak- marka fiskiskipaflotann eða tak- marka not fískiskipanna. „Geta menn gert sér í hugarlund hvort er hagstæðara?“ Þorvaldur sagði tvennt grundvallaratriði í sjávarút- vegsstefnunni: Verndun fiskistofn- anna og hámarksnýtingu fiskiskipa- flotans. Reynslan af kvótakerfinu væri hins vegar hin mesta hrakfalla- saga; afrakstur fiskveiða hafi minnkað, verndun fiskveiða hrakað og veiðiþolið minnkað. Þorvaldur gerði grein fyrir þróun mála fyrir og eftir að kvótakerfið var tekið upp með lögum 1983. Á árabilinu hefði fiskiskipum fækkað um 71 en fjölgað um 121 á árabilinu 1984 til 1988. Á fyrra árabilinu hefði verið farið 64.000 tonn fram yfir tillögur fiskifræðinga en á því síðara 691.000 tonn. „Þjóðhagstofn- un hefur reiknað út að árið 1987 hefði afkoma sjávarútvegsins batnað um einn milljarð eða 5% ef fiski- skipastóllinn hefði verið 10% minni. Það er að betja hausnum við stein- inn að neita að draga ályktun af þessari staðreynd. Hvað gengur sjávarútvegsráðherra til að leggja fram þetta frumvarp? Hvað vill hann halda áfram lengi þrátt fyrir reynsl- una af kvótakerfinu? Kemur ekki til greina að taka upp sóknarstefnu eftir almennum reglum eins og gilti á árunum 1973 til 1979?“ horfið sem liggur hér að baki. Nú skulu menn sækja um leyfi til að geta varið tómstundum sínum.“ Varpaði Þorvaldur fram þeirri spurningu hvað teldist til tómstunda- veiða; ef það væri að fiska sér í soðið, hvað gilti þá um þegar verið væri að bjarga bóndanum á næsta bæ með fiski í soðið.. Taldi hann vandséð hvemig hið alsjáandi auga gæti fylgst með öllu þessu. Kvótakerfið mistök Skúli Alexandersson (Abl/Vl) kvað það hafa verið mikil mistök þegar kvótakerfið var samþykkt á sínum tíma og það væri mikil ógæfa yrði það samþykkt óbreytt. Sagði hann staðreyndina þá að fyrirheitin •sem gefin hefðu verið þegar kvóta- lögin 1983 vom samþykkt hefðu ekki gengið eftir. Kvótakerfið hefði verið sett á til reynslu og þrátt fyrir að sú reynsla væri slæm væri stefnt að því að það væri áfram við lýði. Um breytingarnar samkvæmt núverandi fmmvarpi sagði Skúli að miðstýringn væri enn öflugri en áð- ur. Ennfremur minnti hann á að nefndarmenn í ráðgjafarnefndinni sem samdi framvarpið hefði verið langt í frá sammála um að kvóta- AIMftCI Þorvaldur fór í einstaka liði fmm- varpsins. Um þá tillögu að hafa gildi frumvarpsins ótímabundið sagði Þorvaldur: „Hvað hefði að mati ráð- herra fiskvemdinni mátt hraka mik- ið meir og afrakstur fiskveiða mátt vera mikið lakari til þess að draga mætti þá ályktun að reynslan af kvótakerfinu réttlætti ekki fram- lengingu þess?“ Um breytingu fiskveiðiársins sagði Þorvaldur að ástæður þar að baki væm æði skondnar. „En það dugir ekkert annað en að afnema kvótakerfið; alveg eins mætti miða við kirkjuárið." Um einföldun á útgáfu veiðileyfa sagði Þorvaldur að reglur frum- varpsins einfölduðu ekki leyfisveit- ingar, heldur stefndi í þveröfuga átt, þegar gera ætti tómstundaveiðar háðar leyfum. „Manni hnykkir við sjálfa miðstýringuna, og allsráðandi ríkisforsjá, hugsunina og lífsvið- Guðmundur Ágústsson: „Þingmenn Borgaraflokksins áskilja sér rétt til þess að flytja breytingartillögur við frumvarp- ið.“ kerfið skyldi áfram vera við lýði; bókanir og sérálit margra nefndar- manna sýndu það svart á hvítu. Ekki væri haægt að samþykkja fmmvarpið nema með veralegum breytingum. Skúli taldi það ljóst að ákveðið aflahámarkskerfi á bát gæti gengið við fisktegundir eins og síld og loðnu, en engan veginn við botnfisk. Skúli taldi upp þau markmið sem kvótakerfi til reynslu var ætlað að ná fram: Minnka fískiskipaflotann, vernda fiskistofnana, minnka kraft- sóknina, auka gæði aflans og styrkja byggðina í landinu. Skúli benti á að fiskiskipastólinn hefði stækkað mjög að lestatölu frá því að kvótakerfið hefði verið tekið upp, ekki hefði tekist að veija fiski- stofnana sem skyldi og kraftsóknin væri enn þá til staðar. Einkaréttur á aflasókn hefði gert menn kæru- lausari varðandi gæði og ekki þyrfti að ræða mikið um þróun byggðar- innar. Skúli sagði að þó hann væri hlynntur skrapdagakerfinu hefði hann farið inn í ráðgjafarnefndina vitandi vits að meirihluti nefndarinn- ar væri fylgjandi kvótakerfinu, en hann hefði reynt að knýja á um endurbætur á kerfinu. Kvennalisti vill byggðakvóta Danfríður Skarphéðinsdóttir (SK/Vl) kvaðst harma það að ekki væri tekið tillit til byggðasjónarmiða í fmmvarpinu. Tillögur Kvennalist- ans gerðu ráð fyrir því að úthlutað Guðmundur H. Garðarsson: „Sjálfstæðismenn vilja vinna sjávarútveginn út úr kvótakerf- inu, en telja ekki tímabært að afnema það.“ yrði til byggða en ekki skipa. „Höf- um við komist að því á ferðum okk- ar um landið að hljómgrunnur er fýrir þessari stefnu okkar. Danfríður gat þess að Kvennalistinn hefði á sínum tíma stutt kvótafmmvarpið, en þingmenn hans hefðu séð á því galla síðan og þess vegna hefðu þær lagt fram breytingartillögur í átt til byggðakvóta, áramótin 87 og 88. Salome Þorkelsdóttir (S/Rnes) taldi að í ljósi atvinnuástandsins að við meðferð Alþingis yrði að huga vel að bátaútgerðinni og að þeirra hagur yrði ekki lakari en annarra skipa. Salóme gagnrýndi það einnig að gert væri ráð fyrir því að sérs- takt leyfi þyrfti til tómstundaveiða. „Það er hart ef menn mega ekki Skúli Alexandersson: „Ekki unnt að samþykkja frum- varpið nema á því verði veruleg- ar breytingar." fara á sinni skektu og veiða í soð- ið,“ sagði Salóme og varpaði fram þeirri spurningu hvernig í ósköpun- um væri hægt að fylgjast með því að menn seldu ekki eða fénýttu af- lann á annan hátt. Taldi Salóme þetta fráleitt ákvæði sem minnti á lögregluríki; þessar veiðar væm ekki það stór þáttur í heildaraflanum að setja þyrfti bönd á hann. Sjálfstæðismenn vilja út úr kvótanum Guðmundur H. Garðarsson (S/Rvk) taldi að Skúli Alexanders- son ætti að spara sér öll ummæli um miðstýringu; hann og hans flokk- ur hefðu staðið að stórfelldri mið- stýringu í húsnæðis- og atvinnumál- um. Misræmi væri þama í orðum og gjörðum, sérstaklega þegar litið væri tii þess að hann og þingflokkur Alþýðubandalagsins ættu eftir að kyngja frumvarpinu. Guðmundur minnti á það að þegar kvótakerfinu var komið á hafi hann verið mjög gagnrýninn. Þá hefði verið réttara að stefna að fækkun í fískiskipaflotanum. Guðmundur gerði grein fyrir þeim vanda sem ríkti hér á landi og reyndar víðast erlendis; úrlausnarefnið væri hvern- ig bregðast ætti við vandanum. Best væri auðvitað að fiskistofnarnir væm það stórir að algert frelsi gæti ríkt. „Slfkt væri í anda sjálfstæðis- stefnunnar, en sjálfstæðismenn vita að það er ábyrgðarleysi og óraunsæi að viðurkenna ekki að veiðar þurfí að takmarka. Hann benti á að aðilar í sjávarútvegi teldu það óhjákvæmi- Halldór Ásgrímsson: „Kvótakerfið verður áfram grundvöllur fiskveiðistefiiunn- ar.“ legt að hafa viðlíka stjómun og mælt væri fyrir um í fmmvarpinu. Menn hafi ekki treyst sér út í það að fara út í stórfellda fækkun fiski- skipa, þar eð það kippti fótunum undan fjölda sjávarplássa. Kvað Guðmundur það vera staðreynd að of mörg skip væm að veiða of lítinn afla, en hann treysti sér ekki til að mæla fyrir um stórfellda fækkun fiskiskipa. Um afstöðu sjálfstæðismanna sagði Guðmundur, að það væri markmið þeirra að þróa sjávarútveg- inn út úr kvótakerfinu, en þeir teldu „ það ekki unnt á þessu stigi. „Við munum taka ábyrga afstöðu í þessu máli, sem treysti þjóðarhag, breytir það engu um þó við séum í stjórnar- andstöðu. Guðmundur gerði síðan ítarlega grein fyrir stefnu Sjálfstæð- isflokksins eins og hún var sam- þykkt á landsfundi 1989. Borgaraflokkur með fyrirvara Guðmundur Ágústsson (B/Rvk) gerði grein fyrir afstöðu Borgara- flokksins til fmmvarpsins eins hún birtist í bréfí þingflokksins til for- sætisráðherra: „Þingflokkur Borgaraflokksins er ekki samþykkur þeirri fiskveiði- stefnu sem frumvarpsdrögin bera með sér, sbr. sérálit fiilltrúa flokks- ins í ráðgjafamefnd um stjórnun fiskveiða. Meðal annárs telur þingflokkurinn vafasamt að eftirfarandi markmið, sem þingflokkurinn leggur áherslu á, nái fram að ganga, en þau em: 1. að þróun fiskveiða og vinnslu gangi sem jafnast, miðað við hlut- deild, yfir byggðir landsins, 2. að aflanýting verði betur tryggð ' en nú er, en það mætti t.d. gera með sérstakri löndunarheimild fram- hjá aflamarki skipa, til framdráttar aflamarki í umsjá úreldingarsjóðs og með skiptingu arðs af þeim afla, 3. að hlutdeild sóknarskipa verði nægilega sanngjöm miðað við afla- reynslu. Auk betri hlutdeildar í afla- marki mætti aðstoða þau með sér- stakri fyrirgreiðslu úr Fiskveiðasjóði til umþóttunar, 4. að fylgt verði nægilega fast eftir kröfum um vigtun alls afla. Til að svo megi verða telur þingflokkurinn að leggja beri allt kapp á að leysa þau vandamál sem talin em hindra það, 5. að lagagerð, eftirlit með fískveið- um og viðeigandi dómsvald verði ekki í höndum sama aðila, 6. að fiskveiðistefnan leiði ekki til þess að fámennur hluti þjóðarinnar ávinni sér eignarhald á fiskveiði- auðlind íslands. Þingflokknum er ljóst að í þjóð- félaginu eru mjög skiptar skoðanir um hvemig beri að haga stjóm fisk- veiða. Á þetta ekki síst við um hags- munaðila í sjávarútvegi svo og þing- menn í öllum flokkum. Þingflokkur Borgaraflokksins gerir sér hins vegar ljóst að á ríkis- stjóminni hvílir sú skylda að leggja sem fyrst fram fmmvarp til laga um stjómun fískveiða. Því fellst þingflokkur Borgaraflokksins á að drögin verði lögð fram á Alþingi sem stjórnarfrumvarp. Þingmenn Borgaraflokksins áskilja sér rétt til þess að flytja breytingartillögur við það eða fylgja öðmm er fram kunna að koma við fmmvarpið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.