Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990 38 ■ ' Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armul.i 29 R<>yk|.ivik simi 38640 Lilja Benediktsdóttir kaupkona — Minning Seint á mánudagskvöldið 12. febrúar síðastliðinn fréttum við systkinin, að „Lilja frænka“ væri látin, en þá vorum við stödd úti á Jótlandi á vegum fyrirtækis okkar. Döpur frétt að heiman. Var Lilja frænka dáin, það var eins og stór stoð í bakhjarli lífsins væri brostin. Hún sem var alltaf þessi sterka, trausta og örugga stoð hjá okkur og þó svo að á síðustu árum að heilsan væri farin að láta sig, var hún alltaf jafn skýr í hugsun, bein- skeytt, raunsæ, en þó blíð og ein- læg. Lilja frænka, eins og við köll- uðum hana alltaf, var okkur alla tíð meira en bara frænka, hún var okkur eins og besta amma. Þegar móðir okkar Margrét Steinunn fæddist á Þorbergsstöðum voru foreldrar hennar Hólmfríður, systir Lilju, og Björn Magnússon í húsmennsku þar hjá foreldrum Hólmfríðar en þau voru Benedikt Kristjánsson Tómassonar bónda á Þorbergsstöðum og Margrét Stein- unn Guðmundsdóttir frá Snóksdal og forsöngvari við kór þeirrar kirkju í mörg ár. Þá var Lilja 10 ára. Þegar móðir okkar var 5 ára flutt- ust foreldrar hennar til Víghóls- staða og hófu þau sinn búskap þar en hún varð eftir á Þorbergsstöðum hjá ömmu sinni og afa og þar ólst hún upp með Lilju og systkinum hennar og uppeldissystkinum. Lilja tók miklu ástfóstri við litlu systurdóttur sína, og milli þeirra myndaðist afar sterk og einlæg vin- átta, traust og umhyggja, sem hélst allt lífið. Ef eitthvað bjátaði á hjá þeim veittu þær hvor annarri allan þann styrk og aðstoð sem í þeirra valdi var. Þegar móðir okkar hóf að læra skyldufög sín í sveitinni var Lilja kennari hennar og ef hún kunni ekki lexíuna nógu vel, var hún umsvifalaust rekin út í fjós til að læra betur. Það þýddi ekkert hálf klárað verk hjá Lilju, enda var það svo að þegar farið var inn í Búðardal á vorin til að taka prófín varð nemandinn hennar oftast efst- ur. Þessi harka eða samviskusemi öllu heldur kom einnig fram í öllum störfum þeirra þá og síðar meir. Þær frænkurnar fengu líka gott veganesti hjá húsbændunum á Þor- bergsstöðum, þeim Margréti Stein- unni og Benedikt Bjarna. Margrét beitti ávallt sínu blíða innsæi og sínum ríka kærleika og guðstrú, við börnin sín og heimilisfólkið. Bene- dikt var hinn góði verkstjóri. Þær frænkur minntust þess, þegar hann hvatti börnin sín og heimilisfólkið til dugnaðar og dáða við störfin og lofaði þeim útreiðatúr eða að slá upp balli í stofunni, ef þau lykju verkunum fljótt og vel. Lilja bar mjög hlýjan hug til Dalanna og þá sérstaklega Þor- bergsstaða, þangað leitaði hugurinn oft. Þegar Snóksdalskirkja hafði verið endurbyggð og hún endurvígð fyrir um 11 árum fór Lilja vestur og gaf kirkjunni áritaða Biblíu til minningar um móður sína, Mar- gréti Steinunni. Lilja var einstaklega andlega og líkamlega sterk og bauð tíðarand- anum birginn. Sem ung stúlka gekk hún oft í karlmannsbuxum í sveit- inni, sem var óalgengt þá á tímum, glímdi við strákana og hafði oft betur. Hún sagði oft í gamni að hún hefði átt að verða strákur. Lilja var nefnilega mikil jafnréttiskona og þorði að stíga fram á vígvöllinn á þeim vettvangi. Hæfileikar hennar voru á mörg- um sviðum. Sem ung kona dreif hún sig suður til Reykjavíkur til að læra á orgel hjá dr. Páli Isólfssyni og varð organisti á Stóra-Vatns- horni í Haukadal í Dölum um tíma. Margar skemmtilegar sögur höfum við heyrt, þegar Lilja vár að æfa sig á orgelið heima á Þorbergsstöð- um og móðir okkar söng undir. Dýravinur var Lilja mikill og átti marga góða hesta, þegar hún bjó fyrir vestan og einnig hér i Reykjavík fyrst eftir að hún flutti suður. Á þriðja áratugnum flutti Lilja til Reykjavíkur og hóf störf við fisk- vinnslu, síðar lærði hún karlmanna- fatasaum hjá Andrési Andréssyni klæðskerameistara. í fiskvinnslunni var hægt að vinna eftir bónuskerfi og það átti vel við Lilju. Hún var iðulega, „fiskadrottning", það er hún náði mestum afköstum. Á árun- um fyrir stríð var erfitt um vinnu, en þó tókst Lilju að útvega móður okkar starf við fiskverkun og mælti með henni sem reyndri á því sviði. Þess vegna varð hún að læra og að fara í próf í eldhúsinu hjá Lilju áður en hún hóf störfín. Árið 1934 giftist Lilja Sigurði Björnssyni brúarsmið, sem þá var ekkjumaður. Sigurður hafði verið kvæntur Ásu, systur Lilju, sem lést snemma árs 1933 og áttu þau tvo syni Benedikt Bjarna og Bjöm Leví, sem þá voru ungir að árum og gekk Lilja þeim í móðurstað. Benedikt er yfirverkfræðingur hjá Húsnæðisstofnun og er kvæntur Inger Madsen frá Danmörku og eiga þau 3 börn. Björn Leví húsa- smíðameistari er kvæntur Sigríði Jóhannsdóttur og áttu þau þijú börn. Árið 1935 eignast þau Lilja og Sigurður son sem fékk nafnið Grét- ar Áss í höfuðið á móður Lilju, Margréti, og Ásu systur Lilju. Grétar Áss er viðskiptafræðingur og var yfírmaður ríkisbókhalds til ijölda ára, en starfar nú sjálfstætt. Hann er kvæntur Sigrúnu Andrewsdóttur kennara og eiga þau fjögur börn. Elstur er Sigurður Áss byggingaverkfræðingur frá Há- skóla Islands en stundar nú fram- haldsnám í Kaupmannahöfn. Unn- usta hans er Erla Þorgeirsdóttir rafmagnsverkfræðingur frá Há- skóla Islands og sem einnig er í framhaldsmenntun í Danmörku. Þau eiga einn dreng, Grétar Áss, sem átti eins árs afmæli daginn sem Lilja langamma andaðist. Annar í röðinni er Andri Áss nemi við Há- skóla íslands, þá Guðfríður Lilja alnafna ömmu sinnar en hún er nú skiptinemi í Bandaríkjunum, og Helgi Dagbjartur Áss, þeirra yngst- ur. Eftir að móðir okkar fluttist til Reykjavíkur var hún tíður gestur á heimili þeirra heiðurshjóna Lilju og Sigurðar. Þar kynntist faðir okkar, Magnús Ármann, þeim hjónum og tókst með þeim mikil vinátta. Áhugamál föður okkar og Lilju voru mörg hin sömu. Má þar nefna verslun og viðskipti, skák og íþrótt- ir. Oft er sagt að sumir séu fæddir kaupmenn og það mátti með sanni segja um Lilju. Árið 1951 stofn- setti hún vefnaðarvöruverslun sína að Bergstaðastræti 55 í húsakynn- um þeirra hjóna. Allir þeir fjöl- mörgu seljendur og kaupendur sem hún átti viðskipti við, fundu fljótt að þar fór hinn sanni kaupmaður. Áreiðanleiki, dugnaður og útsjónar- semi var í fyrirrúmi. í þau 32 ár sem hún rak verslun sína, voru fáir dagar sem hún stóð ekki fyrir innan búðarborðið ogtók á móti viðskipta- vinum, glöð, reif og með þann þjón- ustuanda sem til þarf til að laða að kaupendur. I dag vitum við að margir inn- flytjendur vildu eiga viðskipti við verslanir eins og hennar Lilju. Á þá verslun féllu ekki víxlar, þá þurfti hún ekki að nota. Hún hringdi fljótlega eftir að hún hafði fengið vöruna afgreidda og bað um að WraSere Kork-O'Plast Sœnsk gœðavora í 25 ár. KORK O PLAST er rneO slltsteiU vinythúð og noUÖ á gólf lem mikið m*ö« á. svo sem á nugstöövum og á sjúkrahúsum KORK O PIAST et auðvrlt áð ptlfa og pjegilegi ei að ganga á pvl Sðflega hentugt fytir vinnustaði. banka og oplnberaf sknfstofur KORK O PLAST byggir ekki upp spennu og er miklð notað I töfvuherberg/um sent yrði eftir greiðslunni. Hún þekkti vel að auðvelt er að eyða en erfiðara að afla. Þekking hennar á vefnaðarvöru var mikill og dóm- greind hennar afar góð til innkaupa. Lilja var komin á níræðisaldur, þegar óhappið mikla varð, að eldur varð laus í húsi hennar og hún varð að hætta kaupmennsku haustið 1983. Vitum við að mikil eftirsjá var fyrir marga þegar hún varð að loka búðinni. Skákáhugi Lilju var mikill enda mjög góður skákmaður. Lilja amma var dugleg að kenna sonarbörnum sínum mannganginn og þjálfa þau í skáklistinni. Þau hafa öll náð mjög góðum árangri og t.d. hefur alnafna hennar, Guðfríður Lilja, verið ís- landsmeistari kvenna undanfarin 4 ár. Árið 1964 andaðist Sigurður eig- inmaður Lilju eftir að hafa verið veikur í nokkur ár. Hanri var einn helsti brúarsmiður landsins í nær hálfa öld og var Lilja því oft með honum sem matráðskona. Lilja naut þess að ferðast bæði innanlands og erlendis. Lífsviðhorf Lilju voru skýr. Hún hafði óbilandi trú á einstaklingnum og gildi þess að leyfa honum að leysa sína eigin orku úr læðingi. Hún fylgdi því alla tíð, stefnu frels- is og fijálsræðis, en yfirgangur og óheiðarleiki væri algjört eitur í hennar beinum. Hins vegar gat hún fylgt sínum skoðunum fast fram. Hún dáði kjarkmiklar og dugandi konur sem Iétu ekki karlmenn ráða sinni ferð. Hún vildi standa sig og standa við orð sín og loforð og eng- an svíkja. Hún naut mikils trausts í viðskiptum. Lilja bjó lengstan aldur að Berg- staðastræti 55 eða í um hálfa öld. Þegar húsið skemmdist í eldi haust- ið 1983 flutti hún til sonar síns Grétars Áss og Sigrúnar tengda- dóttur sinnar og bjó þar við mjög gott atlæti. Hún flutti síðan í góða vistarveru í elliheimilinu Seljahlíð í Breiðholti. Þar bjó hún í þijú og hálft ár eða þar til hún datt og fótbrotnaði og fór á Landspítalann. Þaðan var henni ekki afturkvæmt. Móðir okkar fluttist um sama leyti og Lilja í Seljahlíð og þar héldu þær áfram að hlúa hvor að annarri eftir bestu getu. Mikill er missir móður okkar. Við systkinin minnumst Lilju sem bestu ömmu, gjafmildi hennar var mikil, ástúð og trúin á góðan Guð var hennar aðalsmerki. Nú þegar Lilja er komin til æðri heima þangað sem leiðir okkar allra liggja, þökkum við fyrir ljúf og góð kynni sem aldrei bar skugga á. Innilegar samúðarkveðjur send- um við fjölskyldunni allri. Góð og vammlaus kona er gengin. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Arndís Ármann, Ágúst Armann. Opið: KRINGLUNf KRINGLUNNI: Virkadaga .......kl. 10-19 Laugardaga .......kl. 10-16 SÆTÚNI 8: Virkadaga .......kl. 09-18 Laugardaga ........ lokað & Heimilistæki ht Sætúni 8 SÍMI691515 . Kringlunni SÍMI6915 20 {fid í ScutouH^m,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.