Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRUAR 1990 fólk í fréttum KVENNARAÐ Kalli þáði koss- innenekki rósina Karl Bretaprins leyfði konu sem ruddist framhjá lífvörð- um hans að kyssa sig á kinnina en þáði hins vegar ekki rauða rós sem hún hugðist gefa honum. Atvikið átti sér stað á pólóleik í Vero Beach á Flórída í Banda- ríkjunum sl. sunnudag. Konan er bresk og heitir Anita Littler. Fluttist hún til Flórída fyrir ára- tug og ók 250 km til þess að sjá prinsinn sem var heiðursgestur á leiknum. Hann komst úr jafnvægi þegar konan óð skyndilega að honum, hikaði og reyndi að stíga til hliðar, en sá þó fljótt að ekki þýddi að hopa því slíkur var ák- afi konunnar að komast í snert- ingu við hann. Tók hann í fyrstu við rósinni en rétti hana svo til baka. Myndin var tekin er konan var í þann mund að kyssa hinn konunglega vanga. ÞORRABLOT Fjölmennasta þorrablótið í Lundúnum Fyrir nokkru héldu íslendingar í Lundúnum og næsta nágrenni þorrablót. Var það að sögn hið fjölmennasta sem íslendingar hafa haldið í Bretlandi til þessa og tóku um 250 manns þátt í því. Björgúlf- ur Thorsteinsson formaður Islendingafélagsins í Lundúnum og Helgi Ágústsson, hinn nýi sendiherra íslands í Bretlandi, ávörpuðu gesti og að loknu borðhaldi lék hljómsveitin Strax fyrir dansi ásamt söng- konunni Steinunni Bjamadóttur. Egill og Steinunn taka „Út á stoppustöð" af mikilli innlifun. SKAUTADANS Einsog að horfa átvo trúða Skautadrottningin austur- þýska, Katarina Witt, æfir enn af kappi og sýnir listdans á skautum þótt hún hafi lagt keppnisskautana á hilluna ef þannig mætti að orði komast. Hún hefur tekið saman við bandaríska skautadansarann Brian Boitano á faglegum grandvelli og æfa þau nú af kappi vegna mikiilar sýninga- ferðar sem hefst 15. apríl næst- komandi. Boitano segir Kata- rinu vera hinn mesta grallara, þannig eigi hún það til er þau æfa saman og sá er gállinn á henni, að bregða sér hvað eftir annað þannig að hann stingist á svellið. Svo þegar hann staul- ist á fætur, „eins og asni“, spyiji hún með glott á vör, „hva, geturðu ekki staðið á fót- unum?“ „Stundum er það eins og að horfa á tvo trúða er við eram að æfa,“ segir Boitano. Boitano og Witt á fullri ferð. David Able t.v. og James Franchino. FOTLUN Vinátta gefiir nýja von David Able heitir 10 ára gamall drengur vestur í Banda ríkjun um. Vegna mistaka við lyfjagjöf er móðir hans gekk með hánn vanskap- aðist hann alvarlega, fæddist eins og myndin ber með sér án handa og fóta. Hann er sagður fjallhress þrátt fyrir alvarlega fötlun. Hann segir árið 1989 hafa verið viðburðaríkt í lífi sínu, sitt besta ár hingað til. Hann hóf að ganga í skóla með ófötl- uðum, fékk inngöngu í yrðlngaflokk heimabæjar síns, Colombíu í Suður- Karólínu, fékk inngöngu í hverfakór og leiklistarklúbb. En það sem mest er um vert, David eignaðist sérstakan vin, James Franchino frá Massa- husets, sem er 9 ára gamall og fædd- ist með sams konar fötlun. Linda Franchino móðir James litla segir vináttu þeirra vera guðsgjöf. Hún hafí oft reynt að stappa stálinu í James með því að segja honum að hann væri ekki einn á báti, líkt væri með fleirum komið, en hún hafi ævin- lega átt fá svör við spurningu James hvar þá væri eiginlega að finna. Fundum þeirra James og Davids bar saman eftir að tímaritð People ritaði grein um David Able. Franchino- fjölskyldan las greinina og hafði strax samband. Þeir David og James hafa nú þegar hist nokkrum sinnum og tala daglega saman í síma. Þeir hafa heitið hvor öðrum vináttu til æviloka. Báðir segja það auðvelda tilveruna að vita hvor af öðrum, það sé mikilsvert að vita að þeir standi ekki einir. RfMNGUSUl Rýmingarsalan opin út þessa viku Opið frú kl. 10-18 Bertelsen hf, (■■ijllll heildverslun fE] Fosshálsi 21 — Sími 674522

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.