Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990 Verndum bömin gegn ofbeldi eftir Guðrúnu Agnarsdóttur Þingkonur Kvennalistans hafa nýlega flutt svohljóðandi tillögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar að fela mennta- málaráðherra að láta kanna sér- staklega tíðni og tegund þess of- beldis sem sýnt er í dagskrá Ríkis- sjónvarpsins, Stöðvar 2, í kVik- myndahúsum og á þeim mynd- böndum sem eru á boðstólum í myndbandaleigum. Könnunin skal einkum beinast að líkamiegu- og kynferðislegu ofbeldi, þar með töldu klámi. Einnig að láta fara fram könnun á því hve mikið börn hér á landi horfa á sjónvarp, kvik- myndir og myndbönd og hvað þau horfa á. Ennfremur skorar Alþingi á menntamálaráðherra að beita sér fyrir því að dregið verði verulega úr því ofbeldi sem börnum og öðr- um er sýnt í sjónvarpi, kvikmynd- um og á myndböndum.“ Mörgum ógnar vaxandi ofbeldi í umhverfi okkar og daglegu lífi. Ofbeidi tekur á sig margvíslegar myndir. Það beinist oft gegn böm- um og konum sem ofbeldi á heimil- um og kynferðisleg misnotkun. Oftast eru það hinir fullorðnu sem beita ofbeldi en það er ekki algilt, börn og unglingar beita því einnig gagnvart öðrum börnum, t.d. með einelti. Rætur ofbeldis eru auðvitað margslungnar og þær eru samofn- ar gerð samfélagsins og sprottnar af lífsháttum þeirra sem það byggja. íslenskur veruleiki Óhóflega langur vinnutími og meira vinnuálag en gerist meðal nágrannaþjóða okkar leiðir til fjar- vista íslenskra foreldra frá heimili og aukinnar streitu þeirra en vax- andi fjöldi fieimila þarfnast vinnu- framlags tveggja til framfærslu. Bömin þurfa oft að hafa ofan af fyrir _sér sjálf, jafnvel frá unga aldri. í skólaskýrslum úr Reykjavík frá 1975 kemur fram að 40% 7-12 ára barna vom meira eða minna ein heima á daginn. Aðstaða ein- stæðra foreldra til að sinna börnum sínum er þó til muna erfiðari en annarra. Fram kemur t.d. í skýrslu landlæknis, Mannvernd, frá því í desember 1987 að um fjórðungur barna einstæðra foreldra 7 ára og yngri og um 64% 7-12 ára bama gangi sjálfala á daginn. Fjölmiðlar skipa stóran sess sem afþreying barna. Einkum hafa menn áhyggjur af því að mikil sjón- varps- og myndbandanotkun geri börn að óvirkum þiggjendum og margir óttast neikvæð uppeldis- áhrif þess efnis sem þannig berst að ómótuðum barnahugum. Sjón- varp, myndbönd og kvikmyndir flytja ofbeldi í auknum mæli, bæði í fréttum áf átökum og styrjöldum og líka í leiknum myndum þar sem einstaklingar beita hvor annan grófu ofbeldi í návígi. Ofbeldi í myndmiðlum er iðulega sýnt sem eina leiðin til að leysa vandamálin og ofbeldið er oft slitið úr sam- hengi við þau áhrif sem það raun- verulega hefur. Afleiðingar þess eru ekki sýndar. Oft eru það hetj- urnar og þá karlhetjurnar sem „Við getum ekki unað því að börn alist upp við þá heimsmynd að ofbeldi sé eðlileg, viður- kennd og réttlætanleg leið til að leysa vanda- mál og ná sínu fram. Það eru réttindi barna að vera vernduð gegn ofbeldi.“ beita ofbeldi til að koma á reglu, stundum jafnvel réttlæti og friði. Ofbeldi leiðir af sér ofbeldi Vandinn er oft sá að ofbeldis- áhrifin verða alvarlegust á þá sem veikastir eru fyrir og hafa minnst- an stuðning hjá uppalendum sínum og umhverfi. Alltof oft eru börnin ein með hugsanir sínar og skilning á þ ví sem þau sjá án þess að vinna úr því og tala um það sem þau sáu og heyrðu. Mikið af myndefni því sem börn horfa á er á ensku og þar sem tími til mannlegra sam- skipta er oft alltof naumur gefst mörgum börnum of lítill tími til að tala við fullorðið fólk og þjálfa þannig móðurmál sitt. Tilfinningaleg áhrif slíks af- skiptaleysis geta orðið börnum al- varleg og valda mörgum foreldrum stöðugri sektarkennd. Kennarar hafa jafnframt veitt því athygli á Guðrún Agnarsdóttir síðustu árum að kunnátta grunn- skólanema í íslensku fer minnk- andi, bæði hvað varðar orðaforða, málfræði og stafsetningu. Örygg- isleysi og vanmáttur bama sem eru tilfinningalega vanrækt og vanþroska í samskiptum við aðra og eiga auk þess erfitt með að tjá sig vegna þess að þau hafa tak- markað vald á móðurmáli sínu getur verið mikið. Hvort tveggja getur valdið innibyrgðri reiði og orðið til þess að þau bregðast við andstreymi eða jafnvel smávægi- legu mótlæti með ofbeldi. Voðaatburðir hafa orðið á er- lendum vettvangi, þar sem geðveil- ir menn eða áhrifagjamir hafa ruðst fram við alvæpni, að hætti Rambós, í friðsömum bæjarfélög- um og orðið fjölda manns að bana. Á heimili slíkra manna hefur fund- ist mikill fjöldi ofbeldismynda og vopna sem þeir hafa haft dálæti á. Stöð tvö hafði nýlega sýningar á klámmyndum undir því yfirskini að hér væri um kærkomið afþrey- ingarefni að ræða. Þessar myndir var að -sjálfsögðu hægt að taka upp á myndbönd og þannig gátu þær eða í beinni sýningu verið aðgengilegar bömum. Auk þess sem klám er niðurlægjandi fyrir konur er vaxandi tilhneigingi hjá framleiðendum slíkra mynda að tengja þær ofbeldi. Þessar sýning- ar hafa nú verið kærðar og málið er til meðhöndlunar hjá saksóknara ríkisins. Veraldarsýn myndmiðlakynslóða Almenn áhersla fréttanna á stríð og ofbeldi er slík að hún getur valdið verulegum ótta bama við framtíðina. A.m.k. nokkuð bren- glaðri sýn á heiminn. Lokaniðurstaðan er reyndar sú að börnin vita oft mun meira um átök, ofbeldi og stríð en um frið og máltækið segir: Það læra börn- in sem fyrir þeim er haft. Við get- um ekki unað því að börn alist upp við þá heimsmynd að ofbeldi sé eðlileg, viðurkennd og réttlætanleg leið til að leysa vandamál og ná sínu fram. Það eru réttindi barna að vera vemduð gegn ofbeldi. Það eru einnig réttindi barna að fá sjónvarpsefni við sitt hæfi á vönduðu íslensku máli en hér er skammarlega lítið um slíkt í sjón- varpi. Það er í raun ótrúlegt hve kærulausir foreldrar og ráðamenn hafa verið gagnvart þeim áhrifa- Á fyrsta Alþjóða- degi leiðsögumanna eftirHelga Guðmundsson í dag, 21. febrúar, em rétt fimm ár liðin frá stofnun Alþjóðasam- bands leiðsögumanna (World Fed- eration of Tourist Guide Lectures’ Associations). Á ráðstefnu sam- bandsins í febrúar í fyrra var sam- þykkt að aðildarfélögin efndu til Alþjóðadags leiðsögumanna um heim allan, í fyrsta skipti núna á þessu ári. Markmiðið er að vekja athygli á starfi leiðsögumanna og efla jafnframt samkennd og fagleg- an metnað þeirra sjálfra. Á ráð- stefnunni var lagt til að þennan dag myndu leiðsögumenn bjóða til ókeypis skoðunarferðar fyrir al- menning og verður efnt til kynnis- ferðar um Reykjavík á laugardag- inn kemur, þann 24. febrúar kl. 14.00. Lagt verður upp frá bíla- stæðinu framan við utanríkisráðu- neytið á móts við Hlemm og er gert ráð fyrir að ferðin taki tæpar tvær klukkustundir. Á þessum degi er aðaláherslan lögð á leiðsögustarfið sjálft og mik- ilvægi þess auk þess að minna á þær kröfur sem gerðar eru til leið- sögumanna um menntun og hæfni. Er því við hæfi að fara nokkrum orðum um hlutverk leiðsögumanna og má líta á þessi skrif sem dálítið framlag til þeirrar ferðamálaum- ræðu sem hefur verið nokkuð áber- andi upp á síðkastið. Verkefni leiðsögumannsins verð- ur tæplega skilgreint í einni stuttri setningu. Það er m.a. í því fólgið að hafa ofan af fyrir fólki á ferða- lögum, annast það og aðstoða á ýmsa lund. Leiðsögumenn þurfa að vera fróðir vel um land sitt og þjóð. Ahugi ferðafólksins beinist í ýmsar áttir. Hver og einn vill fá svör við spumingum um ólíklegustu efni. Eins og gefur að skilja þurfa leið- sögumenn að hafa þetta allt á valdi sínu og meira til. Hér er um til- tekna þjónustu að ræða og aðal- markmiðið er að gera viðskiptavin- um til hæfis. Má jafnframt líta á fjölbreytnina sem einn aðalkost starfsins. Háannatíminn er u.þ.b. tveir til þrír mánuðir að sumrinu. Stundum eru menn ráðnir fyrir alla vertíðina en oft aðeins í hveija einstaka ferð. Skoðunarferðum má skipta nokk- urn veginn í þijá flokka: Dags- ferðir og styttri ferðir, s.s. frá Reykjavík að Gullfossi og Geysi. Þá má nefna langferðir með hóp- ferðabílum, allt að hálfum mánuði eða jafnvel lengri. Þá er ýmist gist á hótelum eða í tjöldum og skálum. Loks eru gönguferðir þar sem menn flytja vistir og viðlegubúnað á sjálf- um sér að mestu eða öllu leyti. Yfirieitt er fyrirvari það rúmur að leiðsögumaðurinn getur búið sig undir ferðina en haldgóð menntun og þjálfun eru þó sá grundvöllur sem úrslitum ræður. Á undanförnum árum hefur Ferðamálaráð íslands rekið Ieið- söguskóla og er það kvöldskóli sem starfar frá hausti og fram á vorið. Rétt til inngöngu hafa þeir sem náð hafa tilskildum aldri og einnig eru gerðar kröfur um stúdentspróf eða sambærilega menntun. Námsefnið er margvíslegt. Fjallað er um sögu lands og þjóðar, jarðfræði og nátt- úru landsins yfirleitt, skyndihjálp o.m.fl. Þá hefur tungumálakunn- átta verið gerð að inntökuskilyrði og er látið á reyna í prófum, bæði við inngöngu sem og í námslok. Félag leiðsögumanna var stofnað hér á landi árið 1972 og eru félag- ar nú um 320 tlasins. Rúmur helm- ingur þeirra á að baki háskólanám á ýmsum sviðum sem hlýtur áreið- anlega að nýtast þeim í starfí. Sú skoðun er útbreidd að einkum séu það kennarar í sumarleyfum sem hafa atvinnu af leiðsögu ferða- manna og að gefnu tilefni tel ég rétt að upplýsa lesendur um það að tæpur þriðjungur félagsmanna hefur kennslu að aðalstarfi. Þetta eru kennarar á öllum skólastigum, allt frá grunnskóla og upp úr. Upp á síðkastið hefur mönnum orðið tíðrætt um vöxt og viðgang ferðaþj ónustunn ar. Gj aldeyristekj - ur af ferðamönnum eru umtalsverð- ar og hafa geipiijárhæðir verið nefndar í því sambandi. Skyldu menn því ætla að stjórnvöld stæðu myndarlega að menntun leiðsögu- manna en þar tala staðreyndirnar sínu máli og raunar á anpan veg. Ferðamálaráð býr við skertan hlut og er satt að segja svo fjárvana um þessar mundir að nemendur Leið- söguskólans hafa nú í vetur hlotið að standa einir undir rekstri skólans. Kennslustundirnar eru yfir 300 og skólagjöld nema rúmum 50 þúsundum á hvern nemanda. Allir geta séð að það munar um minna. Nú kynni einhver að segja að ekki Helgi Guðmundsson „Erlendir fylgdarmenn geta aflað sér þekking- ar af bókum og með öðrum hætti en mér er til efs að þeir gefi sömu mynd af landinu og inn- lendir leiðsögumenn sem jaftiframt hafa hlotið menntun til starfsins.“ sé nema eðlilegt að menn kosti nokkru til þar eð námið veiti tiltek- in réttindi og forgangsrétt til at- vinnu. En þá er rétt að benda á annað. Þó að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað stórlega á undanförnum árum hefur jafnframt gætt vaxandi áhuga erlendra ferðaskrifstofa á að senda hingað sína eigin farar- stjóra og „leiðsögumenn". Þetta er íslenskum leiðsögumönnum ærið áhyggjuefni og eru þeir þó ekki einir um það. Eg hef rætt við fleiri en einn ferðaskrifstofurekanda sem eru sama sinnis. Á síðastliðnu sumri voru fleiri starfsleyfi veitt erlendum „leiðsögumönnum" en áður. Má geta þess að árið 1988 voru veitt 27 starfsleyfí og nam vinnuframlag þeirra erlendu „leiðsögumanna", sem þar um ræðir, um 360 dags- verkum. En síðastliðið sumar urðu starfsleyfin 47 og dagsverkin 1.100. Þarf ekki reikningsglöggan mann til að átta sig á því hvert stefnir að óbreyttu. Islenskir leið- sögumenn, sem ættu að njóta góðs af fleiri ferðamönnum, missa nú atvinnuna í hendur fólki sem þiggur laun sín erlendis og greiðir auk þess hvorki skatta né skyldur hér á landi. Þetta fyrirkomulag varðar því einnig þjóðarhag í víðari skiln- ingi. Erlendir fylgdarmenn geta aflað sér þekkingar af bókum og með öðrum hætti en mér er til efs að þeir gefi sömu mynd af landinu og innlendir leiðsögumenn sem jafn- framt hafa hlotið menntun til starfsins. Þá er full ástæða til að ætla að innlendur leiðsögumaður, sem hefur lært að umgangast hina viðkvæmu náttúru landsins, rísi frekar undir þeirri ábyrgð sem hon- um er lögð á herðar. Hér ber að undirstrika það að íslensk nátt- úrufegurð er auðlind sem skilar arði ef rétt er á haldið. Ofnýting eða ill umgengni hlýtur að valda skaða til frambúðar. Ég hef hér að framan vikið að uppfræðslu íslenskra leiðsögu- manna og til marks um stöðuga viðleitni þeirra í þá átt vil ég minna á fræðslufund sem haldinn verður fyrir félagsmenn á Hótel Holiday Inn í kvöld kl. 20.15. Þar munu fræðimenn skiptast á skoðunum um upphaf íslandsbyggðar en ekkert vil ég ábyrgjast um það hver niður- staðan verður. í dag er fyrsti Alþjóðadagur leið- sögumanna og er gert ráð fyrir að hann geti jafnvel orðið árviss við- burður. Verður forvitnilegt að líta um öxl að ári og sjá hvað áunnist hefur. Það er lfka að nokkru leyti undir leiðsögumönnum sjálfum komið. Höhindur er formaður Félags leiðsögumanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.