Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Hjörðin með óttasvip Asíðustu dögum hefur komið fram brestur í stjómarsamstarfinu í tveimur meginmálum. í báðum tilvik- um á Alþýðuflokkurinn aðild að ágreiningnum. í fyrra til- vikinu deilir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra við Ólaf Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra um það, hver hafi átt hugmyndina að orkuskatti. í síðara tilvikinu deilir Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra við Steingrím Hermannsson for- sætisráðherra um það, hvort breyta eigi ríkisbönkum í hlutafélagabanka. Á sama tíma og deilt er um þessi mál í sölum Alþingis verður þess vart á forsíðu Al- þýðublaðsins, að þar er slegið upp ummælum um samstarfs- menn Alþýðuflokksins í ríkis- stjórn, sem varla verða talin þessum ráðherrum til fram- dráttar. Á dögunum var vitnað til andstöðu Karvels Pálma- sonar, þingmanns Alþýðu- flokksins, við umhverfísráðu- neyti án verkefna með þessum orðum í flennifyrirsögn: Nýtt ráðunejdi til að þjóna hégóma- girnd. Og í tilefni af umræðum á Alþingi um kaup Lands- bankans á Samvinnubankan- um birti Alþýðublaðið á forsíðu gagnrýni Hreggviðs Jónsson- ar, alþingismann Fijálslynda hægriflokksins, á forsætisráð- herra. Þegar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar var mynduð haustið 1988 var það gert með hátíðlegum yfirlýsingum um samstöðu og markviss vinnu- brögð undir góðri verkstjórn. Deilurnar um orkuskattinn og skipan eignarhalds á ríkis- bönkunum benda hvorki til mikillar samstöðu, markvissra vinnubragða né góðrar verk- stjórnar. Þá bera efnispunkt- arnir sem Alþýðublaðið velur í forsíðufyrirsagnir sínar ekki með sér hlýtt hugarþel þar á bæ í garð þeirra, sem verða fyrir spjótalögunum. Af öllu þessu verður aðeins eitt ráðið. Innan Alþýðuflokks- ins horfast menn í augu við fylgishrun í komandi sveitar- stjórnarkosningum og taka þar mið af afar óhagstæðum tölum flokksins í skoðanakönnunum. Eins og kunnugt er hefur flokkurinn gert samskonar til- raun til að bjarga sér og kommúnistaflokkar fyrir aust- an tjald, alþýðuflokksmenn hafa lýst sig reiðubúna til að bjóða ekki fram í sínu eigin nafni í Reykjavík. Eftir að þessu tilboði var hafnað eru uppi ráðagerðir um framboð í nafni Alþýðuflokksins í höfuð- borginni. Lögð hefur verið ný lína: Gerð skal tilraun til að fjarlægja flokkinn frá hinni óvinsælu ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og sjá til þess að óvinsæl mál hennar séu í fanginu á öðrum en alþýðuflokksmönnum. Þetta tilraunastarf er unnið bæði í þingsölum og á síðum Alþýðublaðsins. Otti alþýðuflokksmanna við veika stöðu eigin flokks veldur þannig brestumú stjórnarsam- starfinu. Athyglisvert er, að það er Jón Sigurðsson sem fer fyrir flokknum á Alþingi og stofnar þar til ágreinings en ekki Jón Baldvin Hannibalsson flokksformaður, sem hefur til dæmis enn sem komið er heykst á því að veita heimild til forkönnunar vegna vara- flugvallar af ótta við viðbrögð Alþýðubandalagsins. FYrir þingkosningar vorið 1987 birtist viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson, for- mann Alþýðuflokksins, í tíma- ritinu Heimsmynd. Þar sagði hann meðal annars: „Stjórn- málaflokkar eru skrýtnar skepnur. Þegar vel árar hnappast hjörðin í kringum forystusauðinn. Hjörðin velur öryggi, frið og ró. Málamiðlun er það sem gildir. Allt er slétt og fellt. En þegar hætta steðj- ar að, ég tala nú ekki um ef lífsháski blasir við, þá gilda önnur lögmál. Þá ræður sjálfs- bjargarhvötin, sjálf lífslöngun- in, ferðinni. Þá verður að taka áhættu, leggja allt undir: Það var ekki fyrr en flokkurinn horfðist í augu við útgöngu- versið, að hann leitaði til mín. Þeir sjá ekki eftir því núna. Ég hef strokið vanmetasvipinn af andlitum þeirra. Nú eru menn stoltir af því að vera jafnaðarmenn.“ Þannig var talað skömmu fyrir síðustu kosningar. Nú þegar um 100 dagar eru til sveitarstjórnakosninga er upp- litið á jafnaðarmönnum annað, þeir þora tæpast að bjóða fram í eigin nafni og óttinn hefur tekið við af vanmetasvipnum. Negldir hjólbarðar, salt og umferðaröryggi: Bann á nagladekk vinnur ekki upp kostnað við óhöpp ÞÓRIR Ingason, verkfræðingur hjá Rannsóknarstofnun bygginga- riðnaðarins, hefur tekið saman innlendar og erlendar heimildir um neglda hjólbarða, salt og umferðaröryggi í þeim tilgangi að sann- reyna nauðsyn nagladekkja í vetrarakstri. Samanburðurinn hefur meðal annars leitt í Ijós að bann við notkun nagladekkja og um leið minni kostnaður vegna slits á götum vegur ekki uþp þann kostnaðar- auka, sem verður af fjölgun umferðaróhappa. „Þama er búið að safna saman á einn stað þeim upplýsingum sem til eru um notkun nagladekkja," sagði Þórir. „Ég reyni að finna sam- kvæmt þeim heimildum sem ég hef hvort nagladekk séu óþörf en sann- leikurinn er sá að menn hafa kom- ist að mismunandi niðurstöðum." í samantekt Þóris kemur fram, að notkun salts sem hálkuvörn hér á landi hafi byrjað á stríðsárunum en um 1970 hófst regluleg notkun þess í Reykjavík. Saltnotkun Reykjavíkurborgar er nú um 5.000 tonn á ári, þó mismunandi eftir árferði en Vegagerðin notar um 1.200 tonn eingöngu í Reykjanes- umdæmi. Allt frá 1980 notuðu Danir mest salt á Norðurlöndum eða um 325.000 tonn á ári og á sama tíma notuðu Svlar rúmlega 200.000 tonn og Norðmenn um 20.000 tonn. í Vestur- Þýskalandi, þar sem negldir hjólbarðar voru bannaðir 1975, var notkunin ein milljón tonn á ári um 1980. Fram kemur að víða eru menn að hugsa um að minnka saltnotkun. Þá segir, „Flestar athuganir benda til þess að ef negldir hjólbarð- ar væru bannaðir, þar sem þeir eru í notkun núna, myndi heildarkostn- aður samfélagsins minnka. Mestur sparnaður er fólginn í minna sliti vega og gatna og minni kostnaði vegna kaupa á vegldum hjólbörð- um. Hins vegar leiða allar athugan- ir í ljós að naglabann leiðir til auk- ins kostnaðar vegna fjölgunar um- ferðaróhappa. Þar er komið inn á viðkvæmt mál vegna þess að í raun er þar verið að leggja að jöfnu kostnað mannslífa og kostnað vegna slits gatna og kaupa á negld- um hjólbörðum. Með því að taka ákvörðun um að banna neglda hjól- barða væri hægt að segja um sam- félagið, að það væri tilbúið að fórna nokkrum mannslífum til að spara sér malbik. Ef hins vegar væri tryggt að því fé sem sparaðist yrði veitt til þess að bæta umferðarmannvirki og í aðrar aðgerðir sem myndu fækka umferðaróhöppum almennt dygði það, samkvæmt norskum athugun- um, til þess að minnka heildarfjölda óhappa aftur niður í það sem hann var meðan negldir hjólbarðar voru leyfðir. Á hinn bóginn virðist, sam- kvæmt sænskum heimildum, einnig vera hægt að ná árangri með því að auka slitstyrk slitlaganna. í ljós kom að á tímabilinu 1974 til 1980 breyttust niðustöður kostnaðar- reikninga vegna banns þannig, að sparnaður sem reiknaðist 1974 var ekki lengur til staðar 1980, mest vegna aukins styrks slitlaga." Bent er á að vegna ókosta sem bæði salt og negldir hjóbarðar hafa, sé víða reynt að minnka áhrif þeirra með ákveðnum notkunarreglum, hvenær árs skuli leyfa neglda hjól- barða og við hvaða aðstæður eigi að salta. Ljóst sé að ekki er hægt að draga þá ályktun að rétt sé að banna neglda_ hjólbarða eða að sleppa salti. Óvissuatriðin séu of mörg og svör við þeim spurningum sem vakna mismunandi. Ef til vill mætti fá betri svör og einkum svör sem gefa mynd af íslenskum að- stæðum, ef lagt yrði í sérstakar athuganir og rannsóknir hér á landi. Atvinnumál á Suðurnesjum: Samdráttur í sjávarútvegi og umsvifum varnarliðsins Verkalýðsfélögin mótmæla stöðvun ráðninga í störf hjá varnarliðinu SAMDRÁTTUR í sjávarútvegi og lítið framboð á skrifstofu- og þjónustustörfum á Suðurnesjum veldur forystumönnum verkalýðs- félaga þar áhyggjum. Þar við bætist að talið er að í kjölfar at- burðanna í Austur-Evrópu geti dregið úr umsvifum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, en þar vinna um 1300 Suðurnesjamenn. Varnarliðið hefur stöðvað ráðningar, en verkalýðsfélögin hafa mótmælt því og farið fram á að utanríkisráðherra finni lausn á því máli, að sögn Karls Steinars Guðnasonar formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Suðurnesja. Fyrirtæki sem starfa á vegum varn- arliðsins eru hins vegar ekki bundin þessu. Eiríkur Tómasson for- maður Útvegsmannafélags Suðurnesja telur að fari varnarliðið héðan hafi það mjög alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulíf á Suður- nesjum. Guðbjörn Guðbjörnsson tenór- söngvari. Guðbjöm Guðbjömsson: Syngurinná hljómplötu í Ztirich GUÐBIRNI Guðbjörnssyni tenór- söngvara hefur verið boðið að syngja hlutverk í óperunni „Fötin skapa manninn" eftir Szmilinsky á hljómplötu, sem vestur-þýska hljómplötuútgáfan Teldec hyggst gefa út. Á plötunni leikur Fílharmóníuhljómsveitin í Ziirich undir, en sljórnandi verður Ralf Weikert, aðalstjórnandi óperunn- ar í ZUrich. „Hljóðritunin fer fram 17. júní, og það hefur verið ákveðið að ég syngi hlutverk lýríska tenórsins. Rolf Weikert bað mig um að taka að mér hlutverkið eftir að hann heyrði í mér hérna við óperuna í Ziirich. Þessi ópera er ekki mjög þekkt, en hún var samin árið 1921 og hefur hún verið flutt alltaf af og til síðan,“ sagði Guðbjöm, en hann er nú á eins árs námssamningi við óperuna í Zúrich, sem lýkur í vor. Guðbjörn Guðbjörnsson hóf söngnám hjá Magnúsi Jónssyni og útskrifaðist úr Nýja tónlistarskólan- um árið 1987, en síðan fór hann til Austur-Berlínar, þar sem hann lærði söng I einkatímum hjá prófessor Hanne-Lore Kuhse. Hann hefur gert tveggja ára samning við óperuna í Kiel í Vestur-Þýskalandi, en þar byijar hann að syngja næsta haust. Karl Steinar Guðnason sagði mikilvægast að gera ráðstafanir til að sjávarútvegurinn nái vopnum sínum aftur. Atvinna á svæðinu hefur minnkað í kjölfar þess að skip og bátar hafa streymt af svæð- inu og mikill kvóti með þeim. Hann sagði nauðsynlegt að snúa þessari þróun við. Karl Steinar kvað mikinn áhuga á hvers konar iðnaðaruppbyggingu á Suðurnesjum. Nágrenni Straumsvíkur og Helguvík hafa verið nefnd í sambandi við nýtt ál- ver, en ekki er vitað hvar eigendur þess vilja staðsetja það. Auk þess er rætt um aðra kosti í iðnaði, t.d. þilplötuverksmiðju, og sagði hann að bæjarstjórinn í Keflavík væri í nánu samstarfi við þá sem hafa með þau mál að gera. 200 manns án atvinnu á svæðinu „Á félagssvæði Verkalýðs- og sjómannafélags Suðumesja, í Keflavík, Njarðvík, Vogum og Höfnum, eru 200 manns á atvinnu- leysisskrá. í Keflavík er mest at- vinnuleysi og þar 'hefur bæjarstjórn- in lagt fé í fyrirtæki til að reyna að halda sjóinn," sagði Karl Steinar. Það horfir illa með atvinnuástand á Suðurnesjum," sagði Magnús Gíslason formaður Verslunar- mannafélags Suðurnesja. „Verslun- arstörfum hefur fækkað, bæði hjá kaupmanninum á horninu og í stór- mörkuðunum og einnig skrifstofu- störfum. Segja má að markaðurinn fyrir verslunarfólk hér á Suðumesj- um sé mettur." Magnús sagði að það kæmi sér mjög illa fyrir verslunarfólk ef sam- dráttur verður einnig hjá vamarlið- inu. Þar og hjá fyrirtækjum á veg- um þess starfa yfir fjögur hundruð félagar í Verslunarmannafélaginu. „Á meðan ekki er farið að draga úr framkvæmdum á Keflavíkur- flugvelli hugsar fólk ekki alvarlega um hvaða afleiðingar samdráttur þar mun hafa á atvinnulífið hér. í því sambandi er vert að íhuga að nú er verið að byggja þar íbúðir fyrir 250 fjölskyldur hermanna. Þegar þessar fjölskyldur flytja þangað eykst samkeppnin um störf- in gífurlega vegna þess að makar hermanna sækjast eftir sömu störf- um og okkar félagsmenn." Eiríkur Tómasson formaður Út- vegsmannafélags Suðurnesja sagði að menn hefðu geysilegar áhyggjur af þróun mála í sjávarútvegi á staðnum. Það væri ljóst að hann tæki ekki við fleira verkafólki og ekki væri annað séð en að það yrði stóralvarlegt mál fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum ef varnarliðið færi. Getum ekki misst herinn vegna atvinnuástands „Ég held að stjórnmálamenn verði að horfast í augu við að við getum ekki misst herinn vegna at- vinnuástandsins," sagði hann. Eiríkur sagði að til þess að auka tekjur útgerðarinnar væri í stór- auknum mæli fluttur óunninn fiskur frá íslandi. Auk þess væri flutt út mikið magn af flöttum fiski og flök- uðum til landa innan Evrópubanda- lagsins. Þar væri hann saltaður og síðan sendur á markað suður til Portúgal í samkeppni við íslend- inga. Þetta væri gert til að komast framhjá tollamúrum Efnahags- bandalagsins. Hann sagðist vita um fyrirtæki í Danmörku sem auglýstu eftir íslenskum fiskverkendum og út- gerðarmönnum til samstarfs. Bæj- aryfirvöld í Esbjerg.bjóða til dæmis stuðning við slfkt fyrirtæki sem veitir atvinnulausu fólki vinnu við að salta fisk. „Með þessu er bandalagið að kippa grundvelli undan rekstri vinnslustöðva hér á landi og at- vinnumöguleikum íslensks verka- fólks. En það er ekki óeðlilegt að þeir sem vilja bjarga rekstri útgerð- arfyrirtækja sinna taki þátt í slíku samstarfi. Það eru pólitísk mistök að íslensk stjórnvöld taki ekki í taumana vegna þess að með þessum hætti nær Efnahagsbandalagið tökum á okkur og við erum búin að missa samningsstöðu okkar. Smám sam- an fara fyrirtækin út I þennan hrá- efnisútflutning og við lendum í hlut- verki nýlendunnar." Eiríkur sagði að fyrst og fremst þyrfti að fá fleiri skip og meiri kvóta til að efla atvinnulífið á Suðurnesj- um. Að lokum sagði hann dæmisögu um ástandið. Á skrifstofu hans í Grindavík var nokkrum mönnum litið yfir höfnina og það var álit þeirra að þar væri orðið svolítið vertíðarlegt um að litast, en það vantaði bara bátana. í Keflavík er starfandi Atvinnu- þróunarfélag Suðurnesja hf. Það hefur meðal annars aðstoðað fyrir- tæki sem eru að fjárfesta og veitt fræðslu fyrir þá sem eru að stofna fyrirtæki og haldið námskeið t.d. fyrir skrifstofufólk. Jón Unndórsson forstöðumaður Atvinnuþróunarfélagsins sagði að stjóm þess væri nú að skoða mál- efni Bláa lónsins og nýrrar þilplötu- verksmiðju sem fyrirhugað er að setja á fót. Hann sagði að möguleik- ar í sambandi við rekstur Bláa lóns- ins væru margir og ljóst að störf í sambandi við það gætu skipt tugum á næstu árum. Áður hefur félagið meðal annars athugað hvort hugsanlegt væri að koma á fót umskipunarhöfn á Keflavíkurflugvelli fyrir flutnings- fyrirtæki sem senda vörur yfir haf- ið, t.d. milli Bandaríkjanna og Jap- ans. Hugmyndin var að athuga hvort slík fyrirtæki vildu hafa bæki- stöðvar hér. Jón sagði að menn hefðu verið tregir til að leggja pen- inga í slíka könnun. „Til þess að fyrirtækið geti sýnt einhvern árangur er nauðsynlegt að sveitarfélögin leiti meira til okk- ar og feli okkur verkefni. Við viljum ganga mun lengra í því sem við emm að gera, leita eftir nýjum hugmyndum og reyna að koma upp nýrri atvinnustarfsemi. Til þess þurfum við fé og tíma. Við fáum til okkar ýmsar hugmyndir en við þurfum að fá menn til liðs við okk- ur sem hafa áhuga á að gera eitt- hvað,“ sagði Jón. Fiskyerðsákvörðun í algjörri sjálfheldu Strandar á átökum í ríkisstjórn um yfirstjóm aflamiðlunar SEGJA má að mál hafi hlaupið í hnút í ríkissfjórninni í gærmorg- un, hvað varðar fískverðsákvörðun og stofnun aflamiðlunar vegna ágreinings um hvaða ráðuneyti eigi að fara með yfirstjórn aflamiðl- unar og hvernig stjórn hennar skuli skipuð. Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Verkamannasambands íslands, ritaði ríkisstjórninni bréf í nafni stjórnar VMSÍ, þar sem því var harðlega mótmælt að útgerðarmenn og sjómenn hefðu meirihluta í stjórn fyrirhugaðrar aflamiðlunar og lagði til að í þess stað yrði ráðherraskipaður odda- maður í stjórninni. Eða til vara að oddamaður yrði samþykktur af öllum aðilum. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær var það algjört skilyrði af hálfii hagsmunaaðila í verðlagsráði sjávarútvegs- ins, að hér verði komið á fót aflamiðlun, sem stýrt verði af hagsmuna- aðilum sjávarútvegsins. Forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að lítið væri hægt að segja um málið að svo stöddu, en unnið væri að lausn þess. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins leituðu ráðamenn að hugsanlegum oddamanni I stjórn aflamiðlunar, þannig að útgerðar- menn fengju einn mann í stjórn, í stað tveggja, sjómenn einn mann, fískverkendur einn mann og fisk- verkafólk einn mann. Var rætt um það í gær að leita oddamanns, sem hinir aðilarnir fjórir gætu sætt sig við. Það liggur hins vegar fyrir að hagsmunaaðilarnir munu ekki sætta sig við þann hátt mála né að aflamiðlunin verði áfram undir stjórn utanríkisráðuneytisins. Því virðist sem málið sé komið í algjöra sjálfheldu. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands- ins, sagði í samtali við Morgun- blaðið að ofangreint bréf hefði ver- ið ritað ríkisstjóminni, því ekki kæmi til greina í huga fiskverkun- arfólks að útgerðarmenn gætu myndað meirihluta í stjórninni með sjómönnum. „Við erum búnir að fá nóg af þessu LÍÚ-valdi, sem fær kvóta úthlutað með einkaleyfum og ætlar svo líka að fara að stjórna aflamiðlun, með liðstyrk fulltrúa sjómanna. Það bara kemur ekki til mála. Það er ekki hægt að ganga endalaust á rétt fiskverkunarfólks. Það er búið að gera það hér í gegn- um tíðina. En þessi mikla sala afla á erlendum mörkuðum er nú orðin svo taumlaus, að það er farið að vinna þennan afla erlendis. Á sama tíma er fiskvinnslufólk atvinnulaust hér, alls staðar á landinu. Það er aldrei hugsað _um þetta fólk, heldur bara LÍU. LÍÚ er engin heilög kýr hjá okkur og það er mál að linni þessu ofurvaldi þess.“ Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra kynnti bréf formanns VMSÍ I ríkisstjórninni í gærmorgun og ritaði verðlagsráði sjávarútvegs- ins bréf í kjölfar þess, þar sém m.a. segir að ríkisstjómin muni að sjálfsögðu koma á fót aflamiðlun til að draga úr og stýra útflutningi á óunnum fiski í samræmi við fyrir- heit vejgna nýgerðra kjarasamn- inga. „I stjórn aflamiðlunar munu verða fulltrúar hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Ráðherra utanríkis- viðskipta, sem nú fer með þessi mál, er reiðubúinn að koma slíkri aflamiðlun á fót, án tafar, með reglugerð. Hins vegar með tilvísun til bréfs VMSÍ .. . er óhjákvæmilegt að kanna betur með viðtölum við aðila hvernig best verði staðið að skipun stjórnar, áður en reglugerð verður gefin út,“ segir orðrétt i bréfinu. Yfírnefnd verðlagsráðs sjávarút- vegsins ritaði forsætisráðherra svarbréf á fundi sínum í gær, sem stóð frá kl. 14.30 til liðlega 19. 1 bréfinu, sem birt er hér á síðunni, kemur fram að aðilar telja þetta svar ófullnægjandi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins fara skoðanir Verkamannasambandsins og Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra saman í þessu máli. Hann mun ekki vilja að út- gerðarmenn hafi tvo menn í stjóm aflamiðlunar og geti þannig mynd- að meirihluta í stjórninni með sjó- mönnum. Þetta mun vera höfuð- skýring þess að hann er ekki sam- þykkur því að yfirstjóm aflamiðlun- ar flytjist úr utanríkisráðuneytinu yfir til sjávarútvegsráðuneytisins, sem svo aftur yrði framseld þaðan I hendur hagsmunaaðila, eins og greint var frá í Morgunblaðinú i gær. Fulltrúar LÍÚ munu á hinn bóginn jafn staðráðnir í því að una hvorki yfirstjórn utanríkisráðuneyt- isins í aflamiðlun né ráðherratil- nefningu á oddamanni í stjórnina. Ákveðnir viðmælendur Morgun- blaðsins gengu svo langt i gær að segja að þessi sjálfhelda gæti gert það að verkum að hér yrði engri aflamiðlun komið á fót, að minnsta kosti ekki í bráð. Því var einnig haldið fram að slik tilhögun væri LÍÚ síður en svo á móti skapi. Á hinn bóginn liggur það einnig fyrii að fulltrúar fiskkaupendatelja afla- miðlun algjöra forsendu fyrir því samkomulagi sem þeir hafa sæst á hvað fiskverð varðar. Bréf yfirnefiidar til forsætisráðherra: Svar ríkisstj órnarinn- ar er ekki fullnægjandi HÉR fer á eftir bréf, sem yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins sendi Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra í gær: un. Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins hefur móttekið bréf yðar frá í dag með svari við málaleitun nefndarinnar frá 19. febrúar 1990, þar sem farið er fram á að komið verði á aflamiðlun í tengslum við ákvörðun fiskverðs. Því miður er svar þetta ekki full- nægjandi til að tryggja lausn máls- ins. Nefndin vill minna á að 28. febrú- ar 1989 náðist samkomulag á yfir- nefnd verðlagsráðsins um fiskverð að undangengnum fundum sama dag, annars vegar með sjávarút- vegsráðherra og hins vegar með utanríkisviðskiptaráðherra, (sem mætti á fund nefndarinnar) þar sem gengið var frá samkomulagi um að fela samstarfsnefnd aðila verð- lagsráðsins stjórnun á útflutningi á ferskum fiski í gámum. Að beiðni utanríkisviðskiptaráð- herra var samþykkt þessi ekki birt. Aðilar verðlagsráðsins háfa á síðasta ári margítrekað óskað eftir að við þetta samkomulag yrði stað- ið. Engar efndir hafa á þessu orðið og hefur utanríkisviðskiptaráðherra látið hafa eftir sér m.a. að fleiri aðilar ættu að eiga aðild að afla- miðlun, þ.m.t. fulltrúi fiskvinnslu- fólks. Jafnframt hefur ráðherra ítrekað að ekki yrði ásættanlegt annað en siglingar skipa með ísfisk yrðu einnig teknar með í aflamiðl- Ákvörðun fiskverðs hefur verið óvanalega erfið að þessu sinni vegna aðstæðna í efnahagslífinu, kjarasamninga og aukins misvægis í tekjum sjómanna og útgerðar eft- ir ráðstöfun aflans. Verðlagsráðið hefur haldið 16 fundi þar sem leitast var við að finna lausn á tekjumismun sjó- manna og útgerðar og jafnframt skapa aðstæður þar sem aukinn afli leitaði til innlendrar fiskvinnslu. Aflamiðlun hefur verið lykilatriði í þessum samningum og hefur ver- ið leitast við að ná samkomulagi, sem væri ásættanlegt fyrir aðila ráðsins og jafnframt taki tillit til sjónarmiða utanríkisviðskiptaráð- herra. Þannig hefur náðst sam- komulag um að allur ferskur fiskur falli undir aflamjðlun og Verka- mannasambands íslands ætti aðild að aflamiðluninni. Ljóst Ci- að allir hafa þurft að gefa nokkuð eftir til að ná heild- stæðu samkomulagi um þetta mál. Niðurstaða var kynnt fyrir ríkis- stjórn með bréfí 19. febrúar. Aðilar ráðsins harma þá afstöðu að ríkisstjórnin skuli ekki geta sætt sig við það samkomulag sem náðst hefur, en í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem er að skapast í tengslum við fiskverðsákvörðun vilja aðilar málsins ítreka aftur ósk sína um jákvæða niðurstöðu í samræmi við áðurnefnt samkomulag, þannig að yfirnefnd Verðlagsráðsins geti ákveðið fískverð með samkomulagi. Virðingarfyllst, f.h. fískkaupenda Magnús Gunnarsson, Bjarni Lúðvíksson, f.h. físksefjenda Kristján Ragnarsson, Óskar Vigfússon, Guðjón A. Kristjánsson. Borgarráð: Tillaga um íþróttahús í Laugardal LÖGÐ hefur verið fram í borgarráði tillaga um, að fjölnota íþrótta- og sýninga- hús verði reist í Laugardal. Alfreð Þorsteinsson, Fram- sóknarflokki, lagði til í fram- haldi af umræðu um staðsetn- ingu fjölnota íþrótta- og sýn- ingahúss vegna HM 1995, að borgarráð lýsi áhuga sínum á að slíkt hús verði reist í Laug- ardal í Reykjavík. Jafnframt lýsi borgarráð sig reiðubúið til viðræðna við ríkisstjómina um framkvæmd málsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.