Morgunblaðið - 21.02.1990, Page 4

Morgunblaðið - 21.02.1990, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990 Fyrsta Boeing 757-200-flugvél Flugleiða í samsetningarsal Boeing-verksmiðjanna í Renton í Seattle. Á litlu myndinni sést sætaskipan flugvélanna. Alls eru sæti fyrir 189 farþega í hvorri vél, en þar af eru 22 sæti á Saga Class. VEÐUR Heimild: Veðurstofa fslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 21. FEBRÚAR YFIRLIT í GÆR: Milli Jan Mayen og Noregs er 955 mb lægð á leið norðaustur en minnkandi 970 mb lægð við suðurströndina. Um 600 km norðvestur af írlandi er 978 mb lægð sem fer hratt norðaustur. > SPÁ: Norðaustan gola eða kaldi og él á víð og dreif um mest allt land í kvöld og nótt, en fremur hæg breytileg átt, smá él við strönd- ina en úrkomulítið inn til landsins á morgun. Hiti nálægt frost- marki við suður- og austurströndina, en 1 til 5 stiga frost annars staðar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Hvöss norðaustanátt og snjókoma um norðvestanvert landið en heldur hægari suðaustan- og austanátt og rigning eða slydda suðaustantil. Hlýnandi veður í bili. HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðvestan- og vestanátt víða nokkuð hvöss framan af degi. Purrt suðaustanlands en éljagangur í öðrum landshlutum. Vægt frost. ■J0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V E' EE Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|* Skafrenningur Þrumuveður TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: * Vindörín sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að isl. tíma hiti veður Akureyri +1 snjókoma Reykjavík 0 snjókoma Bergen 9 rigning Helsínki 4 súld Kaupmannah. 10 þokumóða Narssarssuaq +10 skýjað Nuuk +8 snjókoma Osló 8 þokumóða Stokkhólmur 10 skýjað Þórshöfn 4 alskýjað Algarve 19 heiðskfrt Amsterdam 14 skýjað Barcelona 16 mistur Berlín 14 skýjað Chicago +11 heiðskírt Feneyjar 11 þokumóða Frankfurt 16 léttskýjað Glasgow 8 skýjað Hamborg 14 skýjað Las Palmas 27 heiðskírt London ' 14 skýjað Los Angeles 7 heiðskírt Lóxemborg 14 léttskýjað Madríd 14 þokumóða Malaga 16 þoka Mallorca 15 þokumóða Montreal +17 léttskýjað New York +2 léttskýjað Orlando 18 þoka París 16 léttskýjað Róm 16 þokumóða Vín 11 mistur Washington 0 skýjað Winnipeg +10 skafrenningur Fyrsta Boeing 757-vél Flugleiða væntanleg í byrjun apríl: Fjárfesting 1 hveiju sæti um 15 milljónir FYRSTU Boeing 757-200 flugvél Flugleiða var ekið ut ur verksmiðju- byggingu Boeing-flugvélaverksmiðjanna í Renton í Seattle í upphafí þessarar viku, en ýmis aukavinna við vélina er eftir, auk stillinga og flugpróiana. Áætlað er að flugvélin komi hingað til lands 10. apríl. Samsetning tveggja annarra Flugleiðavéla er nú hafin í verk- smiðjunni, og hefur félagið aldrei áður átt jafnmargar flugvélar í smíðum í einu. Samanlagt verð- mæti þessara þriggja flugvéla er um 8 milljarðar króna. I þeim verða samtals 534 sæti og er því fjárfest- ing í hverju sæti um 15 milljónir króna. Búið er að ákveða afhendingar- daga flugvélanna og verður fyrri 757-200-vélin afhent 4. apríl. Bo- eing 737-400-flugvélin verður af- hent 25. apríl og seinni 757-200- flugvélin verður afhent 3. maí. Skipaflutningar íyr- ir ÁTVR boðnir út Sambandið og Eimskip með flutningana nú INNKAUPASTOFNUN ríkisins auglýsir á næstu döguni útboð á flutningum fyrir Afengis- og tóbaksverslun ríkisins næstu tvö árin. Eimskip og Skipadeild Sambandsins hafa þessa flutn- inga nú samkvæmt fyrri út- boðum. Á þessum tveimur árum gerir ÁTYR ráð fyrir að flytja til lands- ins 10 milljónir lítra af bjór, 8 þúsund tonn af áfengi, 5 þúsund rúmmetra af tóbaki og 500 tonn af ýmsum iðnaðarvörum. Flutn- íngsgjöld skipta tugum milljóna á þessu tímabili. Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR segir að flutningsgjöld stofnunarinnar hafí lækkað við útboð á sínum tíma og telur hann að þau séu hagstæð. Eimskip flyt- ur nú allan bjórinn til landsins og skipadeildin annað áfengi og tób- ak. Þessir samningar eru nú útr- unnir og segir Höskuldur eðlilegt að bjóða flutningana út að nýju til þess meðal annars að tryggja stofnununni bestu kjör. Höskuldur segir að um fimm flutningafyrir- tæki hefðu lagt fram tilboð í síðasta útboði. Hann segir að opið yrði að bjóða í einstaka þætti flutn- inganna og ákveðnar leiðir. Húsbruninn; Kviknaði í út frá rafmagni RANNSÓKN á upptökum elds- ins í húsi við Lundargötu á Akureyri er nú að mestu lokið og bendir allt til þess að kvikn- að hafí í út frá rafmagni. Eldur kom upp í húsinu snemma á mánudagsmorgun og gjöreyði- lagðist það í brunanum. Það verð- ur líkast til rifið á næstunni. Allt innbú á efri hæð hússins eyðilagð- ist í eldinum, en nokkrum munum af neðri hæðinni tókst að bjarga. Fj árniálaráðheiTa vill fela sparnað vegna kjarasamnínganna - segir Davíð Oddsson borgarstjóri „ÞAÐ er svo sem ekkert alvarlegt þótt ég hafi misskilið áhrif kjarasamningana á fjárlagagerð," sagði Davíð Oddsson borgar- sljóri, vegna fréttar frá fjármálaráðuneytinu um að samanburður milli borgarsjóðs og ríkissjóðs væri ekki raunhæfur og að borgar- stjóri misskildi áhrif kjarasamninganna á afkomu ríkissjóðs. En borgarsljóri sagði í ræðu sinni við síðari umræðu um fjárhagsáætl- un borgarinnar að sparnaður ríkisins vegna kjarasamninganna væri meiri en útgjaldaaukinn. Að sögn Davíðs er Ijóst að fjármála- ráðherra vill fela sparnað ríkissjóðs vegna samninganna. Eina ástæðan sé sú að fjárlagafrumvarpið hafi verið gallað og að nota eigi afrakstur samninganna til að fela hallann. „Við sjáum ekki betur, sem höfum verið að vinna að fjár- hagsáætlun borgarinnar og höfum verið að skoða lauslega fjárlögin, en að fjármálaráðherrann hafí annaðhvort illilega misskilið það sem hann hafí verið að vinna að, eða af ásettu ráði sett dæmið fram með þessum hætti,“ sagði Davíð. „Það er ekki hægt að komast hjá því að sjá að forsendur frumvarps- ins breytast, þannig að kjarasamn- ingarnir ættu að hafa verulegan sparnað í för með sér. Launatalan ein segir til um það. Mikið af tekjum ríkisins er ekki bundið þessum þáttum. Til að mynda allar tolltekjur ríkisins, þær myndast af verðbólgu erlendis en ekki af samningum hérlendis og skapa ríkinu jafnar og öruggar tekjur miklu frekar en sveitarfé- lögunum. Þannig, að hafi sveitar- félögin af þessu sparnað þá er ljóst að ríkið hefur það í miklu ríkari mæli. En af einhveijum ástæðum vill ráðherrann fela hann og ég get ekki séð neina ástæðu aðra en þá að fjárlagafrumvarpið hafi verið svo gallað fyrirfram og með svo miklum innbyggðum halla að það eigi að nota þennan mikla afrakstur, sem samningarnir færa ríkissjóði, til að fela þann halla endanlega, en um leið er farið að skera niður þætti, sem þessi svo- kallaða félagshyggjustjórn hefur verið afar montin af.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.