Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 Morgunblaðið/Ingvar Engin „langbylgja “ eftir bruna Eldur kom upp í spennistöð fyrir loftnetsmöstur á Vatnsendahæð á sunnudag. Stöðin skemmdist töluvert og langbylgjuútsendingar ríkisút- varpsins falla niður þar til stöðin hefur verið lagfærð. Slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn kl. 13.10. Þegar komið var á vettvang var spennistöðin alelda. Straumur til hússins var rofinn og eftir það gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins með vatni og kolsýru. Spennistöð- in er í eigu Pósts og síma, en RÚV leigir stöðina. Ovíst er hvenær langbylgjuútsendingar hefjast að nýju. Óveirju hvasst um allt land: 100 hnúta vindur í verstu hviðunum á Vopnafirði MIKIÐ hvassviðri gekk yfir landið á sunnudag, en skemmdir urðu víðast hvar litlar. Björgunarsveitir höfðu þó nóg að gera á Eski- firði, þar sem heilu kofarnir þeyttust af grunni. Vindhraði mæld- ist 80 hnútar á flugvellinum á Vopnafirði, en í verstu hviðunum fór hann upp í 100 hnúta. 64 hnútar jafngilda 12 vindstigum. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu íslands var veðrið mjög óvenjulegt að því leyti, að mjög hvasst var um allt land, 9-10 vind- stig og ekki aðeins á annesjum, heldur og inn til landsins. Fjórðungur þaksins á Pöntunar- félaginu á Eskifírði fauk af hús- inu, en snarræði björgunarsveitar- manna kom í veg fyrir að það flett- ist alveg af. Þá losnuðu þök vítt og breitt um bæinn. Rúða í eldhús- glugga brotnaði í mél, en engan sakaði. Þá brotnaði ytra byrði í rúðum nokkurra húsa, vegna mik- ils moldroks. Gat kom á segla- skemmu og er talið að jámplata hafí fyrst farið í gegnum seglið, en vindurinn svo séð um að stækka gatið. Skúr við íþrottavöllinn þeyttist 5-6 metra í loft upp og tættist í smátt, svo brot úr honum fóru langt inn í dal. Hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar, að víða hefði verið hvassara en þar sem vindmælar væru. Þó hefðu þeir sýnt mikinn vind, til dæmis á flugvellinum í Vopnafirði, 80-100 hnúta, og á Dalatanga 55 hnúta, eða 11 vind- stig. Fjölmargar stöðvar hefðu sýnt 9-10 vindstig og mjög óvenju- legt væri hve mikið hvassviðri hefði verið um allt land og ekki síður inn til landsins en á annesj- svo menn hefðu ekki kippt sér upp við það. Að sögn Ingimars K. Svein- bjömssonar, sem ók um Gilsfjörð á sunnudag, lokaðist vegurinn þar um tíma þegar einar 10 aurskriður féllu á veginn á um 15 kílómetra löngum kafla frá Gróustöðum, um Gilsfjarðarmúla og innundir Gils- fjarðarbrekku. Ein skriðan var allt að 3 metra há og gnæfði yfir háa jeppa sem óku í gegnum skarð sem stórvirk vinnuvél mddi í skriðuna. Ingimar sagði fólki í byggðum við Gilsfjörð orðið heitt í hamsi vegna seinagangs stjórnvalda við að taka ákvörðun um gerð brúar yfír fjörð- inn enda erfiðar samgöngur að vetrarlagi við Búðardal, þangað sem sækja þurfí ýmsa nauðsyn- lega þjónustu. Umferð um hringveginn teppt- ist um skeið þegar aurskriða féll á Vesturlandsveg við Hvammsvík VEÐUR Helmild; Veöurstofa f$iand$ (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 10. mars YFIRUT: Um 200 km vestur af Látrabjargi er 972 mb tægð sem mjak- ast austnorðaustur og mun dýpka á morgun. SPÁ: Norðaustan- og norðanátt. Allhvöss eða hvöss um tíma norðan- lands með snjókomu eða éljum, en víðast heldur hægari syðra. Þar verður að öllum líkindum þurrt og sums staðar léttskýjað. Kólnandi veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Hæg suðlæg átt. Dálrtil snjókoma og frost 1-4 stig sunnanlands og 'vestan, en að mestu þurrt og 5-10 stiga frost norðaustanlands. HORFUR A FIMMTUDAG: Austan- og norðaustanátt. Snjókoma eða él vtða um land, en einkum þó um landið norðanvert. Frost á bilinu 4-8 stig. Svarsimi Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 990600. O tik. A & Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað Skúrir Slydduél Él r r r * r * r r * r r r r r * r Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og f)aðrimar vindstyrk, heil Ijöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: (Ki.i7.30ígær) Ágæt færð er í nágrenni Reykjavíkur, en sums staðar getur verið hálka. Fært er um Hellisheíði og Þrengsli og áfram austur með suðurströnd- inni til Austfjarða og er ágæt færð þar nema á stöku stað er háika. Fært er fyrir Hvalfjörð, um Borgarfjörö og vestur um Snæfellsnes og um Heydal í Dali og éfram þaðan til Reykhóla. Brattabrekka er ófær. Frá Brjánslæk er fært um Kleifaheiði til Patreksfjarðar og áfram þaðan til Bíldudals. Fært er norður yfir Holtavörðuheiði og norðui til Hólmavíkur og Drangsness. Steingrimsfjarðarheiði er ófær. Frá isafírði .er fært til Súðavikur og Bolungarvíkur. Fært er um Breiðadalsheiði. Agæt færð er um Norðurland til Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Akureyrar og Húsavikur og þaðan með ströndinni til Vopnafjarðar. Vegagerðin >** t VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að isl. tíma Hiti veður Akureyri +1 skýjað Reykjavik 1 írijóél Bergen 6 skýjað Helsinki 1 þoka Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq +8 snjókoma Nuuk +14 skafrenningur Ósló 4 þokumóða Stokkhólmur 8 mlstur Þórshöfn vantar Algarve 21 heíðskírt Amsterdam 9 skýjað Barcelona vantar Berlm 10 léttskýjað Chicago vantar Feneyjar 12 heiðskírt Frankfurt 11 mistur Glasgow 9 rigning Hamborg 10 mistur London 10 skýjað Los Angeles vantar Lúxemborg 11 mistur Madrid 13 heiðskírt Malaga 16 mistur Mallorka 14 þokumóða Montreal vantar NewYork vantar Orlando vantar Par(s 10 skýjað Madeira 18 skýjað Róm 15 skýjað Vín 10 heiðskírt Washington vantar Wlnnipeg vantar um. Á norðanverðu Snæfellsnesi náði vindurinn einnig töluverðum styrkleika. Níu vindstig mældust á Stykkishólmi og hvassviðrið reif járn af hálfu húsþaki. Lögreglan á Ólafsvík sagði að slíkt væri ekk- ert óvenjulegt á þessum árstíma, Listmunauppboð: í Hvalfírði. Miklar rigningar í Reykjavík um helgina ollu flóðum í kjöllurum húsa, þar sem niðurföll höfðu ekki undan vatnsflaumnum. Slökkvilið- ið var kallað út sex sinnum á sunnudag, til að dæla vatni úr kjöllurum. Tæp milljón fyrir mynd eftir Gunnlaug Blöndal MODEL, olíumálverk eftir Gunnlaug Blöndal, var slegið á 960 þús- und krónur að viðbættum 10% í höfundarlaunasjóð, á listmunaupp- boði, sem Gallerí Borg hélt í samráði við Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar hf. Mynd Gunnlaugs frá Reykjavík- Túlípanar, 180 þúsund fyrir Blóm, urhöfn fór á 600 þúsund og olíu- eftir Jón Þorleifsson og 165 þúsund mynd Þórarins B. Þorlákssonar, fyrir Hnjúk í Vatnsdal, eftir Krist- Sundin, á 255 þúsund. 205 þúsund ínu Jónsdóttur. fengust fyrir aðra mynd Þórarins, Síldarvertíð fram- lengd til 22. mars Síldarvertíðin hefur verið framlengd til 22. mars en eftir er að veiða um 10 þúsund iestir af 110 þúsund lesta heildarkvóta. í tilkynningu frá sjávarútvegs- ráðuneytinu segir, að þar sem enn vanti nokkuð upp á að hráefni sé fengið fyrir þá samninga sem þegar hafa verið gerðir um sölu á saltaðri síld, hafi ráðuneytið ákveðið að stunda megi síldveiðamar áfram. Kristján Jóhannesson birgða- stjóri hjá Síldarútvegsnefnd sagði að tvö loðnuskip hefðu sótt um áframhaldandi veiðileyfí, Þórsham- ar og Börkur. Kristján sagði að eftir væri að framleiða um 3.000 tunnur af edikverkaðri síld upp í samninga við Norðurlöndin. Morgu nblaðið/Ingvar Harður árekstur í krapaelg Harður árekstur varð á Hellisheiði um kl. 16 á sunnudag. Mikill krapaelgur var á veginum og bíll, sem kom að sunnan, snerist á veginum, fór yfír á rangan vegarhelming og skall framan á bíl, sem kom á móti. Farþegi í framsæti þess bíls brotnaði á fæti og báðum úlnliðum, en aðrir í bflunum hlutu minni meiðsli. Báðir bílarnir eru taldir ónýtir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.