Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 WVRTIVÖRUR ---— 11 ' rrr-“ i ii lOAo ^©^SSI^nWJnger/Distribute^^Jniversa^PressS^ndicató „J/vetiu matUnSu meb fyrir konuna. nrima ? Qxjrtscb frct hinu. augLjóscx.." Ég er búinn að fá mér gler- augu og vil fara á sama stað og í fyrra. Ást er... . .. dásamleg, þegar hann hringir. TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate Varstu ekki að tala um að fara í veiðitúr ...? HÖGNI HREKKVÍSI /, ÉG HEy/?/... /vue> næ Tv/smxi r* n rimuN H4NS HÖGNA." BRÉF TEL BLAÐSINS MEÐ BELTIN SPENNT Öryggisbelti geta skipt skðpum ef slys ber að höndum - en þau koma aðeins að gagni séu þau spennt. ee Ornefnarangfærsla Af öskudegi Frá Reyni Guðmundssyni: í fréttum sjónvarpsins 4. mars af öskudagsgleði barna á Akureyri sagði fréttamaður frá því að þessi öskudagsskemmt- un hefði borist til íslands með Dönum en þeir hefðu lært hann af Hollendingum og væri þessi skemmtan komin úr kaþólskum sið. Hér gætir nokkurs misskiln- ings. Líklega er fréttamaðurinn hér að vísa til kjötkveðjuhátíðar (sem ekki er kirkjuhátíð) þar sem fólk í mörgum kaþólskum löndum sleppa fram af sér beislinu í skemmtun og áti á sprengidag áður en tímabil 40 daga föstu og yfirbótar hefst. Fastan byijar á öskudag en hann er einmitt sá dagur öðrum fremur í föstu ásamt föstudeg- inum langa sem kaþólska kirkj- an biður menn að halda í við sig í mat og skemmtun. 40 daga fastan á upphaf sitt frá því snemma á fjórðu öld og undanfarin 1000 ár hefur askan í upphafi föstu verið tákn um iðrun og yfirbót en í forn- kirkjunni hófu menn opinber yfirbótarverk á þessum degi. Því er það svo að á öskudag gengur kaþólskt fólk til kirkju og tekur við tákni yfírbótar á enni sér og þeir sem hafa verið í stórborgum erlendis á ösku- dag hafa eflaust tekið eftir því að þá gengur íjöldi manns um með svartan öskublett á enn- inu. Hinsvegar hefur verið inn- leidd hér á landi á sama degi sú venja að klæða börn í furðu- föt og leyfa þeim að belgja sig út af sælgæti og að sögn sam- kvæmt kaþólskri forskrift en þó kannski með lútersku ívafí þar sem það er gert degi of seint og í upphafí föstu til að geta talist kaþólskt að upp- runa. REYNIR GUÐMUNDSSON Víðimel 21 Reykjavík Frá Asmundi U. Guðmundssyni: Sýslungur minn, Jens Skarphéð- insson, Austurbrún 4, Reykjavík, skrifaði smápistil í Morgunblaðið 26. febrúar síðastliðinn á 41. síðu neðst, sem hann kallar „Staðreyndafölsun". Víst er það rétt sem þar kemur fram. Svo undarlegt sem það er þá hefur ekki hestvagn og því síður bíll farið þann veg sem Brattabrekka heitir. Þann götuslóða fetuðu hestar undir klyfjum frá ómunatíð fram um síð- ustu aldamót, síðan aflagt nema þá helst skemmtiferðafólk sem ferðast um landið á hestum nú hin síðari ár. Þeir fjölmörgu sem telja sig fara veginn um Bröttubrekku á bíl ættu að prófa að fara akandi sunnan við Bjarnadalsá yfir Baulugil fram á Bjarnadal, fram undir miðjan dal, slaga þá til vinstri og skásneiða fjallshlíðina nánast lóðbeint upp snarbratta (þar er Brattabrekka). Halda síðan yfir á Suðurárdal og niður Rauðusteina, beint á móti Selg- ili sem núverandi vegur liggur yfir neðst í fjallsrótunum dalamegin eða prófa að fara upp Rauðusteina og niður Bröttubrekku og áfram. Þeir sem framkvæma kortagerð, sem og aðrir, hafa ekki hingað til flökrað við því að færa örnefni til svo tugum kílómetrum skiptir. í þessu tilfelli í um það bil 27 til 32 km í vestur, miðað við brúna á Bjarnadalsá. Daginn eftir kom baksíðufrétt um bílslys á Miðdal á Bröttubrekku, tak- ið eftir, á Bröttubrekku. Þvílíkt kjaft- æði, þar sem slysið átti sér stað munar um það bil 18 til 20 km milli staða í loftlínu, hvað Brattabrekka er austan í fjallgarðinum. Núverandi vegarstæði liggur um Miðdal (það er rétt) inn austurhlíð Staðarmúlans, þaðan upp á Merkjahrygg niður Sel- landið enn neðar Banaflatir til byggða í Sökkólfsdal í Dalasýslu. Það er í raun rannsóknarefni hvers vegna fjölmiðlafólk sem aðrir rangtúlka og færa til þrnefni eftir geðþótta eða smíða ný nöfn sem hvergi eru í tengslum við umhverfið en koma út líkt og kölski sá eini sanni hafi hvísl- að þeim í eyru fáráðlinga, til að hafa gaman af síðar. ÁSMUNDUR U. GUÐMUNDSSON Suðurgötu 124 Akranesi með þessum hætti. Hann er áreið- anlega ekki einn um það. Það er verið að selja ímynd og umbúðir en ekki efni. Fjölmiðlarnir taka þátt í þessu þ.á.m. Morgunblaðið. Hin svonefndu íslenzku bók- menntaverðlaun eru annar þáttur í þessari auglýsingamennsku. Bækur eru tilnefndar til þeirra, ef útgef- andi er tilbúinn til að greiða ákveð- ið gjald, annars ekki. Það væri fróðlegt að taka saman yfirlit um öll þau viðtöl, sem birtast við ákveðna rithöfunda m.a. hér í Morgunblaðinu fyrir hver jól, hversu oft búið er að tala við sama fólkið t.d. síðustu fimm árin og hvenær það hafði síðast eitthvað nýtt að segja! Skrumið í kringum bókaútgáfuna er áreiðanlega farið að hafa nei- kvæð áhrif. Það er hægt að gefa út bækur og kynna þær almenningi á annan og menningarlegri hátt en hér er gert. Bókaútgáfendur og fjölmiðlar ættu að gefa þessum orð- um Þorgeirs Þorgeirssonar gaum og huga að þeim fyrir næstu jól. Bókmenntagagnrýnendur ættu einnig að taka sig taki. Þeim hætt- ir til að skrifa tilfinningadóma, vonda eða góða eftir atvikum, í stað þess að skrifa upplýsandi og lær- dómsríka ritdóma, sem gætu verið gagnlegar leiðbeiningar og ábend- ingar til lesenda og jafnvel rithöf- unda, því enginn er yfir jákvæða og uppbyggilega gagnrýni hafínn. Yíkverji skrifar Imenningarblaði Morgunblaðsins sl. laugardag birtist afar athygl- isvert viðtal við Þorgeir Þorgeirs- son, rithöfund. Þar víkur hann að málefni, sem Víkveiji drap á í bóka- vertíðinni fyrir síðustu jól og raunar áður, sem er skrumið í kringum bókaútgáfuna hér. í viðtali þessu skýrir Þorgeir Þorgeirsson frá því, að hann hafi fyrir nokkrum árum hafið útgáfu á bókum sínum sjálfur. Hvers vegna? Skýringin kemur í eftirfarandi um- mælum, þar sem rithöfundurinn lýsir síðustu útgáfu sinni hjá öðru forlagi, en þau eru (af illri nauð- syn?!) hveiju öðru lík í þessum efn- um. Hann segir:„Eg hafði allan tím- ann á tilfinningunni að verið væri að kynna eitthvað, sem ekki var fyrir hendi, einhveija bók, sem ég hafði aldrei skrifað. Svo komst ég að því, að þessi bók seldist meira en nokkur önnur bók eftir mig áð- ur. Salan var um 500 eintökum meiri á fyrsta ári en ég átti að venj- ast. Ég var hissa á þessu, því að ég átti nokkuð stöðugan kaupenda- hóp og hef alltaf haft gott samband við hann. En svo fer ég að mæta fólki á götu, sem segir: Þorgeir, nú er ég hættur að kaupa þig, nú ert þú farinn út á einhveijar brautir, sem mér líkar ekki. Meðan ég átti eitthvað af höfundareintökum til að gefa gat ég sannfært stöku mann um að reyna að lesa bókina. Og þá komu menn til mín aftur og sögðu: Jújú, þetta er alveg rétt, þetta er þinn gamli texti, þetta er þinn gamli stíll. En þarna lenti ég í því að auglýsingastofan og for- leggjarinn í sameiningu voru að búa til af mér einhveija ímynd. Tilgang- urinn var sala. Svona ímyndasmíð hefur ágerzt mikið síðan“ xxx Iframhaldi af þessu segir Þorgeir Þorgeirsson:„Sala af þessari tegund getur orðið manni ban- væn....Eg held, að þessi auglýs- ingamennska, þessi gnýr allur, komi þarna að vissu leyti upp á milli og ijúfí náttúrlegt samband höfundar og lesenda. Ef það er rétt tilfínning hjá mér er salan af hinu vonda. Og ég sé ekki betur en útgef- endar stefni nú í banvænar ógöng- ur, þeir nota auglýsingarnar eins og „dópistar" nota eiturlyf, hömlu- laust — þeir treysta orðið á, að ein- hver af þeirra bókum nái metsölu út á auglýsinguna. En ég held, að þetta sé að hefna sín og mér er sagt, að í sumum tilfellum sé allt að 90% seldra bóka skilað aftur.“ xxx etta eru umhugsunarverð orð. Það er alveg ljóst, að þessi höfundur hefur fengið ofnæmi fyrir auglýsingaskruminu í kringum bókaútgáfuna og vill ekki taka þátt í henni, vill ekki láta nota nafn sitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.