Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 32
32 morgunbladið VIÐSraro/AIVINNULÍF þriðjudagur 10. marz 1992 Flutningar Hafnasamlög og vegabætur þýða betri nýtingu fjárfestinga HALLDOR Blöndal samgöngiiráðherra sagði a raðstefnu um fram- tíð flutninga á íslandi sem haldin var nýlega að í hafnamálum væri brýnt að stofna til hafnasamlaga á nokkrum stöðum á landinu og í vegamálum þyrfti að leggja áherslu á að stytta hringveginn á nokkrum stöðum m.a. með það fyrir augum að bæta samgöngur innan sömu atvinnusvæða. Brýnt væri að nýta sem best alla fjárfest- ingu í flutningamálum. Ráðstefna þessi var haldin á vegum Aðgerða- rannsóknafélags íslands og vörustjórnunarhóps Hagræðingafélags Islands og er þetta fjórða ráðstefnan sem þessir aðilar standa að. Var fjallað um framtíð flutninga á vörum og fólki um landið frá ýmsum sjónarhornum. Auk samgönguráðherra fluttu erindi Trausti Valsson, skipulagsfræðingur, Kolbeinn Arinbjarnarson, forstöðu- maður innanlandsflugs Flugleiða, Páll Hermannsson, forstöðumaður vöruafgreiðslu og landflutninga Háskóla Islands. Samgönguráðherra sagði að með því að stytta hringveginn á nokkr- um stöðum yrði hann 1.265 km langur í stað 1.414 km eins og nú væri. Þá yrði leiðin frá Reykjavík til Egilsstaða um Norðurland 647 km en um Suðurland 618 km löng. Halldór Blöndal sagði það skoðun sína að líta ætti á vegabætur í samhengi við þau atvinnusvæði sem vegakerfið þjónar og á þessum tímum aðhalds og sparnaðar yrði að gæta þess að ná sem bestri nýtingu á fjárfestingum. Ljóst væri að fjarri væri því að nægilegar ijár- veitingar fengjust til samgöngu- mála á næstu árum og því yrði nokkur hægagangur á fram- kvæmdum. Einnig yrði að horfa til fleiri þátta en vegagerðar einnar þegar fjárveitingum væri deilt nið- ur. Þannig sagði hann sem dæmi að Bolvíkingar óskuðu eftir um 90 milljónum króna til hafnabóta og > öðrum 90 milljónum til fram- kvæmda við vegsvalir í Óshlíð. Spuming væri í því tilviki hvort bættar vegasamgöngur gerðu hafnarbætur óþarfar eða hvort hafnarbæturnar gerðu vegabæt- urnar óþarfar. Þama yrðu heima- menn hreinlega að velja á milli. Um hafnamál sagði ráðherra Samskipa, og Páll Jensson fra eðlilegt að stefna að stofnun nokk- urra hafnasamlaga. Leggja ætti grunn að nokkrum góðum flutn- ingahöfnum en fískihafnir yrðu trú- lega fleiri. Þannig ætti ein flutn- ingahöfn að þjóna Reykjanesi allt frá Grindavík og í Voga, líta mætti á Eyjafjarðarsvæðið í þessu skyni einnig og á “Vestfjörðum hlytu flutningahöfn og flugvöllur á ísafírði að þjóna næstu byggðum og flugvellir á Flateyri og Súganda- fírði því að leggjast af. Varðandi umræðu um hálendis- vegi sem tengdu saman landshluta sagði Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra að girnilegur kostur væri að tengja Norður- og Suðurland með slíkum vegi. Tengingu Austur- lands við slíkan veg taldi hann hins vegar sóun og erfíða m.a. vegna náttúruverndar. Trausti Valsson skipulagsfræð- ingur greindi frá hugmyndum sín- um um uppbyggingu hálendisvega og sagði að ávinningur af þeim væri margvíslegur. Mætti t.d. líta á allt landið sem einn fískmarkað þar sem flutningur með físk milli markaða og til vinnslu í ólíkum landshlutum væri auðveldur. Þetta gæfí einnig möguleika á frekari sérhæfíngu í fískvinnslunni. Með þessu hlyti að nást meiri verðmæta- sköpun og væri reiknað með að ef meðalverð þorsks færi úr 60 í 70 kr. kg kæmi þremur milljörðum meira í hlut útgerðar- og sjó- manna. Ef verðmæti alls unnins fisks hækkaði svipað ykjust tekjur þjóðarbúsins um 10 til 20 milljarða á ári. Þá sagði Trausti að slíkt vega- kerfí myndi spara fjárfestingar i hafnarmannvirkjum og taldi hann að draga myndi verulega úr strand- siglingum með tilkomu hálendis- vega. Benti hann á að Ijarlægð milli Egilsstaða og Selfoss yrði aðeins 430 km og milli Selfoss og Akureyrar 360 km. Benti hann einnig á að hraðinn í flutningum skipti æ meira máli og krafan um að sækja vöru við verksmiðjudyr seljanda og afhenda við dyr kaup- anda gerðu landflutninga iðulega fýsilegri kost en skipaflutninga. Sagði Trausti að lausleg athugun sýndi að í heild mætti gera ráð fyrir um 20 milljarða króna árlegri arðsemi af bættu vegakerfi. Þá minnti Trausti á að Evrópu- staðall gerði ráð fyrir 11,5 tonna öxulþunga á aðalvegum en íslenska vegakerfíð væri miðað við 10 tonna öxulþunga. Dýrt væri að bæta úr þessu á núverandi vegakerfi en hægt að ná þessum staðli ef lagðir væru hálendisvegir. Þjóðvegurinn stundum göngugata? Trausti Valsson benti einnig á þá tilhneigingu íslenska vega- kerfísins að liggja í krókum inn í alla helstu bæi og þéttbýlisstaði. Segja mætti að stundum væri þjóð- Ferðamál RAÐSTEFNA — Halldór Blöndal samgönguráðherra sagði að hringveginn mætti stytta á nokkrum stöðum á landinu og yrði hann þá 1.265 km langur í stað 1.414. vegur númer eitt eins konar göngu- gata í sumum bæjum í stað þess að liggja utan við þéttbýli og tengj- ast þeim með sérstökum afleggj- ara. Páll Hermannsson forstöðumað- ur vöruafgreiðslu og landflutninga hjá Samskipum sagði að vöruflutn- ingar með bílum hefðu aukist mjög á síðustu árum á kostnað strand- flutninga með skipum með tilkomu betri vega og síðan aukinni sam- keppni vöruflutningafyrirtækja. Segja mætti að skilin milli hag- kvæmni bíla og skipa lægju um Vatnsskarð og Fagurhólsmýri. Nú stunda um 60 aðilar vöruflutninga á landi með um 150 bílum. Páll taldi að skipaflutningar yrðu áfram við lýði við Island, þróunin stefndi í aukna gámaflutninga á færri staði og stærri hafnir. Taldi hann útilok- að að vegir landsins yrðu það góð- ir að strandflutningar með skipum legðust af og taldi að bæði Eim- skip og Samskip myndu áfram leggja mikla áherslu á strandflutn- inga sem væru þó einungis hag- kvæmir að sama fyrirtæki gæti einnig rekið flutningaþjónustu milli íslands og erlendra hafna. Kolbeinn Arinbjarnarson for- stöðumaður innanlandsflugs Flug-' leiða bar saman kosti bíls og flug- vélar sem flutningatækis og sagði að betri vegir og minnkandi fjar- lægðir ýttu undir aukna flutninga með bílum en krafan um stuttan flutningatíma hvetti til aukinna flutninga í lofti. Sagði hann að síð- ustu árin hefðu átt sér stað rniklar framfarir og endurbætur varðandi bíla og vegakerfi landsins meðan ákveðin stöðnun hefði ríkt í innan- landsfluginu. Nú væru hins vegar tímamót í því og taldi að næsta áratuginn myndi dæmið snúast við og þróunin og aukningin snúast fluginu í vil. I lok ráðstefnunnar talaði Páll Jensson háskólakennari um stað- arval. Ræddi hann um kosti þess að nota reiknilíkön við ákvörðun staðsetninga þar sem margir reikn- anlegir þættir réðu jafnan ákvörð- un um staðarval. Varðandi kosti hálendisvega miðað við hringveg- inn sagði hann eðlilegast að setja núverandi vegakerfi í reiknilíkan og síðan hálendisveginn til að fá fram samanburð. f i GA 5-10 HINN ÞÖGLI FÉLAGI Rakt þrýstiloft er óhagkvæmt og eykur kostnað. Hinar nýju GA 5-10 loftþjöppur frá Atlas Copco hafa innbyggðan kæli- þurrkara, sem tryggir þar með þurrt þrýstiloft. Hljóðstyrkur er ekki meiri en venjulegur samtalstónn, svo þú getur auðveldlega staðsett þær hvar sem tír. GA 5-10 er þín trygging fyrir gæðalofti. ~~ EINKAUMBOÐÁÍSLANDI: LANDSSMIÐJAN HF. VEBSLUN: SÖLVHÓLSGÖTU 13-101 REYKJAVlK SlMI (91) 20680 -TELEFAX (91) 19199 ÞURRT OG HUÓTT Galileo tekið í notkun á íslenskum ferðaskrifstofum FJÓRAR ferðaskrifstofur hér á landi hafa gert samning við Galileo á íslandi hf. um uppsetningu á farbókanakerfinu Galileo. Ferðaskrif- stofa íslands, Ferðaski-ifstofa Reykjavíkur, Ratvís og Samvinnuferð- ir-Landsýn hf. verða tengdar við kerfið í þessum mánuði. Inga Engilberts hjá Galileo á íslandi segir að tenging ferðaskrifstofanna sé gjörbylting. „Það er orðið nauðsynlegt i ferðaskrifstofurekstri að hafa aðgang að góðu upplýsingakerfi, ekki síst vegna þess sem er að gerast í Evrópu núna.“ í Galileo kerfínu sem er bein- tengt við höfðustöðvar í Bretlandi er meðal annars hægt að panta flug, hótel og bílaleigubíla alls stað- ar í heiminum. Einnig er fjöldi upplýsingasíðna um mörg atriði er Noregur í Noregi eru níu kísiljárnverk- smiðjur og á síðasta ári var tapið á rekstrinum um 4,5 milljarðar ÍSK. Eru skuldirnar áætlaðar um 20 millj- arðar kr. í Noregi hefur ástandið í þessum iðnaði aldrei verið verra og vegna þess, að bankarnir óttast, að kreppan vari lengi enn, reka þeir harðan áróður fyrir sameiningu fyr- irtækjanna. Þykir líklegt, að af henni verði þótt skoðanir séu skiptar enda staða fyriitækjanna misjöfn. tengjast ferðaiðnaðinum. „í þessu kerfi eru nánast allar upplýsingar sem sölumaður á ferðaskrifstofu þarf á að halda. Þannig getur hann unnið alla vinnu frá sínum tölvu- skjá,“ segir Inga. Elkem er stærsti kísiljárnfram- leiðandinn en reksturinn er erfiðari hjá því en sumum öðrum, til dæmis hjá ILS, sem stendur best. Trúlegt þykir, að einni verksmiðju verði lok- að komi til sameiningar og vonir eru bundnar við, að rafmagnsverðið verði lækkað. Auk þessa þarf að skuldbreyta hjá fyrirtækjunum en svigrúm norsku bankanna í þeim efnum er ekki allt of mikið. Galileo skrifstofan hér á landi sér um alla þjónustu varðandi kerf- ið, námskeiðahald og þjálfun not- enda. Inga segir að allt bendi til að fleiri samningar við hérlendar ferðaskrifstofur verði gerðir á ár- inu, en nú þegar eru um 31.000 notendur í Evrópu og Ástralíu. Hver ferðaskrifstofa greiðir af- notagjald af gagnanetinu og Gal- ileo kerfínu en á móti kemur greiðsla fyrir hveija bókun sem gerð er. Kerfíð sjálft og uppsetning þess er notendum að kostnaðar- lausu en greitt er fyrir þau tæki sem notuð eru og fer sá kostnaður eftir þörfum hverrar skrifstofu. Sl. fímmtudag var undirritaður samningur um sameiningu fyrir- tækjanna Galileo International og Covia og myndast þar með fyrsta alheimsbókunarkerfíð sem völ er á fyrir ferðaiðnaðinn, segir í frétt frá Galileo á Islandi. Kerfið þjónar um 25 þúsund ferðaskrifstofum um allan heim. í því er að finna upplýs- ingar frá 385 flugfélögum, 21 þús- und hótelum og 42 bílaleigufyrir- tækjum. Hið nýja fyrirtæki heitir Galileo International og skiptast eignahlutföll til helminga þ.e. Gal- ileo 50% og Covia 50%. Hluthafar þeirra eru eftirtalin 12 flugfélög: Aer Lingus, Air Canada, Alitalia, Austrian Airways, British Airways, KLM Royal Dutch Airlines, Olympic Aliways, Sabena Belgian World Airlines, Swissair, TAP Air Portugal, United Airlines og USA- ir. Höfuðstöðvar fyrirtækisins verða í Chicago en Evrópumarkaði verður þjónað frá Svindon í Bret- landi. Vilja sameina kís- iljámfyrirtækin Norsku bankarnir Den norske Bank og Fokus Bank leggja nú hart að kísiljárnsfrainleiðendum í Noregi að sanreinast í eitt fyrirtæki. Hafa verið miklir erfiðleikar í þessari framleiðslu eins og kunnugt er og skulda fyrirtækin bönkunum mikið fé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.