Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 21 núverandi kerfí, því lengur þeim mun betra! Að vísu er bankavaldið alltaf að pirra menn með sameiningartali. Nú, það verður svo að vera ef mennirnir endilega vilja. „Lago“ með að menn verði bara aðstoðarforstjórar í nýja fyrirtækinu, menn geta orðið stjórn- arformenn fari svo. Og svo geta menn farið að eignfæra kvótann hjá sér og afskrifa, þó svo afskriftir og tap sé nú nóg fyrir. En eignastaðan verður góð!!! Bankavaldið segir líka að sundraðir förum við á hausinn — sem líklega er rétt — en sameinaðir, ja, þá förum við á hausinn líka. Bara seinna! En koma tímar og koma ráð(!!!). Annar er sá hópur manna sem lætur iíka slá ryki í augun á sér alltaf á sömu ruglforsendum og það eru auðlindaskattsmenn. Þeir hafa sterka tilhneigingu til að benda á hið geysiháa verð sem menn vilja borga fyrir kvótann sem sönnun á hinu mikla verðmæti sem felist- í kvótunum. Vissulega eru mikil verð- mæti þar fólgin. En gamla þumalputtareglan um að skip verði að fiska fyrir andvirði sínu á fyrsta ári er enn í góðu gildi. 1.600 tonn- in úr Eyjum máttu, ef allt væri með felldu, ekki kosta meira en rúmar 100 milljónir (skip innifalið)!!! Mismununarofbeldi Hvernig skyldi Gunnari Ragnars líka að vinna á verðinu sem HB og co. á Akranesi er að kaupa fiskinn á á fiskmörkuðunum þessa dagana? Hann vildi bara borga 64. kr. eins og fyrr er getið. HB og co. borgar hins vegar 115 kr. á kíló og Grandi hf. og aðrir sjóðasukksgreifar fylgja fast á eftir. Ég er ansi hræddur um að fram- legðin hjá þeim verði einhverja tugi prósenta í mínus. Skyldu þessir menn vera í skilum í sjóðasukkinu? Eg hugsa ekki. Þeir hafa nefnilega aldrei ætlað sér (og áttu kannski aldrei) að þurfa að standa í skilum. Hvernig má það vera í vestrænu lýðræðisríki að svona mismunun geti átt sér stað? Hvernig má það vera að Brynjólfur í Granda eins og hann sagði í blaðaviðtali fyrir jól að Grandi hf. hefði ekki þurft á láninu (úr Atvinnutryggingasjóði) að halda, en tekið það af því að vaxtakjörin voru svo góð! (Þær eru víða matar- holurnar í samtryggingunni!!!) Hver er svo stjórnarformaður í HB og co? Er það ekki Magnús Gunnarsson fyrrum SIF-maður, nýlega settur Jóni Baldvin til höfuðs (svo hann geri nú ekkert sem klíkunni ekki þóknast). Og þekkjum við ekki aftur sama Magnús sem annan af tveim formönnum „hlutlausrar" endur- skoðunarnefndar um kvótalög? Hvað heldur sami Magnús (SIF-maður) að saltfiskverkendur á SV-landinu hugsi þessa dagana þegar HB og co. eru að færa lífsbjörg fjölda Akur- nesinga burt úr bænum, til að reyna að bjarga sjálfum sér, af því að þeir telja sig „eiga kvótann"? Þetta sam- einaða fyrirtæki var efst á lista yfir skuld hjá Atvinnutryggingasjóði um síðustu áramót. Skyldu þeir vera þar í skilum? Og fieiri og fleiri, og skyldu þeir ætla sér í skil? Það sagði mér maður sem hafði verið á yfirreið um landið á vegum Byggðastofnunar, aðspurður um hvað menn yfirleitt segðu um skuldir sínar í sjóðasukk- inu. Hann svaraði- að menn segðu þrennt: 1. Að þeir ættu enga aura og gætu því ekki borgað! 2. Að þeir hefðu aldrei átt að borga þetta! 3. Að þeir ætluðu sér aldrei að borga þetta! Það var og! Af hveiju er Ríkis- endurskoðun alltaf að auka afskrift- artölurnar! Hver verður svo að borga brúsann? Almenningur auðvitað! í besta falli að „séníunum" takist þegar aurarnir eru endanlega tap- aðir að selja tapið (fyrir 10% sem segja má að sé fyrir ekki neitt þeg- ar framreiknun er tekin með í reikn- inginn) fyrirtækjum sem notfæra sér „löglega ofbeldið" til að fá að vild að færa tapið á móti hagnaði (eins og ÚA og fleiri) þannig að ríkið (al- menningur í landinu) geti nú orðið af _sömu aurunum aftur að hluta til. í hvaða „sæmilega" siðmenntuðu landi halda menn til dæmis að for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, sem ætti nú að vita manna best um allan yfir- dráttinn og fittið hjá ríkissjóði í Seðlabankanum, stæði, sem stjórn- arformaður í tapfyrirtæki (Alafoss) að selja tapið á ofannefndum for- sendum, til þess að, þrátt fyrir allt kókþamb landans, að Vífilfell verði skattlaust nokkur ár. Ég veit að þetta er löglegt, en siðlaust er það. Sami maður hefur margoft lofað allt ofbeldi núverandi kvótalaga og talið alla „hagræðinguna og hag- kvæmnina" af því góða. Mér hefur oft orðið hugsað til þess undanfarna daga, hlustandi á allt fjaðrafokið vegna þessara 2-300 milljóna sem ríkissjóður gæti, eftir málsókn, hugsanlega fengið í skatt frá Sameinuðum verktökum. Séu þessar tölur bornar saman við alla milljarðana sem eru að tapast í sjóðasukkinu og í eignatilfærslu ís- landssögunnar, kvótalögunum, verð- ur samanburðurinn hlægilegur. Vaxandi atvinnuleysi Svo eru menn að undrast niður- skurði og vaxandi atvinnuleysi!!! Stærsta skýringin er auðvitað eins og er þær helgreipar sem aðalauð- lind þjóðarinnar er í. „Kvótaeigend- ur“ fara með hana eins og þeim sýnist, þeir selja atvinnuréttindi fólks um allt land fram og til baka fyrir fúlgur til að bjarga sjálfum sér, eða að þeir flytja hana út á sjó á nýjar vinnslustöðvar sem kosta milljarða til að auka „hagkvæmni" þó svo að í landi séu í þeirra eigu vinnslustöðvar sem gætu auðveld- lega afkastað aflanum. Fólkið í landi getur svo bara farið á atvinnuleysis- styrk. Allt það mismununarofbeldi kvótagreifanna mun hafa þær skelfi- legu afleiðingar, eins og ég heyrði í Landsbankanum á dögunum, að 30-40% af minni fyrirtækjum, að óbreyttum forsendum, munu verða gjaldþrota á næstu mánuðum (þau stærri eru flest gulltryggð af sjóða- sukkinu og kvóta-eignar-ofbeldinu ásamt samtryggingum helminga- skiptaflokkanna tveggja). Mörg og kannski flest fara ekki á hausinn á faglegum grundvelli heldur vegna mismununar-ofbeldis á íslandi anno 1992. Ekki er ég viss um að eigin- íjárstaða bankastofnana á íslandi verði glæsileg eftir tiltektir í rústun- um og ekki verður keðjuverkunin sem kemur í kjölfar gjaldþrotanna atvinnuskapandi nema helst hjá lög- fræðingum og fógetum. Ofstjórnarbrjálæði Annað og kannski ennþá alvar- legra er uppáskrift núverandi sjáv- arútvegsráðherra á svo til hráum, taugaveiklunarkenndum „ákvörð- unum“. Hafró um hámarksafla við ísland á þessu ári, þó svo færa megi sönnur á að hefði verið farið eftir tillögum þeirra undanfarin áratug, væri landið gjaldþrota. Eða eins og bankastjóri Landsbankans sagði við mig á dögunum: Hvar værum við stödd á þessu skeri ef aldrei hefði verið tekin áhætta í sjávarútvegi? Sem dæmi get ég ekki stillt mig um, sem gamall nótaskipstjóri, að benda á hina ótrúlegu taugaveiklun Hafró varðandi loðnuveiðarnar í ár sem þeim hefur tekist að stórskemma eða kannski eyðileggja, með því að tína smátt og smátt til kvótann þrátt fyrir að næg loðna væri sjáanleg á mælum í haust eða kannski að þetta hafl bara verið framliðin loðna úr dauða stofninum hans Hjálmars og þetta hafi verið einskonar miðils- fundur á miðunum. Sami Hjálmar sagði aðspurður í útvarpinu á dögun- um um mikla blöndun á smásíld í stórsíldinni, að sennilega hefðu menn kannski vanmetið stærð síldarstofnsins. Það var og! Sann- leikurinn er sá að hefðu menn tekið af skarið fyrr í haust og leyft loðnu- veiðar og aukið síldveiðar, hefðu menn staðið upp fyrir haus í atvinnu og verðmætasköpun fyrir marga milljarða víða um land. Loðnustofn- inn hefur aldrei verið í hættu og hvað höfum við að gera við síldar- stofn sem er sennilega kannski 6-700 tonn eða kannski ennþá stærri? Og hvað með þorskinn? Allar þessar tegundir þurfa að éta og éta gjarnan hver aðra. Það skyldi þó ekki vera að þær séu að éta hvor aðra og samtímis íslendinga út á gaddinn? Lokaorð þessarar greinar verða eftirfarandi. Eftir 14 ára búsetu er- lendis er ég sannfærður um að ís- land er besta land í heimi. En verði ekki nú þegar breytingar á ofbeldinu og ofstjórnarbrjálæðinu í fiskveiði- stjórnuninni verður innan skamms ekki búandi í þessu landi. Er ekki kominn tími til að tengja? Höfundur er fiskverkandi og fyrrverandi skipstjóri. BREYTTUÁHYGGJUM í UPPBYGGJANDI ORKU! NÁMSKEIÐ: MARKVISS ÁHRIFARÍK MÁLFLUTNINGUR FUNDARSTJÓRN Sími 91-46751 Bókhalds- nám Markmið námsins er að þátttakendur verði fullfærir um að starfá sjálfstætt við bókhald og annast það allt árið. 4CtH> (IfíUtiUt Á námskeiðinu verður eftirfarandi kennt * Almenn bókhaldsverkefni * Launabókhald * Lög og regiugerðir * ViröisaukasKattur * Raunhæf verkefni, fylgislqöl og afstemmingar * Tölvubókhald: Fjárhagsbókhald viðskiptamannabókhald Launabókhald Námskeiðiö er 72 klst. Næsta dagnámskeið hefst 19. mars og kvöldnámskeið 6. apríl. Innritun er þegar hafin. BJÓÐUM UPP Á BÆÐI DAG- OG KVÖLDNÁMSKEIÐ HAGKAUP Komið og leyffið krökkunum að skoða SKEMMTILEG LEIKFÖNG OG LEIKTÆKI til sýnis I verslun oklcar i Kringlunni, 2. hæð, dagana 5. - 14. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.