Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGÚR 10. MARZ 1992 Baltneskir menning- ardagar tókust vel - segir Gunnar Kvaran forstöðumað- ur Listasafna Reykjavíkur BALTNESKIR menningardagar voru haldnir á Kjarvalsstöðum um helgina og var tilgangurinn að vekja athygli á bókmenntum og tónlist Eystrasaltsríkjanna. Að sögn Gunnars Kvaran, forstöðumanns Lista- safna Reykjavíkur, tókust menningardagarnir í alla staði mjög vel. Gunnar segir að um tvö hundruð manns hafi sótt menningardagana um helgina og að það hafi reynst mjög vel að blanda saman bæði bók- menntum og tónlist. „Ciurlionis- strengjakvartettinn fékk t.d. sérstak- lega góðar viðtökur og það var greinilegt að tónlistarunnendur kunnu mjög vel að meta þennan tón sem þau höfðu fram að færa,“ segir Gunnar. Hann segir að það hafí verið mjög spennandi að fylgjast með þeim rit- höfundum sem þarna héldu fyrir- lestra um verk sín og bókmenntir í Eystrasaltsríkjunum. Hann segir einnig að það hafi komið sér veru- lega á óvart hversu mikið þessir rit- höfundar hafi vitað um íslenskar bókmenntir. Gunnar segir ennfremur að þessir menningardagar hafi aðeins verið upphafið að nánari kynnum af balt- nesku listafólki. „Nú væri gaman að kynnast öðrum listgreinum og fá t.d. myndlistasýningu en þess ber að minnast að þarna er um þrjú ólík lönd að ræða sem spanna ólík menningarsvæði og því gæti verið mjög athyglisvert að draga fram það sem er að gerast í myndlist þessara landa í þremur ólíkum sýningum," segir Gunnar. Félag fijálslyndra jafnaðarmannna: Fundað um sjávarútveg HALLDÓR Ás- grímsson, fyrr- verandi sjávar- útvegsráðherra, og Þröstur Ól- afsson, aðstoðar- maður utanríkis- ráðherra, flytja framsöguerindi um sjávarút- vegsmál á fundi HaUdór Félags frjálslyndra jafnað- armanna í Rósinni Hverfisgötu 8-10 þriðjudaginn 10. mars kl. 20.30. Fjallað verður um stöðu sjávarútvegsins og úrræði á fund- inum. Félag fijálslyndra jafnaðarmanna hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna fundarins þar sem segir meðal annars um frummælenduma:„Þröst- Þröstur Jón ur Ólafsson, annar tveggja formanna Sjávarútvegsnefndar ríkisstjómar- innar, hefur vakið athygli á stöðu sjávarútvegsins í opinberum umræð- um að undanförnu og Halldór Ás- grímsson er auðvitað gjörkunnugur málum greinarinnar eftir átta ára setu í stól sjávarútvegsráðherra." Fundarstjóri verður Jón Sigurðs- son iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Morgimblaðið/KGA Verðlaunahafarnir eru taldir frá vinstri Gunnar Gunnarsson, Gunnar V. Andrésson, Brynjar Gauti Sveinsson, Ragnar Axelsson, Sigurþór Hallbjörnsson og Þorkell Þorkelsson. Ljósmyndasýning Blaöamannafélags Islands: Mynd ársins frá Lettlandi LJÓSMYNDASÝNING Blaðamannafélags íslands og Blaðaljós- myndarafélags íslands var opnuð í listasafni ASI sl. laugardag. Við það tækifæri tilkynnti dómnefnd val myndar ársins, og að þessu sinni féll heiðurinn í skaut Ragnari Áxelssyni, ljósmynd- ara á Morgunblaðinu, fyrir mynd hans Sjálfstæðisbarátta Eystra- saltsríkjanna Ragnar hlaut sömuleiðis verðlaun fyrir bestu myndröðina sem voru myndir frá Eystrasaltsríkjunum, og sér- staka viðurkenningu fyrir mynd af strandi Steindórs GK við Krísuvíkurberg. Besta fréttaljósmyndin var valin mynd Þorkels Þorkelssonar, ljósmyndara á Morgunblaðinu, af strandi Eldham- ars GK. Keppt var í sjö flokkum, þ.e. myud ársins, opnum flokki, spaugi, portrettum, daglegu lífi, myndröð, íþróttum, fréttamynd ársins auk þess sem veitt var sérstök viðurkenning. Að sögn Guðjóns Amgrímssonar, eins dómnefndarmanna, bárust tæp- lega 400 myndir í keppnina en 100 myndir eru á sýmngunni eftir 20 Ijósmyndara. í opnum flokki var mynd Sigurþórs Hall- bjömssonar, ljósmyndara á Pressunni, hlutskörpust. „Hann er vinsæll og veit af því“, var heiti ljósmyndar Gunnars V. Andréssonar, ljósmyndara á DV, sem sigraði í flokknum Spaug. Gunnar Gunnarsson, ljósmyndari á Mannlífí, sigraði í flokki port- rett-mynda fyrir mynd sína af Kjartani Ólafssyni, og Brynjar Gauti Sveinsson, ljósmyndari á DV, sigraði í flokknum Daglegt líf fyrir mynd sína Svalandi regn á heitu sumri. Bjarni Eiríksson, ljósmyndari á Morgunblaðinu, sigraði í flokki íþróttamynda með mynd af langstökkvara. I umsögn dómnefndar um mynd ársins, Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna, segir að myndin sé sláandi, dimm og drungaleg og hlaðin andrúmslofti spennu og uppnáms. Hún lýsi betur en þúsund orð stemmning- unni í Eystrasaltsríkjunum á síð- asta ári og myndbygging hennar sé auk þess óvenju sterk og ein- föld. Dómnefndina skipuðu'Guð- jón Arngrímsson blaðamaður, Guðmundur Ingólfsson ljósmynd- ari og Gunnar Örn Gunnarsson myndlistarmaður. Blaðamann- afélag íslands hefur keypt mynd ársins, en þess má geta að mynd- imar á sýningunni er allar til sölu. Sýningin stendur til 15. mars. Norræna húsið: Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari heldur tónleika í Norræna húsinu í kvöld og hcfjast þeir kl. 20.30. Guðbjörn lauk burtfararprófi frá Nýja tónlistarskólanum fyrir fimm árum og hefur undanfarið starf- að við Óperuna í Kiel í Þýskalandi. Undirleikari á tónleikunum í kvöld er Þórarinn Stefánsson pianóleikari. Á efnisskránni eru verk eftir inn- lend og erlend tónskáld. Guðbjöm hóf söngnám tvítugur að aldri hjá Sigurði Dementz í Nýja tónlistarskólanum og lauk burtfar- arprófi þaðan árið 1987. Þá fór hann til Austur-Berlínar þar sem hann sótti einkatíma hjá Hanne-Lore Kuhse í tvö ár en hélt að því loknu til Ziirich þar sem hann starfaði í óperustúdíói. Frá því um haustið 1990 hefur hann verið fastráðinn við Óperuna í Kiel þar sem hann hefur sungið hlut- verk í tíu óperum. Nýlega fram- lengdi hann samning sinn þar um eitt ár, eða fram til 1993. „Um þess- ar mundir er ég að æfa Rósariddar- ann eftir Strauss og mun meðal ann- ars syngja í Töfraflautunni næsta vetur. Aðallega^syng ég óperur eftir Mozart og lýrískar ítalskar óperur en hef hug á að flytja mig yfír í dramatískari ítalskar óperur með tíð og tíma. Það lítur >líka út fyrir að röddin sé að taka ákveðna stefnu út í ítalska fagið," segir Guðbjöi’n. Að sögn Guðbjöms er Operan í Kiel meðalstórt óperuhús. „Framtíðin hjá mér er alveg óráðin að öðru leyti en því að ég efast um að ég muni framlengja samninginn í Kiel aftur Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari og Þórarinn Stefánsson píanó- leikari. Ritverk um 100 ára sögu VR komið út ÚT ER koinið þriggja binda ritverk um sögu Verzlunarmannafélags Reylgavíkur en VR átti 100 ára afmæli í fyrra. Ritverkið spannar sögu félagsins frá stofnárinu 1891 og í því er að finna fjölda mynda og teikninga. Magnús L. Sveinsson formaður VR segir að hann vilji þakka Lýði Björnssyni sagnfræðingi sem ritaði söguna og Vöku- Helgafelli útgefanda verksins frábærlega vel unnin störf. Á blaðamannafundi sem efnt vár til í tilefni af útkomu ritverksins sagði Magnús L. Sveinsson að saga VR skiptist í tvo meginþætti. Fyrri- hluti sögunnar sem skráður er í fyrsta bindið nær yfír tímabilið 1891 til 1955 er félagið var sameig- inlegt félag launþega og vinnuveit- enda. Annað og þriðja bindið ná yfir tímabilið 1955 til 1991 er félag- ið var aðeins skipað launþegum. Lýður Bjömsson hófst handa við ritun verksins árið 1987 og lauk vinnu sinni vorið 1991. Þá tók við öflun mynda og skráa og var víða leitað fanga við þá vinnu, margar myndanna voru teknar sérstaklega í ritið, en einnig leitað til safna í eigu einstaklinga og blaða en þar sem myndir skorti var Árni Elvar fenginn til að teikna. Ólafur Ragn- arsson forstjóri Vöku-Helgafells segir að miðað hafi verið við að myndir og lesmál væru til helminga í verkinu. Víða var leitað fanga í heimilda- öflun, í gögnum VR, gjörðabókum stjómar, félagsfunda og nefnda, VR-blaðinu, bréfasafni VR o.fl. en einnig reyndust munnlega heimildir mikilvægar þar sem margir muna starf VR síðustu áratugi. Ritverkið er gefið út í 1.000 ein- tökum til að byrja með og er til sölu á skrifstofu VR Um 400 eintök ritsins voru seld fyrirfram en verð ritsins er 14.900 krónur. þó þar sé mjög gott að vera. Auðvit- að er draumurinn alltaf að komast í stærra óperuhús. Það er að vísu svolítið erfitt að skipta um hús þegar maður er kóminn upp fyrir miðju því samkeppnin eykst stöðugt eftir því sem húsin verða stærri." Hann er nú staddur hér í fimm daga og mun í kvöld halda tónleika ásamt Þórami Stefánssyni píanóleik- ara sem búsettur er í Hanover. Á efnisskrá tónleikanna eru lög eftir íslensk tónskáld en auk þess verk eftir Grieg, Peterson-Berger, Haydn og Mendehlsson. Þeir Ólafur Ragnarsson útgefandi, Magnús L. Sveinsson formaður VR og Lýður Björnsson sagnfræðingur með ritverkið í höndunum. Guðbjöm Guðbjömsson ópem- söngvari heldur tónleika í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.